Morgunblaðið - 31.12.1954, Síða 2

Morgunblaðið - 31.12.1954, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 31. desember 1954 UTANRIKISVIÐSKIPTIN 1954 UM VERZLUNARJOFNUÐ Mjög hefur það verið áberandi í utanríkisviðskiptum okkar hin síðari ár, hversu óhagstæður verzlunarjöfnuðurinn við útlönd hofur verið. Ar eftir ár hefur innflutning- ur verið jafnvel hundruðum milljóna meiri en útflutningur- inn. Svo rammt hefur að þessu kveðið, að margir hafa talið þjóðarvoða. Nú er það svo, að verzlunar- jöfnuðurinn segir sjaldan eða aldrei allan sannleikann um efna- hagsafkomuna gagnvart útlönd- um þar sem hann mælir aðeins inn- og útstreymi verzlunarvarn- jngs í peningum en segir ekkert til um sölu á þjónustu eða um fjármagnshreyfingar. Ef við Islendingar ákveðum að „lifa um efni fram“ eins og það mundi heita á ströngu búmanns- máli, þ. e., t. d. að byggja meira eh sparifjármyndunin leyfir, þá getum við ekki komið slíku í framkvæmd með öðru móti en að stofna tii skulda. Peningagreiðslur verður að inna af hendi, svo að hægt sé að afla efnis og greiða fyrir vinnu. 1 þessum tilgangi m. a. eru erlend lán tekin, en þau taka á sig fast form í vöruinnflutn- ifilr Helgca Bergsson skrlfstoia' stjóra Verzlunarráðs íslandls ingi umfram venjulegar þarfir. Þannig getur innflutningur, mældur í krónum, orðið meiri ár eftir ár en útflutningurinn, eða | á meðan verið er að ráðstafa hin- j um aðfengnu fjármunum. Fyrr eða síðar rekur þó að því, að erlendir lánadrottnar vilja íá lánin endurgreidd, en endur- greiðslur eiga sér stað með því móti, að verzlunarjöfnuðurinn verður hagstæður, þar til greiðsla hefur farið fram. Þetta er svipmynd af þvi, sem átt hefur sér stað meðal okkar hin síðari ár. Að vísu hefur umfram inn- flutningurinn ekki aðeins verið greiddur með lánum heldur sömu leiðis með gjafafé og óafturkræf- um framlögum. Um leið og þau hættu, varð auðsætt, að annað- hvort varð að auka útflutninginn ef halda ætti uppi sama inn- flutningi, þ. e. svipaðri neyzlu og fjárfestingu; draga úr inn- flutningi til þess að halda jöfnuði, eða taka viðbótarlán. ( Uppbygging atvinnu- veganna Fjárfesting síðustu ára hefur stefnt að eflingu útflutningsins og aukinni heimaframleiðslu. Innlendur áburður, sement og ný orkuver draga úr eða gera óþarfan innflutning vörutegunda, sem hafa numið allt að Vs hluta heildarinnflutningsins eða jafn- vel meiru. Skipa-, báta- og flug- vélakaup ásamt kaupum eða smíði fiskiðnaðarvéla stefnir að auknum útflutningsviðskiptum. Hvort tveggja stuðlar að bætt- Um lífsskilyrðum landsmanna, en fari hvorttveggja saman verður afkomuþróunin enn örari. Þessari atvinnu-nýí.köpun er ætlað að endurgreiða þau erlendu lán, sem hún er byggð fyrir, þegar stund- ir líða. En útflutningsframleiðslunni er fleira nauðsynlegt en tækin og vinnuaflið. Markaðir þurfa að vera fyrir hendi fyrir vörurnar við því verði, sem framleiðslu- kostnaður viðkomandi lands krefst. Sú undantekning er þó fyrir hendi, að sé verðmyndun viðtökulandsins heft, getur það samt sem áður keypt framleiðslu- vöruru seljanda á of háu verði, en það bætir sér þá upp tjónið fyrr eða síðar með því að krefj- ast jafnvirðiskaupa og verðlegg- ur þá sínar vörur ofar heims- markaðsverði. Þeim mun háðar, sem land er