Morgunblaðið - 16.11.1954, Side 6

Morgunblaðið - 16.11.1954, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. nóv. 1954 Þórdís Agúsfa Jóhannsdólfir Minningarorð F. 16/4 1920 D. 7/11 1954 í DAG er til moldar bofín Þórdís Ágústa Jóhannsdóttir, er lézt að heimili sínu hér í bæ 7. þ. m., eftir langa og erfiða baráttu við þann sjúkdóm, er að lokum fékk sigur. Þórdís var fædd 16. apríl 1920, og var því á því aldursstigi, er meðfæddir og áunnin þroski æskuáranna, fer hvað bezt að njóta sín. Framundan virtist blasa glæsilegt lifsstarf, uppbygg- ing fagurs heimilis, í samstarfi við góðan og ástríkan eiginmann. Það munu sennilega fáir, sem komnir eru til vits og ára, sem ekki hafa ígrundað það, oftar en einu sinni, hver muni tilgangur- inn er fólk á bezta aldri er þann- ig hrifið á brott, rétt í þann mund er það hefur lagt grundvöllinn að háleitu ætlunarverki. En aðr- ir, er runnið hafa langt æviskeið, verða ferðiúnir að biða, oft þjáð- ir í mörg ár, með þá einu ósk að komast á áfangastað og njóta hvíldar. Þetta er ein af þeim ráð- gátum mannlífsins. er seint eða aldrei munu verða leystar. Hópur þessa fólks er nú horfir syrgjandi eftir góðri vinkonu er stór. Hver sá er kynntist henni, hvort heldur var á vinnustað eða í einkalífi, mun telja sér þá við- kynningu til hagsbóta. Þórdís hafði til að bera, í ríkum mæli, flesta þá eiginleika er beztir eru taldir, og mest auka á manngild- ið. Og hún var óspör á þessa mannkosti sína, að þeir sem hún komst í kynni við fengju notið þeirra. Hún mátti ekkert aumt sjá eða heyra að hún ekki kæmist við, og engu kunni hún betur en að mega rétta vinum sínum hjálp arhönd er erfiðleikar steðjuðu að. Sá harmur sem nú er kveðinn að eiginmanni hennar, móður og tengdamóður, sem önnuðust hana í helstríði hennar, svo og öðrum ástvinum hennar, er þungur og sár. Og erfitt er að sætta sig við að ungar dætur hennar verða nú að sjá á bak henni, og fara á mis við bezta hnoss þessa lífs, umhyggju góðrar móður. Við vinir hennar kveðjum hana hrygg í huga, en þakklát fyrir að hafa notið vináttu hennar. Við biðjujn blessunar fyrir heimili hennar og ástvini, að þeir megi hugga^t í raunum sínum. Minn- ingin um hana mun lifa með okkur,, björt og hrein, því að „orðstír deyr aldrei hveim sér góðan getur“. Vinur. Herraveski með peningum tapaðist, sennilega frá Lækjartorgi að Laufásvegi eða við höfnina. Skilist gegn góðum fundar- launum að Ingólfsstræti 4 efja Laufásvegi 65. Símar 81741 og 3276. Minnmgaroro nm Jón Dnvíðsson F. 31. jan. 1875 — d. 9. nóv. 1954. HANN andaðist að heimili sínu á Fáskrúðsfirði hinn 9. þ. m., nærri áttræður að aldri, fæddur 31. jan. 1875 að Miklagarði í Eyjafirði, sonur Davíðs bónda Ketilssonar, Sigurðssonar, og voru þeir feðgar ættaðir úr Þing- eyjarsýslu. Móðir Jóns var Mar- grét dóttir Hallgríms Thorlacius, Einarssonar Thorlaccius prests í Saurbæ, og er sú ætt þjóðkunn. Var Jón næst yngstur 7 barna þeirra hjóna og er nú aðeins á lífi yngsta dóttirin, Jakobína, ekkja Ólafs Gíslasonar frá Við- ey, búsett hér í Reykjavík. j Jón fór ungur í Möðruvalla- skóla* og útskrifaðist þaðan árið 1894. Sumarið eftir var hann við verzlunarstörf við verzlun Jóns Magnússonar á Eskifirði. Stund- aði hann síðan nám einn vetur á Flensborgarskólanum og