Morgunblaðið - 03.12.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.1954, Blaðsíða 14
»4 MORGUNBLAÐ1Ð Föstudagur 3. desember 1954 NICOLE SkSldsaga «ftii Katherine Gasin 30C I Fré ÍSLENZKUM TÓNUM Framhaldssagan 109 Riehard leit á innihald glassins. „Þetta allt get ég ekki drukkið", sagði hann. „Jú, þú gerir það“, sagði hún. „Nannie sagði mér að hún hefði alltaf gefið þér svona þeytt egg. Drekktu það. Þetta eru öll eggin sem við gátum sparað og þú mátt ekki láta þau fara forgörðum.“ Hann þefaði af því og leit síðan á hana spyrjandi. Nicole brosti. „Ég setti svolitla koníakslögg samanvið", sagði liún. Richard tæmdi glasið þegar í stað. „Þetta var gott“, sagði hann. „Ég var alveg búinn að gleyma hvernig þessi uppáhalds réttur minn var á bragðið. En ég held .samt að eggjaþeytan hennar Nannie hafi aldrei ver- ið svona bragðsgóð. Það hlýtur að vera koníakið sem gaf þessu hetta indæla bragð“. Hún leit kímnislega til hans. „Það var koníakið“, sagði hún og tók tóma glasið úr hendi hans. Hann reis sig upp við dogg á legubekknum. „Heyrðu, Ni- cole“, sagði hann biðjandi. „Seztu aðeins niður og talaðu við mig“. Nicole hikaði. „Ég mundi gjarna vilja það, en ég á bara svo mikið ógert“. „Ó, vertu ekki alltaf að liugsa um vinnu!“ sagði hann. „Það getur beðið“. „Jæja, er það“, svaraði hún. „Það fjölgar alltaf verkefnun- um sem óleyst eru, þó að mað- ur sé alltaf að, hvað þá ef mað- ur fer að slóra“. „Seztu niður í tíu mínútur". Nicole setti glasið á borðið við hliðina á myndinni. Þegar Richard bað um eitthvað, var ómögulegt að neita honum. — Hún settist á stól andspænis legubekknum' Hann horfði á hana hugsandi nokkra stund. Hún var í fal- legum, slétturri kjól og hár henn- ar var vel og snyrtilega greitt. Hún hafði þvegið það þá um morguninn og hann hafði séð hana er hún var að þurrka það úti í sólskininu. Henni varð ekki um það hvernig hann mældi hana út og tók að dilla íætinum óþolinmóð. ,,Nicole“, sagði hann allt í einu, „hefurðu nokkurn tíma hugsað um það, hvað þú ætlar að gera þegar þessu öllu er ]okið?“ „Já, ég hef oft hugsað um það, Richard. En hins vegar hefur mér aldrei tekizt að mynda mér ákveðna skoðun á því máli“. Enni hans hrukkaðist og hann hallaði sér lítið eitt fram á við. „Heldurðu að vera kunni að þú farir aftur til Ameríku?" „Eari aftur?“ Hún hristi höf- uðið. „Til hvers ætti ég að fara aftur þangað? Ég hef ekkert þangað að sækja. Ég gæti ekki hugsað mér að bvggja upp líf mitt að nýju í New York — ekki án Lloyds. Mér mundi aldrei takast það. Það væri •miklu betra fvrir mig að vera í Englandi. Að fara kannski til London“. „En hvað hefurðu hugsað þér jað gera?“ spurði hann. i Hún starði á hann og skyndi- lega var eins og í au^naráði hennar speglaðist ótti. „Ég veit [það ekki, Richard! Ég veit það ekki! ,Ég get alls ekki hugsað um það. Það er alitof fjarlægt ennþá. Það er enn langt til stríðsloka — og fyrr en stríðið er búið, þýðir ekki að gera nein- ar áætlanir". Hún stóð á fætur og sneri frá honum. j Þá fann hún hendur hans á öxlum sér. Hann sneri henni við, horfði fast á hana og hélt með föstum tökum um hand- , leggi hennar. I „Það getur vel verið að stríð- [ ið endi á næsta ári“, sagði hann, „eða kannski ekki fyrr en eft- ir fimm ár. Ætlarðu að bíða svo lengi til að taka ákvörðun um framtíð þína?‘. i „Ég veit það ekki, Richard, ég veit það ekki.“ Hún lokaði augunum og hann kyssti hana áfergjulega. Nicole fann hvernig allan mátt dró úr sér, þegar hann vafði hana örmum. „Ekki að bíða, Nicole“, sagði hann, „ekki að bíða lengur. Þú bara sóar tímanum. Það er ástæðulaust að hugsa fram í tím ann. Framtíðin er óörugg. Mað- ur verður að lifa í nútíðinni." Hún greip í axlir hans. Lloyd hafði sagt þetta sama við hana. Gleyma fortiðinni, hafði hann sagt, og hugsaðu ekki um fram- tíðina, heldur aðeins um nútíð- ina . . Augnablikið — og Richard var að kyssa hana öðru " sinfti. „Viltu giftast mér þegar í stað“, sagði hanh. „Það þarf ekki að hafa hátt um það. Ég get fengið leyfi og við förum á brott. Það skiptir ekki máli hvert við förum. Til einhvers staðar bara þar sem er hljóðlátt og friðsælt.“ Og friðsælt .. . hún fann að að hann strauk hár hennar. Lloyd hafði alltaf gert það, hugsaði hún. En hendur Lloyd höfðu ekki verið svona langar og mjúkar og hend- ur Richards .... „Hefurðu nokkurn tíma komið til Bevonshire Nicole?" spurði hann. „Ég veit um foótel þar sem við gætum farið til. Það er yndis- legt þar. Þú munt áreiðanlega kunna vel við þíg þar.