Morgunblaðið - 12.10.1954, Síða 8

Morgunblaðið - 12.10.1954, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. okt. 1954 .nuMðfrifo tJtg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Frámkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Ef rétt er á haldið ISAMTALI, sem Mbl. birti við Ólaf Thors, forsætisráðherra, s.l. sunnudag minntist ráðherr- ann m. a. þær bollaleggingar, að stuðningurinn við togaraútgerð- ina boðaði nýja gengislækkun. — Komst hann síðan að orði á þessa leið: „í tilefni af þessu vil ég geta þess og leggja á það ríka áherzlu, að ríkisstjórnin öll er sammála um, að þessar ráð- stafanir hafi verið nauðsynleg ar m.a. í því skyni að forðast gengislækkun. Og stjórnin er einnig öll sammála um, að ekkert sérstakt í efnahags- eða atvinnulífi þjóðarinnar bendi nú til nýrrar gengislækkunar, ef þjóðin sjálf óskar ekki eftir henni. Hin eina gengislækk- unarhætta, sem grúfir yfir þjóðinni, felst í því, að nýjar kröfur verði settar fram á hendur atvinnurekstri henn- ar, um útgjöld umfram gjald- getu hennar“. Ólafur Thors lauk orðum sín- um um þessi efni með því að segja, að ríkisstjórnin væri að sjálfsögðu í fararbroddi í barátt- unni gegn þeirri ógæfu, sem fæl- ist í nýrri gengislækkun. Til þess var sannarlega ástæða að forsætisráðherra landsins kvæði upp úr um ástand og horf- ur í gengismálunum. Undanfarið hafa allskonar flugufregnir og spásagnir verið á kreiki um þessi mál. Hafa þær gengið svo langt, að einstakir kaupsýslumenn hafa jafnvel auglýst það í blöðum, að gengislækkun væri yfirvofandi. Það, sem skiptir meginmáli í þessu sambandi er, að framleiðsla þjóðarinnar er nú í fullum gangi. Framleiðslukostnaðurinn hjá ein stökum atvinnugreinum er að vísu orðinn svo hár, að ekki má neitt út af bera um að tækin geti borið sig. Það er þess vegna mjög þýðingarmikið að þjóðin geri sér það ljóst að hún má ekki spenna bogann hærra í kaup- gjaldsmálunum í bili. Til þess virðist heldur ekki vera nein nauðsyn. Almenningur í landinu nýtur nú góðrar atvinnu og af- komu. Sparifjárinnlög hafa auk- izt verulega í lánastofnunum á árinu. Má vera að það reki að einhverju leyti rætur sínar til þess, að síðasta Alþingi breytti skattalögum m.a. á þá lund, að sparifé var gert skattfrjálst. í öðru lagi er batnandi afkoma almennings meginorsök aukinna sparif j árinnlaga. í þessu sambandi má einnig benda á það, að verðlag hefur haldizt í nokkuð föstum skorð um s.I. tvö ár. Vísitalan hefur staðið svo að segja í stað. Að vísu hefur ríkissjóður aukið framlög sín til niðurgreiðslna á verðlagi verulega. En það hefur verið gert samkvæmt óskum og í samráði við verka- lýðssamtökin. Ástæðulítið er þess vegna að óttast, að ný verðbólgualda sé að rísa. Þrátt fyrir þessar staðreyndir, sem benda ótvírætt til þess, að þjóðin eigi að geta haldið gengi krónunnar óbreýttu, ber þó ekki að dyljast þess, að ýmsar ógeð- þekkar blikur eru á lofti í efna- hagsmálum okkar. Er þar fyrst að geta þess, að það er engan- veginn glæsilegt, að sú atvinnu- grein, sem lengstum hefur gefið drýgstan arð í þjóðarbúið, tog- araútgerðin, skuli nú rekin með opinberum styrkjum. Slíkt ástand getur ekki verið til frambúðar. Engin þjóð getur rekið höfuð- bjargræðisveg sinn til lengdar með framlögum úr sameiginleg- um sjóði sínum. Slík ráðabreytni gengur beinlínis í berhögg við heilbrigða skynsemi. Hljótum við að leggja allt kapp á að koma rekstri þessarar atvinnugreinar á heilbrigðan grundvöll eins fljótt og frekast er kostur á. Við höfum ekki keypt hina nýju og fullkomnu togara okkar til þess að togaraútgerðin komist á ríkis- framfæri í fyrsta skipti síðan slík útgerð hófst í þessu landi. í afurðasölumálum okkar eru horfurnar í bili góðar. Sala afurðanna hefur gengið vel og mikil eftirspurn er eftir þeim. Ef rétt er á haldið eig- um við þess vegna að geta framleitt meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Síldarhall- ærið fyrir Norðurlandi hefur að vísu gert sitt venjulega