Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAtflÐ Fimmtudagur 21. okt. 1954 oruunWaMD CTtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Fraxnkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanland* í lausasölu 1 krónu eintakið Sparnaður og ráðdeild er leiðin til farsœldar ÚR DAGLEGA LÍFINU S IHAUST hefst almenn spari- fjársöfnun bama í öllum kaupstöðum landsins. Er það Landsbanki íslands með aðstoð menntamálaráðherra og fræðslu- málastjóra, sem beita sér fyrir henni. En forystu um undirbún- ing hefur hinn ágæti skólamaður, Snorri Sigfússon, fyrrverandi skólastjóri, haft. Landsbankinn gefur . öllum skólabörnum á aldrinum 7—12 ára 10 króna ávísun til stofnun- ar sparisjóðsbókar, en foreldrar eða forráðamenn barnanna velja síðan innlánsstofnun, þar sem bókin á að geymast. Með því að kaupa sérstök sparimerki, sem gefin hafa verið út og hvert barn límir inn í þar til gerða spari- merkjabók, getur svo barnið lagt sparipeninga sína inn í banka- bókina. Tilgangurinn með slíkri sparifjársöfnun skólabarna er að stuðla að ráðdeild og spar- semi meðal æsku landsins. Um árangur hennar veltur mikið á samvinnu heimilanna, skól- anna og þeirra, sem hrundið hafa þessari hugmynd í fram- kvæmd. íslenzka þjóðin hefur á síðustu áratugum verið í mikilli fram- sókn. Hefur hefur byggt upp at- vinnuvegi sína og bætt lífskjör sín á marga lund. Um það getur engum blandast hugur, að grund- völlurinn að þessum miklu fram- förum og breytingum til batn- aðar í lífi og starfi þjóðarinnar var lagður af einstaklingum, sem mikið lögðu á sig, strituðu til lands og sjávar og byggðu fram- kvæmdir sínar á ráðdeild og hag- sýni. Enda þótt þjóðin verði að sjálf- sögðu ennþá að vinna, og vinna mikið, hefur eðli vinnunnar breyzt verulega. Hún er ekki það strit og sá þrældómur, sem hún áður ýar. Tæknin hefur létt þjóðunum störf þeirra, einnig ís- lenzku þjóðinni. Hún hefur eign- azt ný og fullkomin tæki til þess að draga með björg í bú sitt. En til þess að arðurinn af vinnu fólksins hagnýtist, ein- staklingunum og þjóðinni í heild til farsældar, þarf að fara vel með hann. Hver ein- staklingur verður að gera sér það ljóst, að afkoma hans sjálfs og þjóðfélags hans velt- ur á því, að hann kunni að fara með fjármuni. Ráðdeild- arlaus stóun þeirra leiðir til ófarnaðar og fátæktar. Sparn- aður og hagsýni ber velmeg- un og bjarta framtíð í skauti sínu. En það er ekki aðeins að hver einstaklingur treysti framtíð sína með sparnaði og hirðusemi í fjármálum. Hann leggur jafn- framt grundvöll að auknum framkvæmdamöguleeikum í þjóð félagi sínu almennt. Lánsfjár- magn banka og lánastofnana eykst. Þær verða færari um að styðja ýmsar þjóðnytjafram- kvæmdir og geta þannig stuðlað að bættri aðstöðu alls almenn- ings í lífsbaráttunni. Það veltur mikið á því, að ís- lenzk æska geri sér það ljóst, að framtíð hennar veltur að mestu á því, hver afstaða henn- ar verður í þessum efnum. Ef hún lætur sóunar og eyðslu- hneygð ráða gerðum sínum mun hún mæta mörgum erfiðleikum, sem hún hefði getað forðast. Ef ráðdeild og sparsemi, hirðusemi og nýtni móta líf hennar og starf, á hún vísa farsæld, velmegun og menningarlíf. Og þá á þjóðin í heild einnig bjarta framtíð í vændum. Því miður brestur tölu- vert á það, að íslenzk æska fari eins skynsamlega með fjármuni um þessar mundir og æskilegt