Morgunblaðið - 31.12.1954, Page 6

Morgunblaðið - 31.12.1954, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 31. desember 1954 DAVIÐ OLAFSSON FISKIMÁLASTJORI SJAVARIJTVEGIJRINN 1954 ÞAÐ lætur að líkum, að svo margbreytilegur sem sjávar- útvegurinn er, þá muni jafnan mega búast við, að afkoma hinna ýmsu greina hans verði mjög misjöfn frá ári til árs. Kemur þar margt til og má t.d nefna aflabrögð og markaðsskilyrði, en þetta tvennt hefur að sjálfsögðu útslitaáhrif um afkomuna. Það er einnig svo á því ári, sem nú er að líða, að afkoman hefur orðið ákaflega misjöfn eft- ir því hvar á er litið. Ef litið er á vetrarvertíðina, sem er einn þýðingarmesti upp- skerutími útgerðarinnar og þó sérstaklega bátaútgerðarinnar, þá mun hér á eftir verða sýnt fram á, að afkoma meginhluta þeirrar greinar útgerðarinnar hafi orðið betri en áður um all- mörg ár og stafar það af vax- andi afla. Má þá raunar segja, að sannarlega hafi ekki veitt af, að svolítið birti til yfir þeirri grein svo hörmuleg, sem afkom- an hefur verið um langa hríð. En ef segja má þetta um vetrarver- tíðina þá seig mjög á ógæfuhlið- ina eftir að vetrarvertíðinni lauk og síldveiðarnar tóku við. Afla- bresturinn á þeim veiðum, sem var tilfinnanlegri en flest undan- farin ár, var þungt áfall fyrir bátaútgerðina og þegar þær von- ir, sem bundnar voru við rek- netjaveiðarnar við Suðvestur- land, að loknum sumarveiðun- um fyrir norðan og austan, brugðust einnig, bæði vegna þess hversu vertiðin var endaslepp og eins vegna mikils veiðarfæra- tjóns, þá má segja, ef árið er gert upp í heild, að afkoman í heild hafi orðið hvergi nærri góð. Megi benda á ljósa bletti, að því er snertir afkomu bátaút- gerðar á árinu þá á allt annað við, að því er snertir togaraút- gerðina, svo sem kunnugt er. Ekki skal rakið hér hverjar ástæður liggja til þeirrar óheilla- þróunar, sem hér hefur átt sér stað, en lítillega minnzt á það síðar í yfirliti þessu, þó raunar sé það allmiklum erfiðleikum bundið, svo sem ljóst mun verða. Þegar, síðari hluta ársins 1953 tók að bera mjög á versnandi af- komu þessarar útgerðar og fyrri hluta ársins 1954 hófst undirbún- ingur, að allsherjar athugun á hag og afkomu togaraútgerðar- innar. Var sú athugun fram- kvæmd, að fyrirlagi Alþingis af þar til kjörinni nefnd. Hóf nefnd- in starf sitt í lok apríl og hafði að mestu lokið því í lok júní og voru ríkisstjórninni þá sendar niðurstöður þeirrar athugunar. Sýndu þær ljóslega, að megin- hluti togaraflotans hafði verið rekinn með stórfelldu tapi á ár- inu 1953 og bráðabirgðaathugan- ir á fyrstu mánuðum ársins 1954, sem þó náði einmitt yfir 'vetrar- vertíðina sýndu, að taprekstur- inn hélt áfram. Á grundvelli þessara athugana ákvað ríkis- stjórnin síðan, að grípa til ráð- stafana til aðstoðar togaraút- gerðinni, er verða mættu til þess, að útgerðinni yrði haldið uppi, til þess að fyrra atvinnu- lífinu í landinu því óbætanlega tjóni, sem hlyti að leiða af stöðv- un þeirrar útgerðar. Voru ráð- stafanir þessar í því fólgnar að greiða ákveðinn styrk á hvern úthaldsdag togara, og var styrk- urinn ákveðinn kr. 2.000.00 á bvern úthaldsdag Skyldu ráð- stafanir þessar fyrst um sinn gilda til ársloka 1954, en hafa nú verið framlengdar á Alþingi óbreyttar fyrir árið 1955. Af því sem hér hefur sagt ver- ið er ljóst hversu misjöfn af- koman getur verið, að því er snertir hinar einstöku greinar út- gerðarinnar, en einnig aðrar greinar sjávarútvegsins þ. e. iðn- sýna mjog mis- aðurinn í landi jafna afkomu. Sá iðnaður, sem byggist á vinnslu afurða frá þorskveiðun- um, hefur haft þolanlega afkomu í ílestu tilliti, sem byggist á hvorutveggja, að magnið, sem til vinnslu hefur komið, hefur verið óvenju mikið og sala og útflutningur framleiðslunnar hefur gengið vel. Á þetta þó einkum við um frystihúsin, enda hefur langmestur hluti aflans verið unninn þar. Allt öðru máli gegnir um síld- ariðnaðinn. Aflabresturinn kom ekki aðeins -niður á ílotanum, sem veiðarnar stundar, heldur einnig og engu siður á sildar- verksmiðjunum og söltunar- stöðvunum. Mun óhætt