Morgunblaðið - 29.09.1954, Side 2

Morgunblaðið - 29.09.1954, Side 2
2 MORQVPí BLA&1& Miðvikudágur 29. sept. 1954 r Operettan Meyjarskemman færð upp á Ak AKUREYRI, 28. sept. SNEMMA í þessum mánuði hélt Leikfélag Akureyrar síðari hluta aðalfundar. Hinn nýkjörni formaður, Vignir Guðmundsson, lagði þar fram áætlanir stjórnarinnar um væntanleg verkefni lélagsins á komandi leikári. ÓPERETTAN MEYJARSKEMM- AN FÆRÐ UPP Undirbúningur var þá þegar liafinn að uppsetningu tveggja leikrita, en ekki það langt á veg kominn, að fullvíst mætti telja, að fyrirætlanir kæmust í fram- kvæmd. Nú er aftur á móti svo langt komið málum, að vænta má, að hér á Akureyri verði kom- ið upp bæði fyrstu óperettunni og fyrsta barnaleikritinu, sem LA tekur sér fyrir hendur. Ákveðið 2tefir verið að taka óperettuna Meyjarskemmuna eftir Schubert. Og hafa æfingar þegar staðið í tæpan mánuð. Miklir erfiðleikar hafa verið í sambandi við undir- húning að sýningu þessa fyrir- ferðamikla verks. Er þar fyrst að nefna, að útvegun á tónlistinni, sem sé nótunum, hefir gengið nijög treglega, — og enn fremur *>r ekki um að ræða neina vana strokhljóðfæraleikara hér í bæ. 3Cn án þeirra verður Schubert- hljómlistin aðeins svipur hjá i-jón. iNOKSKUR FIÐLULEIKARI RÁÐINN Tekizt hefir nú í félagi við Tón- listarskóla Akureyrar og Kaup- félag Eyfirðinga að ráða hingað norskan fiðluleikara, sem leika mun með hljómsveit Meyjar- ekcmmunnar. Er hann væntan- legur hingað til bæjarins í dag. Standa því vonir til, að Akureyr- ingar fái innan ekki mjög langs •tfma að sjá fyrstu óperettuna, sem færð er upp af samborgurum þeirra. — Leikstjórn hefir á hendi hinn kunni leikstjóri Ágúst Kvaran, en söngvara æfir Árni Ingimundarson söngstjóri Karla- kórsins Geysis. Lothar Grundt mun sjá um teikningu leiktjalda en Þ.jóðleikhjsið hefir góðfúslega lánað nokkuð af þeim búningum, sem notaðir verða, en þeir eru í þessum söngleik, sem kunnugt er, bæði margir og glæsilegir. _________ HANS OG GRETA NÆSTA VERKEFNI Næsta verkefni leikfélagsins er áætlað að verði barnaleikritið Hans og Gréta eftir samnefndu ævintýri H. C. Andersens. Er bæði leikrit og leiktjöld fengið að láni frá Leikfélagi Hafnarfjarðar, en Sigurður Kristjánsson leikari hér á Akureyri mun setja leikinn á svið. Frekari ákvarðanir hafa á þessu stigi málsins ekki verið teknar um starfsemi LA í vetur. En gert er ráð fyrir, að tekin verði tvö leikrit til sýningar eftir áramót, og hefir í því sambandi verið rætt við leikstjórana Guð- mund Gunnarsson og Jón Norð- fjörð. Ennfremur hefir komið til tals að fá leikstjóra frá Reykja- vík, sem jafnframt því að setja hér leik á svið, gæti haft nokkrá tilsögn fyrir yngri og óreyndari leikara Akureyringa, — og enn- fremur nýliða, er löngun hefðu til þess að spreyta sig á leiklist- inni. — H. Vald. Frá kennaranám- skcilnu SVO sem frá var skýrt í Mbl. í gær, var s.l. mánudag sett kenn- aranámskeið í Laugarnesskólan- um. Mun námskeiðið standa