Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 21. okt. 1954 // MORGVN BLAÐIÐ ISikliir samgengubætur, byggingar og jarðrækt í V-Húnavatnssýslu rrélíjr úr V-Húnavafnssýslu og frá Hvammsfanga «* VORIÐ var óvenju gott oog grasspretta skjót og góð. En er leið á sumarið, kólnaði mjög í veðri og tíðarfar spilltist. Varð sumarið kalt og heldur óhagstætt. Einkum á Vatnsnesi og í Hrúta- íirði, en þar voru brælur og þokufýlur tíðar, með langvarandi óþurrkum og erfiðleikum, einkum framan af túnaslætti. arfundurinn <íÓÐUR HEYFENGUR ^ Þrátt fyrir þetta varð heyfeng- ur að lokum sæmilegur að vöxt- um, en nýting víða bág, hey hrak- in og illa hirt. Heybirgðir eru góðar yfirleitt og víða ágætar, m. a. vegna mikilla fyrninga frá árinu áður. MIKIL JARÐRÆKT Mikið var í sumar unnið að ræktunarstörfum í héraðinu. — Standa þær ennþá yfir og verður lialdið áfram fram eftir hausti, meðan tíð leyfir, bæði byltingu lands og skurðgreftri með jarð- ýtu og skurðgröfum, á vegum ræktunarsambands sýslunnar, eins og undanfarin sumur. SAMGÖNGUBÆTUR Allmikið hefur verið unnið að samgöngubótum. Lagningu nýrra vega, viðhaldi og endurbótum á eldri vegum. Vegna verkfræð- ingaverkfallsins varð að fresta byggingu brúar á Víðidalsá hjá bænum Hvarfi í Víðidal, en mik- ið af byggingarefni er búið að flytja að fyrirhuguðu brúarstæði. í sumar var einnig lokið við að leggja símalínu heim á alla bæi í sýslunni. Nokkur íbúðarhús liafa verið reist í héraðinu og einnig gripahús. KIRKJUBYGGING HAFIN Óvenjumikið var um bygginga- framkvæmdir á Hvammstanga í sumar. Eru þar nú 4 íbúðarhús í smíðum, einnig smíðaverkstæði og stór bifreiðageymsla sem kaup félagið reisir. Loks er byrjað á kirkjubyggingu. Ekki hefur fiskazt neitt telj- andi frá Hvammstanga, nema að' 2 menn stunduðu lítilsháttar rauðsprettuveiðar þar í sumar. TÆPUM 20 ÞÚS. SLÁTRAÐ Sauðfjárslátrun er lokið á Hvammstanga. Alls var slátrað við Kaupfélag Vestur-Húnvetn- inga um það bil 19.800 kindum. Þar af 3000 fjár í sumarslátrun í ágúst og fram í september. Hjá Sigurði Pálmasyni kaupmanni var slátrað í allt um 1900 kindum, þar af 700 í sumarslátrun. Héraðsskólinn að Núpi settnr S.L. sunnudag var héraðsskólinn að Núpi við Dýrafjörð settur. — Nemendur í vetur verða 73 tals- ins. Við skólasetninguna messaði skólastjórinn, sr. Eiríkur J. Eiríks son, og setti hann skólann. • Nýr kennari bætist við kenn- aralið skólans þetta starfsár. Er það Gunnlaugur Sveinsson frá Flateyri. Skólinn starfar í þremur deild- um í vetur. Ennþá karíöflur í görðurn á Héraði eystra SEYÐISFIRÐI, 20. okt. — Ennþá eiga bændur á Héraði, allmikinn hluta kartaflna sinna í görðunum. Eru margir þeirra orðnir von- lausir um að þær náist úr jörð í vetur, og þó svo færi að jörð þiðnaði, má telja víst að mestur hluti þeirra sé þegar orðinn ó- nýtur vegna frosta. Rjúpnaveiðin er þegar hafin hér eystra og er óvenju mikið af rjúpum hér. Menn frá Seyðisfirði sem stunda nú rjúpnaskytterí í fjöllunum umhverfis fjörðinn, hafa komið með 50—60 rjúpur eftir daginn. Þeir segja rjúpuna þó talsvert stygga og erfitt að komast í skotfæri við