strik i reikninginn. En engu að síður hefur heildarfram- leiðslan til þessa orðið mikil. Umfram allt þarf svo öll þjóð- in að gera sér ljóst, að um aukningu framleiðslunnar og heilbrigðan og öruggan rekst- ur atvinnurækjanna liggur leiðin til bættra lífskjara og afkomuöryggis. Engin tilviljun TÍMINN heldur áfram s.l. sunnu- dag að skamma Ingólf Jónsson viðskiptamálaráðherra blóðugum skömmum fyrir að hafa haft for- göngu um að létta þeirri skatt- lagningu af jeppainnflutningi, sem Framsóknarmenn hafa tal- ið sjálfsagða og eðlilega s. 1. tvö ár. Bændur gera sér það áreiðan- lega ljóst að það er engin til- viljun að auka-skattlagningu jeppanna skuli hætt einmitt nú. Þegar byrjað var að skattleggja þennan innflutning í þágu út- gerðarinnar fyrir tveimur árurn átti Ingólfur Jónsson ekki sæti í ríkisstjórn. Framsóknarmenn töldu þá eðlilegt að leggja 40% auka-skatt á jeppainnflutninginn. Á þeim tíma var slíkur skattur þó ekkí lagður á aðrar bifreiðar. Það er fyrir frunikvæði Ingólfs Jónssonar,. sem þessari skatt- lagningu er nú hætt á jeppana. Framsóknarmenn hafa því síð- ur en svo af nokkru af státa í þessu máli. Það hefur sannast á þá, að þeir hafa sjálfir verið harðánægðir með þær álögur á jeppainnflutninginn, sem þeir reyna nú að telja bændum trú um að Sjálfstæðisflokkurinn einn hafi viljað. Hinar áköfu deilur þeirra á Ingólf Jónsson sanna það svo enn einu sinni að Framsóknar- flokkurinn hatar þá menn inni- legast, sem bezt hafa unnið í þágu bændastéttarinnar. Ingólfur Jónsson hefur haft víðtæk afskipti af hagsmuna- málum bænda og aflað sér fyr ir þau trausts og vinsældir. Bændur landsins vita að í honum eiga þeir traustan og heiðarlegan málsvara. Þeirri staðreynd fá hræðsluskrif Tímans ekki breytt. JÓHANNES Kjarval er einn af þeim listamönnum, sem kæra sig kollótta um umbrotin í ná- grenninu en láta berast af einu sviði yfir á annað eins og verur í draumi, staðnæmast sjaldan til að skoða þröngan bás eða djúpa gjótu. Ég held, að sú skoðun sé byggð á röngum forsendum, að : list hans beri hæst í landslags- myndunum. Eða hefur nokkur 1 fundið kulda landsins anda af „Skjaldbreið“ og „Ármanns- felli? “ Eru hraunin og vötnin þakin neti ílögðu rauðum, brún- um, grænum, bláum, jafnvel KJARVAL svörtum eðalsteinum? Scheving kreistir safa úr moldinni en Jó- hannes Kjarval er alltaf að skreyta jörðina í kringum sig með táknum, sem hann hrisstir fram úr erminni viðstöðulaust. Sú iðja hindrar ekki að hann geti málað töfrandi landslags- myndir og teiknað sviphrein and- lit. En hún bendir óneitanlega til þess, að draumurinn sé raun- heimur hans, sá eini, sem hægt er að reiða sig á. VeU andi óbripar: Mótmæli frá húsmóður. HÚSMÓÐIR ein hefur skrifað mér og beðið mig að koma á framfæri mótmælum sínum gegn því, að sá háttur verði upp tek- inn að loka verzlunum á hádegi á laugardögum, — allt árið, — en verzlunarfólk hefur gert kröfu þar að lútandi og hótar verk- falli fáist henni ekki framfylgt. 01 Nógu afleitt yfir sumarið. KKUR húsmæðrum þykir nógu afleitt að þurfa að sætta okkur við stutta laugar- daginn yfir sumarmánuðina", segir bréfritari minn, „þó að hon- um verði ekki skellt á allt árið. Bæði er, að við getum ákaflega vel skilið, að afgreiðslufólk í búð um vilji njóta sem bezt sumarsins til útiveru og ferðalaga — og svo hitt að það er auðveldara fyrir okkur að skjótast út og verzla fyrir helgina á föstudagskvöld- um eða snemma á laugardags- morgnana, yfir sumarið þegar veður er að jafnaði gott — og hægt er að skreppa þetta á morg- unkjólnum svo að segja. Það er ekki hægt! ANNARS er því ekki að neita, að þessi lokunartími á há- degi, á sumrin einnig, er mesta ólán, og bakar húsmæðrum mik- ið aukaerfiði — og er þó ekki ó bætandi hjá mörgum. Það er til dæmis allt annað en þægilegt að þurfa að kaupa mat til sunnu- dagsins á föstudegi yfir sumar- tímann, þegar heitt er í veðri og vandræði eru með að halda mat- vælum óskemmdum — það er ekki til ísskápur á