Morgunblaðið - 31.12.1954, Side 14
14
MORGUTSBLAVlÐ
Föstudagur 31. desember 1954
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
VERZLUN INGIBJARGAR JOHNSON
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
VERZLUNIN BREKKA
Ásvallagötu 1
Verzlunin Skúlaskeið h.f.
með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Verzlun Halldórs Eyþórssonar
með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu,
JES ZIMSEN H.F.,
Hafnarstræti 21
Þökkum viðskiptin á liðna árinu,
Almenna húsgagnavinnustofan h.f,
Vatnsstíg 3 B.
með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Prjónastofan Hlín h.f.
Skólavörðustíg 18.
GLEÐiLEGT NÝÁR!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Ágúst Fr. & Co.
Laugavegi 38.
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Samband ísl. samvinnufélaga
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Verzlunin Björn Kristjánsson
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Verzlun Benónýs Benónýssonar,
Hafnarstræti 19
Raftækjaverzlunin og vinnustofan
Ljós og hiti h.f.
Laugavegi 79,
óskar öllum viðskiptavinum gleðilegs árs og þökk fyrir
það gamla.
GLEÐILEGT NÝÁR!
Þökk fyrir viðskiptin.
(Á KJÖT OG GRÆNMETI
y Snorrabraut 56 (í
1 DAG er mér hugsað til gamals
vinar og góðs samferðamanns og
nágranna um langt skeið, Antons
Proppé, sem 1. jan. n. k. fyllir
7. tuginn að árum. Ekki dettur
mér þó í hug að fara að rita neina
æfisögu hér og tína til allt það,
sem þessi jafnaldri minn hefir sér
til frama unnið og öðrum til
þægðar, en það er æði margt, ef
allt væri tíundað, heldur ætla ég
aðeins að senda honum einskonar
nýársskeyti með þökk fyrir liðna
tíð.
Við Anton kynntumst fyrst á
hestbaki norður í Svarfaðardal.
Hann mun þá hafa átt heima í,
Skagafirði og verið þar verzlun- I
armaður, líklega á Hofsós. En þá 1
kom mér þessi jafnaidri minn'
svo fyrir sjónir, að liann væri
reiðgapi og harðduglegur ferða-
maður, enda höfðu sögur gengið í
um það, að hann væri frábær
fimleikaköttur og gæti hlaupið
jafnhart á höndum sem fótum, og
þóttu það nokkur tíðindi meðal
ungra manna í þá daga. —
Hann var þá nýkvæntur
glæsilegri eyfirzkri konu,
Elísabetu Tóir, asdóttur, fyrrum
prests á Völlum, Hallgrímssonar,
eins hins mesta glæsimennis í
prestastétt, sem ég hefi séð og
heyrt, því að söngur hans og
tón í Vallakirkju er eitt af því,
sem ég gleymi aldrei frá upp-
vaxtarárum. Um margt var rætt
þennan dag, er við A. P. riðum
um Svarfaðardal, bæði um verzl-
unarmálefni, íþróttir og búskap
og þótti mér merkilegt hve kunn-
uglega hann talaði um búskap,
rétt eins og hver annar bónda-
sonur, og vissi ég þó að hann var
það ekki, fæddur og uppalinn í
Hafnarfirði, skólaður í Flensborg
og verzlunarmaður síðan. En ég
átti síðar eftir að kynnast betur
fjölhæfni Antons Proppé og marg
háttuðum hugðarefnum hans.
Arið 1912 komum við A. P.
báðir til Vestfjarða. Hann hafði
að vísu verið þar fyrr, verzlun-
armaður á Þingeyri, en ég aldrei.
Nú flutti hann þangað til bræðra
sinna, sem keypt höfðu þar aðal
verzlunina í þorpinu og gerðist
félagi þeirra. Urðum við Anton
Proppé þannig um 18 ára skeið
nágrannar og stundum í sömu
sveit.
Viðfangsefni A. P. á Þingeyri
voru fyrst og fremst útgerð og
verlzun, fyrst lengi vel í sam-
vinnu við bræður sína, og þá
einkum Olaf, en síðar á eigin
hönd. Þá gerðist hann um stund
forstjóri fyrir félagi því, sem Kr.
Torfason hafði stofnað um Sól-
bakkahjáleiguna í Önundarfirði
og var athafnasamt um skeið.
En nú sækir búskaparhneigðin
á Anton Proppé, og því gerist
hann bóndi í Holti í Önundar-
firði, hinni miklu bújörð, er sr.
