Morgunblaðið - 24.12.1954, Side 4

Morgunblaðið - 24.12.1954, Side 4
4 MORGUISBLAÐIÐ Föstudagur 24. des. 1954 * \ I GLEÐILEG JÓLl f l v> I Lady h.f. lífstykkjaverksmiðja GLEÐILEG JÓL! SPARTA Borgartúni 8 Bílaviðgerðin Drekinn óskar öllum viðskiptamönnum sínum GLEÐILEGRA JÓLA GLEÐILEG JOL! gott og farsæt nýtt! Eros h.f., Hafnarstræti 4 ^CP^Q^Cr^C^CP^Cb^iP^Q^CP^C^ö^Qr^CP^Cb^CP^Q^CP^Qr^CP^Q^Cr^Q^Cí S GLEÐILEG JÓL! Tízkuskemman h.f. Laugavegi 34 A | * í f 1 / 1 l | í I f í I í i í í I í í í í | X v> I J Skipasmíðastöðin Dröfn h.f., Byggingarfélagið Þor h.f. Hafnarfirði. } i GLEÐILEG JÓL! J farsælt komandi ár, með þökk fyrir viðskiptin á því liðna. í J Efnalaugin Gyilir, ^ Langholtsveg 14 ^CP^Qr^íP^Qr^CP^Qr^CP^Q^CP^Q^íP^Qr^CP^Q^CP^Q^CP^Q^íP^Qr^CP^Q í GLEÐILEG JÓLl c J Vélsmiðjan Klettur h.f., ((, Hafnarfirði. i i (l, ^íP^Q^t^'Q=<(J='Q=4CF1'Q==<Cra'Cb=<<3=i'Q==í0=y:C==<C?s'Q=^CP-:(i=<Cr:a'Cí=>:(7:^C=rS(/ (( l GLEÐILEG JÓL! f J Vélaverkstæði Björgvins Frederiksen. GLEÐILEG JÓL! GLEÐILEG JOL! og farsælt nýár! Bræðurnir Ormson GLEÐILEG JÓL! GLEÐILEG JÓL! H.F. KORKLÐJAN' J| l f J =<<J=*Q=<(7^Q=<<J=í<C=<<J:='Q=5«<J=-:C==<(7:a'(C==<(^Q=>í<J=s*C=<(7='C=<<J=<C=<<J=:a'C==<<J<j) 1 i 1 3- og farsælt komandi ár! Verzl. B. H Bjarnason. =<<J=<C==<<J=<C=>5í=!C==<!j=<C=<(7:i'C=>s<J:=>'C==<ö:=cC=<(J:=i<C=«J=!'C=«J=a'C=<(7='C==í(/ GLEÐILEG JÓL! I I I íi? ^ ^Csr^Cs-í^CsíCr^CsíCT^Cr^íCT^QsííTr^Cs^J^Csí^Cs^T^Csíd^CstórCQsíd Verzl. Ingibjargar Johnson I í I C)> f | f I I I ÚR LlFI FUGLANNA HOFÐABÆRINN stóð fram við klettótta strönd, þar sem sjávarföllin eru stríð og hafið sjaldan kyrrt. Um fjöru mynd- uðu skerin stór flæmi, þakin þangi og þaragróðri, með sund- um og lónum á milli. Um flóðið fór þetta allt í kaf. Æðarfuglinn kunni vel við sig í skerjaklasanum hjá Höfða. Þar var skjól, þegar vetrarbrimið íór hamförum fyrir utan, og nóg var til bjargar. A slíkum stöðum unir bæði fugl og fé, og fjörubeit í Höfða brást sjaldan, — en gæta þurfti fjárins öllum stundum. Oft var hann Bjössi í Höfða sendur til að smala fénu úr þar- anum áður en flæddi, og í þeim ferðum dvaldist þeim þá stund- um Trygg og honum, því margt er girnilegt til fróðleiks fyrir ungan strák í skerjunum. I þara og lónum lifðu mörg skrítin smá- dýr, og öll í fullu fjöri þótt um hávetur væri. Þó dvaldist Bjössa oftast við að skoða æðarfuglana. Honum fannst þeir skemmtilegir og svo úar eitthvað dularfuilt við þessa sundfráu fugla, sem undu sér spakir og hljóðlátir við strönd ina allan veturinn, en hurfu svo allt í einu undir sumarmálin. Bjössi braut oft heilann um það, hvaðan þessir vetrarvinir hans myndu komnir og hvert þeir færu, því aldrei hafði hann fund- ið hreiður beirra í Höfðalandinu. Hann hafði heyrt að varplönd þeirra væru dýrmæt eign, vegna æðardúnsins, sem fékkst úr hreiðrunum Tryggur geyspaði af leiðind- um, þegar húsbóndi hans var í slíkum hugleiðingum. Hann vildi halda áfram og fá að skemmta sér á sinn hátt eins og hunda er siður. Það kom stundum fyrir að Kári, yngri bróðir Bjössa, fékk að taka þátt í smalamennskunni. I einni