Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. okt. 1954 MORGUNBLAÐIÐ 7 ] OLÍUÆÐI GEISAR Á SIKILEY Fundur nýrra olíulinda, sem hafa möguleika til þess að gefa af sér milljónir tonna árlega, opha möguleika fyrir ótrúlegum fjáraflaleið- um ítala. OLÍUÆÐI, sem minnir einna helzt á löngu liðna atburði frá Texas, hefur gripið Sikiley og er smám saman að breiðast yfir Ítalíu alla. ÓTRÚLEG VERÐMÆTI Á SIKILEY Nálægt borginni Ragusa, ná- lægt suðurodda eyjarinnar, hafa fundizt olíulindir, sem nú þegar gefa af sér milljónir tonna á ári. Um svipað leyti fundust nálægt Caltanisetta á vesturströndinni og Catania á austurströndinni nýjar metan-námur, sem þegar hafa gefið af sér talsvert magn, og á norð-vesturströndinni er fjallasvaeði, Monte Lepri, milli Palermo og Trapani, sem miklar líkur benda til, að sé ekki síður auðugt af olíu og við Ragusa. Dr. Annibaldo Bianco, sem ítalgka námaráðuneytið hefur skipað til þess að meta verðmæt- in, hefur komizt svo að orði: Fundurinn við Ragusa er ekki svo ýkja þýðingarmikill í sjálfu sér, en hann opnar geysimikla framtíðarmögu- leika fyrir því, að veita Sikil- ey og Ítalíu eftirleiðis ekki eingöngu nóga olíu til eigin nota, heldur til stórtæks út- flutnings. Fleiri starfsmenn stjórnarinnar hafa tekið í líkan streng og dylja það ekki, að Ítalía, sem hingað til hefur verið álitið fá- tækasta landið í Evrópu að hrá- efnum, standi nú á krossgötum, hvað snertir fjárhagsafkomu. OLÍUSKORTUR GÆTI ORÐIÐ ÖRLAGARÍKUR í STYRJÖLD Italir hafa leitað örvæntingar- fullt að olíu árum saman. Mússó- líni kostaði miklu til olíurann- sókna einmitt á Sikiley, og mikill h’luti þeirra rannsókna fór ein- mitt fram á Ragusa-svæðinu, þar sem olían hefur nú fundizt. 11 duce vissi öllum betur, að olíuskortur ítala gæti orðið þeim örlagaríkur í styrjöld, og ef til vill hefðu hernaðaraðgerðir við Miðjarðarhafið snúizt á annan veg í seinustu heimsstyrjöld, ef floti ítala og lofther hefði ekki lamazt af olíuskorti. Ástæðan til þess, að olíuleit skyldi hafin á Sikiley í ná- grenni Ragusa stafar frá rann- sóknum jarðfræðinga og grun manna um huldar olíulindir á þessum stað, sem á rót sína að rekja allt til Phniusar, sem uppi var á fyrstu öld eftir Krist og skýrði frá þessu hvað eftir ann- að í tveim verkum sínum. Verkfræðlngar Mússólínis störf uðu á Sikiley allt til ársins 1943, er Bandamenn gerðu innrás sína á eyna og komu í veg fyrir frek- ari boranir. Þá kafði ekki fundizt einn dropi af olíu. Eftir styrjöldina var starfið hafið að nýju, en í þetta skiptið var það ekki ítalska ríkið — Ameríska Gulf-félagið fékk einkaleyfi á borunum við Rag- usa, og enska d’Arcy-félagið (sem er í rauninni sama félagið og Anglo-Persian) á Vittoria-svæð- inu, sem liggur 30 km vestar. HVERS VEGNA HÉLT LEITIN ÁFRAM? Sú spurning hlýtur að vakna, hvers vegna kunnáttumenn í olíu leit hafi lagt svo ríka áherzlu á boranir á svæðum, þar sem ár- angur hafði ekki komið í Ijós? Skýringin er tvennskonar. Svar frá formanni Sfarfi- sfúlknafélagsins Olíuleitarmenn