Páll Stephensen sat þá, en leigði
honum um tíma. Rak A. P. þar
stórbú um skeið og var mjög at-
hafnasamur þar sem annars stað-
ar. Þótti mörgum furðulegt hve
kunnuglega kaupstaðasonurinn
tók þar á öllum verkefnum og
venjum. Hygg ég, að við sveita-
búskapinn hafi Anton notið sín
vel, þar hafi honum fundist
hann vera frjálsastur og minnst
öðrum háður, en slíkt hefur hann ;
jafnan mikils metið. En frá Holti
lá samt leiðin aftur til Þingeyrar, |
þar sem hann varð mikill athafna |
maður um útgerð, verzlun og fisk i
verkun á þriðja tug ára. Mun
jafnan hafa farið vel á með hon-
um og þeim, er með honum störf-
uðu og undir hann voru gefnir.
Er ég nú hugsa um Anton
Proppé og viðkynninguna við
hann, er mér efst í huga heimilið
hans. Það var ógleymanlegt fyrir
gestrisni og glaðværð. Þar réði
ríkjum hin glæsilega kona hans,1
Elísabet Tómasdóttir. Hún var |
kona fögur og vel gefin, listelsk
og hin mesta gæða kona, sem öllu
vildi gott gera. Og hún hafði eina ,
þá fegurstu kvenrödd, sem ég hef
heyrt og mundi nú á tímum hafa
rutt sér braut til vegs og frama.
Mun flestum það minnisstætt, er
heyrðu hana syngja á beztu árum
æfinnar. Var hið söngelska og
gestrisna heimili þeirra hjóna
jafnan aðlaðandi fyrir söngelskt
fólk og munu margir eiga þaðan
dýrmætar minningar. Mátti segja
um Þingeyri á þessum árum, að
þar ríkti söngur og glaður bragur.
Og munu þá flestir jafnframt
minnast héraðslæknisins þar,
Gunnlaugs Þorsteinssonar, hins
ágæta drengskaparmanns, er
sjálfur hafði góða söngrödd, og
elskaði söng og glaðværð eins
og lífið í brjósti sér, og dró til
sín hvern bann, er einhverju gat
miðlað af slíku tæi. Fann mörg-
um að hinn syngjandi læknir og
fæddi búsýslumaður og dýravin-
ur gæfi þorpinu sérstakan svip,
sem ánægjulegt var að kynnast.
Og hinn gestrisni og glaðværi
bragur, sem einkenndi Þingeyri
þessara ára, og dró margan
þangað, sem nú minnist þessa
fólks alls með þakklátum hug.
Nú er Anton Proppé seztur að
í Reykjavík, kona hans látin fyrir
nokkrum árum, og börn hans
flest hér, en þau urðu sex að
tölu og lifa öll. Býr hann nú hjá
yngstu dóttur sinni, Valgerði, og
manni hennar.
Mun ég mæla fyrir munn fjöl-
margra vina og gamalla felaga, er
ég nú bið þessum gamla vini okk-
ar blessunar, og öllu því, sem
hann ann, og þakka honum margt
gott frá liðnum árum.
Snorri Sigfússon.
SJÖTUGUR er á morgun 1. janú-
ar 1955 Anton Proppé, fyrverandi
kaupmaður og framkvæmdastjóri
á Þingeyri í Dýrafirði. En hann
var um langt skeið umsvifamik-
ill athafnamaður, eins og kunn-
ugt er. Er hann nú, fyrir nokkr-
um árum, fluttur hingað til
Reykjavíkur.
Anton Wilhelm Claussen
Proppé, en það heitir hann fullu
nafni, er fæddur í Hafnarfirði 1.
janúar 1885. Foreldrar hans voru:
C. Eggert Diedrich Proppé bak-
ari þar og kona hans Helga Jóns-
dóttir, bónda á Grjóteyri í Kjós.
Ólst Anton upp í Hafnarfirði hjá
foreldrum sínum. Stundaði hann
ungur að aldri nám í Flensborg-
arskólanum. Vorið 1899 fór hann
til Þingeyrar í Dýrafirði til F. R.
Wendel verzlunarstjóra þar. Átti
Anton að vinna þar kauplaust
að verzlunarstörfum í fjögur ár,
en móðir hans átti að sjá honum
fyrir fatnaði. En þangað var
Carl bróðir hans kominn áður.
Var vera þeirra bræðra þarna
strangur en mikilvægur reynslu-
skóli, skóli, sem veitti þeim
örugga undirstöðu undir ævi-
störfin. Arið 1904 fór Anton
Proppé til Kaupmannahafnar
og vann þar að skrifstofu-
störfum hjá firmanu Adolps
Enke, en það firma hafði þa
keypt verzlun þá, er F. R. Wend-
el veitti forstöðu á Þingeyri. Það-
an sneri svo Anton Proppé aftur
heim til Þingeyrar og tók þar við
störfum.