yfir til föstudags. Mikill fjöldi kenn- ara sækir námskeiðið og verða þar fluttir margir fróðlegir fyrir lestrar um lestrarkennslu í barna skólum. Námákeiði hófst í gærmorgun með söng og ávarpi er Helgi Elíasson flutti. Næst var erindi Olafs Gunnarssonar sálfræðings. Fjallaði það um erfiðleika barna við lestrarnám. Þá var sýni- kennsla: lestur 7 ára barna, kenn- ari Jónas Guðjónsson. Jónas hef- ur um 10 ára skeið haft umsjón með kennslu 7 ára barna í Laug- arnesskólanum og getið sér hið bezta orð sökum alúðar í starfi. Því næst flutti Þorsteinn Einars- son, þróttafulltrúi, erindi. Að lokum flutti Ársæll Sigurðsson framsöguerindi uin samband lestrar og stafsetningar. Ársæll hefur verið eftirlitsmaður í ís- lenzkukennslu í Austurbæjarskól anum á annan áratug og gegnt því starfi með prýði. Hann hefur ritað kennslubók í stafsetningu Ritæfingar, sem ætlaðar eru yngri deildum barnaskólanna. Erindi Ársæls var ágætlega sam ið, en ekki vannst tími til um ræðna. Á morgun hefst námskeiðið með morgunsöng og ávarpi er biskup íslands, hr. Ásmundur Guðmundsson, flytur. Aðrir ræðu menn verða Björn Guðmundssoh kennari og Árni Þórðarson skóla- stjóri. Einnig verður sýnikennsla og bekkjarleikfimi. Sakamálðfimarifin brjófa nið ur sfarf kennaranna Frá fuiltrúaþingi framhaidsskolakennara Sextugur í dag: Þorsteinn J. Sigurðs son kaupmaður KVEÐJA 91 1111 i • © 3 lerferð gegra ifiiivelunuiii AKURNESINGAR hafa bundizt samtökum um að skera upp her- ör til að herja á háhyrninginn. Klukkan 2 í nótt leggja 17 Akra- bátar af stað suður til Keflavík- ur. Flaggskipið í flota þeim verð- ur Heimaskagi og mun skipstjór- inn, Njáll Þórðarson, stiórna sókn inni. í Keflavík ganga hermenn úr varnarliðinu um borð í bátana með hríðskotariffla og vélbyssur. Þegar á sjó hefur gefið undan- farna daga, hafa jafnan einn eða fleiri bátar eyðilagt net sín af völdum háhyrninganna. Er ætl- unin að herja á Faxaflóadýpinu' vestan til og norður úr. Er von- andi að þeim takist að reka þenn- an vágest af síldarmiðunum. í dag munu Akranesbátar alls hafa misst um 200 net af völdum háhyrningsins. Er bátarnir komU af veiðum í dag, lönduðu þeir alls um 900 tunnum síldar. Voru aflahæstir, Fylkir, með 120 tunn- ur og Fram 102 tunnur. •— Var síldin afar misjöfn, fór t. d. af einum bát öll í bræðslu, en gðrÍB voru með prýðis söltunarsíld. —Oddur. -9 FIMMTA fulltrúaþing Lands- sambands framhaldsskóla- kennara var haldið í Reykjavík •dagana 23.—25. sept. s.l. Þingið «sátu 26 fulltrúar frá 12 skólum. Formaður sambandsins, Helgi Þorláksson, setti þingið og minnt xst fyrst Ármanns heitins Hall- dórssonar, námsstjóra, sem lézt síðastliðið vor. Á öðrum degi tingsins var einnig tilkynnt lát «ins þingfulltrúans, frú Jóhönnu Ólafsson, skriftarkennara. Risu fundarmenn úr sætum sínum til lieiðurs við minningu þessara látnu félaga. Þingforseti var kjörinn Svein- hjörn Sigurjónsson, en varafor- setar Haraldur Steinþórsson og Þorsteinn