Morgunblaðið - 22.09.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.09.1954, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. sept. 1954 MORGUVIBLAÐiÐ 9 Halldór Kiljan Laxreess um nutíma skáldskap: W a ?| rj *!/? M /í ■ Ð II *■ ' \ ■RltS Eins og ruslakompa af ósamsettum brotum | Á MÁNUPAGSKVÖLD hélt Stúdentafélag Reykjavíkur j f jölsóttan umræðufund í Sjálf- stæðishúsinu Til umræSn var i „Vandamál skáldskapar á vor- um dögum“. Frummælandi var Halldór Kiljan Laxness rit- j höfundur. Hér fer á eftir stutt lýsing helztu ræðanna. Frummælandi hóf mál sitt með því að segja að íslenzkur hugs- unarháttur hneigðist lítt til heim- epeki. íslendingar væru fyrst og fremst sagnaþjóð. Á sama hátt kvaðst frammælandi sjálfur vera eagnamaður, hann gæti því ekki komið fram sem heimspekingur íié spámaður. - En þó hann væri ekki heim- spekingur taldi Laxness, að ekki væri nema sanngjart, að lesend- ur hans hér og hvar í heiminum kölluðu hann fyrir sig einstöku einnum til að spyrja um þann skynsemisgrundvöll, sem lægi að baki tilveru hans. Þá sagðist Laxness ekki ætla Sð fara að þvæla um pólitík því að það væri e. t. v. það eina, sem væri auðveldara að tala Sim en veðrið. AÐ VERA EÐA VERA EKKI Ætlun mín, sagði hann, er að ræða nokkur vandamál skáld- ekapar nú á dögum. Fyrsta atrið- ið var þá, að hann taldi það meginskyldu að koma í veg fyrir að styrjöld brytist út. Hann kvaðst hafa mikilla hagsmuna að gæta að styrjöld brytist ekki út, vegna þess, að ef borgum yrði gereytt myndi hann missa stóran lesendahóp og það er aðeins eitt .— sagði hann — sem getur gefið umræðum vorum um menningu, eitthvert gildi og það er friður. Það er spurningin um að vera eða vera ekki. DEILAN MILLI AUSTURS OG VESTURS Næst kom frummælandi að deilunni milli austurs og vesturs. Hann sagði að deila sú væri að- eins bundin við örfáa stjómmála- menn. Hann kvaðst aldrei hafa kynnzt stjórnmálamanni, þó hann hefði að vísu séð, hvernig margir þeirra höguðu sér. Hins- vegar kvaðst hann þekkja almúga fólk bæði austan og vestan við hið ímyndaða járntjald og eftir þau kynni kvaðst hann ekki geta séð að nein deila væri til milli austurs og vesturs. Til sönnunar þessu kom hann með nokkur einkennileg dæmi svo sem, að ekki væri hægt að finna bandarískan bónda, sem vildi skjóta kínverskan bónda, ekki íslenzkan stúdent sem vildi gera rússneskum stúdent höfðinu styttri. Þetta taldi hann sýna að ekki væri til deila milli austurs ©g vesturs. MENNINGARFRÖMUÐIR SAGNAFÁIR Frummælandi sagði að nú væri svo komið, að það hlut- verk, sem orðsins menn höfðu áður í opinberu lífi þjóðanna hefðu nú verið fengið stjórnmála- mönnum. Kvað hann þetta illa farið, fólk hlustaði á stanzlausar hrókaræður stjórnmálamanna um nauðsyn þess að drepa fólk. Hann kvað því ekki að neita, að menningarfrumuðir væru of sagnafáir á vorum tímum og létu stjórnmálamönnum orðið eftir. RITHÖFUNDAR DANSA EFTIR PÍPU STJÓRNMÁLAMANNA Of mörg, já alltof mörg dæmi Væru þess að andans ménn létu stjórnmálamenn hræða sig. Þeir hefðu hætt við að neyta þess afls, sem orðið býr yfir af því að þeir væru lentir í einhverri botnholu í stjómmálum, ellegar þeir hefðu gerzt búðsetumenn í fílabeinsturni. Skáld og rithöf- undar væru alltof margir