“ Lloyd hafði einu sinni verið í Devonshire. Hann hafði sagt henni frá skógí vöxnum ásunum og undurfögru landslagí. Þá hafði hann farið til Somerset. Svo vel hafði hann lýst fegurðinni fyrir henni, að hún hafði séð allt ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um sínum, litauðgina og fundið skógarilminn. Hann hafði sagt að jarðvegurinn þar væri hér um bil eins dökkur og moldin í Georgíu. Hún minntist þess einn- ig, að Gerry Agar hafði átt heima í Somerset. Hver skvldi hafa feng ið það heimili hans? hugsaði hún. Einhvérntíma ætlaði hún að spyrja Richard um það. Hann hlaut að vita það. „Ég hef elskað þig árum sam- an“ var hann að segja. „Þegar þú fórst vestur um haf hætti ég að hugsa um þig, en þegar þú komst aftur, þá varstu eins og áður og vaktir ást mína á ný.“ Richard þrýsti vanga hennar að sínum. „Þetta er ekkert líf sem þú lifir hér. Það er tilveran allsnakin — ekkert meira. Má ég ekki færa þér lífið aftur. Við getum lifað saman — og notað hverja stund vel til þess að bæta upp þau ár sem við höfum misst Við gætum farið aftur til London. Fengið okkur íbúð þar einhversstaðar." Richard lét þetta hljóma svo æfintýralega auðvelt, hugsaði hún. Hann elskaði hana, og það var nóg. Eða var- það ekki? Með- an hnna þrýsti henni ð sér, fann hún öryggið, sem hún hafði ekki fundið mánuðum saman. Hann myndi nema hana á brott frá Fnton-Woods — frá hinu hvers- dagslega striti. Þau myndu fara til London, njóta lífsins og ást- Þórður sjóari er kominn Tvö lög eftir Ágúst Pétursson Alfred Clausen og karlakvartett og hljómsveit Carl Billich ÞÓRÐUR SJÓARI Alfrcd Clausen & Ingibjörg Þorbergs og hljómsveit Carl Billich HARPAN ÓMAR Höfum einnig fengið bæði lögin á nótum Póstsendum um land allt Austurstræti 17 Kemt í hárið aerir yður heillandi 3 l+Mjt m Jóhann handfasti ENSK SAGA 63. En þessir hraustu bakverðir töldu sér skömm að að- gerðarleysinu og héldu það ekki lengur út, að hafast ekk-j ert að, svo að þeir brugðu sverðum sínum, hröpuðu: „Hjálp,1 ágæti' Georg helgi!“ og þustu fram til áhlaups. Allur herinn | sneri við og geystist fram á eftir þeim, svo að bakvarðaliðið, varð fremst og framvarðaliðið síðast. j Konungur hreytti út úr sér blótsyrðum og lét blása í iúðrana, hann safnaði um sig hinum trúu mönnum sínum' frá Englandi og Normanndí, flýtti sér í gegum manngrúann j og ruddi sér braut með hinu ógurlega sverði sínu. — Eg reið á eftir honum á harða stökki. , Ringulreiðin var ægileg. Rykið þyrlaðist upp í þykkum gusum og tók fyrir allt útsýni. Eg barðist sem óður væri og vonaði aðeins að högg mín lentu á óvinunum, en ekki á vinum mínum. Mannlausir hestar hlupu fram og aftur, óðir af hræðslu. Særðir menn og fallnir, sem hestarnir tróðu undir fótum sér á hlaupunum, hrópuðu í neyð sinni og báðust griða, en í grimmdarofsanum, sem ríkti í þessari heiftarlegu orrustu, voru engum gefin grið. i Her okkar safnaðist saman í kringum konunginn og eftir afar harða og æðisgengna orrustu, rákum við Serki á flótta. En nú, einmitt þegar við sáum hilla undir sigurinn, varð ég fyrir slysi. Eg var í hamstola vígamóði og brann í skinn- inu eftir að vinna einhver eftirminnileg afrek. Því hvarf ég frá hlið konungs og elti Arabahöfðingja einn, sem flýði í dauðans ofboði, með það í huga að ná hinum ágæta hvíta gæðingi hans að herfangi og gefa konungi hann. Rykið var svo þykkt, að ég sá ekkert frá mér og vissi ekkert hvert ég fór, svo að ég tók í taumana á hesti mínum til þess að hægja á ferðinni, en þá varð mér það allt í einu ljóst, að ég var orðinn viðskila við vini mína og var umkringdur villutrúar- mönnum. Gjörið eins og feg- ; urstu konur heims: ■ Úðið hár yðar dag- ; lega með Kemt .. ■ og það fær einnig : hinn undurfagra ■ gljáa. 24-54-Au Sportvörur Skíði, allskonar, skíðabindingar, skíðastafir, skíða- áburður, margar gerðir, krokket, spjót, bogar, örvar, skotmörk og fleiri sportvörur. Skíðagerðin Fönn við sænsk-íslenzka frystihúsið. Sími: 1327. i»t 3 Kvenfélagið Edda heldur taazar laugardaginn 4. des. kl. 2 e. h. í húsi H.Í.P., Hverfisgötu 21. Margir góðir og ódýrir munir. Þær félagskonur, sem eiga eftir að skila munum, eru vinsamlega beðnar að gera það í kvöld. * Nefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.