slíkri ferð sáu þeir í fyrsta sinn æðarkolluna með rauða merkið um fótinn. — En ein- mitt sagan um hana varð tilefni þessarar frásagnar. Þeir bræðurnir höfðu lokið við að smala og grúskuðu að venju í leit að skeljum og ígulkerum, er þeir allt í einu komu auga á hóp æðarfugla, sem vöktu alveg sérstaka athygli þeirra. Hún beindist þó aðallega að einum fuglinum, sem sat á skeri, spöl frá hinum, með eitthvað rautt um fótinn. Þennan íugl höfðu þeir aldrei séð áður! Bjössi skreið á maganum milli steinanna r fjörunni til að at- huga þetta betur, og gægðist svo varlega upp. — Það var ekki um að villast. Æðarkollan sat þarna ljóslifandi og hafði eitthvað rautt. á löppinni. Þegar fuglarnir urðu Bjössa varir, hypjaði allur hóp- urinn sig út úr lóninu og síð- ust synti sú með rauða merk- ið og hvarf bakvið tanga. En Bjössi lá eftir milli steinanna og vissi ekki meir. Drengirnir horfðu léngi á eftir hópnum og þráðu að vita eitt- hvað meira um bennan fugl. Þeir þekktu ekkert til fuglamerkinga og höfðu aldrei kynnst æðarfugli í varpi, svo það var enginn von til að þeir gætu ráðið þessa gátu. Þess vegna er nú rétt að segja ykkur söguna um hana Rauðfit og Brúnkollu móður hennar. .— En þá verðum við að hverfa langt í burtu frá bæ bræðranna, Bjössa og Kára, og einnig dálítið aftur í tímann. — Fljúga á vængjum vindsins alla leið til varpstöðva æðarfugianna, þar sem hún Rauð fit var fædd. BERNSKUSTÖÐVAR RAUÐFITAR Það var frekar kalt, vorið, sem hún Rauðfit fæddist. Þegar æður- inn byrjaði að vitja varpstöðv- anna í Mýrarvatnseyjum örlaði varla á nokkurn frjóknapp og runnarnir stóðu svartir til að sjá. — Frost var á hverri nóttu og stormurinn nísti á dag- inn. Jafnvel hræðunni, sem hékk í varpinu virtist kalt, er vindur- inn reif í druslurnar og feykti þeim til og frá. Æðarfuglinn lét kuldann lítið á sig fá. Hann fór þegar að undirbúa varpið og alltaf fjölgaði í eyjunum. Með þeim fýrstu er komu í varpið í þetta skiptið var ein, sem var dálítið öðruvísi á kollinn en hinar og var því kölluð Brúnkolla. Hún var nú á þriðja árinu og kom til að verpa í fyrsta sinn. jÞegar Brúnkolla og blikinn hennar höfðu kynnt sér aðstæð- urnar, valdi hún sér gamalt hreið ur í einni lægðinni og byrjaði á að jafna um heyruslið er í því var. Þegar hjónin höfðu kom- ið þessu fyrir eins og þeim lík- aði, lagðist Brúnkolla í holuna, strauk fínasta dún af bringunni, til að gera hreiðrið hlýtt og nota- legt, og verpti fyrsta egginu. Brúnkolla fór sér að engu óðs- lega, og það var ekki fyrr en eftir nokkra daga, að hún hafði orpið fimm stórum, grágrænum eggjum, sem hún raðaði kyrfilega í hreiðrið um leið og hún hjúfraði sig vel yfir þau, til að halda þeim heitum. Fyrstu dagana höfðu þau hjón- in skotist niður að sjó öðru hvoru til að fá sér krækling eða annað í svanginn, en þetta var alllangt og fljótlega hætti Brúnkolla slík- um ferðum og hélt sig stöðugt við hreiðrið. BÍikinn hennar hafði verið hjálplegur og stimamjúkur, meðan á öllum undirbúningi stóð. það mátti hann eiga. En þegar hún lá nú stöðugt á og sinnti ekki öðru, dró