Morgunblaðið - 16.11.1954, Qupperneq 1
41. árgangur.
262. tbl. —- Þriðjudagur 16. nóvember 1954.
PrentsmiSja Morgunblaðsinft.
Frábær ræða Gunnars Gunnarss. á fjölmennum fundi Heimdallar
sem áttur sip er fils að ldta Fjallræðuna í
skiptum fyrir feigðurgafidru gerræðis og grimmdur"
„K’onnmúnisminn er ægilefft
NorSnr-heim-
skiEiita!diln
opmið (
flnpél SAS
Kaupmannahöfn, 15. nóv.
Einkakeyti frá Páli Jónssyni.
MIKIL hátíðahöld voru á
Kastrup-flughöfninni hér í
bæ, er flugvél SAS-flugfélagsins
lagði af stað í för sína til Amer-
íku yfir N.-heimskautssvæðin.
En hér er stigið merkilegt spor
í sögu flugsins. Með þessu verður
Norður-íshafið einskonar Mið-
jarðarhaf fluglistarinnar, þar
sem samgöngur iiggja milli
tveggja heimsálfa.
MIKIL HÁTÍÐAHÖLÐ
Kastrup-flughöfnin var fagur-
lega skreytt í þessu tilefni. Um
600 heiðursgestir voru viðstadd-
ir, þeirra á meðal fjöldi þlaða-
manna frá öllum löndum Evrópu.
Utanríkisráðherra Dana, H. C.
Hansen, Petersen samgöngu-
málaráðherra Norðmanna og
Lindell samgöngumálaráðherra
Framh. á bls. 12
fall af æðra stigi á Iægra4í
AFJÖLMENNUM umræðufundi sem haldinn var á sunnudaginn í
Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna, flutti Gunnar Gunn-
arsson skáld langa og ýtarlega framsöguræðu um „Vestræna menn-
ingu og kommúnisma“. Fundurinn hófst með því að formaður fé-
lagsins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson lögfræðingur, setti fundinn
og kynnti frummælanda. Ræða Gunnars Gunnarssonar vakti óskipta
athygli fundarmanna. Hóf hann mál sitt með dæmisögu um Rauð-
hettu og híðbjörn einn, sem bauð henni fylgd um skógarþykkni, en
með sama hætti býður ofbeldisstefna kommúnismans vestrænum
menningarþjóðum vafasama fylgd um skógarþykknin. Ræða Gunn-
ars fer hér á eftir í heild.
Gunnar Gunnarsson flytur ræðu sína í Sjálfstæðishúsinu.
Ráðstefnu tillaga Rússa ekkert nýmæli
en augljóslega beint gegn stabfestingu Parisarsamningannc
LONDON, 15. nóv.
SIR ANTHONY EDEN, utanríkisráðherra Breta, lét svo ummælt'
í neðri deild brezka þingsins í dag, að tillaga Ráðstjórnar- j
ríkjanna um alþjóðaráðstefnu um öryggismál Evrópu væri aug-
ljóslega beint gegn staðfestingu Paríar-samninganna um Þýzka-1
landsmálin og várnir Vestur-Evrópu, eftir því sem brezka útvarpið
skýrði frá í kvöld. Eden kvað tillögu þessa hafa ekkert nýtt að
geyma nema dagsetningu þá, er Rússar óskuðu eftir, að ráðstefnan
hæfist á. Eden gaf þessa yfirlýsingu sem svar við fyrirspurnum
Clement Attlee, leiðtoga stjórnarandstöðunnar. i
New York. — Miðstöð innflytj-
endaeftiriitsins, Ellis, hinni
þekktu eyju í höfn New York
borgar, er 20 milliónir innflytj-
enda eða þeirra, sem vonuðust
til að verða það, hafa farið um á
s.l. 62 árum, var iokað í gær.
Hefur innfyltjendaeftirlitið nú
verið falið yfirvöldum í New
York.