utanríkisviðskiptum sínum, þeim mun þýðingarmeira er, að þeir liðir framleiðslukostnaðarins, sem ákvarðaðir eru innanlands, séu ákvarðaðir í samræmi við greiðsluþol útflutningsatvinnu- veganna en ekki öfugt, að at- vinnugreinarnar, sem eingöngu vinna fyrir heimamarkaðinn ákvarði, hvað skuli vera greiðslu þol útflutningsatvinnuveganna. Framleiðsluaukningin En svo að aftur sé snúið að því sem frá var horfið, þ. e. við- leitninni til að jafna greiðslu- hallann í verzlunarjöfnuði okkar, þá er t. d. Aburðarverksmiðjan sá. liðurinn 1 heimaíramleiðsl- uiini, sem mest áhrif á að hafa á 'verzlunarjöfnuðinn, þar sem innflutningur köfnunarefnis- áburðar leggst niður og lítils þáttar útflutningur mun koma í Jjós, þó að svo hafi enn ekki ■órðið. Annar sá iðnaður, sem haf- inn hefur verið, hvort heldur íiann sparar innflutning erlendra framleiðsluvara eða eykur úr- vinnslu okkar eigin hráefna stefn ir í sömu átt. * Fjölgun skipa á að leiða af sér aukið aflamagn miðað við sama meðalafla á skip og áður. Helgi Bergsson. Aukinn útflutningur bætir ekki síður verzlunarjöfnuðinn, og þeg- ar hvortveggja vinnur hönd í hönd, aukin heimaframleiðsla og aukinn útfiutningur, á að vera auðvclt að brúa bilið milli inn- og útflutnings svo fremi sem inn- flutningurinn vex ekki að sama skaci. Sé gert ráð fyrir svipuðum út- ílutningi í desember og í fyrra, ætti hann að komast upp í ca. 860 millj. kr., þ. e. kr. 150 millj. meiri en 1953. Hins vegar virðist sú innflutningslækkun, sem ekki hefði verið óeðlilegt að gera ráð fyrir í byrjun ársins ætla að verða næsta lítil. Verði innflutn- ingsverðmætið í nóvember og desember svipað því, sem það var 1953, mun innflutningurinn kom- ast upp í ca. 1200 millj. kr. og verzlunarjöfnuður því verða óhagstæður um kr. 340 millj. eða ca. 60 millj. kr. minna en í fyrra. Bilið á milli inn- og útflutnings kann að verða meira en búizt var við framan af árinu, en taka verður tillit til þess, að hin breytta stefna viðvíkjandi inn- flutningi t. d. bifreiða hefur að sjálfsögðu haft veruleg áhrif til hækkunar á innflutningi kom- andi mánaða. horfið úr greiðslujöfnuðinum lið- ur, sem nam á annað hundrað millj. kr. — gjafafé — en í ára- mótagrein minni í fyrra drap ég einmitt á hversu nauðsynleg út- flutningsaukningin væri, ef brúa ætti það bil, sem brottfall gjafa- fjárins hlyti að skapa. Þessi aukn-i ing hefur átt sér stað í all rík- um mæli á árinu og á að geta haldið áfram xniðað við þá aukn- ingu, sem ráðgerð er á skipa- stólnum, haldist aflamagn svip- að á þorsk og karfa og síldveiðumi og ekki þrengist um markaði í austri eða vestri. Um markaðslöndin UM GREIÐSLUHALLANN Á VERZLUNINNI Halli sá, sem orðið hefur á ut- anríkisviðskiptunum, verður að sjálfsögðu að greiðast á einn eða annan hátt. Tölur hér að lútandi eru ókunn ar á þessu stigi og er því óger- steig úr 31.5% í 34.5%. legt að greina frá, hvernig þessi skuld greiðist, en meðal þeirra tekjuliða, sem notaðir eru til greiðslu á hinum óhagstæða Engar stórvægilegar breyting- ar hafa átt sér stað á árinu varð- andi þýðingu viðskiptalanda vorra innbyrðis. Bandaríkin eru eins og áður þýðingarmesti mark- aður ísl. afurða og þaðan kaup- um við mest okkar þarfa; Rúss- land kemur næst í röðinni, hvað kaup ísl. afurða