Morgunblaðið - 13.10.1954, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 13. okt. 1954
jHttMoMfe
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
I forystu mesta
tramtara áratuginn
IRÆÐU, sem Bjarni Benedikts-
son, menntamálaráðherra,
flutti á fundi Sjálfstæðiskvenna-
félagsins Hvatar í fyrrakvöld
benti hann m.a. á þá staðreynd,
að Sjálfstæðisflokkurinn er eini
stjórnmálaflokkur íslendinga,
sem verið hefur í ríkisstjórn all-
an fyrsta áratug hins íslenzka
lýðveldis. Hann hefur setið í
ríkisstjórn á víxl með Framsókn-
arflokknum, Alþýðuflokknum og
Kommúnistaflokknum.
Ráðherrann kvað það alþjóð
kunnugt, að á þessu tímabili
hefðu orðið stórfelldari framfar-
ir á öllum sviðum íslenzks þjóð-
lífs en nokkru sinni fyrr í sögu
landsins. Af þeirri staðreynd
mætti draga nokkrar ályktanir
um starf og stefnu þess flokks,
sem allan tímann hefði tekið þátt
í ríkisstjórn.
Sannleikurinn væri sá, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði
öðrum flokkum fremur mótað
stjórnarstefnu þessa fyrsta
áratugs lýðveldisins. Það eru
hugsjónir okkar Sjálfstæðis-
manna, sem hafa sett svip
sinn á hina miklu framfara-
sókn íslenzku þjóðarinnar,
sagði ráðherrann.
Vissulega er þetta rétt hermt.
í>að var fyrir forgöngu Sjálf-
stæðisflokksins og formanns
hans, sem hin fyrsta þingræðis-
stjórn lýðveldisins var mynduð
haustið 1944. Alþingi hafði þá
ekki getað myndað ríkisstjórn í
tvö ár. Þess vegna fór svokölluð
utanþingsstjórn með völd er lýð:
veldið var stofnað. Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði forystu um að
reka það slyðruorð af löggjafar-
samkomunni að hún gæti ekki
myndað stjórn, og fullnægt þar
með þeirri frumskyldu sinni að
sjá landinu fyrir starfhæfri ríkis-
stjórn.
Það var að vísu ætlan Sjálf-
stæðismanna að hin nýja stjórn
yrði mynduð með þátttöku allra
flokka. En Framsóknarflokkur-
inn skarst úr leik. Hann var enn-
þá í fýlu eftir þá leiðréttingu,
sem gerð var á kosningafyrir-
komulaginu sumarið 1942, sem
þó hafði í för með sér stórum
lýðræðislegri skipun Alþingis.
Framsókn ætlaði sér beinlínis að
koma því þannig fyrir, að ómögu-
legt reyndist að mynda þingræðis
stjórnir vegna þess að hún var
ekki lengur stærsti þingflokkur-
inn. En hún misreiknaði sig
hrapalega. Sjálfstæðisflokkurinn
myndaði stjórn með hinum svo-
kölluðu verkalýðsflokkum. Hann
markaði frjálslynda og stórhuga
stefnu og hikaði ekki með að
vinna að framkvæmd hennar
með hinum sósíalistísku flokk-
um.
Að framkvæmd þessarar
stefnu, sem Sjálfstæðismenn
mörkuðu á morgni lýðveldis-
ins hefur í raun og veru verið
unnið óslitið síðan. Að upp-
byggingu atvinnulífsins hefur
verið starfað af festu og
markvísi. Sóknin hefur verið
misjafalega hröð, en henni
hefur alltaf verið haldið
áfram.
Framsóknarflokkurinn steig
örlagaríkt víxlspor þegar hann
varð utangátta við nýsköpunar-
stjórnina. Þar með missti hann af
strætisvagninum þegar Islending-
ar lögðu upp í stórfelldustu sókn
sína til bættrar aðstöðu í lífsbar-
áttunni. — Sjálfstæðisflokkurinn
heyrði kall hins nýja tíma og
hlýddi því. Þess vegna hafa á-
hrif hans með þjóðinni stöðugt
farið vaxandi. — Framsóknar-
flokknum verður hins vegar stöð-
ugt þyngra undir fæti. Hann er
innbyrðis sundurþykkur. Leið-
togar hans óttast hálfkommúnísk
an vinstriflokk eins og pestina.
Blað hans sé engan kost vænni
en að jafna Sjálfstæðismönnum
við bófaflokka í Suður-Ameríku!
Þannig er allt á sömu bókina
lært hjá hinni gömlu maddömu.