★ STAÐFESTING SAMNING- &
ANNA FYRSTA SPORIÐ |
Eden kvað brezku stjórnina
líta svo á, að aðeins með sam-;
þykkt og framkvæmd Parísar- j
samninganna, er leggja myndi,
hornsteininn, að öryggi og sam- j
eiginlegu markmiði vestrænna
þjóða, yrði lagður réttur grund-I
völlur að viðleitni þeirra, er
beindist að frekari samvinnu og'
skiiningi við Ráðstjórnarríkin.
Staðfesting Parísarsamnings-
Ins af öllum aðiljum, er að þeim
Stóðu, mun á engan hátt hindra
viðræður á víðum grundvelli um
mál þau, er tillaga Ráðktjórnar-
ríkjanna fjallar um. En staðfest-
ing Parísar-samninganna er
fyrsta sporið, sagði Eden.
Við uppástungu þess efnis, að
Ráðstjórnarríkin yrðu hvött til
betra samstarfs um afvopnunar-
málin, er leiddi til þess að vest-
rænar þjóðir sýndu meiri tilhliðr
unarsemi um önnur alheims-
vandamál, svaraði Eden því til,
að hann væri slíku samþykkur,
en þörf væri fyrir betri samvinnu!
Framh. á bls. 12
ftayuib oy Bræðralagið ætluðu ú
steypa stjórn Egyptalands
KAIRÓ, 15. nóv. — Reuter-NTB.
EINN af leiðtogum Bræðralags Múhameðstrúarmanna, Ibrahim el
Tahib, skýrði í dag fyrir rétti frá þeim þætti, er Naguib, for-
seti Egyptalands, hefði átt í tilræði því, er Nasser forsætisráðherra
var sýnt á dögunum. En Naguib var eins og kunnugt er, hand-
tekinn s. 1. sunnudag og er nú haldið í gæzluvarðhaldi á óþekkt-
um stað í Kairó.
SAMSÆRI NAGUIBS OG
HODEIBYS
E1 Tahib kvað þá Naguib og
æðsta leiðtoga Bræðralagsins,
Hassan el Hodeiby, hafa gert með
sér sáttmála þess efnis, að Bræðra
lagið efndi til uppreisnar gegn
núverandi stjórn Egyptalands og
Naguib kæmi til liðs við þá ásamt
hernum, er hann taldi víst, að
myndi fylgja sér. Ringulreið sú,
er leiða myndi af uppreisninni,
myndi gera þeim kleift að koma
forráðamönnum ríkisins fyrir
kattarnef. E1 Tahib sagðist sjálf-
ur hafa fengið einum Bræðra-
lagsfélaganna í hendur sprengi-
efni til að myrða Nasser og inn-
anríkisráðherrann. Síðan yrði ný
stjórn sett á stofn undir forustu
Naguib, er myndi beita áhrifum
sínum til að róa landsþúa.
Framh. á bls. 12
RAUÐHETTA I SAMFYLGD
UM SKÓGINN
F'INU SINNI var lítil stúlka, er
i átti sér rauða hettu. Hún
hét María Anna og langaði ó-
sköpin öll til að skreppa út í
nálægan skóg og heilsa upp á
hana ömmu sína.
Frændur hennar Sámur og
Mikkjáll' höfðu að vísu varað
hana við því: í skóginum væri
á vakki híðbjörn einn mikill og
grimmur, hefði sá þegar gleypt
gömlu konuna, síðan íklæðst föt-
um hennar og rauðu húfunni.
Rauðhetta litla trúði þeim
ekki meira en svo og fór ferða
sinná eigi og síður, enda mætti
hún von bráðar ömmu sinni.
Gamla konan vék sér að henni
ofur blíðlega og bauð henni frið-
samlega sambúð á leið þeirra
um myrkviðinn.
— Hvers vegna hefur þú
svona beittar klær, amma mín?
spurði Rauðhetta litla. — Og
það er nú til þess að geta varizt
honum Sámi, sem vill mig feiga,
og honum Mikkjáli, sem er svo
hefnigjarn, frændum þínum, og
eins til þess að geta séð um að
þú fáir að lifa í friði og við, alls-
nægtir, táta mín, anzaði gervi-
amman ungu stúlkunni. Sjáum
til! hugsaði Rauðhetta litla með
sjálfri sér: Nú skil ég betur
hvers vegna frændur mínir
skrökvuðu að mér!
