Morgunblaðið - 03.12.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.12.1954, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. desember 1954 MORGU NBLAÐIÐ TKL HATIÐANNA Ekkert borð án BÁHNCKE’S SOYA CAPERS SÓSULITUR Sinnep í: valnsglösum, barnakrúsum og ólagað, 20z ds. Mayonnaise í túbum Remoulaði — Taffel sinnep — Sandwich sinnep — Heildsölubirgðir Sím/ 1-2-3-4 ELIKIRntllX Nú er leikur að lifa fyrir J bílaeigendur. ELEKTROLUX ! ■ loftbónari á ryksuguna ■ Það er allt, sem þarf. f tt ■ ■ Margra klukkustunda | ■ erfiði breytt í 5 mínútna ! ■ skemmtun. ! EINK AUMBOÐSMENN: HANNES ÞORSTEINSSON & CO. Lækkið dýrtiðina Kaupið hrossakjöt í Krónunni Reykt hrossakjöt á aðeins 13.50 pr. kg. VERZLUNIN KRÓNAN Mávahlíð 25 Sími 80733 iBiasaiDaaicaf BB«aatgi««aagataa«C««««taBiaMiBiaB«Ba«aB«aBB«e«»nsi Herrabindi! Herrabindi! Fjölbreytt úrval. Heildsölubirgðir íslenzk-erlenda verzlunarfélagið h f. Garðastræti 2. Sími 5333. cipcippir í örkum ýmsar gerðir og litir H. Benediktsson & Co. h.f. Hafnarhvoli •— Sími 1223 Starf KR aldrei meira en s.l. ár • i i lULU AÐALFUNDUR Knattspyrnufé- lags Reykjavíkur var haldinn s.l. þriðjudag í félagsheimilinu við Kaplaskjólsveg. Fundinn sátu um 60 fulltrúar hinna ýmsu deilda og fulltrúar KR í nefndum, ráðum og sam- böndum, en þessir aðilar hafa atkvæðisrétt á aðalfundi félags- ins, deildirnar hafa rétt á 5—10 fulltrúum hver, eftir meðlima- fjölda. Formaður félagsins setti fund- inn og minntist látinna félaga, síðan var kosinn fundarstjóri Einar Sæmundsson og fundarrit- ari Guðmundur Georgsson. Stjórn félagsins gaf ítarlega skýrsiu um starf og fjárhag fé- lagsins á liðnu starfsári. Þar sem ársskýrsla félagsins nemur 40 vél- rituðum blaðsíðum í foliostærð má sjá að margt hefur þótt í frá- sögur færandi af starfsemi þess. Af því helzta má nefna: 55 ára afmæli félagsins var haldið hátíðlegt á árinu og var meðal annars í því tilefni gefið út veglegt afmælisrit. Af starfsemi einstakra deilda: Fimleikadeild KR fór til Nor- egs og fékk sýning flokksins þar ágæta dóma í norskum blöðum. í frjálsum íþróttum unnu KR- ingar marga sigra og hlaut fé- lagið meðal annars sæmdarheitið bezta frjálsíþróttafélag Reykja- víkur. Á íslandsmótinu fékk KR flesta meistarana, 7 talsins, 3 KR-ingar voru sendir á EM í Bern og 2 til keppni á alþjóða íþróttamóti í Búkarest. í handknattieik sigraði KR ís- landsmótið á ísafirði í kvenna- flokki. Ennfremur urðu KR- ’stúikurnar nr. 1 í Hraðkeppnis- meistaramótiinu, sem háð var í Engidal. KR varð íslandsmeist- ari í Handknattleiksmeistara- móti 3. flokks. í knattspyrnu vann félagið marga glæsilega sigra eða nánar tiltekið sigraði KR á árinu eftir- talin mót: Reykjavíkurmót meist araflokks, Reykjavikurmót 3. flokks, íslandsmót 1. flokks, Is- landsmót 3. flokks, íslandsmót 4. flokks, Miðsumarsmót 4. flokks, Haustmót 2. flokks, Haustmót 4. flokks, Innanhússknattspyrnumót Þróttar, Hraðkeppnismót meist- araflokks. í fyrsta skipti í sögu félagsins fór 3. flokkur þess í knattspyrnu- keppni til Danmerkur og keppti þar við jafnaldra sina frá hinum Norðurlöndunum, og eins og áð- ur hefur komið’ fram sigraði flokkurinn þar. Skíðaíþróttin var hjá KR eins og öðrum íþróttafélögum stunduð með minna móti, sökum snjó- leysiS síðastliðinn vetur. — Fé- lagið hefur nú í undirbúningi byggingu nýs skíðaskála í stað þess er brann í Hveradölum. í sumar hefur mikið verið unnið við lagfæringar á skála félagsins í Skálafelli og er hann orðinn mjög laglegur innan sem utan. Sundíþróttin