Árið 1909 fór Anton Proppé
frá Þingeyri. Gerðist hann þá
verzlunarstjóri við verzlun
Kristjáns Popp á Hofsósi. Hafði
hann þann starfa á hendi til árs-
ins 1913, en þá var verzlunin
lögð niður.
| En árið 1914 mynduðu Proppé-
^ bræður í sameiningu félag og
stofnuðu til mikilla framkvæmda,
I Keyptu þeir þá, meðal annars,
Þingeyri með verzlun, mann-
| virkjum og allmiklum skipastól,
l Hófu þeir þarna umsvifamikla
útgerð og annan atvinnurekstur.
í Ekki var þó Anton Proppé starf-
) andi við firmað fyrstu árin. Var
hann verksmiðjustjóri á Sól-
bakka í Önundarfirði í þrjú ár
og eitt ár bóndi í Holti í sama
firði. En svo kom hans tími að
taka við verzlun og framkvæmd-
um á Þingeyri. Hafði útgerðirt
aukizt þar hjá hinum nýju eig-
endum, en nú kom ný aukning
til sögunnar. Árin 1919 og 1929
var keyptur stór togari og um
svipað leyti línuveiðari. Auk
þeirra munu svo Bræðurnir
Proppé hafa haft þarna 10—11
þilskip fyrir landi, auk mótor-
báta. Barst þarna því mikill fisk-
ur á land. Skapaðist við það mik-
ið atvinnulíf í kauptúninu, er
einnig náði til sveitana og manna
úr öðrum héruðum. Var þarna
fiskverkun í stórum stíl og önn-
! uðust bræðurnir sjálfir útflutning
afurða sinna. Liðu svo árin og
allt var í miklum blóma.
En árið 1926 reið ófyrirsjáanleg
örlagaalda að. Skipstapar og stór-
fenglegt gengisfall, er mun hafa
numið hátt á aðra milljón króna,
dundu yfir. Ekki mun þó ætlun
bankanna hafa verið sú, að ganga
að, treystu dugnaði og drengskap
þessara bræðra. En annað kom
þar til, svo að aldan varð ekki
stöðvuð. Var nú aðal atvinnuveg-
ur Þingeyringa og ýmsra annarra
fallinn í rúst.
Leið svo fram til ársins 1928
eða ’29, að Anton Proppé hafðist
l ekki að. En annað hvort það sum-
| ar hófst hann handa á ný. Gerði
I hann þá út tvö skip á síldveiðar
j frá Siglufirði. Fylgdi hann skip-
um sínum fast eftir. Var heppn-
in þá með og græddist honum
I fjárupphæð, er nægði til þess, að
: koma fótum undir athafnalíf
hans á ný. Keypti hann þá á ný
hús þau og mannvirki á Þing-
eyri, er hann þurfti á að halda
til hins nýja atvinnureksturs. Var
þá stofnað hlutafélagið Dofri,
og var Anton framkvæmdafftjóri
þess. Keypti félagið fisk og hafði
jafnframt á hendi íshúsrekstur og
fiskverkun. Mun sá atvinnuveg-
ur hafa heppnast vel. Hafði
Anton Proppé þennan atvinnu-
rekstur á hendi fram til ársins
1947.
Árið 1910 kvæntist Anton
Proppé Elisabetu Ólafíu Tómas-
dóttur, prests að Völlum í Svarf-
aðardal, mikilhæfri ágætiskonu.
Eignuðust þau hjónin sex mann-
vænleg börn. Er.u þau öll á lífi.
Árið 1947 missti Anton konu sína.
• Brá þá svo við, að hann lagði
niður atvinnurekstur sinn á
Þingeyri og fluttist hingað suður.
Er þá hér, í aðaldráttum, rekinn
starfsferill hins athafnasama at-
orkumanns, sem nú lítur yfir lífs-
feril sinn. Skipzt hafa þar á skin
og skúrir, eins og oft vill verða
í mannlegu lífi. Máske verður
skinið bjartara og skúrirnar stór-
fenglegri hjá þeim, sem til stórra
verka veljast. En allt það er
stundlegt og hverfult.
Veit ég að margar hugheilar
hamingjuóskir munu berast af-
mælisbarninu á þessum merku
tímamótum í lífi hans.
Kristján Sig. Kristjánsson.
Clsðilcgf nýárl
Þökk fyrir viðskiptin
á liðna árinu.
C. Fiskbúðin, Sogaveg 158
Gleðilegt nýcr !
Þökk fyrir viðskiptin
á liðna árinu.
Fiskbúðin, Bústaðaliverfi
Anton Proppé sjötugur