Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. okt. 1954 Vestfirðingor Framh. af bls. 1 FISKIGÖNGUR HINDRAÐAR Á GRUNNMIÐIN Þetta leiddi til þess að meðan togurum var stuggað frá fiski- miðum við SV-land, var ekki nóg með að ásókn þeirra við Vest- firði stæði í stað, heldur hefur ágangur þeirra stóraukizt þar. Þar safnast nú saman hundruð skipa og mynda vegg fyrir fiski- göngur á grunnmiðin. Vegna þessa býr vélbátaútgerð á Vestfjörðum við þrengri kost en nokkru sinni fyrr. Er nú svo komið að á vertíðum verða bátar Vestfirðinga stundum að leita annað til fiskveiða. Er þetta þeim mun ömurlegra, þar sem vitað er, að út af Vestfjörðum eru einhver allra beztu fiskimið við strendur landsins og íbúar sjávarsíðunnar þar hafa um langan aldur lifað af útvegi. VÍKKUN LANDHELGINNAR Sigurður Bjarnason kvaðst vera þeirrar skoðunar, að það bæri að stefna í þá átt að víkka landhelgina fyrir Vest- fjörðum. Hið endanlega mark- mið væri að friða allt land- grunnið. En hér er við ramm- an reip að draga. Þungur klettur óbilgirni stendur í vegi um stundarsakir. Á þeirri staðreynd hljóta Vestfirðingar og aðrir landsmenn að átta sig. Þeir yrðu því að litast um eftir öðrum og raunbetri leið- um til þess að tryggja afkomu sína í bili. STÆRRI SKIP Síðan ræddi hann hvaða úr- ræði kæmu til greina í þessu máli. Hér syðra hefði togara- mergðinni verið stuggað af grunn miðum flóanna. En Vestfirðingar hefðu fengið hana yfir sig. Tog- urunum hefði, ef svo mætti segja, verið hleypt í tún Vestfirðinga. Vegna þessa taldi hann, að Vest- firðingar ættu kröfu á því að út- vegur þeirra hlyti nokkurn stuðn- ing af hálfu hins opinbera. Bezta stuðninginn kvað hann vera að hjálpa Vestfirð- ingum til að eignast stærri og fullkomnari veiðiskip, sem gætu sótt á djúpmiðin, þ. e. a. s. togara. EFLING FISKIÐNAÐARINS í öðru lagi væri mjög þýð- ingarmikið að efla vestfirzkan ' fiskiðnað til vinnslu aflans. | Það væri ekki nóg að eignast' stærri skip. Það þyrfti einnig l að stuðla að betri hagnýtingu 1 aflans í landi. Hraðfrystihúsin verða að geta starfað allt ár- ið, og veitt almenningi varan- lega. atvinnu. FRV., SEM DAGAÐI UPPI Sigurður Bjarnason gat þess, að fyrir 2 árum hefði hann flutt, ásamt fleiri þingmönnum, frv. um að heimila ríkisstjórninni að gera ráðstafanir til þess að Bol- 1 víkingar og ísfirðingar eignuðust sinn hvorn togarann. Þessu máli var vel tekið. En þá bættust svo margar breytingartillögur við um kaup á togurum fyrir önnur byggðarlög, að frv. dagaði uppi. 2—3 TOGARAR KEYPTIR Á ÁRI Taldi Sigurður rétt að ríkið beitti sér fyrir því, að 2—3 nýir togarar yrðu keyptir á ári, t. d. næstu 5 ár. Myndi slíkt auðveld- ara í framkvæmd en að kaupa mörg skip í einu. Áleit hann að þessum togurum bæri að skipta milli, í fyrsta lagi þeirra byggð- arlaga, sem orðið hafa fyrir barði vaxandi rányrkju vegna útvíkk- unar landhelginnar, og í öðru lagi þeirra, sem verst hafa orðið úti af aflabresti á síldveiðum. MIKLAR UMRÆÐUR Eftir þetta tóku til máls Magn- ús Jónsson þingmaður Eyfirðinga, Hannibal Valdimarsson, 3. land- kjörinn, er talaði tvisvar, Einar Olgeirsson, Jónas Rafnar, þm. Akureyringa, Jón Pálmason, þm. A-Hún., Eggert Þorsteinsson, 7. iandkj., og Gunnar Jóhannsson, 4. landkj. þm. ' ★ Magnús Jónsson sagði, að út- vegun togara og smíði fiskiðju- vera á Vestfjörðum væri ekki nema hluti af miklu stærra vandamáli. Þótt togararekstur mæti erfiðleikum, er staðreynd, að ekki eru aðrar aðferðir lík- legri til atvinnuaukningar en út- gerð þeirra. Er ræðu Magnúsar getið annars staðar í blaðinu. ★ | Hannibal sagði, að það væri svo sem enginn vandi að leysa vandamál Vestfjarða. Það væri bara að víkka landhelgina. Hann kvaðst að vísu ekki vera sér- fræðingur