hana. — Benedikt. F-amrt af b.s. 1 FJÁRMÁL SKÓLANNA Bjarni Benediktsson rmddi s:ð- an um ýmis önnur atriði fræðslu- málanna, og minntist á fiá-mál skólanna. Kvað hann ríkið nú skulda bæjar- og sveitafélögum um 14 mill'ón króna vegna fram- laga til skólabvgginga. — Þessu þyrfti að brevta. og hefði hann í undirbúningi löggjöf um fjár- mál þeirra skóla, sem reknir eru af ríki ng sveitafélögum. Gerði hann ráð fvrir. að hann gæti lagt frumvavn um hana fvrir Alþingi áSll- or| um iv/rvndi sú löggjöf, ef hún næði fram að ganga, bæta hag svæitafélaganna bví. nú er. Þessu næst ræddi ráðherrann nokkuð um héraðsskólana og kvenn^skólana. sem sumir stæðu nú auðir. Drap hann á. að húsa- kynni sumra bessara skóla væru miög gölluð. og hefði það haft í för með sér ýmisleg yandræði. i JTVERTTT n-'Sr fiJT1 I-TIX FORNA MENNING? Menntamálaráðherra minntist nú aftur á það, hverja þýðingu hin forna menning hefur haft fvrir íslenzku þióðina. En í hverju var hin forna menning fólgin, snurði ráðherrann? Hún var fvrst og fremst snúin úr tveimur þáttum, þekkingunni á fornum fræðum og kvistinni trú. Þetta tvennt hefði verið okk- ar haldreipi í erfiðleikum ald- anna, og þetta tvennt ætti að vera uppistaðan í fræðslu æskulýðsins meðan við viljum halda mann- dómi og íslenzkri þjóðmenningu við á íslandi. Ef þetta tvennt er fyrir hendi. höfnm vuð ge-t bað, sem í okkar valdi stendur til þess i að æskumaðuvinn verði góður Ts- lendingur og góður og nýtur mað- ur. «*■' | Ráðherrann kvaðst ekki geta rætt um einstaka skóla að þessu sinni. Minntist hann þó á, að Sjó- mannaskólinn og Iðnskólinn hefðu eignast glæsileg húsakynni. Og fyrir dyrum stæði að byggja yfir Kennaraskólann og Mennta- Öl í Sjátfsfæðishúsínu á LÉLEGIR DILKAR Meðalvigt innlagðra dilka reyndist mun lakari en undan- farin ár. Telja sumir að það geti sumpart stafað af sífelldum smölunum og þar af leiðandi ónæði á fénu síðari hluta sum- ars. Tíðarfar hefur verið heldur leiðinlegt undanfarið, kalt og stormasamt. í gær var hvassviðri með talsverðri snjókomu og í dag er kalt og loft þungbúið. — Þr. G. Þáffur Sigurðar málara HÁTTUR Sigurðar málara nefn- ist bók, er Lárus Sigurbjörnsson hefur skrifað og fjallar um hinn merka mann Sigurð Guðmunds- son málara og samtíð hans, hið mcnningarsögulega hlutverk, er hann vann í gömlu Reykjavík. í raun og veru er þetta fremur þáltur úr menningarsögu Reykja víkur svo samtvinnað var hið merkilega menningarstarf Sig- urðar lífi borgaranna á bernsku- árum höfuðstaðarins. Útgefandi er Helgafell ÖNNUR kvöldvaka Stúdentafé- lags Reykjavíkur á þessu hausti verður annað kvöld, 22. okt., í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 21.00. — Þar verður ýmislegt til fróð- leiks og skemmtunar: Frú María Markan Östlund syngur nokkur lög, Lárus Sigurbjörnsson, rit- höfundur, segir frá upphafi Stúd- entafélags Reykjavíkur, Benedikt Árnason, leikari, les upp, og þá verður visnasamkeppni er Bolli Thoroddsen, verkfræðingur, stjórnar. I dómnefnd keppninnar verða auk hans, Sigurður Gríms- son, lögfræðingur og þriðji mað- ur, er kosinn verður úr hópi við- staddra. í upphafi