væri. Veltiár síðustu heimsstyrjaldar voru ekki til þess fallin að örfa til sparsemi og hagsýni. Þvert á móti gáfu þau sóunarhneigð og óreglusemi byr imdir báða vængi. Sparifjársöfnun skólabarna er viðleitni, sem miðar í rétta átt. Skólunum, heimilunum og þjóðinni í heild ber að styðja hana. Þá mun hún líka bera ávöxt og hafa margt gott í för með sér fyrir land og lýð. Er hann li! skipfannal ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrir frá því í gær, að s. 1. sUnnudag hafi verið stofnað „Málfundafé- lag jafnaðarmanna“ í Reykjavík. f stjórn þess hafi verið kosnir nokkrir nafngreindir menn. For- maður félagsins var kjörinn Al- freð Gíslason, sem líkti bæjar- félagi sínu við ómokað fjós í út- varpsumræðum við síðustu bæj- arstjórnarkosningar. Auðsætt er að þetta „málfunda félag jafnaðarmanna“ er ekkert annað en klofningsfélag hins ný- fallna formanns Alþýðuflokksins. Mun það nú ætlun hans og dr. Gylfa prófessors Þ. Gíslasonar að taka þar til við að æfa sig í ræðu- list af miklu kappi. Verða „mál- fundir“ haldnir oft og tíðum í félaginu og kapparnir þjálfaðir í orðsins list. Mun verða lögð sérstök áherzla á að kenna Hanni bal að stilla skap sitt og reynt að venja Alfreð af að nota mjög óviðeigandi orð um borg sína og það fólk, sem hann vill fá til að kjósa sig. En sú spurning hlýtur að rísa þegar við fæðingu þessa nýja félags Alþýðuflokksmanna í Reykjavík, hvort flokkurinn þeirra sé virkilega til skiptanna? Alþjóð veit, að það var á Haraldi Guðmundssyni, sem náði kosn- ingu hér í Rvík, sem 5 uppbótar- þingmenn Alþýðuflokksins flutu inn á Alþing í síðustu kosning- um. Ef ffokkurinn klofnaði í höfuðborginni, eins og stefnt er að með „málfundafélagi" hins nýfallna formanns, er ekkert lík- legra en að það hefði þá afleið- ingu, að Alþýðuflokkurinn fengi engan þingmann kjörinn við næstu kosningar. En vera má að Hannibal ætli sér að hefna sín þannig á flokki sínum. Þeir, sem bezt þekkja til þess- ara mála gera sér áreiðanlega ljóst, hvert „samfylkingarmenn" í málfundafélaginu stefna. Og engum dylzt, að „þjóðin á Þórs- götu 1“ byggir miklar vonir á þeim og félagi þeirra. Þess má svo að lokum geta, að stofnfundur hins nýstofn- aða félags var haldinn í sam- komusal Framsóknarflokksins í Edduhúsinu. Var andrúms- loftið þar þrungið af „frjáls- lyndi“ og ríkri andúð á hvers- konar „braski“!! ★ FYRIR rúmlega fjörutíu árum var nafn risaskipsins TITANIC á allra vörum. Og enn í dag minnast menn sjó- slyssins, sem átti sér stað 14. apríl 1912, er 711 björguðust af 2500 farþegum og 700 manna áhöfn. — Það er margt, sem bendir til þess, að nafnið TITANIC verði aftur á allra vörum áður en langt um líður. ★—•—★ ★ BREZKA flotamálaráðuneyt- ið vinnur nefnilega að ráðagerð- um um að reyna að bjarga aftur einhverjum af verðmætum þeim, sem þar fórust, en skipið liggur á 4,500 metra dýpi! Af þeim verð- mætum má nefna 50 þúsund kassa af te, hollenzka demanta að verðmæti fleiri hundruð þús- und enskra punda, auk 50,000 kassa af kaffi — allt verðmætið skiftir mörg hundruð milljónum króna! / Fyrir nokkrum árum hefði J4ef.r fUá af dJítamc j'andizt? björgun af þessu dýpi verið talin fásinna ein. Það tók brezka kaf- ara sjö ár að bjarga 5 milljónum gullpunda úr flakinu af „Lauren- tic“, sem þýzkur kafbátur sökkti árið 1917 úti fyrir írlandsströnd- um. Flakið var á 40 metra