snertir, en er það þriðja í röðinni sem útflutnings- aðili til okkar. Viðskiptin við Bretland virð- ast hafa staðnað á tölulega lægri grunni en áður, og er sjálfsagt engrar breytingar að vænta í því efni, fyrr en Bretland opnast á nýjan leik fyrir ísl. togarafiski. Verði bið á því, má gera ráð fyrir, að ísl atvinnulíf aðlagi sig nýjum aðstæðum, þannig að smám saman dragi úr ýmsum viðskiptum okkar við Bretland, en það getur auðveldlega haft það í för með sér, að hlutfalls- legt gildi heildarviðskipta Islend- inga við lönd greiðslubandalags- ins minnki, og viðskiptalíf okkar lagi sig að viðskiptalífi vöru- skiptalandanna. Það má jafnvel varpa fram þeirri spurningu, hvort ekki megi þegar skynja nokkur merki þess, að slík þróun sé byrjuð. All verulega hefur dregið úr útflutningi til Finnlands og Spánar. Til þess fyrrnefnda, vegna þess að við gátum ekki staðið við síldarsölu vegna afla- brestsins, en til þess síðarnefnda, vegna þess að dráttur hefur orð- ið á veitingu innflutningsleyfa fyrir saltfiski. Viðskiptin við Italiu hafa aukizt á báða bóga, en hinsvegar hefur bilið milli útflutnings okkar til og innflutn- ings okkar frá Vestur-Þýzkalandi stórum breikkað Islandi í óhag. Til samanburðar birtist hér, upptalning þeirra landa, sem keyptu framleiðsluvörur okkar fyrir hærri upphæð en kr. 10 millj. á árunum 1953/54. TAFLA II. yfir útflutning jan.—nóv. 1954 1953 m.kr. m.kr. Danmörk 23.0 12.1 Noregur 35.9 10.5 Svíþjóð 15.7 28.0 Finnland 19.3 39.7 Bretland 75.4 67.3 Frakkland 11.6 11.2 Grikkland 9.6 12.0 Holland 32.2 11.7 Italía 55.4 30.5 Sovétríkin 106.2 76.5 Tékkóslóvakía .... 45.2 12.2 V.-Þýzkaland 51.8 45.4 Bandaríkin 141.5 102.0 Brezkar nýl. í Afríku 12.3 15.1 Pólland 17.1 12.9 Portúgal 22.4 34.9 Spánn 21.7 26.0 Brazilía 26.8 11.0 Israel 3.8 11.2 A.-Þýzkaland 7.9 26.6 Verzlun gegn gjaldeyr Vöruskipti Sé aflamagnið 1949 = 100 var j jöfnuði eru; farmgjöld, fargjöld það 116 í ár miðað við 103 árið j útlendinga, skipaleigur, tekjur af 1953 eða 12 6% meira en í fyrra. I crlendum skipum, tekjur af flug- Miðað við sama eða svipað verð pr. þungaeiningu leiðir þetta af sér verulega hækkað útflutn- ingsverðmæti eins og sézt á eftir- farandi töflu: TAFLA I. 1954 jan/nóv 1953 jan/nóv 11 Magn Verð Magn Verð 1000 kg. 1000 kr. % 1000 kg. 1000 kr. % Saltfiskur 38.016 156.350 20.20 36.265 146.904 23.44 Skreið 12.165 116.776 15.09 5.520 56.011 8.94 ís-‘ og freðfiskur .. 53.809 283.969 36.69 41.609 203.820 32.52 Síld, söltuð og fryst 12.134 41.188 5.42 20.392 68.541 10.93 I.ýsi og olíur .... 19.289 67.241 8.69 17.222 60.103 9.59 Fisk- og síldarmjöl 27.796 65.726 8.49 20.080 44.494 7.10 Ilrogn söltuð og fryst 4.096 13.185 1.70 2.535 7.337 1.17 Ýmsar sjávarafurðir 3.702 0.47 1.975 7.732 1.23 Ýmsar landbúnaðarvörur 14.714 1.90 20.636 3.29 Ýmsar vörur 10.387 1.35 11.277 1.79 774.036 100 626.805 100 vélum, tjónabætur, vaxtatekjur tekjur af sendiráðum, varnar- liði, pósti og síma o. fl., eða öllu heldur sá mismunur, sem kann að verða á milli gjalda og tekna á þessum liðum. Nægi ekki þær tekjur, sem fást af þessum lið- um, til þess að jafna metin milli inn- og útflutnings, safnast fyrir skuldir erlendis, sem verður að greiða fyrr eða seinna eða semja um greiðslur á. Þótt ekki liggi fyrir