kvöldvökunnar leikur GB-kvartettinn stúdenta- lög. Auk þess verður að sjálf- sögðu dans til kl. 1 eftir mið- nætti. Nú má vænta þess, að hlé verði á kvöldvökum félagsins um skeið og má gera ráð fyrir, að aðsókn verði mikil að þessari kvöldvöku, og er mönnum ráðlagt að vitja aðgöngumiða strax í dag, enda seldust allir aðgöngumiðar að síðustu kvöldvöku fyrri söludag- inn, svo að margir síðbúnir urðu frá að hverfa. Aðalfundur Stúdentafélagsins verður haldinn n.k. mánudags- kvöld. „Fé!k á sljéi" nýjar smásögur eftir KOMIÐ er út nýtt smásagna- safn eftir Jakob Thorarensen. Nefnist það ,,Fólk á stjái“. í þessari bók Jakobs eru 12 sög- ur, og er þetta fimmtánda bók- in, sem kemur út eftir þennan rammíslenzka og gagnmerka höfund. Þetta er eiginlega afmælisút- gáfa, því að á þessu ári á Jakob Thorarensen fjörutíu ára rit- höfundarafmæli. Fyrsta bók hans, Snæljós, kom út 1914. Þessi síðasta bók Jakobs ber það greinilega með sér, að hann er enn í stöðugri sókn. Þær eru fullar af lífi og fjöri. Helgafell gefur bókina út. , Jakob Thorarensen. skólann. Hann kvað Háskólanni standa með miklum blóma, og j þar væri unnið þjóðlegt starf í þágu uppeldis og vísinda. í áframhaldi af skólamálunum minntist ráðherrann á Ríkisút- varpið, sem væri eitt mikilsverð- asta menningartæki þjóðarinnar. Kvað hann forráðamenn útvarps- j ins hafa mikinn áhuga á að koma hér upp sjónvarpi. RÍKIÐ Á AÐ STYRKJA LISTINA | Ráðherrann vék því næst að öðrum þætti umræðuefnis síns, listunum. Kvað hann það skoðun lýðræðissinnaðra manna, að rík- ið ætti að styrkja þær, en ekki stjórna. Flestum íslendingum væri það viðhorf framandi, að ríkið ætti að segja listamönnun- ' um fyrir verkum. Við erum frá- | bitnir öllu einræði í meðferð ‘ listamálefna okkar sem öðrum efnum, sagði menntamálaráðherr- ann. Allur almenningur á ís- landi vill fá að dæma um þessi málefni sjálfur, og ekki lúta for- sögu annarra um, hvað honum eigi að líka eða líka ekki. Hann kvað stefnu Sjálfstæðis- manna í þessum efnum hljóta að vera há, að styrkja þá, sem einhvers væru megnugir til að fara sínar eigin götur, hvort sem það væri í bókmenntum, tónlist eða myndlist. IIRÆSNISSÖNGUR UM SKODANAKÚGUN Bjarni Benediktsson minntist síðan lítillega á þann hræsnis- söng, sem haldið hefur verið uppi í einstökum blöðum í haust, að skoðanakúgun væri haldið uppi hér á landi í embættisveitingum af hálfu Sjálfstæðismanna. Af eitthvað 270'—300 kennara- og skólastjórastöðum, sem hann hefði ráðstafað á þessu hausti, hefði hann veitt 2—3 með öðrum hætti en einhverjum spe,kingum líkaði. Auðvitað væri það fjarri sanni, að hér væri um nokkuð, sem héti skoðanakúgun, að ræða. Nauðsynlegt væri, að sá, sem for- ysta er falin, þyrði að taka á sig ábyrgð, og gera það, sem hann teldi rétt, þótt hann vissi að öll- um líkaði það ekki, og hann mætti vænta árása fyrir það. \LLIR UNGLINGAR VERÐI NÝTIR MENN í lok ræðu sinnar komst menntamálaráðherra að orði á þá leið, að við yrðum að sjá um að skólarnir gerðu sitt til að sem allra flestir ungling- ar verði nýtir menn, með því að kenna þeim frá barnæsku það, sem tslenzku