farnir að ganga eftir hljóðfalli og fyrir- skipunum stjórnmálamannanna. Skáldskapur þeirra, sagði Lax- ness, virðist vera saminn í þeim aleina tilgangi að þægjast sér- Frummælandi. stökum stjórnmálamönnum og fallast á morðhótanir þeirra eins og þær væru ófrávíkjanlegt lög- mál. Slíkur skáldskapur, sem væri undir algerri handleiðslu og yfir- stjórn stjórnmálamannanna, taldi Laxness að væri neikvæður og jpæti aldrei orðið grundvöllur bókmennta og betta kúgunarvald stjórnmálanna hlýtur að hafa lamandi áhrif á listir. Þetta væri afneitun á sjálfu sköpunarstarf- inu. RUSLAKOMPA — SÉRVIZKA Þá vék frummælandi hörðum orðum að nútíma skáldskap og virtist augljóst að hann beindi árásum sínum m. a. til atóm- skáldanna. Hann sagði að mestur hluti af skáldskap nútímans væri eins og ruslakompa af ósamstæðum brot- um úr heimspekistefnum, þar sem skáldþrifum brygði fyrir aðeins einstöku sinnum. Allslags sérvizka væri látin vaða uppi, svo sem að sleppa öllum stórum stöfum eða koma með rímlausan og verslausan texta með misjafn- lega löngum línum og kalla þessa þokkalegu framleiðslu „óbundin ljóð“.!! HAFIÐ UPP TIL SKÝJANNA SEM ISMI Oft og einatt sagði hann, að svokallaðar „framúrbókmenntir" væru eingöngu notkun skakkrar orðskipunar eða skakkrar mál- fræði og síðan væri þetta snilld- arverk kannske fullkomnað með því að sleppa greinarmerkjum. Síðan væri þessi skæling hafin upp til skýjanna með því að gefa því latneskt heiti og bæta aftan við það endingunni — ismi. DÆMI í HUGARREIKNINGI Frummælandi sagði, að gáfaðir leikritahöfundar yrðu stundum haldnir svo mikilli fyrirlitningu á því sem væri alþýðlegt og á því sem væri líklegt til að vekja áhuga venjulegra leikhúsgesta, að þeir tækju til að búa út leik- rit, sem væru einskonar dæmi í hugarreikningi Frummælandi gaf þessum bók- menntum heitið „tízkubókmennt- ir“ og sagði að þær væru sér- staklega hentugar fyrir þær ver- ur sem berast hingað til jarðar einhversstaðar utan úr himin- geimnum á fljúgandi diskum. En með þessu yrðu almennir lesendur afhuga andans mönn- um og færu í vandræðum sínum að hlusta á stjórnmálamenn. AFSTÆD Þegar hér var komið sögu, tók frummælandi að ræða það sem hann kallar raunsæisstefnu, en RAUNSÆISSTFFNAN hann kvað það nú hafa komið upp úr dúrnum að raunsæis- stefna í bókmenntum væri af- stætt hugtak. Ræddi hann þetta lengi, var háfleygur og sagðist þó vel. En aðalatriðið var semsagt, að raunsæisstefnan væri afstætt hug tak. Þetta gerði það mögulegt að margskonar raunsæisstefnur kæmu fram, jafnvel óraunsæ raunsæisstefna. Nú hefði komið fram sósíalísk raunsæisstefna. STEFNA SEM HEFUR ÁHRIF Á VERULEIKANN Hann taldi að raunsæisstefna þyrfti ekki að sýna mynd veru- leikans eins og hann er, hún væri ekki heldur sérstakt form. Hún er, sagði frummælandi, bókmenntastefna sem hefur á- hrif á veruleikann af því að hún á rætur í veruleikanum. ÍSLENDINGASÖGUR — RÁÐSTJÓRNARBÓKMENNTIR Sem fullkomin dæmi raun- sæisstefnunnar nefndi Laxness íslendingasögurnar, Njálssögu, Grettissögu og Ólafs sögu helga. Hann sagði að persónur þær sem þessar sögur lýsa hefðu ekki ver- ið til, en það sem ljær þeim sannblæ er það að með íslend- ingum hefur verið þörf slíkrar persónusköpunar. Slíkir tignar- menn, höfðingjar