Morgunblaðið - 02.10.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.10.1954, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. október 1954 tKORGUftBLA&iB Petren Sveins IDAG fer fram á Akranesi jarð- ¦ arför gagnmerkrar og gáfaiSr- ; ar sæmdarkonu, Petreu Sveins-) dóttur frá Mörk, en það heiti bar j heimili foreldra hennar, Mettu Hansdóttur og Sveins kaupmanns og hreppstjóra Guðmundssonar. Var heimiiisfólkið í Mörk, þau hjónin og dætur þeirra, í daglegu tali um langt skeið tengt við -þetta bæjarnafn, eins og þá var algengur siður. Er það enn allríkt í huga eldra fólks á Akranesi að kenna konur og karla við hin gömlu bæja- og húsanöfn staðarins, En nú hafa raðtölur, er tengdar eru við heiti á götum og stræturn, með öllu afmáð og útrýmt þessum nöfnum úr skjölum og skrám kaupstaðar- ins. Petrea var fædd 23. júlí 1885. Ólst hún upp hjá foreldrum sín- um og var hún elzt þriggja dætra þeirra hjóna. Var Merkur-heim- ilið frábært að myndarskap og rausn í hvívetna. Var það góður uppeldisskóli, því allt bar þar svipmót reglusemi og sérstakrar snyrtimennsku. Var Petrea ung sett til mennta. Tók hún próf frá Kvennaskólanum í Reykjavík við bezta orðstír, enda var hún góðum gáfum gædd samfara námshneigð og ríkulegum áhuga og ástundun við námið. — Síðar tók hún þátt í kennaranámskeið- um í Reykjavík, en. um þær mundir færðist nýtt líf í fræðslu- málin og urðu þáttaskil í barna- fræðslu hér á landi. Var brátt eftir að stjórnin fluttist aftur inn í landið sett ný löggjöf um barna fræðsluna, en að undirbúningi hennar hafði unnið hinn mæti og hugkvæmi lærdómsmaður Guð- mundur Finnbogason. Að loknum þessum námsferli hóf Petrea kennslu við barna- skólann á Akranesi. Varð það hennar hlutskipti í kennarastarf- inu að eiga í því ríkulegan hlut, að ýmiskonar nýbreytni í kennslustarfinu yrði þar færð út á svið raunveruleikans. — Var Petrea listaskrifari og drátthög Vel. Lét hún mjög skrifstar- kennslu í skólanum til sín taka og mótaði mjög rithönd skóla- barna þar á þessum árum. Lét þenní kennslustarfið einkar vel og var elskuð og virt af nemend- um sínum. Petrea hafði aflað sér stað^ góðrar menntunar í tónfræði. Lék hún á orgel ágæta v.el og hafði góða söngrödd. Efldi hún á þessum árum af miklum áhuga og dugnaði söngmennt á Akra- nesi innan skólans ög utan. — Lagði hún mikla rækt við kirkju- söngínn og hafði á hendi organ- leik yið messugerðir og söng- stjórn kirkjukórsins um langt skeið. i Athafnasemin var mjög ríkur þáttur í lífi og starfi þessarar fjölhæfu og um margt sérstæðu konu. — Faðir hennar hafði um langt árabil rekið, með öðrum störfum, bókaverzlun. Er hann lét af því starfi, tók Petrea við verzluninni af föður sínum og hætti þá kennslunni, sem hún hafði stundað nokkuð á annan áratug. Byggði hún íveruhús i næsta nági-enni við æskuheimili sitt og rak þar bókaverzlunina, sem dafnaði vel. Síðar setti hún á fót álnavöruverzlun, er hún rak samhliða bókasölunni. Fórust henni verzlunarstörfin, sem allt annað, vel úr hendi, enda var hún um allt reglusöm og hreinskiptin við kaupanda og seljanda. Allir vissu, að orðheldni hennar gat ' aldrei úr skorðum gengið. I Samhliða verzluninni hafði hyggin, þá er þó engan veginn nema hálfsótt haf í frásögninni um það, sem eftir hana liggur í starfsferli hennar. Petreu var í blóð borin rík hneigð til félagsmálastai-fsemi. Þar biðu hennar viðfangsefni|»er vörðuðu almenningshaill og hug- 'ur hennar beindist mjög