Morgunblaðið - 05.08.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.08.1954, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. ágúst 1954 TILBOÐ ■ óskast í að byggja fimm raðhús fokheld (45 íbúðir) fyrir | Reykjavíkurbæ. Lýsingu og uppdrátta má vitja á teikni- ■ stofu Gísla Halldórssonar, Tómasarhaga 31, gegn kr. ; 100.00 skilatryggingu. ■ Gísli Halldórsson, ■ arkitekt M.H.Í. : Íbúðarhús til sölu ■ ■ Til sölu er íbúðarhús á Eyrarbakka ásamt heyhlöðu og ; gripahúsum. — Húseigninni fylgja tún og kartöflugarðar, | sem gefa af sér ca. 150 sekki af kartöflum. Uppl. gefur Guðmundur J. Guðmundsson, Snorrabraut : 33, sími 82032 og 7134. ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ *•■■•■■■■■■ ■■■■ ■■■ ■■■IOCujBV ••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ UNGLINGSPILTUR óskast til innheimtustarfa strax. Þarf að hafa hjól. — Gott kaup. ORICAr LAUGAVEG 166. ■:iuo N ý k o m i ð : DÖÐLUR í pk. og lausu. Mjög hagstætt verð. tjánói on (J (Jo. h.p. Pípu-orgel Haf narf j arðarkirk j u ■ (eitt hljómborð og fótspil 7 raddir, Ottave- og Petal- S coppel) er til sölu. ■ ■ Uppl. veita * Pálmar ísólfsson, sími 4926. Páll Kr. Pálsson. sími 9914 ! íbúð óskast ■ ■ ■ Góð 3ja—5 herbergja íbúð, æskilegast á hitaveitu- | ■ svæði, óskast nú þegar eða seinna. Ársfyrirframgreiðsla, eða eftir samkomulagi. Uppl. í síma 5858. j Sölumaður Samband óskast við sölumann, sem fer öðru hvoru út I 7 ■ ■ ■ á land. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 12. ágúst merkt: í ■ Sölumaður —249. »■■• »■■■ Tvær stúlkur óskast til eldhússtarfa, önnur til sumarafleysinga. Uppl. gefnar á Sólvallagötu 9, frá kl. 10—2,30. Kristinn Hallsson kominn heim eftir nær 3 ára söngnám í London Heíisr fengið tiiboð um stöSu við óperuna aaiers leldur liér söngskeinmtanir Kristinn Hallsson söngvari, nýkominn frá Lundúnum, ásamt Hjör- disi Sigurffardóttur konu sinni, sem verið hefur honum mikill styrkur í erfiffu námi. «r~ RISTINN Hallsson, söngv- ari er nýlega kominn heim eftir söngnám viff Royal Aca- demy of Music í London. Þessi ungi söngvari er ávann sér einstaka hylli einkum fyrir söng sinn i óperunni Rígólettó, ætlar nú að halda söngskemmt anir hér í bæ á næstunni. En hann er eins og kunnugt er, sonur hjónanna Halls Þor- leifssonar og Guðrúnar Águsts dóttur, sem svo árum skipti hafa verið traustustu stoðir sönglífs bæjarins, Hallur verið kórstjóri og söngvari í öðrum karlakórum og frú Guðrún, sem oft hefur sungið einsöng og verið meðlimur dómkirkju- kórsins o. fl. Skömmu eftir að Kristinn steig á land átti Mbl. tal við hann og bað hann að segja nokkur orð um söngferil hans. En hann hefur nú lokið prófi frá Royal Academy bæði „Licentiate“ og auk þess burtfararprófinu, sem nefnt er „gullið“ erlendis. FYRSTI EINSÖNGURINN í DÓMKIRKJUNNI — Þú varst að spyrja um söng- feril minn, sagði Kristinn. Ef stutt skal yfir sögu fara, þá söng ég minn fyrsta einsöng 18 ára gamall. Það var á páskadags- morgun í Dómkirkjunni og tón- verkið var „Páskadagsmorgun" eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Síðan söng ég í óratoríum, í upp- færslum Tónlistarfélagsins o. m. fh UNDIR HANDLEIÐSLU NORMAN ALLINS — Hvenær fórstu svo fyrst til söngnáms í Englandi? — Á Þorláksmessu 1951. Þá strax í upphafi var ég svo heppinn að ég komst undir handleiðslu Norman Allin, sem er einhver fremsti söng- kennari Breta. Meðal söng- nema hans má nefna Richard Lewis, sem er frægasti tenór- söngvari Breta og Oskar Natsche, sem var einn kunn- asti baritonsöngvari þeirra, en er nú nýlega Iátinn, ungur að árum og er mikið tjón af frá- falli hans. Æ síðan hef ég not- ið kennslu Allins og tel ég að það sé mitt mesta happ. MIKIÐ TÓNLISTARLÍF í LUNDÚNUM — Hvernig hefur þér að öðru leyti líkað við Englandsdvölina? — Það er gott að vera í Eng- landi, sérstaklega við tónlistar- nám, því að þangað koma allir stærstu tónlistarmenn heimsins. Má t. d. nefna að þangað kemur Benjamino Gigli