að full- yrða, að afkoma þessara greina hafi veríð með eindæmum slæm og jafnvel verri en áður hefur þekkzt og er þá raunar mikið sagt, svo oft sem höggvið hefur verið í þann sama knérunn und- anfarinn aflaleysisáratug HORFUR VIÐ ÁRSBYRJUN Þegar leið að lokum ársins 1953 gætti þess allmjög, að báta- útvegsmenn væru fremur bjart- sýnir á horfur ltomandi vertíðar og olli þar mestu um, að menn ) töldu aflahorfur betri en verið hafði um langt árabil. Sú blika var þó á lofti við árs- byrjun, að hlutasjómenn höfðu sagt upp samningum og var meginkrafa þeirra, að fiskverð | það, sem hlutaskiptin byggðust á yrði hækkað, en það hafði árið 1953 verið kr. 1.05 pr. kg af þorski slægðum með haus og samsvarandi fyrir aðrar fiskteg- undir. Leiddi deila þessi til verk- falls á öllum bátaflotanum, sem stóð um þriggja vikna skeið framan af vertíðinni. Lyktaði verðlag og einnig voru aflabrögð ekki eins góð og árið áður. Þorskaflinn hefur aukizt nokk- uð og mun láta nærri, að aukn- ingin nema 15—20% á árinu. Kom þessi aukning aðallega fram á vetrarvertíðinni, en afla- brögð bátaflotans voru þá mun' betri en áður. Mesta aflaaukningin hefur þó orðið á karfanum, en þar mun láta nærri, að aukningin á árinu j hafi orðið um 75%. Varð þessi | aukning fyrst og fremst vegna nýrra karfamiða, sem fundust í september við austurströnd Grænlands og gáfu mikinn afla. Eins og áður segir varð síldar- aflinn til muna minni en árið áð- ur, eða sem svaraði nær þriðj- ungi. Varð mikill aflabrestur á síldveiðunum við Norður- og Austurland og auk þess varð reknetjaveiðin við Suðvestur- land endaslepp. Þorskveiðarnar Davíð Ólafsson. deilunni með allmikilli hækkun á fiskverðinu, í kr. 1.22 pr. kg. Að því er togarana snerti var ekki hægt að segja, að um bjart- sýni væri að ræða við upphaf ársins. Afkoma togaranna hafði, að ýmsu leyti verið erfið á ár- inu 1953 og eins og áður getur farið versnandi eftir því, sem leið á árið. Sérstaklega voru á því miklir erfiðleikar að fá æfða sjómenn á skipin, sem aftur leiddi til lélegri afkasta við veið- arnar. Fiskaflinn Til loka nóvember 1954 var heildaraflinn alls um 371 þús. smál. og var það tæplega 10% aukning miðað við sama tímabil ársins 1953 og aðeins meira en allt það ár. Þessar tölur gefa þó ekki rétta mynd af þróuninni ' eins og hún var á árinu, þar sem ■ með eru taldar allar fisktegund- (ir, en mjög er það misjafnt hver i þróunin hefur verið, að því er snertir einstakar fisktegundir. j Kemur þetta greinilega fram í , töluyfirlitinu hér á eftir, sem , sýnir aflamagnið, skipt eftir ’ fisktegundum, allt árið 1953 og fyrir tímabilið jan./nóv. 1954. Jan/nóv 1953 1954 smál. smál. 1. Þorskur ... . 209.793 227.786 2. Síld . 68.176 47.990 3. Karfi . 36.366 58.911 4. Ufsi . 22.336 11.726 5. Steinbítur . 9.623 4.721 6. Ýsa . 7.978 11.357 7. Langa ... 8. Keila .... 9. Flatfiskur 2.409 2.379 2.268 2.400 1.815 3.870 Alls 361.328 370.576 Samkvæmt yfirlitinu skiptir nær alveg í tvö horn þannig að aukning hefur orðið á nær öllum tegundunum nema síldinni, en þar verður aflinn aftur til muna minni en árið áður. Undantekn- ing hefur þó orðið, að því er snertir ufsann aðallega, en afl- inn er þar sem næst aðeins helm- ingur þess, sem hann var á fyrra ári. Brást ufsaaflinn að mestu á vetrarvertlðinni og á öðrum tím- um árs lögðu togararnir sig meira eftir karfa. Einnig hefur steinbítsaflinn orðið tæplega helmingur þess, sem hann var á fyrra ári. Stafaði það af því hvoru tveggja, að steinbítsveiðin hófst seinna og var stunduð minna en áður vegna óvissu um Eins og áður getur var aflinn á öðrum veiðum en síldveiðun- um mun betri en verið hafði und- anfarin ár. Á þetta þó eingöngu við um bátaflotann, þar sem aflabrögð togaranna voru yfir- leitt lélegri en áður. Kom þetta sérstaklega fram á vetrarvertíðinni við Suður- og Suðvesturland og einkum á línu- veiðunum og er þess að vænta, að þetta sé upphaf heillavæn- legrar þróunar á þessum veiðum. Á árum heimsstyrjaldarinnar siðari varð þess fljótlega vart, að friðun sú, sem fiskimiðin urðu aðnjótandi vegna