Morgunblaðið - 31.12.1954, Page 8

Morgunblaðið - 31.12.1954, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 31. desember 1954 fSLENZKI IÐIMAÐURININi 1954 E FTIRFARANDI ársyfirlit um iðnaðarstarfsemina árið 1954 þarf ekki margra skýringa við. Það er samtíningur af ýmsum sundurleitum fróðleik um hrær- ingar og viðburði á árinu 1954 í þeim þætti íslenzks atvinnulífs, sem nefnd er iðnaðarframleiðsla. Þó er eftir mætti sneitt hjá þeim þáttum iðnaðarins, sem snerta úrvinnslu landbúnaðar- og fisk- afurða, þar eð þeim hliðum at- hafnalífsins verða gerð sérstök skil í áramótayfirliti fróðra manna á sviði landbúnaðar- og sj ávarútvegsmála. Það er ótrúlega miklum erfið- leikum bundið að fá tölulegan fróðleik um magn iðnaðarfram- leiðslunnar, þar eð engin stofnun Eftir Pál S. Pálssðn frarnkvæmda- st jóra Félags íslenzkra iðnrekenda hefur á hendi árlega söfnun af því tagi, og árið er tæplega á enda liðið, þegar greinarkorn þetta verður að fara i prentun. Þó er reynt að gefa um þetta nokkra hugmynd, og þá gætt þess, að samræmi ríki frá ári til árs, svo að samanburður fáizt milli áranna. Að öðru leytinu er reynt að rekja tíðindi af íslenzkri iðnaðar- starfsemi, sem fréttnæm má telja, án þess að nokkur tilraun sé gerð til þess að hafa þau tæmandi. Lánsfjármál IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS Um áramótin í fyrra námu sparifjárinnstæður í bankanum um 14 millj. kr. Á ársafmæli bankans hinn 25. júní s.l. höfðu sparifjárinnstæður hækkað í 20 millj. kr. og eru nú um þessi ára- mót nálægt 28 millj. kr. Spari- fjárinnstæður í Iðnaðarbankan- um hafa því tvöfaldast á árinu 1954. Bankinn opnaði útibú á Kefla- víkurflugvelli hinn 13. júlí s.l. í nýreistu og vönduðu steinhúsi, en sökum skipulagsbreytinga er síðar urðu á flugvellinum mun reksti útibúsins verða hætt um þessi áramót og húsið, sem lendir „innan girðingar“, hverfur jafn- framt úr eigu bankans. Á aðalfundi bankans hinn 12. júní var stjórn bankans falið að hefjast handa um byggingu fram- tíðarhúsnæðis fyrir bankann á lóðinni Lækjargata 10 B i Reykjavík. Fjárfestingarleyfi Inn flutningsskrifstofunnar fékkst til byrjunarframkvæmda. Gerðar hafa verið undirbúningsteikning- ar að húsinu, timburhús mikið, sem á lóðinni var, flutt burtu, og reynt sem unnt er að búa svo í haginn, að hægt sé að hefja byggingu bankahúss á næstkom- andi útmánuðum. Stjórn bankans hélt áfram til- raunum um að fá aukið rekstrar- fé til bankans með erlendu láns- fé og íslenzkri ríkisábyrgð. Mál- inu þokaði það áleiðis að í haust samþykkti ríkisstjórnin að veita Iðnaðarbankanum heimild til þess að taka lán erlendis, að upp- hæð allt að 15 millj. kr. með ábyrgð ríkissjóðs, samkvæmt nánari skilmálum í samráði við ríkisstjórnina. Stjórn bankans hefur síðan unnið allmikið að því að útvega þetta lán, en að svo komnu máli er lánið ekki fengið. Sparifjárviðskiptin sýna að Iðnaðarbankinn á vinsældum að fagna meðal iðnaðarmanna og annarra. Starfræksla bankans leggur því án efa drjúgan þátt til aukinnar sparifjármyndunar í landinu, auk þess sem bankinn helgar starfssvið sitt fyrst og fremst ísienzkum iðnaði, og er því þessari ungu og fjárþurfa at- vinnugrein nokkur styrkur. Hús- næðiserfiðleikarnir eru bankan- um mesti fjötur um fót, enda verður lagt allt kapp á að fá úr þeim