dýpi. Það tók fimm ár að bjarga gull- og silfurverðmætum úr brezka gufuskipinu „Egypt“, en það heppnaðist ítölskum köfur- um með mestu erfiðismunum. Flakið lá á 140 metra dýpi, 68 kílómetra út af Brest. ★-•-★ ★ SKÖMMU fyrir seinni heims- styrjöldina hafði köfunartækni farið það mikið fram, að það tók ekki nema fjóra mánuði að VetaL andi óhrijar: „Studiosus“ skrifar. HÉR á dögunum lagði ég leið mína niður í Ríkisútvarp með auglýsingu í vasanum, sem mig langaði til að fá birta — hún var á latínu. Okkur, sem hlust- um nauðugir viljugir eða af gömlum vana á auglýsingaroms- ur okkar kæra Ríkisútvarps — dag hvern, kemur það víst fæst- um til hugar, að það slái hend- inni á móti þesskonar efni, sem því berzt frá öllum þeim gráð- ugu auglýsendum, sem að því sækja allan ársins hring, því að óhætt mun að fullyrða, að aug- lýsingarnar, með því verði, sem þær gerast, eru feitasti tekjulið- urinn, sem Ríkisútvarpið hefur sér til fjárhagslegs framdráttar. Fleiri kynnu að koma á eftir! EN svona fór nú þetta. — Mér var neitað um auglýsinguna — þeir vildu hreint ekki birta hana og ég labbaði mína leið til baka með latínuna mína í vas- anum. Mér kom þetta annars heldur spánskt fyrir sjónir, ekki sízt það, hverju var borið við um (neitunina: auglýsingin var á (latínu, það gat verið hæpið að , gefa öðrum fordæmi í þessu efni — hver veit nema fleiri kæmu á eftir? O, sei, sei, sérhver var nú I hættan á því, eða var auglýsinga- stofa Ríkisútvarpsins smeyk um, , að rigna mundi yfir hana aug- K Tillögur Neytenda- samtakanna. ÆRI Velvakandi! ANIMUM ATTENDITE Iam nunc novi pisces, prima boni- tate proteruntur!! lýsingum á latínu um harðfisk eða nýtt slátur, sokkabönd eða höfuðklúta? Eða var þetta bara af umhyggjusemi fyrir, að aug- lýsingin næði rétta boðleið til allra, sem áttu að heyra hana, en slíkt hélt ég nú reyndar að væri á ábyrgð auglýsandans sjálfs. — Með vinsemd og virð- ingu. — „Studiosus“. Ég vil eindregið lýsa ánægju minni yfir tillögu Neytendasam- takanna um afgreiðslutíma sölu- búða, sem eru í því fólgnar, að neytendum sé gefinn kostur á að verzla lengur en nú er gert, án þess að vinnutími afgreiðslufólks sé á nokkurn hátt lengdur, þvert á móti styttist hann allverulega, ef farið væri að tillögunum. — Kjarni málsins sýnist mér vera sá, að allar verzlanir þurfi ekki endilega að loka samtímis. Ef ein eða tvær verzlanir væru opnar nokkru lengur en hinar í hverju hverfi, þá getur þó engin kvartað yfir því, að hann geti ekki kom- izt í búð, þótt hann verði ef til vill að ganga lengra eftir hinn almenna lokunartíma en annars. í allra þágu. ÞAÐ má ekki gleymast, að marg ir eiga mjög erfitt með að verzla fyrir núverandi lokunar- tíma, vegna vinnu sinnar eða heimilisástæðna. En með þessu móti væri þeim stórum auðveld- að að draga í búið. Vinnutími verzlunarmanna styttiSt, þjón- ustan við neytendurna batnar og viðskiptaveltan eykst fyrir kaup- menn. Hverjir geta verið á móti þessu? Aðeins þeir, sem ekki skilja þessar tillögur. — Hús- móðir við Snorrabraut". Meira frjálsræði. EG er á sama máli og húsmóð- irin. Tillögur Neytendasam- takanna miða mjög í rétta átt og eru öllum aðilum í vil. Mjög víða í erlendum borgum er hægt að komast í matvöruverzlanir svo að segja allan sólarhringinn, margar nýlenduvöruverzlanir opnar allt fram til miðnættis. — Vitanlega er