Mússólíms höfðu eKki tekið nægilegt tillix til þeirrar staðreyndar, að í raun- inni eru Sikileyjarnar fvær — sú, sem við þekkjum nú, og önn- ur lægri frá þeim tima, er eyjan var landföst Ítalíu. En enda þótt menn hefðu gert sér þessa stað- Ilvarvetna xísa nú borturnar á Sikiley. Þessi mynd er frá Ragusa, og sézt á henni, hversu nálægt borgimii boranirnar eru fram- kvæmdar. Nú þegar er ársvinnsla lindanna hálf milljcn tonna á ári. reynd Ijósa, hefði það heldur ekki komið að gagni, vegna þess, að það er fyrst á seinasta áratug, að tekin hafa verið í nötkun tæki, sem ná nógu djúpt og með þarf. Það er ekki vitað nákvæmlega hvaða dag olían fannst, þar sem bæði ameríska félagið og ítalska stjórnin héldu málinu fj’rst framan af eins leyndu og unnt var. Markmið þeirra var að byggja frekari rannsóknir á þeim uppgötvunum, sem þegar höfðu verið gerðar. Hér hefur verið minnzt á þann mikla áhuga, sem menn hafa fyr- ir Monte-Lepri svæðinu — og lesendum má ef til vill ljóst verða hve rannsóknirnar hafa verið umfangsmiklar af því, að náðzt hefur árangur með borun- um á eynoi Lampedusa, sem ligg - ur nálægt ströndum Norður- Afríku, í 200 km fjarlægð frá Sikiley, og hinum megin Mess- ína-sunds ná raniisóknirnar langt inn á meginlandið. UMSÓKNIR UM RÉTT TIL OLÍUVINNSLU STREYMA AÐ Þegar olíuvinnslan var komin í gang og komst upp í allt að 110 tonn á dag, var ómögulegt að halda fundinum lengur leynd- um, og það var þá, að olíuæðið mikla brauzt út á Sikiley og í Ítalíu. ítalska námumálaráðuneytinu barst á degi hverjum ótölulegur grúi umsókna um rétt til þess að fá einkarétt á olíuboruniim á hinu eða þessu svæði. Umsóknir þessar voru ekki síður frá land- eigendum en bröskurum búsett- um bæði á Sikiley og Italíu. Þessa dagana er ekki um ann- að talað en olíu á Sikiley. Kaffi- húsagestirnir í Palermo og Cat- ania, sem áður fyrr höíðu fá um- talsefni önnur en vínyrkjúna og apelsinuræktina, ferðamanna- strauminn og glæpamennina, skeggræða nú yfir vínglösun- um sinum olíu, ólíu og ekkcrt nema olíu! Því má heldur alls ekki gleyma, að olían á Sikiley er kom in inn í stjórnmálin, og vera má, að ekki líði á löngu áður en önn- ur mál hverfa í skugga hennar. SIiíILEYSK OLIA FYRIR SIKILEYJARBÚA! í Hér var minnzt áðan á vín- y:kju, appelsínurækt og ferða- mannastraum. Það er einmitt ' þetta þrennt, sem gert hefur Sik- ileyjarbúa vel stæSa, og afkomu- möguleika betri á eynni en Ítalíu sjálíri. Þetta hefur haft í för með sér aðskilnaðarstefnu, sem aldrei hefur þagnað með öllu: Hvers vegna eigum við að borga með ítölunum? og sérstaklega eftir styrjöldina haft í för með sér | talsvert aukna sjálfstjórn til handa eyjunum Sikiley og Aipa-i íki.nu Valle d’Aosta. i Það er auðvelt að gera sér í hugarlund, að olíufundurinn hef- ur vakið nýja öldu á Sikilev. Nú er verið að stofna hreyfingu, sem lýsa má heppilegast með orðun- um ..Sikiieyska o'íu fvrir Sikil- eyjarbúa". Menn eru andvígir því, I að ítalska ríkið gíni eitt yfir þess ! um nýfundnu auðæfum — og menn hafa