bætt. IÐNLÁNASJÓÐUR I sambandi við afgreiðslu fjár- laga fyrir næsta ár samþykkti Alþingi í desembermánuði, að hækka árlegt framlag ríkissjóðs úr kr. 300 þúsund í kr. 450 þús. Páll S. Pálsson. Vinnuveitendasambandinu, Verk fræðingafélaginu, Iðnfræðingafé- laginu, Alþýðusambandinu, Neyt endasamtökunum og fleirum. — Spunnust um þessi mál nokkrar umræður og deilur í dagblöðum, einkum um aðdraganda stofnun- arinnar. Ráðherra skipaði í febrúar- mánuði 7 manna nefnd til þess að semja frumvarp til laga um stofnunina. Nefndin var einkum skipuð fulltrúum ýmissra sam- taka vinnuveitenda og vinnu- þiggjenda í iðnaði, með það fyrir augum að samkomulag gæti orð- ið milli þessara aðila um starfs- svið og stjórn stofnunarinnar. — Nefndin náði fullu samkomulagi um frumvarp til laga fyrir stofnunina og hinn 9. október sendi nefndin frumvarpið til ráð- herra ásamt greinargerð. Frum- varp nefndarinnar er nú borið fram á Alþingi af ríkisstjórninni í lítið breyttu formi og má vænta þess að stofnunin fái lögbundnar starfsreglur á næsta ári. Þriggja manna nefnd, Iðnaðar- málanefnd, sem upphaflega var skipuð af ráðherra til þess að gera tillögur um tæknistofnun af þessu tagi og annast byrjunar- rekstur hennar, varð við tilmæl- um ráðherra í byrjun árs 1954 um það að annast stjórn stofn- unarinnar þangað til við tekur varanleg yfirstjórn samkvæmt væntanlegri löggjöf. Tollamál Tæknileg aðstoð IÐNAÐARMALASTOFNUN ÍSLANDS Iðnaðarmálastofnun íslands tók til starfa skömmu fyrir síð- ustu áramót. Árið 1954 er því fyrsta starfsár stofnunarinnar. — Alþingi lagði stofnuninni til 450 þús. kr., sem starfsfé á árinu. Auk þess naut stofnunin ríflegs fjárstyrks frá FOA. Unnið hefur verið að því að bæta starfsskil- yrði stofnunarinnar fyrir fram- tíðina, svo sem unnt er, með því að útvega ýmis nauðsynleg tæki og áhöld, setja upp vísi að tækni- legu bókasafni, koma upp spjald- skrá yfir öll íslenzk iðnaðarfyrir- tæki o. fl. Framkvæmdastjóri stofnunar- innar dvaldi ra nokkurt skeið erlendis til þess að kynna sér starfsaðferðir hjá sams konar stofnunum í ým'-.um löndum V.- Evrópu og tii þess að koma á samstarfi milli þeirra og íslenzku stofnunarinnar. Stofnunin hóf útgáfu nýs tímarits, er nefnist „Iðnaðarmál". Kom fyrsta heftið út í desember. Ritstjórnin, þrír verkfræðingar stofnunarinnar, segir svo í forystugrein m. a.: „Eitt ár er liðið síðan Iðnaðar- málastofnun íslands hóf starf sitt. Hafði þá ekki enn verið gengið til fullnustu fró húsnæði því, sem stofnuninni hafði verið fengið til afnota í hinni nýju Iðnskólabyggingu á Skólavörðu- hæð, fyrir atbeina og góðan skilning velviljaðra manna. — Þennan stutta tíma hefur starfs- lið stofnunarinnar notað til þess að byggja hana upp og skipu- leggja hina fyrirhuguðu starf- semi, koma húsnæðinu í lag og afla nauðsynlegra áhalda og tækja. Enn er mikið fyrir hönd- um í þessum efnum, þó e. t. v. hafi að mestu verið unninn bugur á byrjunarörðugleikum. Jafn- framt þessu hefur verið unnið að lausn fjölmargra vandamála, sem einstaklingar, iðnfyrirtæki og ríkisstofnanir hafa fengið stofnuninni til úrlausnar. Alls hafa borizt um 100 meiriháttar verkefni auk fjölmargra fyrir- spurna, sem unnt hefur verið að svara fyrirhafnarlítið“. Iðnaðarmálanefnd fylgdi „Iðn- aðarmálum“ úr hlaði með nokkr- um ávarpsorðum, segir