Morgunblaðið - 02.10.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.10.1954, Blaðsíða 9
JLaugardagur 2. október 1954 MORGUHBLAÐIB P Myndin er tekin í plastiSnaðarvinnuskálanum að Reykjalundi. Berklavarnadagurinn er á morgun Siyrkið berklasjúklinga með því að kaupa merki AMORGUN er berklavarnadagurinn og verða eins og undan- farin ár seld merki dagsins á götum bæjarins. Einnig kemur út þann dag tímarit berklasjúklinga, Reykjalundur, og verður það einnig selt í Rvík og út um land. Átti forseti SÍBS, Maríus Helgason, viðtal við fréttamenn í gær að Reykjalundi í þessu Bkyni og einnig gafst þeim kostur á að skoða þær nýju byggingar í>g verksmiðjur, sem þar hafa verið reistar og tekið til starfa á þessu ári. JHAPPDRÆTTISVINNINGAR Eins og í fyrra verða sum merkin happdrættisvinningar. Eru vinningarnir 300. Verður þar margt ágætra muna, svo sem Þvottavél, ísskápur, reiðhjól og fleira. Merkin og blaðið verða seld á 130 stöðum á landinu. Sal- an á merkjum og blaðinu Reykja lundur hefur tekizt mjög vel und anfarin ár og er vonandi að ekki takist ver til að þessu sinni, þar sem mikla peninga þarf til bygg- ingaframkvæmda að Reykja- lundi, en ágóði sölunnar rennur til byggingaframkvæmda þar. EFTIR AÐ BYGGJA VFIR 2 ATVINNUGREINAR Á þessu ári var lokið við bygg- ingu plastverkstæðis, og er það tekið til starfa. Stendur nú fyrir dyrum að byggja að Reykjalundi enn yfir tvær atvinnugreinar, en það er röriðja (járnsmíðaverk- stæði) og saumastofa. Einnig er eftir að byggja ÖU geymsluhús yfir unna og óunna vöru. ÚTVARPSDAGSKRÁ Eins og undanfarin ár, verður samfelld dagskrá í útvarpinu heiguð deginum á laugardags- kvöidið. Einnig á morgun verður klukkutíma dagskrá útvarpað eftir hádegisútvarpið og er það gert vegna sjúklinga, sem ekki hafa aðstæður til þess að hlusta á dagskrána í kvöld. Verið er nú að gera kvikmynd tim starfsemi sambandsins frá 'upphafi, og mun hún verða til- húin innan skamms. MIKLAR FRAMKVÆMDIR Á þessu ári hafa verið miklar íramkvæmdir á Reykjalundi. Reist hafa verið eitt starfsmanna- hús og verið er að byggja gróður- hús, sem nota á vegna heimilis- haldsins. Einnig er byrjað að byggja starfsmannahús, sem ætl- að er fyrir ráðskonu og hjúkrun- arkonu. SALA Á ÁRINU 3,3 MILLJ. Síðastliðið ár voru unnar af vistmönnum Reykjalundar rúm- lega 100 þús. vinnustundir, miðað við 8 stunda vinnudag, en það eru 12500 dagsverk. Sala á framleíðsl tmni var rúmlega 3.3 millj. króna. Einnig rekur S.Í.B.S. vinnustof- ur við Kristneshæli og voru unn- ar þar á árinu 1953 9350 vinnu- stundir, eða 1170 dagsverk. Það- an voru seldar vörur fyrir um það bil 210 þús. kr. á árinu. Þar er einnig verið að byggja íbúðar- hús fyrir starfsmenn. VINNINGUM VÖRUHAPP- DRÆTTISINS FJÖLGAÐ Þá gat forseti S.Í.B.S. þess, að vinsældir vöruhappdrættisins hefði farið vaxandi í ár og við- skiptamönnum fjölgað mikið. Hefur nú verið ákveðið að fjölga vinningunum um 1000 um næstu áramót, en það eru verðmæti sem nema 200 þús. kr. Um síðastliðin áramót var vinningunum fjölgað eins og kunnugt er einnig um 1000 vinninga. Það þarf varla að efa að merki SÍBS seljast vel á morgun, eins og undanfarin ár. Enda ætti Reyk víkingum og öðrum landsmönn- um að vera metnaðarmál að styðja þetta göfuga málefni, hver eftir sinni getu. Þörf vistmann- anna að Reykjalundi fyrir góð starfsskilyrði er mikil og þótt kraftaverki næst megi kalla það, sem þegar hefur verið gert þar, verða stórkostlegum framkvæmd um haldið áfram næsta ár. Eins og öll þjóðin hefur staðið saman um þetta mál allt frá því að fram kvæmdir hófust þar, mun hún vafalaust gera það áfram af sama hug og skilningí sem verið hefur. Hlífarsjóði berst rausnarleg gjöf 28. SEPT. barst Hlífarsjóði gjöf, að fjárhæð kr. 10.000,00, til minn- ingar um hjónin Sigurlaugu Árnadóttur og Ingvar Pétursson. Gjöfin er frá börnum þeirra hjóna, og gefin í því tilefni að 28. september 1954 voru 75 ár liðin frá fæðingu Ingvars Péturssonar. Hlífarsjóður hefur það hlut- verk með höndum að líkna snauð um berklasjúklingum eða að- standendum þeirra. Hann var stofnaður til minningar um ung- frú Hlíf Þórðardóttur, sem dó að Vífilsstöðum fyrir nokkrum ár- um. Sjóðnum er stjórnað af S.