hverju heim- ili. Og það er enginn barnaleikur fyrir húsmóður með húsið fullt af börnum, að komast út fyrir hádegi á laugardaginn og standa klukkutíma í biðröð til að fá kjötpjöru og annað, sem þarf til sunnudagsins. Það er blátt áfram ekki hægt — og ekki fremur þeg- ar frost og illviðri vetrarins koma nú til viðbótar. Húsmæður gera verkfall? EG mótmæli því harðlega þess- ari ráðagerð um lokun kl. 12 allt árið — eða hvernig færi ef allar húsmæður tækju höndum saman og gerðu verkfall í mót- mælaskyni? Vilji okkar er, að ég hygg, óskiptur í þessu máli og hví skyldum við ekki mega beita hörðu til að verja hagsmuni okk- ar rétt eins og hver önnur stétt í þjóðfélaginu? — Ég þakka fyrir birtinguna. — Húsmóðir“. Vegarspottinn við Miklatorgið. KÓPAVOGSBÚI skrifar: „Ég hef oft hugsað um, hve lengi þetta á svo til að ganga með vegarspottann milli Miklatorgs og Þóroddstaða — á Hafnarfjarð- arveginum. Beggja vegna við hann er vegurinn 'malbikaður og hefur verið svo um alllangt skeið — en þessi millispotti er stöðugt í sama endemis ástandi: ómal- bikaður, holóttur og hæðóttur svo að' ódæmum sætir. Þegar rigningar koma — og þarf ekki stórrigningar til eins og þær, sem gengið hafa að undanförnu — verður vegurinn eitt forarkvik- syndi og holurnar magnast og margfaldast, svo að illfært er um hann. Víst eru þeir margir veg- arspottarnir í blessaðri höfuð- borginni, sem bíða endurbóta — en er nú hægt að láta þennan við Miklatorgið sitja öllu lengur á hakanum? — Kópavogsbúi". 'ordómar er sama g rangur dómur. Ég hefi undrast, hvernig Kjar- val sneiðir hjá beinum línum og ströngum formum og oft saknað í myndinni einhvers hlutar, er bindur saman þættina og stingur broddinum í auga áhorfandans. En líklega er þetta heimskulegt. Getur nokkur ætlast til, að fugl- inn leggi frá sér vængina einn góðan veðurdag og hætti að fljúga? Á Jóhannes Kjarval að afneita mjúku bogalínunum af því að sumum okkar hinna finnst hann stundum vera ragur við formið? Margt annað kemur í staðinn: Djúp tilfinning fyrir lit, ótæmandi vinnugleði og hæfi- leiki til þess að skapa andrúms- loft mettað spennu augnabliks- ins. Þetta síðasta atriði dregur hann drjúgan spöl að markinu. Það skammtar honum verkefni og veitir honum aðhald. En hvað er listamaðurinn án þess: ekkert nema fis í geymnum. Málari, er lítur á mótífið sem panorama, verður þannig að sætta sig við lögmál olíumyndar: að hún er og verður aldrei annað en lítill heimur, gæddur þrótti og hlýju. Um Kjarval má segja ýkja- laust, að hann er tærastur og sjálfum sér samkvæmastur í draum-myndunum. Ég gleymi ekki litla víkingabátnum, sem einu sinni var til sýnis í List- vinasalnum, prófílunum tveim, ellegar norðurljósamyndinni á sýningunni nú. Öll þessi verk eru byggð úr pensildráttum, sem virð ast grófir á yfirborðinu en eru í rauninni þýðir og viðkvæmir. — Stundum standa þeir einangraðir í myndinni, stundum ríður lista- maðurinn úr þeim net hvítra og grárra tóna, er taka á sig mynd þekktra eða framandi hluta. Slík men úr safni Kjarvals snerta mig dýpst, af því að málarinn hefur gert draum sinn að veruleika með sköpun þéirra. Raunar fæ ég ekki séð, að yfir þeim hvíli blær, sem er sárlega íslenzkur. En skapið og þyturinn leynir sér ekki. Hjörleifur Sigurðsson. Innheimfa afnofa- gjalds útvarpsins í frumv. frá ríkisstjórninni sem útbýtt var á Alþingi í gær, er óskað eftir breytingu.m á útvarps lögum, þar sem innheimtumönri- um ríkissjóðs almennt sé heimil- uð innheimta afnotagjald fyrir útvarp. — 1 greinargerð er sagt að í núgildandi lögum sé heimilt að fela innheimtuna póststofum og póstafgreiðslum. Fjárveit- inganefnd hefur bent á að hægt sé að spara fé með því, að hafa á þessu það fyrirkomulag, að fela „innheimtumönnum ríkissjóðs" að annast innheimtuna. Af hálfu útvarpsins hefur að vísu verið hreyft ýmsum athugasemdum gegn þeirra breytingu, en þó þykir sjálfsagt að afla slíkrar heimildar. <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.