— En hvers vegna ertu með
þenna óskapa ístruhúk, amma
mín? bætti hún við upphátt
þessu næst. Við þá spurningu
varð gamla konan heldur en
ekki hnuggin: Skelfing þykir
mér fyrir því, Rauðhetta mín,
að þú skulir vilja fylla flokk
þeirra manna, sem gera mér get-
sakir og reka áróður gegn mér
alsaklausri, stundi hún fram og
fékk varla tára bundizt.
Þá varð Rauðhetta litla heldur
en ekki niðurlút. Síðan gengu
þær götuna fram. En er Rauð-
hetta litla hafði ekki skilað sér
heim aftur um háttamál fór
þeim ekki að lítast á blikuna,
Sámi og Mikkjáli en vinir ungu
stúlkunnar og frændlið gervallt
fylltist sárum ugg um afdrif
hennar. v
Lengri er sagan ekki í sviss-
neska blaðinu, er eigi alls fyrif
löngu rifjaði upp gamalt ævin-
týr þeirra Grimmsbræðra eitt-
hvað á þessa leið. Nánari fregn-
ir af flakki Maríu Önnu um
myrkviðinn lágu ekki fyrir og
raunar vandséð enn um sögulok
og feigðarflan fleiri óráðinna
ungmenna en þessarar frænku
vorrar á Signubökkum.
ÓJAFNT ER LAUNAÐ
Til eru þeir á meðal vor og
málfærir vel og pennaliprir, er
sýnist öruggt að treysta ömm-
unni þrýstnu með beittu klærn-
ar og meira að segja henni einni.
Þó munu hinir fleiri, enn sem
komið er, en ekki að sama skapi
skipulagðir og því naumast jafn-
sigurstranglegir í viðureign, þar
sem annar aðilinn heimtar sér
til handa grið og frelsi og þiggur
fúslega, án þess að honum hvarfli
að gjalda líku líkt. Hér vestan
tjalds á áróðursmönnunum að
vera heimilt það, sem austan
tjalds er dauðasök eða þrælkun-
ar. Slíkt Væri því aðeins rétt-
lætanlegt, að þar byggju alfull-
komnir menn, að Ráðstjórnarrík-
in væri í raun og sannleika land-
ið fyrirheitna. Má vera, að svo
sé. Til þess benda meðal annars
hugarfarsbreytingar þær, er eiga
sér stað um leið og sólin rauða
rís á himin og gera vart við sig
einkum þegar kosin er land-
stjórn.
Hér vestra æílar allt af göfl-
um að ganga þá er svo ber und-
ir, ólíkustu og ólíklegustu flokk-
ar ota hver sínum tota og hljóta
fylgi eftir efnum, vér skulum
vona málefnum og ástæðum.
Austan tjalds er friðurinn
fullkomnari. Þar er aðeins
einn flokkur í framboði, og
ekki svo vel að gengið sé á
röðina, sú aðferð hefði þó
nokkuð til síns máls. En ónei.
Þar er skilningur almennings
svo þroskaður, að allir menn
vita hvað þeir vilja og vilja
aðeins eitt: styrkja höfuðengla
almáttugrar stjórnarforustu,
seih þó neytt hefur verið upp
á þá.
Vér sáum það átakanlega í
Austur-Þýzkalandi eigi alls fyrir
löngu, þar sem 99,3% af þeim,
er mættu á kiörstað, óskuðu ein-
um rómi að fá að halda forystu
sinni óbrenglaðri. í Austurríki
aftur á móti brá öðru vísi við.
Þar voru enn margir kallaðir,
en fáir útvaldir. Þeir létu sig
hafa það, Austurríkismenn, að
skila kommúnistum ekki nema
8,6% greiddra atkvæða á sjálfu
hernámssvæði Rússa. Annars
staðar í fandinu kusu aðeins 5%
með kommúnistum.
Má af slíku bezt sjá og skynja,
hver nauðsyn til ber að svo aum-
lega afvegaleidd þjóð og kúguð
Framh. á bls. 2