Morgunblaðið - 02.10.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.1954, Blaðsíða 14
H MORGUTÍBLAÐIB Laugardagur 2. október 1954 ' N I C O L E Skáidsaga eíiii Katherine Gasin Framhaldssagan 56 „Þú ert svo rómantískur, David. Ég hugsa að þú hafir var- ið ótal stundum þínum hér á Lyn jnara til að hlusta eftir röddum •drauga hér á göngunum". „Já, hvers vegna ekki það?“ „Um hvað tala þeir við þig? Sorgir sínar — eða gleðistundir?“ „Manstu hvað Wordsworth sagði um gamlar, óhamingjusam- •ar, fjarlægar verur og löngu liðnar orrustur?“ „Heldur þú að ég geti heyrt l»essar draugaraddir þínar?“ „Já, og þú getur séð þær alveg eins og ég. Þú ættir að vera hér •að vetrarlagi; þú getur ímyndað þér hvaða veru sem er í þessum ■dimmu göngum á veturna". Nieole fannst David vera gam- ansamur mjög, af Englendingi að vera. I anddyrinu tók hún í hand- legg hans og staðnæmdist. Hún virti fyrir sér fegurðina. Sólar- geislarnir brotnuðu í marglitu ínnlögðu gluggarúðunum og varpaði ólýsanlegri hlýju yfir þetta stóra og ríkmannlega út- þúna anddyri. Þetta var gamalt, hugsaði hún. Enginn núlifandi listamaður myndi skapa slíkt — meiri litauðgi og meiri hrein- leika. Þetta hafði David ekki hent henni á. Þau stóðu þarna í stiganum þögul — en það var þögn, sem þau bæði skildu. Sótin skein glatt inn um glugga málverkasafnsins. Þegar golan bærði trén utan við glugg- ann, þá var eins og skuggar lauf- hlaðanna tækju að dansa á gljá- fægðu gólfinu. Hér hefði verið skemmtilegra að ganga um með kertaljós í hendi, eins og David sagði, hugsaði hún með sjálfri sér; það rómantíska og hið dul- arfulla við þennan sal hefði þá notið sín hálfu betur, en þó var þessi salur það sem hann alltaf niundi verða — hluti af Lynmara sem heýrði fortíðinni til. Nicole fylgdi David eftir. Hann gekk um salinn og benti á ein- staka myndir af gegnum Ash- leigh-ættar mönnum og sagði í stuttu máli sögu þeirra, einkum ef honum fannst eitthvað mark- vert við hana. Hann kunni sögu æítar sinnar vel og betri áheyr- anda gat hann ekki fengið en Nicole. Hvers konar rómantík féll henni vel í geð og þegar David sagði frá, var eins og liðn- ir atburðir gerðust aftur. Ash- leigh-fjölskyldan hafði verið ó- venjuleg fjölskylda. Það gladdi hug hennar, að hún myndi verða ein af þessari fjölskyldu — tið málverk af henni myndi verða liengt upp í málverkasafninu. „Hvernig lízt þér á þessa?“ spurði David og benti á mynd af ungri konu með eirrautt hár en fölt og svo laglegt andlit, að hvarvetna hlýtur hún að hafa vakið athygli. „Hún er óvenjulega fögur kona; en augnaráð hennar er dularfullt og einkennilegt". „Þetta er Conrena. Hún kom hingað sem brúður frá írlandi. Hún hafði verið alin upp við vesturströndina — og var eins frjálsleg og óþvinguð sem hafið sjálft. Sagt er að hún hafi hatað England, og hún hafi alla tíð þjáðst mjög af heimþrá, því á meðal írsku fjallahlíðanna vildi hún vera. Vesalings Conrena; henni hlýtur að hafa fundizt Englendingar vera kaldir og und- arlegir í samanburði við hið hjartahlýja írska fólk í átthög- um hennar. Maður hennar og tvö hörn þeirra elskuðu hana. En það var eins og hún gæti ekki fest rætur hér; hugur hennar og hjarta voru heima á írlandi. Hún dó sex árum eftir að hún kom hingað. Hvarf af sjónarsviðinu , þögul og þjáð“. I „Þetta er sorglega saga“, sagði ' Nicole lágt. Hún leit aftur á mynd þessarar fögru konu. „Hún er ein hver sú fegursta kona, sem ég hef nokkru sinni séð“. Síðan sneri hún sér að David og sagði brosandi: „Þú hefur auðvitað séð anda hennar hér í stigum og , göngum?" | David glotti. „Nei, hana hef ég ekki séð, þó ég gjarna vildi — Draugurinn, sem við oftast sjá- um er hérna". Hann benti með höfuðhreyfingu á málverk af dökkhærðum manni, sem að sumu leyti. sipaði nokkuð til Rogers. „Hann var forsprakki smyglara, sem fóru á milli strand ar Kents og Frakklands. í einni smyglferð þeirra er sagf, að hann hafi yfirgefið samstarfsmenn sína í dálítið erfiðri aðstöðu. En þeir létu hann ekki í friði. Nótt eina komu þrír þeirra að heimsækja hann. Hann var hins vegar betri skylmingamaður en þeir höfðu búizt við; og hann gekk að þeim öllum dauðum. Honum tókst á einhvern hátt að koma líkunum undan og kom aftur heim og taldi sig nú vera lausan við smyglarana fyrir fullt og allt. Hann gekk hér inn í anddyrið og upp stigann, sem var að nokkru upplýstur af tunglsljósinu. En þegar hann var kominn upp í stigann miðjan, heyrði hann ein- hvern niðri kalla nafn sitt. Hann leit við og þar stóð skipstjórinn á skipinu er smyglararnir höfðu notað. Henry barðist við hann þá nótt. Þeir hugust gera sakir sínar upp þegar í stað, þarna í stigan- um. Og um morguninn fannst hann liggjandi í blóði sínu. Hann var látinn. En oft sást hann eftir þetta, að því er fólk sagði. Afi minn sór allt til dauðans, að hvenær sem tunglsljósið féll í stigann þá hafi hann séð Henry standa þar í miðjum stiganum og líta niður“. „Er saga allra ættmenna þinn eins æsandi og þessi?