Morgunblaðið - 22.09.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.1954, Blaðsíða 1
16 síður 41. árgangur. 216. tbl. — Miðvikudagur 22. september 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsins SIÐUSTU FRETTIR New York 21. sept. — Einkaskeyti frá Reuter. AFUNDI allsherjarþings S. Þ. í dag kvaddi Andrei Vishinsky fulltrúi Rússa sér hljóðs. Hélt hann langa ræðu þar sem hann krafðist þess að kommúnistastjórnin í Kina fengi sæti í S. Þ. i stað Formosa-stjórnarinnar. Bar hann fram tillögu þess efnis. ♦♦♦♦♦♦♦ STRAX á eftir stóð upp Henry Cabot Lodge fulltrúi Bandaríkj- anna. Hann bar fram tillögu um að á þessu níunda þingi S. Þ. yrði ekki tekin nein afstaða til deilunnar um sæti Kínverja hjá stofnuninni. ♦♦♦♦♦♦♦ VAR tillaga bandaríska fulltrúans samþykkt með 43 atkvæðum gegn 11 en, 6 sátu hjá, og virðist þar með útkljáð að þetta mál verður ekki tekið upp aftur á þessu þingi S. Þ. ♦♦♦♦♦♦♦ MÓTI tillögu Bandaríkjamanna greiddu atkvæði Norðurlöndin, Austur-Evrópu ríkin, þar á meðal Júgóslavía og einnig Ind- land og Burma. Arabaríkin sátu hjá. Að þessu loknu var Hollendingurinn van Kleffens kjörinn for- seti allsherjarþingsins með 45 atkv., en 12 sátu hjá. Verðor Moo-Kina veitt upp- taka í Sameinuðu þjóðirnar ? Skipfar skoðanir á Allsherjarþinginu New York 21. sept. ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna kemur saman í níunda sinn í dag. Á dagskrá þess eru að vanda fjölmörg vandamál, sum þeirra gömul og önnur ný. Það mái, sem talið er að valdið geti mestum hita og deilum, er mál, sem legið hefur fyrir undan- farin ár og talið er víst að muni vera tekið fýrir einu sinni ennþá, en það er hvort veita skuli hinu kommúniska Kína upptöku í S. Þ. í stað þess að viðurkenna fulltrúa Chiang Kai-Sheks stjórnarinnar, sem fulltrúa kínversku þjóðarinnar. BANDARÍKIN ANDVÍG Eins og menn muna hafa Bret- ar og ýmsar aðrar þjóðir við- urkennt stjórn Maos, en Banda- ríkin hafa reynst æ örðugari við- fangs, sem kínverskir kommún- istar hafa sýnt af sér meiri yfir- gang í viðskiptum sínum við1 aðrar þjóðir. Einkum voru það þó afskipti Kína af Kóreustríð- inu og styrjöldinni í Indó-Kína, sem valdið hafa því að Banda- ríkin hafa nú lýst yfir að þau muni aldrei viðurkenna fulltrúa kommúnistastjórnarinnar, sem fulltrúa Kína hjá S. Þ. BRETAR í VAFA Bretar munu ,eiga erfiðan kost, annars vegar að ganga í berhögg við vini sína og bandamenn, Bandaríkin, hins vegar mundi viðurkenning á stjórn Maos inn- an S. Þ. og hins vestræna heims í heild, tryggja það að þeir gætu stóraukið viðskipti sín við Kín- verja, og slík viðskipti eru það, sem Bretar eru mjög þurfandi fyrir. NORÐURLÖND STYÐJA KÍNA Um afstöðu Norðurlandanna er þegar vitað, hún kom fram á fundi' utanríkisráðherranna sem haldin var í Reykjavík í sumar í samþykkt, þar sem ákveðið var að Norðurlöndin skyldu stuðla að upptöku Kína í S. Þ. MOSKVA HEFUR í HÓTUNUM í Moskvu var því lýst yfir I fyrrakvöld að ef Kína væri synj- að um upptöku í S. Þ. þýddi það einfaldlega að ekki væri hægt að leysa eitt einasta meiriháttar al- þjóðlegt vandamál! í yfirlýsing- unni var sagt að Bandaríkin væru eini þröskuldurinn í vegi fyrir samkomulagi um þetta atriði og var ráðist að Banda- ríkjamönnum fyrir að beita þvingunum við bandamenn sína til þess að fá þá til að taka sömu afstöðu. Segir Pravda að öllum þjóðum sem sæki um upptöku og ekki hafa brotið gegn sáttmála þeirra beri að veita inngöngu og aðild að þjóðasamtökunum. Páfinn laus við hikstann RÓM, 21. sept. — Páfanum er að batna. Hann hefur þjáðst svo mánuðum skiptir * af óstöðvandi hiksta. En nú er sjúkdómurinn að lagast og í dag gat hann tekið sér langa gönguferð í görðum sumarseturs síns Castel Gand- olfo. — Reuter. Heljan grét eins og bam sem sendlherra SAMKOMULAG UM SMÁATRIDI Nefndin, sem skipuð var til að rannsaka gjaldeyrisvandræði Dana kom aftur saman í dag eftir 4 daga hlé. Jafnaðarmenn og Róttækir hafa komizt að sam- komulagi um aðeins þrjú minni- háttar atriði. VILL GEFA RÁÐHERRASÆTI Málið