niðurstöðu tölur einstakra liða, er talið, að greiðslujöfnuður muni nást. Að vísu var hann verulega óhag- stæður á 2. ársfjórðungi ársins og lítilega á þeim þriðja, en aft- ur á móti var hann hagstæður í október og nóvember. Verði verzlunarjöfnuðurinn hagstæðari en í fyrra eins og gert er ráð fyrir í þessari grein, þá má þó ekki ætla, að greiðslu- jöfnuðurinn batni að sama skapi. Fer þvj fjarri af þeirri ástæðu, j að á árinm sem er að líða, hefur Þó ekki hafi orðið nokkrar teljandi breytingar á innbyrðis þýðingu hinna einstöku viðskipta landa okkar, hefur innbyrðis þýðing hinna ýmsu viðskipta- svæða okkar orðið þeim mun meiri, þannig hefur hlutfallsleg þýðing greiðslubandalagsland- anna í útflutningi okkar minnk- að úr 50.9% í 44.9%, meðan hlut- fallstala vöruskiptalandanna Hvað dollarasvæðið snertir óx hlut- fall þeirra úr 17.6% í 20.6%. All- ar eru tölur þessar miðaðar við jan./sept. Hvað innflutninginn áhrærir, hafa þessar breytingar verið jafnvel enn stórfelldari. Þannig jókst hlutur vöruskiptalandanna í innflutningi okkar úr 19,5% í 34%, hlutur dollarasvæðisins minnkaði i’tr 28.2% í 21.7% en greiðslubandalagsins úr 52.3% í 44.3%. Af þéssu sézt, að viðskipti vor hafa beinzt í æ stærri og stærri stíl til vöruskiptalandanna, þrátt fyrir það óhagræði, sem er þeim óneitanlega samfara. Andstætt því að draga úr fram- ieiðslu okkar eða nota markað- ina, sem opnuðust í vöruskipta- löndunum, varð valið enginn vandi; jafnvel þó að neytendurn- ir verði að láta sér lynda að kaupa margar vörur frá þessum löndum, sem eru síðri, bæði hvað verð og gæði snertir sambærileg- um vörum frá gjaldeyrislöndun- um. Um það má að sjálfsögðu lengi deila, hversu langt eigi og hag- fellt sé að ganga í tilfærslu við- skipta okkar frá gjaldeyrislönd- um til vöruskiptalanda, en svo framarlega sem við fáum vörur þeirra síðarnefndu við hcims- markaðsverði og sambærilegar að gæðum, þá er alvarlegustu fyrirstöðunum fyrir þessum við- skiptum rutt úr vegi, en því :nið- ur virðist það eiga nokkuð langt í land, hvað vel flestar vöruteg- undir þessara landa snertir. Hvað verðlag þeirra snertir þá er ekki ólíklegt, að þau bæti sér upp verðið á okkar vörum með því að selja okkur sínar vörur hærra verði en heimsmarkaðsverðið er hverju sinni. Við getum ekki búist við því, að þessar þjóðir kaupi fram- leiðsluvörur okkar dýrara verði en samkeppnisþjóðir okkar bjóða þær á, ef slíkt á sér stað liggja til þess aðrar en verzlunarlegar hvatir. Sé þetta haft í huga, verður enn ljósara það, sem sagt hefur verið áður í sambandi við nauð- syn þess að verðlagning fram- leiðsluþáttanna sé miðuð við greiðsluþol útflutningsatvinnu- veganna, en ekki þeirra atvinnu- greina, sem hafa blómgast í skjóli himin hárra tolla, báta- gjaldeyrisákvæða og innflutn- ingshafta. Eins og nú er háttað málum hjá okkur virðist mér þessu þann veg háttað. að það séu hliðar- greinar atvinnulífsins, sem ráði stefnunni, t. d. í kaupgjaldsmál- um, en útflutningsatvinnuvegirn- ir neyðist til að dansa með, ef þeir eiga að fá vinnuafl. I mínum augum er þetta þeim mun alvarlegra sem þær atvinnu greinar, sem ég hef kallað hlið- argreinar, eiga tiltölulega auð-« velt með að varpa þeim kostnaðt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.