gjörðist síðan kennari austur á Fljótsdalshéraði. Sumarið eftir réðist hann aftur verzlunarmað- ur við fyrrgreinda verzlun á Eskifirði og var þar í 6 ár en gjörðist verzlunarstjóri við verzl- un Tuliniusar á Fáskrúðsfirði árið 1902 og síðar hjá Hinum sameinuðu ísl. verzlunum á með- an það fyrirtæki starfaði, en er félagið hætti störfum keypti hann verzlunina á Fáskrúðsfirði og rak þar verzlun um skeið, unz hann seldi eignirnar Kaupfélagi Fáskrúðsfjarðar fyrir allmörgum árum. Verzlunarstörfin urðu þannig aðalstörf Jóns Davíðsson- ar og er það mál allra, er til þekkja að honum hafi farið þau vel úr hendi, fyrir sakir góðrar þekkingar sinnar á þeim mál- efnum, meðfæddrar lipurðar, sanngirni og réttsýni. Þegar vélbátaútgerð hófst hér j á landi gerðist Jón einn af for- göngumönnum þess og aðalstuðn- ingsmaður, að slík nýbreytni yrði tekin upp á Fáskrúðsfirði, en með því var lagður grundvöllur að þróun og velgengni staðarins um langt skeið. Jón var maður hlédrægur að eðlisfari, en traust það sem hann vakti, hvar sem hann fór, varð þess valdandi að honum voru falin fjölmörg aukastörf fyrir sveitarfélag sitt og aðra, störf, sem hann hafði á hendi áratug- um saman og sum á meðan ævin entist. Hann átti lengi sæti í hreppsnefnd, var hreppstjóri um langt skeið, formaður skólanefnd ar, sáttanefndarmaður, einn af stofnendum Sparisjóðs Fáskrúðs- i fjarðar og í stjórn hans jafnan. Hann annaðist einnig alla skipa- afgreiðslu á staðnum um hálfrar aldar skeið, fyrst fyrir Thore- félagið, síðan fyrir Eimskipafélag íslands og strandferðaskipin. — Öll þessi störf rækti hann með hinni mestu prýði, og er það því meira en lítið dagsverk, sem hann hefir innt af hendi fyrir. þjóð sína á langri ævi. Af þess- um margvíslegu og ólíku störfum j virtist mér skólanefndarstörfin vera honum sérstaklega hugleik- | in, því áhugi hans á fræðslu barna og unglinga var sívakandi og hann hafði manna bezt skiln- I ing á því að framtíð hverrar þjóðar byggist á því að æsku-! lýðnum séu búin sem bezt skil-! yrði til að njóta hollrar fræðslu til aukinnar menningar. Árið 1907 kvæntist Jón Jó- hönnu Kristjánsdóttur frá Gunn- ólfsvík, ágætri konu og glæsi- legri. Varð heimili þeirra brátt rómað fyrir híbýlaprýði og. myndarbrag, en þó fyrst og fremst fyrir afburða gestrisni, sem löngu er orðin landskunn. Var engu líkara, en þeim góðu hjónum þætti sér sérstakur greiði gerður er treyst var á gistivináttu , þeirra. Þeim hjónum varð 4 barna auðið, sem öll eru á lífi: Þor- valdur, póst- og símstjóri á Fá- skrúðsfirði, Sigríður, gift Guð- mundi kaupmanni Sigfússyni á Norðfirði, Margrét, gift í Færeyj- um og Berta, sem gift er Gunn- laugi lækni Snædal. Jón verður fyrir margra hluta sakir minnisstæður samferða- j mönnum sínum. Hann var meðal- I maður á vöxt, vel vaxinn og vel limaður og bar sig vel, svipur- j inn góðlegur og yfirbragðið drengilegt. Mikill afkastamaður til vinnu og vandvirkur vel, dag- farsprúður, háttvís og grandvar til orðs og æðis, gleðimaður í hópi góðra félaga og hófssamur, en góðvild hans og göfuglyndi voru þó þeir þættir í skapgerð hans sem flestum munu verða hugstæðastir. Jón var fáskiftinn um hagi annarra og varkár í dómum, en ef sérstök vandkvæði bar að höndum þótti gott til hans að leita, því ráð