þjóðinni hefir reynst bezt, okkar fornu tungu og bókmenntir ásamt kristinni trú. Við verðum að sannfæra alla æskumenn um, að engum nýtum manni er of- aukið í íslenzku þjóðfélagi, sagði Bjarni Benediktsson. MEÐ AKADEMÍU ÍSLANDS Miklar umræður urðu að lok- inni ræðu menntamálaráðherra. Fyrstur tók til máls Guðmundur Einarsson, myndhöggvari. Ræddi hann m.a. um stofnun og störf Menntamálaráðs, Listasafn rík- isins og Bandalag íslenzkra lista- manna. Hann mælti eindregið með því, að framkvæmd yrði hug mynd Björns Ólafssonar um stofn un Akademíu íslands, sem skipuð væri 12 mönnum, er hefðu yfir- stjórn listamála og sætu meðan ævin entist. Kvaðst hann vona, að S j álfstæðisf lokkurinn bæri það mál fram til sigurs. RANNSÓKNARRÁÐ VERÐI LAGT NIÐUR Næstur tók til máls Sigurður Pétursson, gerlafræðingur, form. Náttúrufræðifélagsins. — Kvað hann það skoðun sína, að mennta skólarnir ættu að vera tveir í Re-ykjavík, annas á gamla staðn- um við Lækjargötu, en hinn á nýjum stað. Ræddi hann því næst aðallega um náttúrurannsóknir, lagasetningar um þau efni og Rannsóknarráð ríkisins. — Benti hann á tvíveðrunginn í störfum Rannsóknarráðs, þar sem bland- að væri saman grundvallarrann- sóknum á náttúru landsins og hagnýtum rannsóknum í þágu atvinnuveganna. Vildi hann leggja Rannsóknarráðið niður. VERNDUN ÞJÓÐTUNGUNNAR Guðmundur G. Hagalín, rithöf- undur, talaði næstur. Kvaðst hann fagna þesum umræðum í Verði, það væri ekki oft. sem menningarmál væru rædd í póli- tiskum félögum. Ræddi hann síðan aðallega um þjóðtunguna, sem okkur bæri að standa trúan vörð um. ísland stæði nú úti á bersvæði í staðinn fyrir að vera í afkima um marg- ar aldir. Yrði íslenzka þjóðin að standa af sér hvers konar hret- viðri, sem um hana blésu. 1 Nú var liðið á kvöldið. Þessir, tóku ennfremur til máls: Lúðvík Guðmundsson skólastjóri og Sveinn Þórðarson skólastjóri menntaskólans á Laugarvatni, Að lokum mælti fundarstjóri og formaður, Birgir Kjaran, nokk- ur orð, og sagði hann m. a., að þessi fundur sýndi, að Sjálfstæð- ismenn væru svo þroskaðir, að þeir gætu rætt í bróðerni um málin, þótt þeir kynnu að hafa mismunandi skoðanir. En alltaí sameinuðust flokksmenn undiri fána andlegs frelsis. Þannig lítur auglýsingamerki Flugféiags íslands út, sem nýlega var sæmt fyrstu verðlaunum hins kunna danska timarits „Dansfc Reklame“. Aðeins vantar á hér, að hægt sé að sýna hina góðu litasamseíningu á merkinu. Sjá grein á blaðsíðu 28. I rl II l£j iefft að b; n i ljúki íyrir jól JÓN Pálmason, þingmaður Aust- ur-Húnvetninga, gat þess í ræðu á þingi í gær, að raddir heyrðust um það, að þessu þingi yrði lokiS fyrir jól. Hann gat þess þó, að hann væri ekki trúaður á að þettá mætti takast. Mörg erfið úrlausn- arefni lægju fyrir þinginu. Utanrríkisráðherra farinn á ráðherra- fund í Parfs DR. KRISTINN Guðmundssorf utanríkisráðherra, hélt í kvöld af stað flugleiðis til Parísar till þess að sitja ráðherrafund Norð- ur-Atlantshafsbandalagsins, serrj hefst þar 22. október n. k. (Frá utanríkisráðuneytinu). hlutum. (Frá'sví'í.). ***

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.