þar m. a.: „Iðnaðarmál eiga að verða tengiliður milli fræða og fram- kvæmda, lögeggjan um aukin af- köst og skynsamlegar vinnuað- ferðir, gagnleg aflestrar hverjum íslendingi, sem hyggst að halda lifandi sambandi við Iðnaðar- málastofnunina og njóta góðs af störfum hennar“. Allmikill styrr stóð á árinu um form og stjórn Iðnaðarmála- stofnunarinnar, svo sem víðar annars staðar finnast dæmi til um sams konar stofnanir, eins og t. d. í Noregi. Samtök iðnaðarmanna óskuðu mjög eindregið hlutdeild- ar í yfirstjórn stofnunarinnar. Sama varð uppi á teningnum hjá IÐNAÐURINN OG TOLLARNIR í apríl 1953 skipaði fjármála- ráðuneytið 5 manna nefnd til þess að endurskoða lög um toll- skrá og fleira með tilliti til þess að innlendur iðnaður hefði hæfi- lega og skynsamlega vernd gegn samkeppni erlendra iðnaðarvara. Nefndin skilaði ítarlegu áliti og tillögum til breytinga á tollskrár- lögunum 6. marz s.l. Skömmu síðar lagði ríkisstjórnin tillögurn ar fram í frumvarpsformi lítið eitt breyttar og var frumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt sem lög frá Alþingi 7. apríl. — Lög þessi fela í sér um 240 breytingar á tollskránni. í nefndaráliti milliþinganefnd- arinnar sagði svo ma. um breyt- ingarnar, er nefndin mælti með: „Það var sameiginlegt álit nefnd- armanna að æskilegast væri, ef mögulegt, að stuðla að því að minnka þann mun sem væri á almennum framfærslukostnaði hér og erlendis. En hinn hái framleiðslukostnaður hér á landi væri aðalorsök þeirra erfið- leika, sem iðnaðurinn á við að stríða, þar sem kaupgjaldið I fylgdi honum. Hins vegar væri ' jafnauðsætt að slíku yrði eigi til I leiðar komið eingöngu með breytingum, sem haft gætu í för [ með sér almenna hækkun á f ramf ærslukostnaðinum" | Fjármálaráðherra, Eysteinn Jónsson, lét svo um mælt er frumvarpið var lagt fyrir á Al- þingi, að lífskjör þjóðarinnar færu eftir því í framtíðinni. hvort 1 hún gæti framleitt góða og ódýra iðnaðarvöru innanlands og sam- keppnisfæra vöru til útflutnings. Engin þjóð gæti verið án iðnaðar, allra sízt sú, sem um langleiðir sækir sína aðdrætti. Árlegur tekjumissir ríkissjóðs við þessar breytingar á toll- skránni hefur verið áætlaður um |5 millj. kr., mestmegnis vegna I lækkaðra tollaálaga á efnivörur ! til iðnaðar. Áburðarverksmiðjan — Sementsverksmiðjan ÁBURÐARVERKSMIÐJAN Hin nýja Áburðarverksmiðja í Gufunesi var vigð með hátíðlegri athöfn laugardaginn 22. maí. Framleiðsla verksmiðjunnar hófst nokkru áður, eða nógu snemma til þess að islenzkir bændur gátu nú í fyrsta skipti notað íslenzkan köfnunarefnis- áburð við voryrkjuna. — Fyrsti sekkurinn með íslenzkum áburði frá Áburðarverksmiðjunni var fylltur hinn 7. marz. Voru þá liðnir rúmir 22 mánuðir frá því að byrjað var á byggingarfram- kvæmdum að verksmiðjunni, en það var hinn 28. apríl 1952. Hú» verksmiðjunnar eru 10 talsins. Auk þess hafa verið byggðir við verksmiðjuna gas- geymar, vetnisgeymar, köfnúnar- efnisgeymar og nokkrir aðrir geymar minni. Lokið var við byggingu í haust á 140 m langri hafskipabryggju, sem öll íslenzk skip geta lagzt við. Hafa fyrstu skipin þegar lestað áburðarfarma þar. Ársframleiðsla verksmiðjunn- ar er áætluð 18 þús. tonn af köfnunarefnisáburði, sem er 7500 tonnum meira en ársnotkunin hefur verið innanlands fram til þessa. Stofnkostnaður