hann sig til hinna blikanna, er hópuðu sig til og frá um rimann. Æðarkollunum þótti eiginmennirnir glæsilegir þar sem þeir sátu í fríðum fylk- ingum og skemmtu þeim eftir föngum. Allir voru þeir hvit- skjóttir, reigðu sig og teigðu með skringilegum látum og sí- felt að syngja sinn rymjandi blikasöng. Dagarnir liðu nú hver af öðrum og sól hækkaði á lofti. Sumar- ið nálgaðist óðum. Allt gekk sinn vana gang í varpinu. Mýrar-bóndinn kom stundum með heimafólki sínu BRIJIMKOLLA OG DÓTTIR HEIMftlAR niður í eyjarnar til að hirða-æðar- dún og tína dálítið af eggjum. Þótt fólkið færi gætilega um varp ið forðaði Brúnkolla sér ásamt flestum hinum kollunum meðan á þessu stóð. Þó var til ein- staka gömu! og mannvön æðar- kolla, sem hreyfði sig ekki, held- ur lá kyrr á hreiðrinu, hvað sem á gekk. Þegar fólkið var farið komst fljótlega kyrrð á aftur. Lítið var tekið af eggjum og eitthvað skil- ið eftir í öllum hreiðrum. Þessar heimsóknir voru æðarfuglinum alltaf hvimleiðar, en ekki þær verstu er fyrir gátu komið. Hættulegri voru ránfuglarnir. Krummi og kjói, — þessir svörtu óþokkar, sátu um varpið og rændu eggjum ef nokkurt færi gafst. Þeir höfðu ekki fyrir sið að leifa, þegar þeir komust S krásirnar. Þótt krummi værl slyngur eggjaþjófur, þá lét hann þó oftast fuglana sjálfa í friði og mörg höggin fékk hann hjá kríunni, þegar hún var komin í eyjarnar. Æðarfuglarnir áttu góða liðsmenn móti ránfuglun- um þar sem krían var, því hún er allra fugla duglegust að verja varpstöðvar sínar. Hræddastir voru þó æðarfugl- arnir við tóuna. Kæmist hún í varpið var voðinn vís. — Tóan eirði engu, hún drap og særði fuglinn og lapti í sig eggin. Það var lán, að hún þorði sjaldan í varpið. Tóan er stygg og þefvís, og oft- ast hafði hún veður af Óla á Mýri, sem vakti austur á holt- inu upp af eyjunum og gætti varpsins. Af holtinu sá Óli vel yfir varpið og heim í túnið, og um lágnættið, þegar fuglarnir höfðu fengið sér blund og öll náttúran var hljóð, sat hann við litla kofann sinn og hélt vörð. í kofanum gat hann leitað sér skjóls fyrir næturkuldanum og geymt dótið sitt og þar ríkti hann eins og kóngur í ríki sínu. Þarna á holtinu réði hann öllu og var góður kóngur, sem vakti trúlega yfir þegnum sínum á meðan þeir sváfu. Þegar svefninn ætlaði aðj sigra hann, hélt hann af stað út í svala vornóttina og var á ferli þangað til dagur rann. am mmrr,:sm- Þegar sólin gægðist yfir ásana í austri, vaknaði náttúran fljót- lega til lífsins aftur. Það fór á ný að úa værðarlega í æðarfugl- inum niðri í varpinu. Smáfugl- arnir vöknuðu og fengu sér morg- unbað í kvíslunum, og hestarnir stóðu upp og fóru að bíta. Er jörðin hlýnaði af geislum morg- unsólarinnar, settist Óli upp á kofann og beið þess að færi að rjúka heima á bænum. Á meðan hafði hann sér margt til dund- urs — tálgaði fugla úr tré og beini og gerði marga góða gripi með sjálfskeiðingnum sínum. Svo kom vinur hans, spóinn, með sínu hvella velli og fór á renniflugi yfir kofann, honum til skemmt- unar. Framh. á bls. 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.