Hún hefur glatað jafnvægisskynj
an sinni og hrekst nú um á mis-
vindasömu hafi stjórnmálanna.
Sjálfstæðismenn fagna því, að
hafa átt þess kost, að standa í
fararbroddi í baráttu þjóðarinn-
ar fyrir bættri aðstöðu í landi
sínu. Þeir munu halda áfram að
gegna því forystuhlutverki, sem
þjóðin sjálf hefur fengið þeim.
En þeir hika ekki við að benda
henni á, að ýmsar hættur eru á
vegi hennar. Hún má ekki stofna
hinum mikla árangri, sem náðst
hefur af starfi hennar fyrsta ára-
tug lýðveldisins, í hættu. Hin
nýju atvinnutæki verða að vera
í gangi, sem mestan hluta hvers
árs. Ella veita þau almenningi
ekki atvinnu og öryggi um af-
komu sína. Skip, verksmiðjur og
hraðfrystihús verða að vera í
stöðugum rekstri. — Atvinnan
verður að vera varanleg. Halla-
rekstur veitir ekki stöðuga at-
vinnu.
Allt þetta verður íslenzka
þjóðin að 'gera sér Ijóst. Sjálf-
stæðisflokkurinn treystir á
heilbrigða dómgreind hennar
og þroska. Á þeim grundvelli
byggir hann starf sitt og bar-
áttu fyrir allar stéttir hins ís-
lenzka þjóðfélags.
Hólar innrás
á Formésu
ENN Á NÝ hefur Chou En-lai,
forsætisráðherra Peking-stjórn-
arinnar látið flytja boðskap um
það að kínverskir kommúnistar
ætli sér hvað sem það kostar að
hertaka Formósu.
En meðan hann ógnar þannig
með innrás yfir nærri 200 km
breitt Formosu-sundið, sætir það
nokkurri furðu, að kínverskir
kommúnistar eiga í hinum mestu
örðugleikum með útvirki eitt,
sem Þjóðernissinnar hafa aðeins
tæpa 5 km frá strönd meginlands-
ins, það er eyjan Qeumoy. Á þess
ari eyju eru staðsettir 50 þúsund
af samtals um 300 þúsund æfðum
hermönnum Þjóðernissinna.
í augum kínversku Þjóðemis-
sinnanna, er eyjan Quemoy ann-
að og meira heldur en yzta varn-
arstöð. Fyrir þá er hún stökk-
bretti til þeirrar gagnsóknar, sem
þeir hyggja á, einhverntíma í ná-
inni framtíð.
Er ólíklegt þrátt fyrir dig-
urbarkaleg ummæli Chou En-lais,
að kínverskir kommúnistar reyni
til innrásar á Formósu fyrr en
þeir hafa unnið bug á litla ey-
virkinu rétt við bæjardyr þeirra.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir „Eríingjann" á flmmfud.
LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur’
frumsýningu nnnað kvöld á
leiknum „Erfingjanum" eftir
Ruth og Augustus Götz, en leik-
ritið er byggt á sögunni Washing-
ton Square eftir rithöfundinn
Henry James, sem var Banda-
ríkjamaður en gerðist brezkur
borgari. Henry James var með
mestu ritsnillingum aldarinnar
sem leið og kannaði nýja stigu í
skáldsagnagerð, en Washington
Square er með kunnustu og
beztu skáldsögum hans. Hefur
farið mikið frægðarorð af leik-
J ritinu og það sýnt víða um heim.
I Leikritið gerist um 1850 á
■ heimili auðugs læknis í New
| York. Gefur bað tilefni til að
sýna tízku þeirra tíma og má
1 geta þess, að Leikfélagið sneri
sér til hr. Ragnars Þórðarsonar
til að tryggja sér efni og sauma-
skap, sem hæfði hinum kröfu-
freku búningum leiksins. Hefur
| verzlunin Gullfoss séð um kven-
búningana eftir teikningum leik-
stjórans, Gunars R. Hansens.
Leiktjöldin málaði Lothar Grund,
skjalaþýðari.
| Leikritið hefur þýtt María
Thorsteinsson, en leikstjóri er
Gunnar R. Hansen. Aðalhlut-
verkið í leiknum fer Guðbjörg
Þorbjarnardóttir með, Gahterine,
einkaerfingja læknisins, sem Þor-
steinn Ö. Stephensen leikur.
Systur hans leikur Hólmfríður
Pálsdóttir, en biðil Catherine leik
ur Benedikt Árnason og er það
fyrsta hlutverk hans hér á leik-
sviði eftir leiknám í London
að afloknu stúdentsprófi hér.