einu sinni eða tvisvar á ári og þangað kemur Jussi Björling. Ógerlegt væri að telja upp alla þá miklu listamenn, sem koma saman í Bretlandi og gera London og Edinborg að há- borgum tónlistarinnar. Nýlega kom tónskáldið Hindemith til Lundúna og stjórnaði tónverk- um eftir sjálfan sig, en hann fékk misjafna dóma. — Jæja, eru enskir tónlistar- gagnrýnendur harðir í horn að taka? — Mér virðist öll gagnrýni í Bretlandi mjög heilbrigð og á það e. t. v. ekki minnstan þátt í að byggja upp álit Lundúna sem tónlistarmiðstöð. Þar er ekki hægt að kaupa gagnrýnendur til eins eða neins og þeir hika ekki við að láta óánægju sína r ljósi, ef þeim finnst einhverju miður farið og það jafnt þótt það séu heimsfræg nöfn, sem standa á sviðinu. HEFUR SUNGIÐ OPINBER- LEGA í ENGLANDI — Þú hefur að sjálfsögðu sung- ið opinberlega í Englandi á þess- um námsárum þínum? — Já, ég hef frá upphafi verið í óperudeild Royal Academy, en það þýðir að ég hef sungið í óperum, sem fluttar hafa verið á vegum skólans. Þessi hlutverk hef ég farið með: Dr Bartholo í „Brúðkaupi Figaros", Pistol í „Falstaff“ eftir Verdi og svo hlut- verk gæzlumannsins í óperunni „Trial by Jury“ eftir Gilbert og Sullivan. Víða hef ég sungið ein- söng og haft söngskemmtanir. HELDUR SÖNGSKEMMTUN IIÉR Nú hefur Kristinn í hyggju að halda söngskemmtun eina eða fleiri í Gamla Gíó og verða á söngskránni m. a. lög eftir Þór- arin Jónsson, Jón Þórarinsson, Pál ísólfsson og Árna Thorsteins- son. Þá syngur hann nokkur smá- iög eftir Schumann, Beethoven og Brahms og lagaflokkinn Michel- angelo Lider eftir Hugo Wolf. Þá syngur hann aríur úr óperum eftir Mozart, Verdi og Borodin. Mun fjölda manns þykja fýsilegt að hlýða á þessi tónverk í flutn- ingi svo ágæts listamanns sem Kristins. — En ef satt skal segja, bætir Kristinn við, er ég miklu taugaóstyrkari að syngja fyrir íslenzka áheyr- endur en brezka, því að lík- lega er almenn þekking á söng óvíða eins mikil og á Islandi. Hér er þaff algengt að menn eigi útvarpsgrammófón og heil plötusöfn, þar sem fræg- ustu listamenn heims flytja tónverkin og er því eðlilegt að áheyrendurnir geri saman- burð við þá. BOÐIN STAÐA VIÐ SADLERS WELLS — Hvað annars um framtíðar- fyrirætlanir þínar? — í haust fer ég með Fóst- bræðrum, sem einsöngvari, í söng för þeirra um Þýzkaland, Frakk- land, Niðurlönd og Bretlandseyj- ar, en síðan er óráðið hvað ég geri. Burtfarar- prófinu hef ég lokið frá Royal Academy og hef ég fengið tilboð frá Sadlers Wells óperunni um að syngja hlutverk Dr, Bartholos í „Brúðkaupi Figarós“, Leporello í „Don Juan“ og Calline í „Bohéme“. En nokkur snuðra hefur hlaupið á þráðin þar sem verkamálaráðuneytið hefur lýst því yfir að útlendir söngvarar fái ekki að starfa í Bretlandi. Segir í bréfi frá ráðuneytinu að gert sé ráð fyrir að allir erlendir söngnemar fari úr landi, þegar þeir hafa lokið námi. Er þetta nokkuð vafasöm regla fyrir enska söngskóla og er vonandi að úr því rætist. Þ. Th. Hvernig drekka skal vodka MALIK, sendiherra Rússa í London, tilkynnti í s.l. viku að hann þyrfti að ferðast út fyrir 35 mílna hring þann umhverfis rússneska sendiherrabústaðinn er starfsliði sendiráðsins er heimilt að ferðast um án sér- staks leyfis. Þessar hömlur á ferðum rússneska starfsliðsins voru settar sem svar Breta við viðleitni Rússa til að hindra eðli- legar ferðir brezkra sendifull- trúa í Moskvu. Malik fór til að vera viðstadd- ur hátíðahöld í tilefni kaupa Rússa á 7,350 tonna skipi af Bretum. Við það tækifæri sýndi sendi- herrann hvernig drekka skal vodka á rússneska vísu. Engir smásopar, herrar mínir. Höfuðið aftur á bak og hvolft úr glasinu í einum teig. Rússarnir brostu er drykkvanir Englendingar fengu hóstakast við að reyna að leika slíkt eftir. Ekki vakti það minni fögnuð, er einn gestanna gerði hetjulega tilraun til að bera fram hið nýja, rússneska nafn skipsins, sem er .„Bogdan Khmelnitskij".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.