Bjarnason. Ritarar voru kjörnir: Björn l'orsteinsson, Helgi J. Halldórs- son, Bryndís Steinþórsdóttir og •Gestur Magnússon. Auk skýrslu stjórnarinnar voru xædd allmörg mál á þinginu, sem vörðuðu kennslu og uppeldi, svo ®g hagsmuna- og kjaramál kepn- ara. Guðmundur Þorláksson, mag- xster, skýrði frá störfum nefndar Jjeirrar, er merintamálaráðherra hafði skipað á s.l. skólaári til að athuga og gera tillögur um náms- «fni skólanna, en Guðmundur var fulltrúi Landssambands fram- haldsskólakennara í nefndinni. Jliörn Þorsteinsson sagnfræðing- xir, ræddi um nauðsyn á bættri iennslutækni, Halldóra Eggerts- ■dóttir, húsmæðrakenpari, ræddi um hazarblöð, sakamálarit og .glæpakvikmyndir og skaðsemi þeirra. Hvatti hún þingið til að taka þetta vandamál til athug- unar og reyna að finna leiðir til að stemma stigu við þessum ó- sóma, sem bryti það niður, sem kennarar byggðu upp. Helgi Þor- láksson hafði framsögu um kjara- og launamál. Ýmis fleiri mál voru rædd á þinginu. Formaður sambandsins var endurkosinn Helgi Þorláksson. Meðstjórnendur: Halldóra Egg- ertsdóttir, Sigurður Ingimundar- son, Haraldur Ágústsson, Þráinn Löve, Gunnar Benediktsson og Björn Þorsteinsson. Fulltrúar á þing B.S.R.B.: Sig- urður íngimundarson, Helgi Þor- láksson, Sigríður Arnlaugsdóttir og Björn Þorsteinsson. Framh. af bls. 1 en hún fer fram í Lancaster House og var Eden í forsæti. All- ar umræður fóru fram í anda vináttu og bræðralags. JAFNVEL FRAKKAR ÁNÆGöIR Milli morgun- og síðdegisfund- arins komu utanríkisráðherrar þríveldanna saman til skrafs og ráðagerða með Adenauer. Var rætt um það hvernig flýta megi fyrir því að Þýzkaland verði sjálfstætt rfki. Adenauer sagði í ræðu að Þýzkaland væri reiðu búið til þess að setja alla heri sína undir yfirstjórn Nato og að gangast undir allar þær kvaðir sem Evrópuherinn hefði á herðar þeirra lagt. — Voru jafnvel Frakkar ánægðir með ræðu hans og töldu m. a. að hann hefði ekki vísað á bug tillögu Mendes France að þetta yrði gert með útvíkkun Brússelbandalagsins. r Athusasemd frá ASI um kosningu hjá skipasmiðum ÞJÓÐVILJINN sagði frá þ'ú I gær að Sveinafélag skipasmiða hefði kosið fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing á fundi í fyrra- kvöld. Kom þetta allmjög á óvart, þar sem vitað var að ákveðinri hópur félaga hafði óskað eftil! allsherjaratkvæðagreiðslu í fé- laginu. í tilefni þessara „kosninga" kommúnista hjá skipasmiðum, skrifaði framkvæmdastjóri ASÍ eftirfarandi bréf til formanna Sveinaf élagsips: „Heiðruðu félagar! f gær, þann 27. þ. m., sendum við ykkur bréf, þar sem við lögð- um fyrir ykkur að viðhafa alls- herjaratkvæðagreiðslu um kjöC fulltrúa á 24. þing Alþýðusam- bandsins, en til okkar hafði bor- izt skrifleg ósk 14 manna í félag- inu um að það skyldi gert. Okkur hefur verið tjáð, a3 þrátt fyrir þessi fyrirmæli hafi þið kosið á fundi í gærkvöldi og þar með haft að engu óskir og fyrirmæli er ykkur hafði borizt og voru í fyllsta