Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.10.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 21. okt. 1954 j Framhaldssagan 72 lians hafði hún einnig ráðið, að hann var enn jafn óstaðfastur og þegar hún sá hann síðast fyrir fjórum árum. Nú lét hann vís- indin víkja fyrir píanónámi. — Mundi áhugi hans á tónlistinni haldast? Það var engu hægt að spá um slíkt, þegar Riehard átti í hlut. Hún leit yfir hin bréfin. Það voru að mestu leyti reikningar — flestir til Lloyds. Hann var kærulaus með reikninga; hann keypti hlutina, lét skrifa þá og hugsaði ekki meira um þá. Þeir lágu venjulega í einhverri skrif- borðsskúffu hans vikum saman, unz hún fann þá og sendi þá greiðsluna þegar. Meðal póstsins var verðlisti frá Harpers Bazar. Hún tók utan af honum og fletti honum. Hún fletti hratt en staðnæmdist við mynd af hvítum jersey-kvöld- kjól. Þennan ætla- ég að skoða á morgun, hugsaði hún með sjálfri sér. Og þarna var eitt bréf til hennar. Það voru tilmæli frá formanninum í klúbb hennar um að hún tæki sæti í nefnd þeirri er sæi um skemmtunina á jóla- dagskvöld. Það ætlaði hún að taka að sér, auðvitað. Og aftur teygði hún sig eftir verðlistan- um. Hvíti kjóllinn var fallegur og sérkennilegur; verðið var mjög hátt, en þegar maður var nú kominn í skemmtinefnd.... Hún hafði vonast eftir að sjá bréf með frímerkisstimpli frá Cambrdige — en það kom ekki. Það var óvenjulegt; Judy var vön að skrifa reglulega. En hún hafði breytzt við að giftast Arthur Kendall. Judy var enn gædd öll- um sínum miklu og góðu hæfi- leikum, en samt hafði hún breytzt á einhvern hátt. Nicole hafði aldrei skiiið hvers vegna Judy hafði gifzt Arthur — þau, sem voru svo ólík. Aldrei hafði Nic- ole búizt við að svo alvarlega þenkjandi maður og Arfhur Ken- dall var muni hreppa Judy, þessa glaðværu stúlku. En nú voru þau búin að búa í þrjú ár. Ennþá var Judy ákaflega ánægð með sinn hámenntaða eiginmann. Hann var háskólakennari í Cambridge .— einn hinna yngstu, skrifaði Judy stolt. Judy hafði aukalega sótt bókmenntanámskeið og liafði í huga að leggja einnig stund á sögu. „Það er sjálfsvörn", sagði Judy í bréfi sínu. „Arthur talaði alltaf um hluti og málefni og ég skildi ekki nema eitt orð af hverjum tíu, svo að einasta bjargráð mitt var að fara að læra dálítið meira“. — Nicole brosti með sjálfri sér, er hún hugsaði um Judy í Cambridge, alltaf mitt í hópi þessara há- skólaspekinga, sem maður henn- ar hlaut að umgangast mest. — Hvað hafði komið fyrir Judy — þessa glöðu stúlku, sem hún hafði dvalið með á Fenton-Woods? Skyldi hún aldrei hugsa með söknuði til hestanna sinna, síns dásamlega sveitaheimilis og hins rólega svéitalífs? Skyldi Arthur Kendall bæta henni upp allt það, sem hún varð að sjá á bak? Það hlaut að vera svo. Og ekkert bréf kom frá Alan, bróður Judy. Þó var hann vanur að skrifa reglulega í hverjum mánuði. Bréfin hans voru eigin- lega alltaf eins — um lífið í sveit- inni og börnin hans. Hann og Joan bjuggu að Fenton-Woods hjá Andrew og Margaret, foreldr um hans. Þar undu þau vel og áttu nú tvö börn — stráka, Roddy og. Brian. Nicole hafði fengið myndir af þeim, en samt langaði hana til að sjá strákana. Og hvorki Ross, yngsti bróðir Judy, né Charles, höfðu