í þjóðarétti, en samt vildi hann bara tafarlaust og án allrar yfirvegunar flytja út lín- una um 12 mílur eða 50 mílur. ★ Einar Olgeirsson tók undir úr- ræði Hannibals — bara að færa út línuna. Hann var sammála Sig- urði Bjarnasyni, að það hefði stórkostlega þýðingu fyrir þjóð- arbúið að setja upp sem stærst fiskiðjuver á Vestfjörðum. ★ Jónas Rafnar minnti á það, að útgerð á Norðurlandi hefði ekki einungis orðið illa úti vegna afla- brests á síldveiðum. Hún hefði líka orðið að þola aflabrest á tog- veiðum. Krafðist hann þess, að ríkisstjórnin gerði ráðstafanir til þess að byggja upp atvinnulíf á Norðurlandi. Er ræðu hans getið annars staðar. ★ Jón Pálmason gerði þá athuga- semd að það gilti einnig um veið- ar á Húnaflóa, að togaraflotinn sæti fyrir öllum fiskigöngum þangað. Vildi hann láta auka landhelgisgæzluna og tryggja. Er einnig sagt frá ræðu hans annars staðar. Valdimar KarUson Heliuvaði Fæddur 25. desember 1952. Dáinn 24. september 1954. KVEDJA Valdimar hér eigi leikur lengur, lítill kátur pabba- og mömmu- drengur. Hljóðnuð eru ljúfu bernsku- brekin, burtu héðan sveinninn ungi tekinn. Vertu sæll og svíf í æðri heima, sólubjarta fagra himingeima. Englar drottins yfir munu vaka, í arma sína litla drenginn taka. Á. S. Hólaskóla íært málverk að gi^ BÆ, á Höfðaströnd, 16. okt.: — í dag klukkan 4 síðd. var Bænda- skólinn að Hólum í Hjaltadal settur. Margir Skagfirðingar voru mættir við skólasetninguna, m.a. tveir fyrrum skólastjórar,’ þeir Páll Zóphóníasson og Steingrím- ur Steinþórsson. Færðu þeir skól- anum að gjöf í nafni Hólamanna, málverk af Hermanni Jónassyni skólastjóra frá Þingeyrum. Var Hermann einn mesti landbúnaðar frömuður 19. aldarinnar. Hefur skóiinn þar með eignast málverk af fjórum fyrstu skólastjórum Hólaskóla, þeim Jósep, Her- manni, Sigurði og Páli. — B. Austin varahlutir í miklu úrvali: Framlugtir Ljósasamlokur, 6 og 12 volt Parklngtir Af turlugtir Þokulustir Hlífar á stýri Loftdælur Pústbaskar W*ttigúmmí á liurðir Mottugúmmí Rafgeymar, 6 og 12 volt Garðar Gíslason h.f bifreiðaverzlun. > 1 BEZT AÐ AVGLfSA MORGUMSLAtíllW ADMIRAL ELDAVÉLAR Eru væntanlegar með næsta skipi. Pöntunum veitt móttaka á skrifstofu vorri. ADMIRAL ELDAVÉL MÁ EKKI VANTA í ELDHÚSIÐ Aðalumboðsmenn fyrir Island: ÓLAFUR GÍSLASON & CO. H.F. REYKJAVÍK — SÍMI 81370. Skreiðar —CH/allar Er kaupandi að allt að 100 hjöllum, uppsettum eðá óuppsettum. Tilboð óskast send Morgunblaðinu merkt: 611. EtBta © H m • Tiikynnmg Olíufélögunum Eins og viðskiptamönnum vorum er kunnugt, hefur að undanförnu verið selt hér á landi bifreiðabenzín, sem hefur venð ófullnægjandi fyrir margar tegundir bifreiða einkum amerískar. Nú hefir fengizt leyfi til innflutnings og sölu á sterkara benzíni, og byrjar sala á því hér í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 21. þ. m. Utan Reykjavíkur mun sala á nýju benzíni hefjast eftir því, sem eldri birgðir þrjóta. Hið nýja benzín hefur octantöluna 87 í stað 79 í eldra benzíni. Verð á hinu nýja benzíni er óbreytt kr. 1,72 pr. lítra. ER REYNDUST | Reyndustu flugvélaframleiðendur heims eru \ Douglas \ Þér gctið flogið með hinum risastóru nýtízku Douglas I DC-f eða DC-6B á öllum Iielztu flugleiðum hvar sem er. ! Nýtt Nýtt AMEBÍSKT VEGGFÓBUB sem hver maður getur hengt upp sjálfur fvrirhafn- arlitið. Veggfóðrið er með líminu á og þarf aðeins að dýfa rúllunni í vatn, áður en það er límt á vegginn. Mikið úrval — Litið inn 1?r a w l t uinti Laugaveg 62 — Sími 3858. TIL SÖLU : ■ ■ ■ Frystihús s Snðnrnesjnm j Tilboð sendist fyrir 31. þ. m. til undirritaðs, sem : * gefur allar frekari upplýsingar. ■ ■ ■ ■ Rasnar Ólafsson hrl ■ ■ Vonarstræti 12. r;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.