Önnur hlutverk leika: Nína
Sveinsdóttir, Gerður Hjörleifs-
dóttir, Hélga Valtýsdóttir, Mar-
grét Ólafsdóttir og Jóhann Páls-
son. |
Leikritið er viðamikið og al-
vöruþrungið, þó að gamansemi
bregði fyrir. Það verður að telj-
ast til vandasamari sviðsetninga,
sem Leikfélagið hefur ráðist í.
Allir aðilar hafa lagst á eitt um
það, að gera sýninguna eins vel
úr garði og framast var kostur á.
Vegna örðugleika, sem félagið
á við að stríða, húnæðis-
leysi fyrir vinnustofur og tak-
markað æfingapláss, hefur orðið
að skjóta á frest sýningum á
„Frænku Charleys“, sem félagið
hefur sýnt við mikla aðsókn nú í
haust, og vérður næsta sýning á
gamanleiknum á sunnudaginn
kemur kl. 3. I
Um fyrirætlanir félagsins í
vetur er annars fullsnemmt að
ræða, en það hefur m. a. tryggt
sér sýningarréttinn á norska
leikritinu „Gjenta som elska
fanden“ eftir Borman og Töms,
en það vakti freikna athygli í
Oslo í hitteð fyrra.
220 skip
bíða...
LUNDÚNUM 12. okt. — Enn
versnuðu horfurnar í verkfalli
hafnarverkamanna í Lundúnum
í dag, því búist er við að enn
leggi 4500 manns niður vinnu.
Nú þegar hafa 27 þúsund manns
hætt störfum sínum og 220 skip
bíða nú afgreiðslu.
í dag áttu starfsmenn á drátt-
arbátum að eiga fund saman og
þar átti að ákveða hvort þeir
leggðu niður vinnu í samúðar-
skyni. Ef svo fer eru skipasigl-
ingar um Lundúnahöfn algerlega
lamaðar. — Reuter-NTB.
ULÁ andi óhrifar:
Sprakk — í fyrsta skipti
á 10 árum.
KONA í úthverfi bæjarins skrif-
ar:
j „Ég varð fyrir dálitlu óhappi á
sunnudaginn. Svoleiðis var mál
J með vexti, að ég ætlaði að lofa
krökkunum mínum í bíó kl. 3,
j bóndinn hafði brugðið sér burt úr
, bænum, og fór ég um 2 leytið af
stað í bílnum mínum í bæinn til
að sækja miðana — en þá skeði
ógæfan: það sprakk hjá mér á
einu hjólinu og ég stóð uppi öld-
ungis ráðalaus. Ég hef ekið bíl í
10 ár og aldrei hafði þetta komið
■ fyrir hjá mér, og vissi hreint ekki
j hvað ég ætti til bragðs að taka
— ráfaði þarna um í hálfgerðu
ráðaleysi og reyndi að finna ein-
hverja leið út úr vandræðum
mínum. Ég átti eftir að fara
heim aftur og ná í krakkana.
Tíminn var orðin anzi naumur.
Drengilega af sér vikið.
EN ÞÁ barst mér óvænt hjálp,
bifreið staðnæmdist hjá mér
og bílstjórinn — ég hafði aldrei
séð manninn fyrr — vatt sér um-
svifalaust að því að skipta um
hjólbarða — eins og hann kom
fyrir í sunnudagsfötunum, þetta
var þó ekki beinlínis verk fyrir
hvítu skyrtuna hans. Það er á-
nægjulegt og hughreystandi að
fyrirhitta slíka greiðvikni og
hjálpsemi, það er ekki svo sjald-
! an, sem nöldrað heyrist og
skammazt yfir því gagnstæða:
I stirðbusahætti og ókurteisi í við-
skiptum fólks. — Ég held, að það
j hafi ekki verið mjög áberandi að
ég átti þarna í erfiðleikum, svo
að þetta drengilega viðbragð
mannsins var því lofsverðara —
og ennþá fremur hafi hann verið
atvinnubílstjóri, en það er mér
ekki fullkunnugt um. — Mjög
þakklát var ég og hrifin yfir þess
ari framkomu hans. — Kona í
úthverfi".
Sælgætið — freistari
1 skólabarna,
GAMALL kennari hefur orðið:
„Nú er talsvert um það rætt
‘ að koma af stað hreyfingu til
þess að kenna skólabörnum spar-
Fimmpunda
gulrófa
í GÆR var hringt til Mbl. og
spurst fyrir um það hvað myndi
vera þyngsta gulrófan, sem kom-
ið hefði upp úr garði hér á landi.