ekki nándar nærri eins mikið verzlað á þessum tím- um dagsins, sem fyrr um dag- inn, enda oft ekki nema einn maður við afgreiðslu, og þá oft- ast verzlunareigandinn sjálfur eða kona hans. Lokunartíminn er, að því er virðist algerlega frjáls. Hví ekki að færa þetta líka í dá- lítið frjálslegra horf hér hjá okk- ur? — Óttinn fjötrar. bjarga gull- og silfurfarmi, hálfri þriðju milljón punda verðmæti úr „Niagara“, sem lá á 130 metra dýpi, 40 kílómetra út af strönd- um Nýja Sjálands. En árið 1945 kom algerlega ný tækni til sögunnar. Brezk- um verkfræðingum heppnað- ist að iramlpiða „gerfi-kafara“ sem hægt var að senda í stað manna niður á 200 metra dýpi. En hvernig yrði hægt að fá slíka gerfimenn til þess að at- hafna sig niðri á hafsbotni? Sjónvarpið kom með lausn- ina. Sjónvarps-myndavél var sökkt úr skipi í stálkaplið og reyndist ágætlega. Arið 1951 var neðansjávar- sjónvarpið reynt í fyrsta sinni. Með því móti var hægt að hafa upp-á flakinu af brezka kafbátn- um „Affray“, sem sökk í Erma- sundi í mynni Thames. Sama ár voru einnig framkvæmdar til- raunir á 2000 mefra dýpi. Úr leiðangursskipinu var einn- ig hægt að rspmsaka dýra- og gróðurlíf sjávarbotnsins. Til þess voru notaðir geysisterkir neðan- sjávar-ljóskastarar, þannig að hægt var að ljósmynda í kolniða- myrkri sjávarbotnsins á 50 metra svæði frá ljóskastaranum. Þessum nýju uppfinningum má sömuleiðis þakka það, að hægt var að hafa upp á flakinu af Comet-þrýstiloftsvélinni, sem liggur á 150 metra dýpi suður af Elbu. Hér var framkvæmt ótrú- legt „leynilögreglustarf“ brezka flotans með ágætri samvinnu við vísindamenn og aðra sérfræð- inga. Þessar tilraunir gáfu svo góða raun, að brezki flotinn fór að rannsaka möguleikana fyrir því, að fjársjóðunum úr TITANIC yrði bjargað. Ennþá er að vísu langt í land, að hægt sé að segja ákveðið til um, hvort þetta heppnist. Aldrei hafa verið framkvæmdar köf- unar-tilraunir á svo miklu dýpi — ekki einu sinni með gerfi- köfurum. En vonirnir hafa sann- arlega aukizt, síðan prófessoi Piccard komst niður á 5000 metra dýpi, og fjarstýrði franski kafbáturinn SFNR 3, sem komst niður á 4000 metra dýpi. ^ ★ í MESTU kyrþey hefur brezki flotinn hafið byrjunar- framkvæmdirnar. í sumar hef- ur flotamálaráðuneytið haft skipið HELP í sinni þjónustu, og vakti það nýlega mikla at- hygli á sér, er uppvíst varð um störf þess 500 kílómetra út af ■ strönd Ameríku. Flotamálaráðuneytið hafði sent aðvaranir til skipa á þeim slóðum að halda sig í_nokkurri fjarðlægð frá skipinu. Þessum aðvörunum hefur verið sinnt í hvívetna. Þó hafa nokkur skip tilkynnt, að þau hafi heyrt drunur miklar frá HELP líkt og kastað hafi ver- ið neðansjávarsprengjum frá skipinu. Ókunnugt er um frek- ari störf. Það hljómar næsta ótrúlega, að tekizt hafi að hafa upp á Titanic- flakinu. En því mega menn alls ekki gleyma, að brezka flota- málaráðuneytið er ekki þekkt að því að eyða orku og peningum í tilraunir, sem eru heilaspuni og vitleysa. Það var nýlega byggt MOSKVA. — Nýlega birtist skop- teikning í rússneska ádeilublað- inu „Krókódíllinn". Myndin sýndi mann í heimsókn hjá vini sínurrj í mjög hrörlegu húsi. „Það lítur einna helzt út fyrir, að aldrei hafi verið gert við þetta hús,“ sagði gesturinn. „Alveg rétt,“ svaraði hinn. „Það var byggt ný- lega...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.