og hetjur, sem getið er í íslendingasögunum hefðu aldrei verið til hér á landi, en samt væru sögurnar raun- sæjar vegna þess að hetjur þess- ar urðu að hugsjón á mðurlæg- ingartímum þjóðarinnar. Sömuleiðis vék frummælandi að ráðstjórnarbókmenntum. Þar hefur verið reynt að finna „hug- sjónakennda raunsæisstefnu". Taldi hann að hún hefði haft mikið uppeldisgildi. Nauðsyn hefði verið á hetjubókmenntum í Rússlandi, reistum á hugsjón sósíalismans. EF HANN VÆRI TÍÐUR GESTUR Þegar svo virtist sem enginn fengist til að hefja umræður, tók Kristján A1 bertson að sér að ríða á vaðið. Minntist hann fyrst á þær á-! hyggjur, sem Laxness hefði af því að rit- höfundar heimsins fengju ekki notið sín af ótta við vold- uga stjórnmálamenn og komst svo að orði, að ef Laxness væri tiður og ævinlega veikominn gest ur í einhverju landi þar sem svo stæði á, þá væri fallegt af honum að reyna að hafa þau áhrif, að höfundar fengju þar meira frelsi til að hugsa og skrifa. Ekki leizt honum á að Ijós- myndavélin fengi neinn einka- rétt á að afmynda gjörvallan sýnilegan heim og málurum væri heimilaður sá eini heimur, sem ekki er til nema í listrænni í- myndun. Þá vék Kristján Albertson að nýjasta Ijóðaskáldskap og fannst yngri höfundar hafa tilhneigingu til að gerast óþarflega myrkir í máli og torskildir, — gefa í skyn með undarlegu orðalagi dýpt og speki, sem líkt og ætlazt væri til að lesandinn legði til án beinnar hlutdeildar skáldsins. Að vísu yrði sú fagurfræði ævinlega í góðu gildi, að „Leynd- ardómur hins leiðinlega væri að segja allt“. Hins vegar mætti líka syndga gegn listinni með því að segja svo lítið að leyndardómur hins leiðinlega yrði visst tóma- hljóð furðulegra orðasambanda. Að lokum þakkaði Kristján Al- bertson Laxness fyrir skemmti- legt erindi og sérstaklega fyrir hugleiðingar hans um áhrif skáld skapar á lífið, mátt hans til að móta mennina, sem væri hið raunverulega gildi hans og hinzti mælikvarði á alla snilld. Iír. Alb. EINA LISTIN SEM ER HLUTGENG Um þetta fór frummælandi mörgum heimspekilegum orðum. Virtist það niðurstaða hans að raunsæ og hlutgeng væri ein- vörðungu sú list sem væri sniðin að þörfum þess fólks sem ætlað væri að njóta hennar. LJÓSMFNDARAUNSÆI ER ÚRELT Næst varði frummælandi nokkrum orðum til að lýsa því, að ljósmyndaraunsæi í málara- list væri úrelt list á vorum dög- um. Ljósmyndavélin hefði tekið þar við. Sagði hann að það væri algerlega óraunhæft að mála at- burðamyndir. SKRIFAÐ Á HUGI MANNA Síðast mælti frummælandi nokkur lokaorð sem voru hug- stæð og fögur. Hann sagði m. a.: Að skrifa út í bláinn, að semja bækur fyrir auðn og tóm er ógerningur. Sem skáld hlýtur maður að semja bækur handa einhverju fólki. Og maður verður að hafa einhVern áhuga fyrir því fólki sem bæk- urnar eru ætlaðar fyrir. Paþpír- ALLTAF SÖMU VANDAMÁLIN Nú tók að færast meira fjör í fundinn og fleiri kvöddu sér hljóðs. Fyrstur kom þar Lárus Sigurbjörns- son, rithöfund- ur. Hann rifj- aði upp minn- ingar frá yngri árum, þegar hann og félag- ar hans voru að glíma við vandamál skáldskapar- ins. — Það er sem sé ekkert nú- tíma fyrirbæri að skáldskapur- inn eigi við vandamál að stríða, svo hefur alltaf verið og mun alltaf vera. Þessi vandamál eru t.d. hvernig hægt