að. Á unga aldri gekk Petrea uridir merki Góðtemplarareglunnar. Reyndist hún þar brátt liðtæk til starfa því hún var hráðþroska, jafnt til sálar og líkama. Til síð- ustu stundar vann hún verk sitt í Góðtemplarareglunni af brenn- andi áhuga og fói-nfýsi. Voru henni falin þar fjölmörg trúnað- arstörf. Þrásinnis mætti hún sem fulltrúi stúku íinnar á stórstúku- þingi. Voru tillögur hennar til úrlausnar hverju vandamáli jafn an gjörhugsaðar og mótaðar af þeim hyggindum, sem í hag koma. Petrea var ágætlega ritfær og óvenju.vel máli farin. Framsetn- ing hennar í ræðu og riti skipu- leg, skýr og ljós. Fvlgdi hún rneð festu og djörfung þeim málstað, er hún vildi leggja lið. Þótt hún héldi fast á máli sínu og hvikaði ógjarnan frá því, er hún vildi láta fram ganga, var hún sarnvinnu- þýð og ku.nni vei að gera grein- armun á því, sem var aðalatriði í hverju máli, og hinu, er minna máli skipti. — Skemmtanalífið í þessum félagsskap átti jafnan hauk í horni þar sem hún var. Kom söngmennt hennar og hljóð- færaleikur þar i góðar þarfir og var glaðværð hennar og græsku- laust gaman. vel til þess fallið að koma mönnum í gott skap. Á uppvaxtarárum Petreu var Góðtemnlarareglan eini félags- skatmrinn á Akranesi, sem nokk- uð kvað að. Af þessu leiddi, að ' þeir, sem bundizt höfðu þessum \ félagssamtökum. ræddu einnig ' jafnframt á fundum sínum ýmis i önnur dægurmál, er þeim lá á I hjarta. Meðal þeirra mála var nauðsynin á því, að komið yrði jupp sjúkrahúsi á Akranesi. Mun það hafa verið Metta, móðir Petreu, en hún var kona greind ! og gjörhugul, sem átti frum- ' kvæðið að því, að farið var að ræða á félassíundum um þetta mál og að sú hugsun fæddist, að farið var að vinna að því að safna í sjóS, er varið yrði síðar til framgangs málsins. — Hin unga stúlka varð svo snortin af I þessari hugsjón móður sinnar. að það varð s.'ðar hluti af lífsstarfi hennar að vihna fyrir þetta mál. Óþarít er að skilgreina í ein- stökum atriðum það þrotlausa starf, sem Petrea hefur af hendi innt fyrir þetta málefni. Ekkert tækifæri lét hún ónotað til þess að brýna fyrir mönnum nauðsyn þessa verks, og vissulega voru þeir aurar i guðskistu lagðir, sem hún á hendi um langt skeið alla j menn létu af hendi rakna i sjúkra innheimtu á vöruvíxlum á Akra- j húsið. Gott dæmi er það um nesi fyrir bankana í Reykjavík. Rómuðu þeir mjög dugnað henn- ar og reglusemi í þessu starfi. Þótt það, sem hér hefur verið nefnt, væri vissulega ærið starf fyrir konu, þó rösk væri og verk- ¦ ntinnmg innar. Sá hún hér það, . sem reynsla síðari ára hefur staðfest, að þó erfitt reynist löngum að afla fjár til að klífa byggingar- kostnaðinn, þá hefur hitt þó í mörgum tilfellum orðið enn erf- iðara, að standa undir rekstrin- um, ef ekki var á neitt að treysta j annað en sjúkragjöldin. Margar stoðir hafa hnigið und- ir þetta sjúkrahúsmál á Akra- nesi, sem beint og óbeint má vafalaust rekja til þess þrótt- mikla áróðurs, sem Petrea hélt uppi í málinu. — Kvenfélagið á Akranesi hefur af miklum dugn- aði unnið fyrir þetta mál og lagt fram stórfé í bygginguna. — Þá má og þess geta hér, að síðast en ekki sízt hefur mágur og systir Petreu, þau Haraldur Böðvarsson og Ingunn kona hans, lagt þessu máli lið svo um mun- aði með hinni höfðinglegu gjöf þeirra, Bíóhöllinni, en hluti af árlegum ágóða af rekstri hennar gengur til að greiða stofnskuldir sjúkrahússins og til þess að standa undir rekstri þess. Það má með sanni segja, að