hans gáfust jafn- an vel, svo sem títt er um þá menn sem láta góðvild og sann- girni móta gerðir sínar. Enga átti hann óvildarmenn, en var ástsæll af öllum, sem náin kynni höfðu af honum. Þótt hann hefði sig lítt í frammi á opinberum vettvangi átti hvert það mál er hann taldi rétt og heillavænlegt öruggan stuðningsmann þar sem hann var. í stjórnmálum var hann eindreginn og öruggur fylgismaður stefnu Sjálfstæðis- flokksins. I Þeim fækkar nú óðum hinum gömlu Fáskrúðsfirðingum, sem settu svip sinn á staðinn á fyrri hluta þessarar aldar. I Jón Davíðsson var einn þeirra manna, sem lengst og bezt vann að heill og gengi kauptúnsins. j Mun hans nú minnst með trega og söknuði af íbúum staðarins og fjölda vina hans víðsvegar um land. Eg sem þetta rita á á baki að sjá traustum og kærum vin, sem ég á mikið að þakka og sakna sárt. En enginn má sköpum renna. Og gott er vinum hans til þess að hugsa að honum lán- aðist að hverfa héðan úr heimi með óvenjulega vel skygðan skjöld. Eg votta ekkju hans og börn- um og öðrum ástvinum hans inni- lega samúð mína og bið guð að styrkja þau og blessa. . Magnús Gíslason. MORGUNBLAÐIÐ átti tal við fréttaritara blaðsins á Húsavik, Sigurð Björnsson, í gær og tjáði hann, að daginn áður hefði Verið skotin rjúpa, rétt fyrir ofan Húsavík, sem merkt var með málmhólk á öðrum fæti. Á hólkn um stóð: Museum natural 54901 Reykjavík, Iceland. MERKT f S-ÞING. Morgunblaðið átti tal við Finn Guðmundsson, fuglafræðing, í gær viðvíkjandi merkingu þess- ari. Kvað Finnur þessa rjúpu hafa verið merkta sem kvenfugl á hreiðri í Árhvammi í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu, 7. júní 1953, af Hallgrími Péturssyni að Ár- hvammi. ÓVEÐUR HAMLAR VEIÐUM Rjúpnaveiðar hafa verið lítið stundaðar síðastliðna viku í S- Þingeyjarsýslu, vegna óveðurs, énda veiði fremur lítil. Aftur á móti hefur verið ágæt veiði í N- Þingeyjarsýslu. FYRSTA FERÐIN í GÆR Talsverður snjór er nú á fjall- vegum í N-Þing. og var vegurinn til Akureyrar tepptur alla siðast- liðna viku. Var fyrsta ferðin þangað frá Húsavík farin í gær, en þá höfðu vegirnir verið mok- aðir. Mikill snjór er upp til heiða. Yfirbreiðslur stórar, óskast keyptar, mega vera notaðar. jJítorgmiMahið *J(xeA JAveinsáoti verkfrceCinqur cand.potyt. Kársnesbraut 22 simi 2290 AliSAÍöóthitcikriingGA ^ÓAnatciJaúnqaA ÚibobókjAÍJiqcA (tjáÁqsLjfiLrudi ueAkjfiaMnquA i b qqq uoqauc/ikjjAGió í, m MmiiiiiiioiMiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiiiiniiiiifiiiiat Aígreiðslustúlka óskast strax til starfa í vefnaðarvöruverzlun í Mið- jj bænum. — Umsækjendur gjöri svo vel og sendi um- ; sóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf l ásamt mynd til afgreiðslu blaðsins fyrir 17. þ. m., ■ merktar: „Áreiðanleg — 9.76“. Svenclbcrc/ctr þvottcipottar Sccihdici eidav'elar Þrátt fyrir það, að Sconáia er með hraðsiiinhellu er verðið óbreytt — 3 stærðir fyrirliggiandi SVENDBORGAR ÞVOTTAPOTTAR eru emaileraðir. Eldhol innmúrað og því tilbúið til uppsetningar, BIERING Laugaveg 6 — Sími 4550 Lífstykki Framleiðum nýjustu tízku af Lífstykkjum Magabeltum Slankbeltum Margar gerðir fyrirliggjandi. Saumum einnig eftir máli. Lífstykkjagerðin SMART Tjarnargötu 5 Sími 3327

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.