Morgunblaðið - 31.12.1954, Síða 11

Morgunblaðið - 31.12.1954, Síða 11
Föstudagur 31. desember 1954 MORGUNBLAÐIÐ 11 - fSLEIMZKI IÐIMAÐURIIMM Sýningin í Briissel. Sýning VÍR í Stokkhólmi. Framh. af bls. 10 PRJÓNLES TIL FINNLANDS Þá er þess að geta að innlend Verksmiðja hefur selt nokkur þúsund pör af peysum og tals- vert af skíðasokkum til Finn- lands. íslenzkt heildsölufyrirtæki hefur einnig beitt sér fyrir og komið á útflutningi á handprjón- uðum peysum úr íslenzkri ull til Finnlands. 1 sambandi við þessar tilraunir til útflutnings er þess að geta að „íslenzkur heimilis- iðnaður" efndi til sýningar s.l. Sumar í Reykjavík á nokkrum sýnishornum á ýmis konar vefn- Bði úr íslenzku bandi unnum af Júliönu Sveinsdóttur listmálara, Eem við það tækifæri lét svo um Snælt, að sé rétt að farið, standist Vefnaður úr íslenzkri ull fyllilega feamanburð við það sem fram- ieitt er bezt á því sviði erlendis. ÝÉLAR TIL FÆREYJA íslenzk vélsmiðja smíðaði á ár- inu vélar í fiskimjölsverksmiðju fyrir fyrirtæki nokkurt í Færeyj- Um. Slíkt fyrirbrigði er áður ó- þekkt í okkar útflutningssögu. STJÓRNSKIPUÐ SÝNINGARNEFND Nú í desember hefur komið í ijós að tilraunir iðnrekenda á ár- inu til útflutnings á iðnaðarvör- Um og kynningar á iðnaðarvörum erlendis hafa vakið athygli Al- þingis og ríkisstjórnar og hafa þessir aðiljar veitt málefninu uppörvandi aðstoð. Alþingi sam- þykkti að veita dálítinn styrk til sýningarinnar í Brússel. Ingólfur Jónsson, iðnaðarmálaráðherra, skipaði fyrir nokkrum dögum 7 manna nefnd til þess að gera tilraunir til þess að koma á skipulögðu samstarfi á milh framleiðenda um sýningarþátt- töku erlendis, að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar á hvern hátt samstarfi ríkisins og samtaka framleiðenda yrði bezt hagað m. a. með hliðsjón af hlutdeild ríkistjórna í þessum málum í nágrannalöndunum og fenginni reynslu þar og að athuga jafn- framt og gera tillögur um hvern- ig sýningarþátttökunni megi svo haga að af henni verði sem bezt landkynning. Nefndin er skipuð fulltrúum samkvæmt tilnefningu Félags ísl. iðnrekenda, Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, Sambands ísl. samvinnufélaga, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. For- maður nefndarinnar er Gunnar Friðriksson, framkvæmdastjóri, en hann var formaður nefndar- innar, sem sá um þátttöku ís- lenzkra iðnrekenda í Brussel- sýningunni. Starfsfólk í iðnaði Ekki liggja fyrir skýrslur um fjölda starfsmanna við iðnaðar- framleiðslu árið 1954. En í áramótayfirliti þessu hef- Ur að undanförnu verið reynt að gefa hugmynd um þessi mál, með því að kynna sér hjá sömu fyrir- tækjunum, 56 að tölu, öllum í Reykjavík, hver breytingin er frá einu ári til annars. Eftirfarandi yfirlit nær ein- göngu til verksmiðjufólks hjá til- teknum fyrirtækjum, en gefur engar tæmandi upplýsingar um hve margt fólk alls vinnur hjá þessum fyrirtækjum, né hversu háttar um starfsmannahald ann- ; arra iðnfyrirtækja. En saman- burðurinn við fyrri ár talar sínu máli. Samanburður á fjölda félagsmanna Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík hjá nokkrum iðnaðarfyrirtækjum 1953 og 1954. r 31. marz 31. des. 31. des. 1953 1953 1954 Ullarverksmiðjur (2) 33 51 49 Fataverksmiðjur (10) 261 325 481 Nærfatagerðir (4) 32 45 33 Pappaverksmiðja (1) 4 4 4 Veiðarfæraverksmiðjur (4) 16 14 26 Leðurverksmiðjur (4) 14 23 26 Skóverksmiðjur (4) 32 54 67 Prjónastofur (5) 19 24 38 Sælgætis- og efnagerðir (11) .... 61 85 113 Kexverksmiðjur (2) 62 67 62 Sápu- og hreinlætisverksmiðjur (3) 13 20 21 Sjófataverksmiðjur (2) 29 43 41 Kassagerðir (2) 39 Málningarverksmiðjur (2) 36 Járn- og blikksmiðjur (3) 28 38 78 Gosdrykkjaverksmiðjur (3) 34 44 44 T 638 837 1158 Ef borinn er saman starfs- mannafjöldi samkvæmt ofan- skráðu yfirliti hjá sömu 56 fyrir- tækjunum 1953 og 1954 kemur í Ijós að starfsmannafjöldinn er 29.5% hærri nú en 31. des. 1953, en 116% hærri en hann var 31. des. 1952, enda er þá lágt til jafnað. i ! ' IÐNSKÓLINN 50 ÁRA IÐNSKÓLAHÍJSIÐ NÝJA Iðnskólinn í Reykjavík átti 50 ára afmæli hinn 1. okt., en skól- inn var stofnaður 1904 af Iðn- aðarmannafélaginu