fjarveru hinna erlendu fiskiskipa, leiddi til verulega aukins aflamagns. Hélt sú þróun enn áfram fyrstu árin eftir styrjöldina á meðan styrj- aldarþjóðunum hafði ekki unn- izt tími til að byggja upp að nýju fiskiflota sína. En þetta átti þó fyrir sér að breytast eftir því, sem sókn hinna erlendu fiskiskipa jókst sífellt á miðin umhverfis landið. Eftir 1947 tók þróunin að snúast í óheillaátt. Afli fór minnkandi frá ári til árs og það svo mjög, að til stórvandræða horfði. Hélt svo fram til ársins 1952, en þá var aflinn í hverri sjóferð á línu- báta í Faxaflóa orðinn um 30% minni en verið hafði 1948, þrátt fyrir meiri sókn og að meira væri lagt í kostnað. Eins og þá var komið virtist ekkert annað en algert hrun blasa við bátaút- gerðinni vegna minnkandi afla. Hér hefur, sem betur fer orðið á mikil og undraverð breyting á ótrúlega skömmum tíma og ber þar vafalaust fyrst og fremst að þakka þeim friðunarráðstöfun- um, sem gerðar voru fyrst á ár- inu 1950 við Norðurland og síðan 1952 umhverfis allt landið. Þegar á vertíðinni 1953 tók að bera á því, að fiskmagn færi vax- andi við Suðvesturlandið og jókst aflamagnið þá um nær 14% frá því, sem verið hafði á vertíð- inni 1952, miðað við sjóferð. Á vertíðinni 1954 hélt þessi aukning enn áfram og var nú jafnvel enn hraðari, því aflamagnið jókst þá um rúmlega 36% frá vertíðinni 1953. Athuganir, sem gerðar hafa Bátafloti í höfn. Myndin er frá Akranesi. verið reglulega á magninu af vissum fisktegundum í Faxaflóa staðfesta einnig þessar niður- stöður. Engu skal hér spáð um áframhald þessarar þróunar, en margt virðist benda til þess, að enn hafi ekki verið náð há- punkti. __ Þær tölur, sem hér voru nefnd- ar eiga þó eingöngu við línuveið- ar í Faxaflóa, en því miður er ekki hægt að skýra frá sama ár- angri að því er snertir veiðar með öðrum veiðarfærum á þessu svæði, né heldur línuveiðar á öðr um stöðum við landið. Netjaveiðar hafa undanfarið ekki gefið eins góða raun á þess- um slóðum né heldur við Suður- land. í Faxaflóa var netjavertíð- in með lélegra móti og enda þótt mikið fiskmagn kæmi á land í sumum veiðistöðvum, sem byggja veiðar á miðunum við Suður- land, þá voru aflabrögð hvergi nærri góð, enda þótt mikið fisk- magn virtist í sjónum. En öðru máli gegnir um ýmis önnur veiðisvæði við landið. — Aflaleysi hefur mjög hrjáð flest veiðisvæði utan Faxaflóa og Suðurlands nú um langa hríð. Enda þótt brugðið hafi fyrir nokkrum bata á sumum þessara svæða er ekki hægt að tala þar um neina ákveðna þróun enn sem komið er, hvað sem síðar kann að verða. Ekki er því þó að leyna, að ákveðnar vonir hafa verið bundnar við. að frið- unarráðstafanirnar hlytu einnig þar að leiða til aukinnar fiski- gengdar. Aflabröð togaraflotans hafa, eins og áður segir, verið ákaf- lega misjöfn og er ekki auðvelt að finna neina sérstakar ástæður til þess, en líklegt að um fleiri samverkandi ástæður sé að ræða. Útgerðarhættir togaranna hafa tekið miklum breytingum á und- anförnum tveimur árum og er því erfitt að gera samanburð við fyrri ár. Hefur togaraútgerðin af þessum ástæðum m.a. átt í all- miklum erfiðleikum og má t.d. benda á það atriði hversu erfitt hefur verið að manna skipin á viðunandi hátt. Hefur þetta vafalaust átt sinn þátt í því, að aflabrögð togaranna hafa farið versnandi í seinni tíð og er sú þróun uggvænleg. Er erfiðleikum bundið eins og er, að gera sér fulla grein fyrir öllum atriðum þessa máls og verður að bíða og sjá hverju fram vindur. Meginbreyting sú, sem orðið hefur á útgerð togaranna er, að þeir stunda nú, að langmestu leyti veiðar fyrir heimamarkað í stað þess, að áður voru ísfisk- veiðarnar, með löndun í erlend- um höfnum fyrir augum, veiga- mikill þáttur í útgerðinni. Þetta hefur aftur leitt af sér, að meiri áherzla er nú lögð á að veiða fisktegundir, sem áður gætti lítils og er þá aðallega átt við karfann. Undanfarin tvö ár hefur karfaveiðin fyrir frystihúsin færsf mjög í vöxt, en þar áður hafði að vísu, aðallega á árun- um 1950 og 1951, verið veitt mik-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.