— Þessari spurningu var vand-
svarað. — Þetta var heima hjá
Olafi Pálssyni, Skeggjagötu 6. —
Hafði heimilinu verið sendur
rófupoki frá Skógum undir Eyja-
fíöllum. — Upp úr pokanum kom
rófa, sem vegur 5 pund. — Hún
var alveg eðlilega vaxin, heil og
ósprungin. — Konan spurði hvort
þetta myndi ekki vera þyngsta
gulrófan, sem komið hefði upp úr
garði hér á landi? Þeirri spurn-
ingu er hér með vísað áfram, ef
ske kynni að einhver hefði tekið
upp stærri rófu.
Kjötið frá Bíldudal
nrirsÆrr- flult lil Palreksfj
En freistarinn er á næstu grös-
um enn sem fyrr. Sælgætisbúð-
irnar standa opnar rétt á móti
skóladyrunum, svo að segja, og
þangað veltur mörg krónan úr
BÍLDUDAL, 12. okt. — Slátrunii
stendur yfir þessa daga. Er frem
ur fáu fé slátrað hér, vegna fjár
skiptanna. Kjötið er bæði salta?
og einnig mikið af því sent ti
frystingar til Patreksfjarðar þa:
sem frystihúsið hér getur ekk
tekið við því vegna viðgerðai
sem er að fara fram á því.
í gærdag tepptist bílvegurin:
yfir Hálfdán, svo ekki var hæg
að flytja kjötið. Var fjallvegtír
inn mokaður í dag, svo flutninga
geta haldið áfram. — Páll.
vasa smáfólksins. Væri ekki unnt
að koma í veg fyrir, að slíkar
verzlanir væru svona fast við
skólana?
Getur orðið að ástríðu.
UMFRAM allt ættu mæður að
gæta þess, að börn hafi með
sér nesti í skólann, ef þau þurfa
að neyta þar einhvers, t.d. smurt
brauð og mjólk — en ekki pen-
inga. Þeir lenda því miður oftast
hjá sælgætissalanum. Það er ekki
heiisusamlegt að éta sælgæti í
stað matar og oft er mikið sæl-
gætisát fyrsta þrepið niður á við
— það getur orðið að ástríðu og
orðið undanfari drykkjuhneigðar
og annarra lasta. — Gamall
kennari“.
Tröllkonuhlaup.
MOSFELLSKVÍSL heitir á í
Þistilfirði norður og rennur
í Sandá, þar sem heitir Tröllkonu
hlaup. Þar rann Sandá milli
tveggja kletta, sem eru hvor á
móti öðrum, og þar er áin örmjó.
Sagan segir, að tvær tröllkon-
ur hafi búið í fyrndinni, önnur í
Balafelli, en hin á Svalbarðs-
gnípum. Þegar þær vildu finnast,
stukku þær yfir Sandá, þar sem
beitir Tröllkonuhlaup, og dregur
það nafn af því.
- Húsmæðrafél.
Framh. af bls. 2
Þá hefur einnig verið mikil að-
sókn að matreiðslunámskeiðum
félagsins. — Á hverju mánaðar-
námskeiði eru aðeins 12 konur,
og kennt er 4 stundir á dag frá
kl. 2—6, alla virka daga nema
laugardaga. — Kenndur er al-
gengur matur, veizlumatur, bök-
un, smurning á brauði og ýmsir
ábætisréttir.
| í ráði er að hafa fleiri mán-
aðarnámskeið, en þau geta að öll-
um líkindum ekki hafizt fyrr en
eftir jól. — Þá er einnig í ráði
að hafa kvöld-matreiðslunám-
skeið og vonandi verður hægt
að hafa eitt slíkt fyrir jól, og
hefst það líklega í nóvembermán-
I uði. — Þau námskeið verða þrjú
kvöld í viku.
—o—
Námskeið Húsmæðrafélags
Reykjavíkur eru mjög vinsæl
meðal húsmæðra, enda eru þau
sniðin. mjög eftir þörfum hús-
, mæðranna, og námstímanum hag
anlega fyrir komið.
Formaður Húsmæðrafélagsins
er frú Jónína Guðmundsdóttir.
Tyrkland
ISTANBUL, 7. okt. — í dag voru
131 manns dæmdir til fangelsis-
vistar frá 6 mánuðum upp í 10 ár
fyrir þátttöku í leynistarfsemi
kommúnistaflokksins, er miðar
að því að kollvarpa stjórninni.