Í.B.S. og er í vörzlu sambands- ins. Blaðið er beðið að flytja gef- endum alúðar þakkir. STOKKHÓLMI, 28. sept.: — Þann 30. marz í vor fannst banka- bók fyrir utan Svenska handels- bankann, sem innihélt 100 þús. sænskar kr. Bókin hefur verið aúglýst í blöðum og útvarpi en ekki hefur hafzt upp á eigandan- um énnþá. — Reuter. Þar haldast vöruvöndun og verkhyggni í hendur SÆNSKA kúluleguverksmiðj an SKF i Gautaborg er gott dæmi um hvernig nútíma iðn- þróun hefur breytt örsmáu fyrirtæki í alþjóðlega iðnaðar- samsteypu á fáum áratugum. SKF verksmiðjurnar gœfu brauðfœtt ★ MJÓR ER MIKILS VÍSIR Það var árið 1907, að ungur sænskur verkfræðingur, Sven Wingquist að nafni starfaði hjá vefnaðarverksmiðju einni í Gautaborg. Honum þótti það ó- hæfa í rekstri verksmiðjunnar, hve langan tíma það tók og hverj um töfum það olli í framleiðsl- unni að fá kúlulegur utanlands frá í vélar og vefstóla smiðjunn- ar. Engin kúluleguverksmiðjan var þá til í Svíþjóð. Wingquist sagði upp starfi sínu hjá vefnaðar- verksmiðjunni flutti inn í lítinn skála þar skammt frá og hóf sjálfur framleiðslu á kúlulegum En Wingquist lét sér ekki nægja að feta í fótspor erlendu fram- leiðendanna, heldur teiknaði hann kúlulegur sínar sjálfur og bætti gerð þeirra stórum. Verk- smiðjuna sína nefndi hann „Svenska Kullagerfabriken“ sem síðan hefur orðið heimsþekkt undir skammstöfuninni SKF. Hlutaféð var í upphafi um 100 þús. krónur og salan fyrsta árið náði ekki einu sinni þeirri upp- hæð. Starfsmennirnir voru 12 talsins til að byrja með, fyrsta árið var kreppa í Svíþjóð og var ekki spáð góðu fyrir framtíð kúluleganna hans Wingquists. En það fór á aðra leið. í dag er SKF þekktasta út- flutningsfyrirtæki Svía. Það er jafnframt stærsti útflytjandi kúlulega í veröldinni og færir Svíþjóð ár hvert óhemju upp- hæðir í erlendum gjaldeyri, auk atvinnunnar innanlands. ★ UM ALLAN HEIM Þar vinna nú 36 þús. manns, flestir í aðalstöðvunum í Gauta- borg, en alls 11 þús. í Svíþjóð. SKF hefur stofnsett verksmiðjur og sölustöðvar í öllum heimsálf- um og út til ystu endimarka jarðarinnar má finna vélar, er ganga á hinum sænsku kúluleg- um. Alls eru starfandi 40 SKF verksmiðjur víðsvegar um heim, 155 sölumiðstöðvar og 10 þús. umboðsmenn, m. a. hér á íslandi. Sænska kúlulegufirmað hefur vaxið og eflzt með feykihraða ! þrátt fyrir harða samkqnpni frá öðrum iðnaðarlöndum Evrópu, sem höfðu hafið framleiðsluna þegar mörgum árum áður en SKF. í Bandaríkjunum eru og alla íslendinga Aðalstöðvar SKF í Gautaborg. ★ FRÁ DÖGUM RÓMVERJA En hvað er kúlulega og til hvers er hún notuð? í öllum vélarhlutum, sem snú- ast um ás eða öxul myndast nún- ingsmótstaða, sem orsakar hita og slit. Til þess að gera mót- stöðuna sem minnsta er því kúlnaröð skotið á milli sléttu slit flatanna, og minnkar þá núnings- mótstaðan stórlega. í öllum höfuð atriðum er kúlulegan uppfinning 20. aldarinnar, og er óhætt að segja, að án hennar hefði nú- tíma tækniþróun verið óhugsan- leg með öllu. En kúlulegur hafa þó vprið notaðar frá alda öðli. Þegar vatnsyfirborðið í Nemis- vatninu, sem er skammt frá Róm, var lækkað fyrir nokkrum árum kom í ljós vagn, sem talinn er vera frá dögum Caligula keisara. Legur í hjólum hans voru gerðar úr tré, en kúlurnar úr brons- málmi. 