í KR stendur nú með miklum blóma eins og sjá má á því að KR-ingar settu 7 ís- landsmet á árinu. íslenzk glima var iðkuð eins og að undanförnu og tók félagið þátt í nokkrum keppnisglímum. Hnefaleikar lágu að mestu leyti niðri hjá félaginu síðastlið- ið ár, en eru nú hafnir aftur. Húsnefnd félagsins, en formað- ur hennar er Gísli Halldórssonj gaf ítarlega skýrslu um starf- semi sína og meðal annars er þar kom fram var sú mikla fram- kvæmd, að setja trégólf í iþrótta skála félagsins og að nú er skál- inn leigður til deildá KR og ann- arra félaga, um 40 stundir í viku til allskonar íþróttaiðkana. Féiagið á eins og svo oft áður i örðugleikum vegna skorts á fé ■ til rekstra síns og niðurgreiðslna ó^ skuldum, sem skapast hafa végna þeirra. -^ður en stjórnarkosning fór fýam þakkaði formaður félags- E.Q.P. kosinn ionmiðar í 20. sinn ins öllum þeim mörgu sem unnið hafa af mikilli ósérplægni að framgangi KR á öilum sviðum, í stjórnum, á íþróttasviðinu og í nefndum og hverskonar fram- kvæmdum. Þess ber t.d. að geta að talsvert meira en helmingur allrar iþróttakennslu innan fé- lagsins er unnin í sjálfboðaliðs- vinnu. í stjórn félagsins voru kosnir: Erlendur Ó. Pétursson, sem nú var kosinn formaður félagsins í 20 sinn, en í apríl n.k. hefur Er- lendur setið 40 ár samflevtt í stjórn þess. Einar Sæmundsson var kosinn varaform., Haraldur Björnsson gjaldkeri, Gunnar Sig- urðsson ritari, Sveinn Björnsson fundarritari, Hreiðar Ársælsson spjaldskrárritari og Gísli Hall- dórsson form. húsnefndar. End- urskoðendur voru kosnir Evjólf- ' ur Leos og Georg Lúðvíksson. j Á fundinum var formanni fé- j lagsins þakkað mikið og farsælt starf, bæði nú og undanfarin 40 j ár, og formanni húsnefndar var sérstaklega þakkað hans mikli þáttur í öllum byggingamálum félagsins. Fundinum lauk um miðnætti með því að formaður lét hrópa ferfalt húrra fyrir gamla KR. Formenn hinna ýmsu íþrótta- deilda á komandi starfsári eru þessir: Fimleikadeild: Árni Magu ússon, Frjálsíþróttadeild: Ás- mundur Bjarnason, -Glímudeild: Ragnar Ásmundsson, Hand- knattleiksdeild: Magnús Georgs- son, Hnefaleikadeild: Friðrik Clausen, Knattspyrnudeild: Har- aldur Guðmundsson, Skíðadeild: Magnús Guðmundsson, Sund- deild: Magnús R. Gislason. Háteigsprestakall Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í hátíðasal Sjó- mannaskólans sunnudaginn 5. des. n.k. að aflokinni messu, sem hefst kl. 2 e. h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Safnaðarnefndin. AZÁR. K.F.U.K. verður á morgun (laugardag) kl. 4 e. h í húsi K.F.U.M. og K., Amtmannsstíg 2B. Margir góðir hand- unnir munir og ýmislegt fleira á boðstólum Komið og kaupið jólagjafirnar hjá okkur. Samkoma verður um kvöldið kl. 8,30. Þórir Þórðarson dósent talar um uppeldismál og kristindóm. — Einsöngur: Kristinn Hallsson, kvennakór o. fl. — Gjöfum til starfsins veitt móttaka. Allir veikomnir. Bílar til sölu Margar gerðir af fólksbílum, 4 manna bílum, sendiferða- bílum og vörubílum. Hef einnig fólks- og sendiferðabíla með stöðvarplássum. Bifreiðasala Hreiðars Jónssonar Miðstræti 3A. Sími 5187. 777 sölu efri hæð, 3 herbergi og eldhús í húsi við Flókagötu. Nánari upplýsingar gefur málflutningsskrifstofan: Einar B. Guðnmndsson, Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pctursson Sími 2002 & 3202. MAT8VEIN u vantar strax á m.b. Andra BA-100. Báturinn liggur við verbúðabryggjurnar við Grandagarð. Uppl. um borð eða á Óðir.sgötu 22, niðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.