verksmiðjunn- ar var um 130 millj kr. Verksmiðjan á að geta fram- leitt 18 þús. tonn af köfnunar- efnisáburði á ári eða 1500 tonn að meðaltali á mánuði. Á sjö mánuðum, apríl—októberloka, framleiddi verksmiðjan 9 þús. tonn eða 1285 tonn að meðaltali á mánuði. Mest var framleiðslan í okt., 1659 tonn. Framleiðslan í desembermánuði setur þó metið, því að hún nálgast 1700 tonn eða um 13,3% yfir meðal afköst. Á aðalfundi Áburðarverk- smiðjunnar h.f. 28. maí var sam- þykkt að heimila stjórn verk- smiðjunnar að láta fara fram athugun á og undirbúning að byggingu fórsforverksmiðju og verKsmiðju, sem framleiðir kalk- áburð, nægilega mikið fyrir inn- anlandsþörfina. SEMENTSVERKSMIÐJAN Stjórn Sementsverksmiðjunn- ar tilkynnti í septembermánuði að þá hafi verið hafinn undirbún- ingur að byggingu fyrsta húss verksmiðjunnar og byrjað á framkvæmdum við að byggja undirstöður undir efnageymslur verksmiðjunnar. Mun það verða ein stærsta bygging á landinu, eða um 100 þús. rúmm. Verksmiðjustjórnin hefur feng ið til umráða á þessu ári frá ríkisstjórninni og Framkvæmda- bankanum um það bil 4 millj. kr., sem hefur og er verið að verja til fyrrgreindra undirbún- ingsframkvæmda. Kapp mun á það lagt af hálfu ríkisstjórnarinnar að tryggja verksmiðjunni nægilegt fjár- magn, svo byggingu hennar geti miðað áfram með eðlilegum hraða, enda var um það samið er núverandi ríkisstjórn var mynd- uð, að Sementsverksmiðjan skyldi ganga fyrir öðrum fram- kvæmdum um útvegun lánsfjár. Raddir heyrðust í sumar í dag- blöðum frá málsmetandi mönn- um á Akranesi, er töldu Sements- verksmiðjuna vera illu heilli staðsetta þar, einkum vegna þess að matvælaframleiðslan og sem- entsframleiðslan ættu ekki heima í sama kaupstað, sökum rykhættu. Formaður verksmiðjustjórnar- innar, dr. Jón E. Vestdal, varð fyrir svörum af hennar hálfu og mótmælti eindregið að þessi gagnrýni væri á rökum reist, enda væru Akurnesingar almennt mjög hlynntir því að verksmiðjan yrði byggð á Akra- nesi. Skipasmíðar SMÍÐI STÁLSKIPA Magni, nýr dráttarbátur fyrir Reykjavíkurhöfn, hljóp af stokk- unum hinn 14. október. Þá var merkum áfanga náð í iðnaðar- þróun íslendinga, því að dráttar- báturinn er fyrsta stálskipið, sem smíðað hefur verið hérlendis _ Stálsmiðjan h.f. annaðist alla stálsmíðina. Hamar og Héðinn komu fyrir vélum og stjórntækj- um, en Slippfélagið í Reykjavik sá um innréttingu og alla tré- smíði. Skipaskoðunarstjóri ríkisins, Hjálmar R. Bárðarson, skipaverk- fræðingur, er áður var yfirverk- fræðingur Stálsmiðjunnar, gerði teikningar að skipinu og sá að mestu leyti um smíði þess. Forstöðumenn Stálsmiðjunnar h.f. skýrðu svo frá við þetta tækifæri að þegar væri hafinn smíði á öðru stálskipi hjá fyrir- tækinu, eftirlitsskips til varð- gæzlu og björgunarstarfa við Norðurland. Ennfremur væri haf inn undirbúningur að byggingu fisikiskipa úr stáli. Hinn 8. júlí var frá því skýrt opinberlega að Landssmiðjan hefði þá lokið smíði tveggja nóta- báta úr stáli og væru það fyrstu stálbátarnir sem smíðaðir væru á íslandi. Var sagt að bátarnir væru svipaðir að verði til og innfluttir bátar af sömu tegund. SMÍÐI FISKISKIPA INNANLANDS Eitt af fyrstu verkefnum Iðn- aðarmálastofnunar íslands fyrir og eftir síðustu áramót var að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.