samræmi við lög og reglur sambandsins. Samkvæmt 33. gr. sambands- laganna svo og samkvæmt reglu- Framh. á bls. 12. Engar skipavið- grðir í Lundúnum LUNDÚNUM, 28. sept.: — Um 8000 starfsmenn á ýmsum verk- stæðum við Lundúnahöfn lögðu niður vinnu í dag í samúðar- skyni við skipasmiði, sem eiga í verkfalli. Eru þá allir er að smíð- um og viðgerðum skipa vinna í Lundúnum í verkfalli. Samband þessara starfsmanna hefur sent áskoranir til skipa- smiða í öðrum löndum og beðið þá að annast ekki viðgerðir skipa sem venjulega hafa fengið við- gerð í Lundúnum. — Reuter-NTB Hallar nú að hausti senn, hægt í laufi þýtur. Ævisumar alla menn eitt sinn kveðja hlýtur. En þótt fölni foldar traf, fenni í bæjardyrnar, þér munu varla eldast af æsku hugsjónirnar. Fyrst við aðfall ellinnar er hún bara að látast: Sextugur vinnur sigur þar sem þeir yngri mátast. Láttu geisa um lífsins höf lengi gamm með snilli. Fram á yztu ævihöf auðnan sjálf þig hylli. Fyrsta flugvélin MOSKVA, 28. sept. Moskva-útvarpið sagði frá því í gær, að fyrsta flugvélin, sem smíðuð hefir verið í hinu kommúniska Kína, hafi verið reynd með góðum árangri. Þetta markar upphaf að stofnsetningu flugvélaiðnaðar í Kína. Réri 150 vertáðcar og er áfitræður i dag Ólafur Ólafsson fré Bolungarvík. IDAG á Ólafur Ólafsson sjó maður frá Bolungarvík átt- ræðisafmæli. Hann fæddist að Minnahrauni í Skálavík ytri, hinn 29. september þjóðhátíðarárið 1874. Voru foreldrar hans Sæunn Sigurðardóttir og Ólafur Guð- mundsson, og ólst hann upp hjá þeim. Árið 1899 kvæntist Ólafur Jó- hönnu Kristjánsdóttur, ágætri konu, sem reyndist honum traust- ur og einlægur förunautur. Eign- uðust þau sex börn, sem öll eru á lífi. Konu sína missti Ólafur fyrir 20 árum með hinum svip- legasta hætti. Drukknaði hún er vélbát úr Bolungarvík hvolfdi á ísafjarðarpolli. Var honum það mikill hnekkur og óbætanlegur missir. Sjómennskan varð lífsstarf Ól- afs Ólafssonar. Hana stundaði hann, fyrst á árabátum frá Bol- ungarvík og síðan á vélbátum. Samtals mun hann hafa stundað sjó í um það bil 150 vertíðir. Þótti hann jafnan harðskeyttur og dugandi sjómaður. Lenti hann í ýmsum mannraunum, m. a. hvolfdi undir honum árabát er hann var 19 ára gamall. Fórust I félagar hans þá allir en sjálfur komst hann á kjöl og rak síðan að landi og bjargaðist með naum- indum. 1 Um sextugsaldur missti Ólafur . sjón á öðru auga. Nú er sjón hans á hinu auganu einnig orðin mjög döpur. Sér hann aðeins glætu með því. En þrátt fyrir það fer hann allra sinna ferða og er hinn hressasti. Hingað til Reykjavíkur flutti Ólafur Ólafsson fyrir 22 árum. Hefur hann búið hér síðan. Er heimili hans nú að Höfðaborg 95. En í dag mun hann dvelja 6 heimili Alberts sonar síns, að Blönduhlíð 29. Vinir þessa aldraða vestfirzka sjómanns senda honum einlæg- ar heillaóskir áttræðum, um leið og þeir þakka honum starfið og baráttuna á sjónum í þágu lands og lýðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.