1500 árum seinna gerði Leonardo da Vinci nákvæmar teikningar og frumsmíð af full- komnum kúlulegum, en sú smíði komst aldrei úr höndum hugvits- mannsins. Það var því ekki fyrr en um 1870, þegar reiðhjólið hóf sigur- för sína um heiminn, að stórar verksmiðjur í Englandi og Þýzka- landi byrjuðu að framleiða kúlu- legur, og nú er svo komið, að þær eru notaðar í öll farartæki og hreyfla í veröldinni, og væri þeim ekki fært að starfa án þeirra. Um 70 millj. bifreiða eru til í um 90 verksmiðjur í þessari iðn- heiminum í dag og ár hvert eru nokkur önnur verksmiðja grein einni. | framleiddar um 10 millj. nýrra Ástæðan til þess hve sala bifreiða. í hverri bifreið eru um sænsku kúluleganna hefur verið 25 kúlu- og rúllulegur, og hefur mikil er eingöngu sú, að þær reynslan sýnt, að að meðaltali hafa verið vandaðri og betri en þarf að endurnýja eina þeirra ár keppinautanna; sænskt stál er hvert. Þarf því að framleiða viðurkennt um heim allan og hvorki meira né minna en 320 tæknivinnan við framleiðsluna millj. kúlulega í bifreiðarnar ein- hefur staðið framar því, sem aðr- ar saman. Um 20% af framleiðslu ar þjóðir hafa getað í té látið. | SKF fer til bifreiðaframleiðsl- Stærstu kúlulegurnar í framleiðslu. Ytri hringurinn er 1.36 m í þvermál. unnar, en frá upphafi hefur það verið markmið verksmiðjunnar að sérhæfa framleiðslu sína ekki við eina tegund, t. d. aðeins fyrir samgöngutæki, heldur framleiða legur í hinar fjölbreytilegustu vélar. Fyrstu pantanir verksmiðj unnar 1907 voru frá bókbandi, vefnaðarvöruverksmiðju og jára smiðju og þessum fjölbreytileik hefur verksmiðjan einsett sér að halda við í framleiðslu sinni. ★ SKIPULAGNING OG GERNÝTING Þegar maður gengur í gegnum hina risastóru verksmiðju SKF í Gautaborg og virðir fyrir sér framleiðsluna á hinum ýmsu stig.. um, getur maður ekki varizt þvl að hrífast af hinni einstöku skipulagningu, samvinnu og ger- nýtni, sem í risaverksmiðju þess- ari ríkir. Kúlulegurnar eru gerð- ar úr hinu bezta sænska stáli, sem völ er á, og keyptu verk- smiðjurnar árið 1916 300 ára gamla stálverksmiðju, Hofors Bruk, ásamt meðfylgjandi nám- um og skóglendum. Nú vinna þar 3000 verkamenn og fram- leiðir verksmiðjan 160 þús. lestir af stáli árlega. í verksmiðjunni í Gautaborg eru framleiddar kúlulegur, sem eru ekki þyngri en eitt og hálft gramm í hina cmæstu vélarhluta og allt upp í legur, sem vega 2300 kg. Verksmiðjan framleiðir og legur, sem þola 60 þús. snúninga á mínútu og 2000 lesta þunga á snúningsflötinn. Er það meira en 1 ver- öldinni telur sér fært að gera. Ending hinna sænsku kúlulega hefir einnig verið mjög góð, og má þar ekki sízt þakka stálinu, sem þær eru smíðaðar úr. Marg- ar legur, sem settar voru í vélar fyrir 30 árum eru enn í daglegri notkun. Við framleiðslu, dreifingu og sölu kúluleganna vinna eins og áður er sagt hálfur fjórði tugur þúsunda manna, og gætu verk- smiðjurnar framfleytt öllum ís- (lendingum, og jafnvel þótt fleiri væru! Árssalan er Hka hvorki meira né minna en 3000 millj. ísl. kr. eða helmingi meiri en allar þjóð- artekjur íslendinga á eiliu ári! Verkafólkið er að stórum hluta konur, en í Gautaborgarverk- smiðjunni vinna allmargir út- lendingar, ítalir og'fióttafólk frá Baltnesku löndunum. Vinnan er að mestu leyti ákvæðisvinna, og er það bæði til hagsbóta fyrir vinnuveitendur og verkafólkið. Laun eru allgóð og aðbúnaður verkafólksins hinn prýðilegasti, fullkomið eftirlaunakerfi gildir þar, sumarbústaður úti við skerjagarðinn, smiðjurnar hafa komið upp íþróttavöllum, skemmtistöðum og félagsheimil- Framh, á bls, 12. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.