sérstaka andúð á bram bolti rikisstjórnarinnar með slíka hagsmuni og afhendingu þeirra í hendur útlendingum — og í þessu sambandi er bent á, að ríkisstjórnin hafi framið fá- i heyrða ’fíflsku með því að veita Bretum og Bandaríkjamönnum rétt á oiíuvinnslu gegn hlægi- lega lágum prósentum af vinnsl- unni ( í sikilevskum blöðum seg- ir, að um 12% sé að ræða, en 50% sé' það minnsta, sem hægt sé að sætta sig við). Hér er um að i æða umræður, se.m minna á atburð- ina i Persíu og annars staðar þar | rem um einkalevfi til olíuvinnslu -er að ræða. STENDUR RÚSSUM ÓTTI AF OI ÍUFUNDINUM? En.þar með er ekki öll sagan sögð. Nýfns'star or kommúnist- ar eru sterkir á Sikiley — og þetta e? mál. sem þeim hefur fundizt ti'valið að nota sér til fremdráttar. Þeir eru á sömu skoðun og aðr- ir, að stjorrin hafi krafizt skamrn arlega iííilla p"ósenta af tatfSæf- un-um — en nýfasistar gerðu séc -einnig mr.t úr öðru. Eins óg kunnusrt er skirskota þeir mjög til þjóðernislegra til- Framh, á bls 1* FÖSTUDAGINN 15 októtaer birt- ir Þjóðviljinn samtal við eina af starfsstúlkum Landsspítalans, Margréti Auðunsdóttir. Samtal þetta og áróður gefur tilefni til að leiðrétt verði og þau ósann- indi, sem hún lætur hafa þar eftir sér. í byrjun greinarinnar segir svo: „Margrét Auðunsdóttir hef- ur verið ein af ötulustu forustu- konum starfsstúlknanna á spít- ölunum um margra ára skeið“. Þess skal getið hér að Margrét þessi hefur verið tvö ár í starfs- stúlknafélaginu „Sókn“. Ekki eru nú árin fleiri. En vissulega nógu mörg til þess, að félaginu hefur ekki stafað nein heill af. Og hafa afskipti hennar af félagsmálum í „Sókn“ verið þau, að ganga á milli sjúkrahúsanna og starfs- stúlknanna þar, með áróður og ósannindi um stjórn félagsins. Að því ógleymdu hversu ötullega hún gekk fram í því að fellt yrði tilboð það, sem fól í sér raunveru- lega 120 kr. kauphækkun á mán- uði fyrir starfsstúlkur ríkisspit- alanna 24. apríl 1953. En sem betur fer þekkja starfs- stúlkur spítalanna Margréti Auð- undsdóttur og aðra útsendara hennar og láta ekki blekkjast af hennar fagurgala og fyrirheitum um launahækkun, verði hún og fylgikonur hennar kosnar full- trúar á 24. þing Alþýðusambands íslands. Félagskonur í ,,Sókn“ hafa ekki þurft hingað til að senda áskoranir til stjórnar félagsins um að halda fundi í félaginu, þegar um hagsmunamál þeirra hefur verið að ræða. Þess vegna þarf Margrét Auð- undsdóttir ekki að fara með þau ósannindi, sem hún lætur Þjóð- viljann hafa eftir sér, að formað- ur félagsins hafi sagt það, að henni eða öðrum félagskonum komi það ekkert við hvort fund- ur verði haldinn eða ekki. Því ég hef ekkert samtal átt við Mar- gréti um það. Og þess vegna eru ummæli hennar um það visvit- andi ósannindi. Viðvíkjandi vangoldnum fæðis hluta starfsstúlknanna á Klepps- spítalanum og brot á samningi, upplýsi ég hér með að ekki hafa borizt neinar kærur til mín. eða annara í stjórn félagsins, þar að lútandi. Hvert hafa þær kærur borizt, sem Margrét talar um og hvar eru þær geymdar? Vill