snúið við henni bakinu. Charles skrif- aði í hverri viku — — „ég hef ekkert annað að gera“, sagði hann. Þessi tvö bréf tók hún út úr bunkanum. Hitt var til Lloyds. Hún settist í þægilegan j stól og opnaði bréfið frá Ross. Ross skrifaði frá Harrow. — Þetta var síðasta árið hans þar og þó hafði hann aldrei minnst á það hvað hann ætlaði svo að taka sér fyrir. Hún las bréf hans hægt. Eins og öll hans bréf, var það skemmtilega fallegt. Eins og allir skólastrákar, byrjaði hann að segja henni síðustu íþrótta- I fréttirnar. Hann var krikketmað- ' ur. Síðan talaði hann um skóla- starfið og vék svo að öðrum, sem hún gat aldrei flokkgreint. Það var að mestu lýsingar á því, sem fyrir augu hans hafði borið. Það gat verið allt milli himins og jarðar, og hann virtist grípa til þess einungis til þess að fá hana í huganum með sér um stund til Englands. Henni fannst sem hún væri með honum í prófstofunni, er hann lýsti fyrir henni baráttu sinni þar og hún skildi svo bar- áttu hans við latneska leskafla o. s. frv. Hann gat varla vitað hve mikið hann gerði fyrir Nicole og Lloyd með þessum bréfum ’sín- um. Þessi bréf unga drengsins frá Fenton-Woods voru Nicole sá fjársjóður, sem hún geymdi sem helgar minjar. Ross skrifaði af hjartans sannfæringu og ákaf- lega skemmtilega. Hann bætti Nicole upp það sem hún saknaði mest. Hann dró upp fyrir henni lifandi mynd af öllu, sem fram fór að Fenton-Woods. Hún sá í anda, er hún hafði lesið bréfin hans, er grastopparnir komu upp , undan snjónum og þegar vor- verkin voru unnin. Hún sá í anda trén laufgast og blómin springa út undir bláum himni. Hún sá vetrarríkið fyrir sér, þegar snjór huldi allt, jafnvel húsið að miklu leyti líka, og stormar æddu yfir gfúnd. „Það er skemmtilegasti tími ársins", skrifaði Ross. Er hún hafði lesið bréfið frá Ross tók hún upp bréf frá Charles og brosti með sjálfri sér yfir því hve andstætt það var bréfi Ross. Charles kvaðst sakna hennar mjög — og hún vissi að það var satt. Hann lifði nú mjög rólegu lífi; hann var hættur að vera með í þessum átveizlum stjórnmálamannanna og hafði þá í fáu að sýsla. Iris hafði aldrei fyrirgefið honum, að hann hafði dregið taum Nicolg og sú afstaða hans var ætíð þrætuepli á milli þeirra hjónanna. Þetta bréf hafði hann skrifað í klúbbnum sínum — eins og flest hinna. Iris hafði fengið lungnabólgu, en hafði náð sér aftur; þau ætluðú til Suður- Frakklands á næstunni, skrifaði hann. Það var Charles líkt að ! hafa ekki skrifað fyrr að Iris væri veik. Hann vildi aldrei segja Nicole neitt það er gæti valdið henni áhyggjum. Og nú ætluðu þau til S-Frakklands. Henni varð hugsað um það. Næst er hann skrifaði mundi hann líklega sitja við borð á sólbakaðri strönd eða á svölum einhvers gistihússins. Um leið og hann mundi þá skrifa, yrði honum litið upp og þá mundi blátt Miðjarðarhafið bylgj ast fyrir framan hann. Það var undarlegt, hve blátt það var allt- af. Hann mundi hafa hvítar vill- urnar fyrir augum sér og olífu- trén á ströndinni. Hún lygndi aft- ur augunum og henni varð hugs- að um það gullna sumar, sem hún átti á Ítalíu. Hún hafði notið þess, eins og Charles mundi nú gera. En samtímis hafði hana langað heim. Það var undarlegt til þess að hugsa að þá