sé að finna hugsunum orð og form og að finna viðfangsefni. Lárus taldi að nútíma skáld- skapur væri á margan hátt merki legur þótt hann væri dálítið of" dulur. En vandamál skáldskaparins taldi hann ekki vera stefnur, hvorki sósíal-raunsæi né aðrar raunsæisstefnur. En fyrst Lax- L. Sig. inn, sem maður hefur fyrir sér! ness fór að ræða þessar raun- er aðeins blekking, því að það sem maður skrifar á, er, þegar öllu er á botninn hvolft aðeins hugir mennskra manna. Og það er ekki nóg að þekkja eða skilja það fólk, sem maður ætlar lista- verk sín, manni verður líka að þykja vænt um það. sæisstefnur, kvaðst hann sakna þess að hann hefði ekki nánar skilgreint, hvað þetta sósíal- raunsæi væri. SÉRVIZKA SÝNIR ANDLEGAFÁTÆKT Kristján Guðlaugsson, hæsta- réttarlögmaður, tók einkum und- Kr. Guðl. ir orð Laxness um ungu skáld in og lista- mennina. ÞeiP fyndu upp á alls konar sér- vizku og kúnst um. — Sagði hann að þetta væri ekkerfc einsdæmi. —. Minnti hann á það að á yngri árum hans, hefði þetta verið alveg sama sagan. Þá voru ung- ir menn í „Mensa Academica", sem skiptu sér í listamannahóp og tóku upp alls konar kúnstir svo að þeir voru í rauninni ekki í húsum hæfir, létu sér vaxa skegg, tóku upp undarlegt og’ leyndardómsfullt tal. — Þannig sagði Kristján, þekkjast þeir aí andlegri fátækt. Kr. Guðl. sagði að sá yrði ekki skáld, sem ekki hefði ráð á aS hugsa og 'hann staðhæfði að það væri óskylt íslenzkri tungu að hverfa frá forminu. Að lokum minntist hann á að það væri hæpið hjá Laxness að draga skýra línu milli meistara orðsins og stjórnmálamanna. —- Báðir væru skapendur, aðrir koma skáldskap sínum í efnis- leg verk, hinir í orð. GAMALL HREPPSTJÓRI Næstur bað um orðið Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, og flutti stutta en frábærilega vel samda ræðu. Hann sagði að það væru nokk ur vonbrigði að Laxness skyldi nú taka undir árásirnar á ungu skáldin, líkt og hann væri orðinn gamall hrepp- stjóri eða sveitarprestur. Taldi hann það koma úr hörðustu átt, þar sem það hefði einmitt verið H.K.L. ásamt Þorbergi Þórðar- syni, sem hefði opnað nýjar brautir fyrir ungu skáldin, það hefði verið hann, sem gaf þeim Vefarann frá Kasmír. Nú stendur hann hérna og dæmir okkur af skammsýni eins og hann var sjálfur dæmdur áð- ur. Nú segir fólk við okkur: Hvers vegna skrifið þið ekki eins og Kiljan. Nú er sagt við ungu málarana: Hví málið þið - ekki eins og Picasso. Við Picasso var sagt: Hví málar þú ekki eins og impressionistarnir. Við impressi- onistana var sagt: Hví málið þið ekki eins og Delacroix. — Taldi Thor að Laxness hefði nú skipað sér með íhaldsöflunum, sem aldrei hefðu skilið framþróun og þroska listarinnar. Thor. Þorsteinn Thorarensen, blaða- maður, deildi einnig á Laxness fyrir atlögu hans á ungu skáldin, og sagði að það kæmi úr hörð- ustu átt, þegar hann, sem hefði verið einn mesti formföndrari þjóðarinnar, tæki að fara háðulegum orð um um ungu skáldin fyrir form- tilraunir þeirra, fyrir það að þau væru ekk' að binda sig við greinarmerki og einblína á kommur o, s. frv. Hann taldi að í erindi sínu hefði Laxness litla eða enga til- raun gert til að komast til botns Framh. á bls. 12. Þ. Th.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.