í Reykjavík. Helgi Hermann Eiríksson, banka- stjóri Iðnaðarbankans, lét af störfum sem skólastjóri Iðnskól- ans s.l. haust eftir að hafa gegnt skólastjórastörfum þar í 31 ár. Þór Sandholt, arkitekt, tekur nú við stjórn skólans. Alls hafa 15269 nemendur stundað nám í Iðnskólanum í Reykjavík, brautskráðir hafa verið þaðan 3013 nemendur — 2831 piltur og 182 stúlkur. Við þessi merku tímamót í sögu Iðnskólans í Reykjavík flyt- ur hann í ný og glæsileg húsa- kynni í Iðnskólahúsinu nýja á Skólavörðuhæð. NIÐURLAGSORÐ Árið 1954 var íslenzkum iðn- aði hagstætt ár. Neyzluvöruiðn- aðurinn átti þó við harða sam- keppni að stríða við erlendan iðnaðarvarning. En hæfileg sam- keppni hefur reynzt iðnaðinum vel síðustu misserin, einkum eft- ir að skilningur glæddist á því, að hófleg tollvernd er íslenzkum iðnaði eigi síður nauðsynleg en iðnaði í öðrum stærri ríkjum. Aukin vöruvöndun er að örva sölu islenzkra iðnaðarvara. Næg atvinna og batnandi lífs- kjör þjóðarinnar eiga og ríkan þátt í vexti innlenda iðnaðarins þetta árið. Ef litið er til baka á framan- skráða skýrslu, sjást þar mörg góð teikn á lofti: Iðnaðarbankinn eflist. Iðn- aðarmálastofnunin fær aukið stai'fsfé og bætta starfsaðstöðu. Tollalögin hljóta gagngera end- urskoðun til hagsbóta fyrir iðn- aðinn. — Stóriðnaðarfyrirtæki, Áburðarverksmiðjan, tekur til starfa og fer vel af stað. Skipa- smíðar taka miklum framförum. Unnið er að undirbúningi stór- virkra raforkuvera. Margs konar fyrirtæki, stór og smá, með nýjar framleiðslutegundir, skjóta upp kollinum. Iðnrekendur taka í fyrsta sinn sameiginlega þátt í erlendum vörusýningum. Starfs- fólki við iðnaðarstörf fjölgar og framleiðsla iðnfyrirtækja í flest- um greinum er meiri en árið á undan. Alþingi og ríkisstjórn hafa veitt iðnaðinum meiri athygli en áður fyrr og sýnt góða viðleitni til þess að lyfta undir vaxandi þróun hans. En fyrst og fremst gerir iðnað- urinn kröfur til sjálfs sín og í trúnni á framtíðina, þjóðina og landið á hann leikinn á taflborð- inu til þess að skáka úreltum hugmyndum um fábreytileik ís- lenzkra atvinnuvega og stíga skrefin í áttina að aukinni iðn- væðingu og nýjum landvinning- um í skauti íslenzkra náttúru- auðæfa, sem enn eru sveipuð grisjaðri þoku vanþekkingar og vantrúar. Gteðilegt nýár! Trausli. félag sendi- bílsljóra Á FUNDI, sem félag sendibíl- stjóra hélt hinn 15. des., var sam- þykkt nýtt nafn fyrir félagið og heitir það nú „Trausti", félag sendibílstjóra. Fundurinn samþykkti mótmæli gegn afgreiðslu innflutnings- nefndar um úthlutun sendibif- reiðaleyfanna og einnig áskorun til alþingis um niðurfellingu 100% álagsins á atvinnubifreið- ar til stéttarinnar, þar sem félag- ið telur sig hafa verið órétti beitt í þessum málum. Þá tók fundurinn fyrir sam- ræmingu á gjaldskrá félagsins og var samþykkt, að hún kæmi til framkvæmda í sínu nýja formi þegar hinn 18. des. Aðalbreyting- arnar fólust í: Hækkun start- gjalds i kr. 9,00 úr kr. 6,00. Lækk un eftirvinnu í kr. 47,00 úr kr. 48,00. Lækkun kílómetragjalds í dagvinnu í kr. 1,71 úr kr. 1,80 per hlaupandi kilometra en tilsvar- andi hækkun þess í eftirvinnu úr kr. 2,00 í kr. 2,05. Dagvinnugjaldið helzt óbreytt. Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Stórholtsbúð, Stórholti 16. Vélsmiðjan Klettur h.f. Hafnarfirði. Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Verzlun Halla Þórarins h.f. Ásbjörn Ólafsson, heildverzlun Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Sælgætisgerð Kristins Árnasonar Þökkum viðskiptin á liðna árinu, GULLFOSS, Aðalstræti Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Verzlunin Guðmundur H. Albertsson, Langholtsvegi 42. Þökk fyrir liðna árið. FRAMTIÐIN Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu, LIVERPOOL Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Eggert Kristjánsson & Co., h.f. Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Guðmundur Guðjónsson, Skólavörðustíg, Óskum öllum viðskiptavinum vorum GLEÐILEGS NÝÁRS með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Hofsvallabúðin h.f.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.