nú ekki Margrét, þessi ,,öt- ula forustukona“, upplýsa það? Þar, sem ekkert er nú orðið eftir sannleikanum samkvæmt í Þjóðvilja-grein Margrétar nema myndin af henni, er ekki ástæða til lengri skrifa um þetta samtal hennar. Um persónulega skoðun henn- ar á stjórn félagsins, sem kemur fram í niðurlagi greinarinnar, var áður vitað. En ekki skal tekið mark á fullyrðingum hennar um það, að aðrar félagskonur „Sókn- ar“ séu henni sammála. Og þess vegna munu starfs- stúlkur á sjúkrahúsum ekki lána Margréti Auðunsdóttur og henn- ar fylgikonum atkvæði sín þegar þær kjósa fulltrúa sína á 24. þing Alþýðusamhands íslands. Ilelga Þorgeirsdóttir. Form. ,,Sóknar“. VeiOiauknine; Breta sýnir þörf styrkrar lanhelgisgæzlu SKÝRSLUR Prezkra útvegsmanna um aukinn togaraafla við ísland sýna að nauðsyn er að leggja áherzlu á að landhelgis- gæzlan sé sem allra öruggust." Þannig komst Jón Pálmason þing- maður Austur-Húnvetninga að orði í ræðu í Samejnuðu þingi í gær. togarar fyrir fiskigöngunum og ; mynduðu vegg, svo að fiskur kæmist ekki á grunnmiðin. Var þetta í sambandi við um- ræður um tillögu þriggja þing- manna Sjálfstseðisflokksins varð- andi stuðning við útgerðina á. Vestfjörðum vegna aukins á- gangs erlendra togara. UNDARLEG VEIÐIAUKNING Jón Pálmason sagði: — Við höfum fengið upplýsingar um að fiskifloti Breta hér við land hafi aflað 67% meira en fyrir víkkun landhelginnar. Ég er ekki syo bjartsýnn að halda, að þetta sé allt veitt utan nýju landhelgislínunnar, enda er sannleikurinn sá, að ágangur brezkra togara hefur aldrei verið meiri en nú við íslandsstrendur. NAUÐSYN ÖRUGGRAR LANDHELGISGÆZLU Vegna þessa er nauðsynlegt að leggja ríkaii áherzlu á það en nokkru sinni fyrr að landhelgis- ‘gæzlan sé sem allra öruggust. Jón 'sagði, að það væru ekki einungis Vestfirðingar, sem vrðu f-yrir þessum ágangi erlendra fiskiskápa. Hið sama gilti um Húnaílóann. Þar sætu erlendir Ráðskana óskast nú þegar. Upplýs- ingar í síma 3, Stokkseyr-i. Gullfaxi hefir verið á flugi s m svarar einu ári ÞEGAR ,,Gullfaxi“, millilanda- flugvél Flugfélags íslands, kom til Lundúna s.l. mánudag, átti hann að baki sér 8760 flugstundir frá því hann kom fyrst hingað til lands í júli 1948. en það svarar til, að hann hafi verið á flugi samfleytt í heilt ár. Á þeasu timabili hefur ,,Gull- faxi“ flogið rösklega 3 milljónir kílómetra og jafngildir það 76 ferðum umhverfis hnöttinn. Þá hefur hann haft viðkomu á 42 flugvöllum i 21 landi. Flugvélin hefur komið 635 sinnum til Reykjavikur fi-á útlöndum, en samanlagður flugferðafjöldi henn ar ncmur nú 1930 ferðum. „Gullfaxi" hefur' flutt 32,778 farþega á þeim rúmu 6 árum frá því hann var keyptur hingað til lands. Ilann hefur entifremur flutt um 500,000 kg. af vörum cg 85:000 kg. af pósti. Fimm flug- stjórar hjá Flugíélagi íslands hafa nú rcttindi til að stjórna „Gullfaxa“, en þeir eru Jóhannes R. Snorranon, Þorsteinn E. Jóns- son, Anton Axelsson, Hörður Sig- urjónsson og Gunnar Frederik- sen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.