hér hafi á sannast máltækið, að mjór er mikils vísir", því af fyrstu til- drögum þessa máls í Góðtempl- arareglunni hér fyrir mörgum áratugum er nú risið upp á Akranesi eitt af veglegustu sjúkrahúsum Iandsins, sem rekið er með mikilli heppni. Petreu auðnaðist að sjá vonir ¦sína rætast um framgang þessa hugðarefnis síns. En ekki gerði hún endasleppt við þetta mál, sem hún hsfur unnið að heils- hugar um langt árabil, því heyrt hef ég, sem þetta rita, að í þeim gjörningi um ráðstöfun eigna sinna að henni látinni. sem hún hefur skráð, hafi hún munað eftir þessu óskabarni sínu. Petrea átti við að stríða heilsu- þrest hin síðustu ár. Varð hún því fyrr en ella að láta af störf- um, öðrum en þeim, sem hún •vann á félagsmálasviðinu í al- menningsþágu. Að þeim málum vann hún til þess siðasta af lífi og sál, eftir því sem veikir kraftur hennar frekast leyfðu. Þau hugð- arefni ýmis, sem hún vann þar að, voru henni svo h.iartfólgin, að ekkert nema dauðinn gat höggvið á þá taug. Petrea var kona mjög trúræk- in og sótti hún í þær lindir jafn- an styrk og kraft í öllum störf- um sínum. Petrea lézt að morgni þess 28. þ. m. Andlát hennar bar brátt að. Olli því hjartabilun. — Féll þessari grandvöru og dug- miklu heiðurskonu í skaut það lánsama hlutskipti að geta stigið iéttum fótum yfir landamæri lífs og dauða. Pétur Ottesen. Lítið um afvietny ÞINGEYRI, 29. sept.: — Atvinnu- líf hefur verið mjög af skornum skammti i sumar á Þingeyri. Fr^'stihúsið hefur ekki starfað í allt sumar og aðeins 2 trillubát- ar róið af og til. Hafa þeir aflað sæmilega, og fiskurinn verið salt aSur. Slátrun stendur nú yfir og eru dilkar í góðu rneðallagi. Er dag- lega sláírað um 300 fjár í slátur- húsi Kaupfélags Dýrfirðinga. Slátruninni á að vera lokið næst- komantíi þriðjudag. Síðastliðna helgi setti niður mikinn snjó í byggð. og tepptist þá vegurinn til Hrafnseyrar, Hrafnseyrarheiði. Búið er að opna veginn aftur. — Magnús. framsýni og hyggindi Petreu, að ; hún taldi jafnnauðsynlegt að safna fé í sjóð, er hefði það hlut- verk að standa undir rekstri hússins í framtíðinni, eins og fjársöfnun til sjálfrar byggingar- Sambandsþing VESTERÁS, 28. sept.: — Á laug- ardaginn verður sett sambands- þing verkamannafélaganna í Sví- þjóð, í Vesterás, og munu mæta þar 500 fulltrúar, til þess að ræða launakjör verkamanna og vinnu- tíma. — Reuter. "Ar Slærsti dansleikur ársins! j í stærsta samkomusal landsins, KR-húsinu við Kaplaskjólsveg, í KVÖLD KL. 9 Skemmtíkraítar úr hinum vinsæla kabarett í KR-hús- inu koma fram * Sex manna hljómsveit OLAFS GAUKS leikur ASgöngumiSasala írá kl. 5 síðd. í KR-húsinu Miðapantanir í sima 8-1177 BreiðfirÖingabúð BreiMirðingabúð í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 9. Hljómsveit hússins leikur. Aðgöngumiðasala eftir kl. 8. S.Í.B.S S.Í.B.S. Skemmfiklúhbur F. S. H. Dansleikur í Skátaheimilinu í kvöld klukkan 9. Aðgóngumiðar afgreiddir eftir kl. 4 í dag. og við innganginn. Hljómsveit Jenna Jóns. — Gömlu og nýju dansarnir. F. S. H. j* * SELFOSSBIO Dansleikur í kvöld kl. 9. H. B. kvartettinn leikur. Selfossbíó HLEGARÐUR HIKGARÐUR Dansleikur að Hlégarði í Mosfellssveit í kvöld klukkan 9. Fjögurra manna hljómsveit leikur. S.I.B.S. S.I.B.S. §iá!f$tæðis- elagið „Edda'4 í Kópavogi heldur fund í Sjálstæðishúsinu miðviku- daginn 6. október 1954, klukkan 9 e. h. Áríðandi að allir meðlimir mæti STJÓRNIN : » •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.