var rætt á ráðuneytis- fundi í gær. Er talið að Hans Hédtoft sé fús til að ganga langt á móts við Róttæka og bjóða þeim ráðherrasæti, en þó aðeins að Róttækir falli frá kröfum sín- um Um að dregið verði verulega úr fjárframlögum til landvarna. FYLGI VID JAFNAÐARMENN EKKI VINSÆLT Miðstjórn Róttæka flokksins mun koma saman á laugardag og þar verður tekin ákvörðun um hvaða stefnu flokkurinn taki, hvort hann taki upp sam- starf við stjórnina. Þær radd- ir eru farnar að vera hávær- ari sem telja að flokknum vaxi ekki fylgi með því að styðja stjórnina. Framh. á bls. 2 — 2Vi milljón stolið — Furðulega djarfur þjófn- aður ■ hjarta London London 21. sept. — Einkaskeyti frá Reuter. DJARFIR og slungnir þjófar voru að verki um hábjartan dag, er þeir stálu tveimur gullkössum á aðalgötu Holborn-hverfis og komust síðan undan. Kassarnir innihéldu gullstykki að verðmæti 2 Ví; milljón króna. ★ VEL UNDIRBUIÐ Scotland Yard stendur uppi algerlega grallaralaus. Því að svo vel var þessi þjófnaður undir- búinn, að slíks eru fá dæmi og má telja líklegt að þjófarnir hafi ekki ver skipulagt undankomu sína og felu. ★ MARGIR SJÓNARVOTTAR Gullstykki þessi voru í eign Rotschilds-fjölskyldunnar og átti að flytja þau frá Lundún- um til Amsterdam. Þjófnaður- inn var framinn um hábjart- an dag í aðalviðskiptahverfi Lundúna, gangstéttirnar voru fullar af gangandi skrifstofu- fólki, sem var á leið heim til sín úr vinnunni. ★ VÖRUBÍLL LOKAÐI GÖTUNNI Verið var að setja gullið út í sérstakan gullflutningabíl, þegar risastór flutingavagn kom eftir götunni og staðnæmdist hárs- breidd frá gullvagninum. Stukku þá tveir menn allt í einu út úr flutningavagningum og hremmdu tvo gullkassa. Síðan héldu þéir ferðinni áfram, en er þeim var Framh. á bls. 2 Peking-stjórnin fœr ekki setu í S.Jb. á þessu þingi Tillögu Vishinskys vísal frá með 43 atkvæðum gegn 11 Muccio vinnur sinn Franski hershöfðinginn Kristján de Castries, sem gat sér frægðar- orð fyrir vörn frumskógaborgarinnar Dien Bien Phu, var nýiega sleppt úr haldi kommúnista. Myndin sýnir er hann kom til flug- stöðvarinnar í Saigon og var gefið frelsi á ný. Þá yfirbugaðist hetjun Og grét eins og barn. Hyllír undir nýjur kosningur hjd Dönum Róttækir slríða Jafnaðarmönnum Kaupmannahöfn 21. sept. Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. MEÐ degi hverjum eru meiri líkur til að nýjar kosningar verði látnar fram fara í Danmörku. Hefur illa gengið að koma á samkomulagi milli Jafnaðarmanna og Róttæka flokksins. Er nú svo komið að háværar raddir í Róttæka flokknum telja engan hagnað af samstarfi við Jafnaðarmenn, en krefjast nýrra kosninga. WASHINGTON, 17. sept. — John J. Muccio vann í gær embættis- eið sinn sem sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi. Hann mun sennilega fara til Reykjavíkur ásamt konu sinni fyrstu viku októbermánaðar. Eins og kunn- ugt er var Edward B. Lawson fyrirrennari hans sem sendiherra Bandaríkjanna á íslandi. Muccio var fyrsti sendiherra (ambassador) Bandaríkjanna hjá lýðveldi Suður-Kóreu. Áður en hann tók við því embætti, hafði hann verið sérstakur fulltrúi Bandaríkjaforseta í Kóreu. Síðan hann lét af sendiherraembættinu, hefur hann gegnt ýmsum mikil- vægum störfum í utanríkisráðu- neytinu í Washington, m. a. tók hann nýlega þátt í samningsum- ræðum milli Bandaríkjanna og Panamalýðveldisins. Hann hóf störf í utanríkisþjón- ustu Bandaríkjanna árið 1921 og hefur starfað á vegum hennar víða í Austurlöndum. Áður en hann gerðist sérstakur fulltrúi Bandaríkjaforseta árið 1948, var hann einn af stjórnmálaleiðbein- endum Bandaríkjastjórnar um Þýzkalandsmál. 10 mánaöð barn bor- ið úi í Svíþjóð FYRIR nokkrum dögum fannst 10 mánaða gamalt barn í skógi nokkrum fyrir norðan Stokk- hólm, sem hafði verið þar í þrjá sólarhringa. Barnið, sem var drengur, hafði skriðið all langan spöl, frá þeim stað sem það hafði verið skilið eftir á, og var búið að klæða sig úr skóm og vettling- um þegar það fannst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.