hafði Elgin-torg nr. 10 átt að verða j heimili hennar; hún hafði varla : þekkt þýðingu heimilislífs fyrr en hún kom þangað nálega tví- 1 tug að aldri. Svo lauk þeim þætti í lífi hennar. Llovd hafði haft Jóhann handfasti ENSK SAGA 40. En nú gerðust voðalegir og svívirðilegir viðburðir. Hug- prýði og sálarþroski sigurvegaranna snerist nú upp í dýrs- legt miskunnarleysi og grimmdaræði, því að slíkt er eðli ófriðarins, að jafnvel góðir og miskunnsamir menn fremja svívirðileg ódæðisverk á meðan þeir eru í þessum miskunn- , arlausa manndráps-vígamóði. Sigurvegararnir drápu alla, j sem þeir náðu til, karla, konur og börn, án nokkurrar vægð- ar. Þeir eltu hina ofsahræddu, hljóðandi borgarbúa með grimmdarlegum fagnaðarópum, eins og þegar hundar elta hrædda héra. Þeir brutust inn í húsin og rannsökuðu sölu- ,búðir. Þeir köstuðu út ávöxtum, hnefafylli eftir hnefafylli, ! og heilum ströngum af dýrmætu fataefni. Þeir tæmdu vín- tunnur og jusu svo víninu upp með lúkunum til þess að drekka það, eins og það hefði verið vatn. Þeir brenndu, rændu og myrtu í djöfullegu drimmdaræði. Hávaðalætin og óhjóðin voru svo mikil, að þau ætluðu allt að æra. Það kváðu við brothljóð og hryllileg neyðaróp íbúanna þegar verið var að brjótast inn í húsin. Um reglu eða aga var. ekki framar að ræða. I Hver og einn gerði það sem honum gott þótti. Ég varð viðskila við konunginn og þegar ég sá aðra af mönnum okk- ar rogast áfram með fullt fangið af gimsteinum og dýrindis dúkum og diskum úr gulli og silfri, hljóp ég inn í hús aðals- manns nokkurs til þess að ná mér í nokkurt herfang eins og hinir. Þegar ég kom inn í húsagarðinn sá ég hörmulega sjón. Hjónin, eigendur hússins, lágu þar bæði dáin á steinstétt- inni. Þau höfðu auðsjáanlega fleygt sér fram af þakbrún- KVEIMKÁPUR Nýkomnar kvenkápur (ur hollenzkum efnum) 975 kr. stykkið. Vatteraðir kvensloppar. Fallegt úrval. Amerískir morgunkjólar. Margar gerðir og litir. Verð 148 kr. Molskinnbuxur drengja. Mörg númer. — Frottéefni í morgunsloppa. Gardínuefni, með pífum. Rayongabardine. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Vefnaðarvöruverzlunm Týsgötu 1 — Sími 2335. •1 HITAELEMENT í fötur, brúsa, þvottavélar. 500 — 2000 w RAFORKA Vesturgötu 2. Sími 80946 Hitaelement. .............................................. HRtlNSAR OG FAGAR ALLT mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmammmmmmmmmmammmmmmammmmmmmmmmmammmrna MEÐAEALVSI - FÓÐURBÆTIR MEÐALALÝSI, bæði ÞORSKALÝSI og UPSALÝSI í eftirgreindum umbúðum: Flöskur, innihald 325 grm., 24 og 48 fl. í kassa. Dósir, innihald 2,5 kg., 6 dósir í kassa. Brúsar, innihald 21 kg. Tunnur, innihald 105 kg. Turínur, innihald 193 kg. LÚÐULÝSI í dósum, innihald 2.5 kg. FÓÐURLÝSI í eftirgreindum umbúðum: Dósir, innihald 2.5 kg., 6 dósir í kassa. Brúsar, innihald 21 kg. Tunnur, innihald 105 kg. Tunnur, innihald 180 til 195 kg. Vitamin innihald lýsisins: Þorskalýsi yfir 1000 A 100 D Upsalýsi — 2000 A 200 D Lúðulýsi — 50000 A Fóðurlýsi — 1000 A 100 D Sendum gegn póstkröfu til kaupenda úti á landi. Fyrirspurnum svarað í síma 5212. Afgreiðsla lýsisins er á Grandaveg 42. LÝSI H.F. HAFNARHVOLI, P.O. Box 625. REYKJAVÍK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.