“ „Nei, flestir- ættingjar mínir hafa verið ósköp venjulegt fólk. j En að sjálfsögðu má þar finna svarta sauði innan um. „Edwin hérna til dæmis“, sagði hann og leit á málverk annars manns, „átti tvær konur á sama tíma — . eina hérna og aðra norður í landi. Enginn vissi um það fyrr en þær voru báðar látnar. Jafnvel þá var ekkert aðhafzt í málinu, vegna þess að hann var vel kunnugur ýmsum dómurum, og þeir vísuðu málinu frá. Mér hefur verið sagt, að þegar Edwin eltist þá hafi það verið hans einlægasta ósk, að geta tekið báðar konurnar hing- að til sín. Dálagleg klípa sem hann hefur verið í, finnst þér ekki?“ | Þau hlóu bæði um leið og þau gengu fram að dyrum málverka- safnsins. „Þetta er amma“, sagði David, „og þetta er móðir mín“. Nicole leit varla á mynd gömlu greifynjunnar. Hún hafði sýni- lega verið ákaflega lagleg kona á yngri árum og svipmót hennar nú var lítið breytt, þó áratugir væru liðnir siðan málverkið var gert. En hún sneri sér að mál- verkinu af Cynthíu og horfði á það lengi. Cynthía var hávaxin, fögur kona, af hreinum saxnesk- um uppruna, ljóshærð og með ljómandi blá augu. Af svip henn- ar fannst henni að Cynthía mundi hafa verið eigingjörn og kannski dálítið heimtufrek. Þó augu henn var væru falleg, voru þau harð- neskjuleg og köld og munnsvip- urinn frekjulegur. Nicole sló því föstu, að Cynthía hefði ekki verið aðlaðandi kona, og af þeim sök- um hætti hún við að brjóta heil- ann frekar um hana. Nicole féll ekki illa við hana; henni stóð nánast á sama um hana. „Þú þekkir hver þetta er. auð- vitað“. „Já, svaraði Nicole hægt um leið og hún leit á annað málverk. Jóhann handfasti ENSK SAGA 30. Hver dagurinn var öðrum líkur, samt liðu allir dagar ferðarinnar skemmtilega, því að Ríkarður konungur var í bezta skapi og við böðuðum oickur allir í geislum glaðværð- ar hans. Hann virtist hafa kastað öllum konungsáhyggjum frá sér og vera ákveðinn í að njóta ferðarinnar í jafn ríkum mæli og hinir yngstu og fjörugustu af sveinum hans. Hann var til í að gera að gamni sínu hvenær sem var og hann var sí hlæjandi og syngjandi. Stundum lentum við og riðum spottakorn áður en við stigum út á galeiðuna aftur og þá var ég afar þakklátur fyrir að fá að ferðast aftur eins og kristinn maður. Við Tíberósa komu sendimenn frá páfanum til Ríkarðar konungs. Páfinn bauð honum að koma til Rómaborgar, en konungur afþakkaði boðið, kvaðst ekki vera í skapi til að sitja viðhafnarveizlur né taka þátt í hátíðlegum helgiat- höfnum. Við héldum áfram til Neapelborgar og dvöldum þar í hálfan mánuð. Þann tíma notaði konungur til að ríða fram og aftur um strandhéröðin, því að hann var alltaf sólg- inn í að sjá og heyra eitthvað nýtt. Þó að Neapelborg sé að ytra útliti óviðjafnanlega fögur, þá eru íbúar hennar prettvísir þorparar eins og ég nú mun skýra ykkur frá. Það vildi svo til að seinasti dagurinn, sem við dvöldum þarna, var afmælisdagur konungs, 8. september. Ég man það mjög vel, því að sá dagur er líka afmælisdagur minn. Mig langaði til að gefa konungi eitthvað til þess að votta Unglingar óskast til að bera blaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn. — Talið strax við afgreiðsluna. — Sími 1600. Chrysler — Airtemp Höfum ennþá fyrirliggjandi. olíubrennara frá ofangreindu firma. — Sýnishorn í skrif- stofu okkar. ff. BENEDIKTSSON & CO. H.F. Hafnarhvoli — Sími 1228 >04 Þurrkaðir ávextir EPLI mjög hagstætt vcrð. 8VE8KJUR PERUR APRIKÓ8UR BLAINIDAÐIR ÁVEXTIR Væntanlegt mjög bráðlega Gráfíkjur í pökkum og lausu Bláber þurrkuð. ECCERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F. Tekið fram í dag enskar vetrarkápur Markaðurinn Laugavcg 109.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.