Morgunblaðið - 13.01.1955, Síða 8

Morgunblaðið - 13.01.1955, Síða 8
8 MORGLNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. jan. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. li * w* { Uk DAGLEGA LIFINU M' Viðbrögð stjórnarandstöðunnar ENGINN vitiborinn og hugsandi maður á íslandi gengur þess áreiðanlega dulinn um þessar ar mundir, að nýtt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags og gengnisfelling í kjölfar þess hefði í för með sér stórkostlega hættu fyrir afkomuöryggi alls almenn- ings í landinu. Þegar forsætisráð- herra landsins vekur athygli á þessari hættu í áramótaávarpi sínu mætti ætla, að aðvörunar- orðum hans væri almennt vel tekið. Svo mun og yfirleitt hafa verið. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hefur áreiðanlega talið hin rökföstu aðvörunarorð Ólafs Thors á gamlárskvöld fylli- lega tímabær. En stjórnarandstaðan er þó á öðrum buxum. Hún hefur haldið uppi heiftarlegum árásum á for- sætisráðherra fyrir áramóta- ávarp hans. Segja málgögn henn- ar að ríkisstjórnin og sérfræðing- ar hennar í efnahagsmálum sé að undirbúa gengislækkun vegna kjarabóta þeirra, sem verkalýð- urinn hafi knúið fram undanfar- in ár. Kjarni þessa máls er auð- vitað sá, að það þegar gengið var fellt árið 1950 og ýmsar aðrar ráðstafanir gerðar til þess að skapa jafnvægi í efna- hagsmálum þjóðarinnar, var gert ráð fyrir því, að kaup- gjald héldist að mestu óbreytt. Það var ein af forsendum þess, að gengislækkunin kæmi út- flutningsframleiðslunni að til- ætluðum notum. En síðan hafa þó orðið stórfelldar kauphækk anir í landinu. Á það ekki hvað sízt þátt í því, að halla- rekstur hefur á ný haldið inn- reið sína í ýmsar atvinnu- greinar. Bæði ríkisstjórninni og öðrum hugsandi mönnum er ljóst, að ef svo fer enn fram um skeið hlýtur það að leiða til nýrrar gengis- lækkunar. Og það er einmitt slík óheillaþróun, sem forsætisráð- herra varaði við í áramótaávarpi sínu. Á það var einnig bent í mjög glöggum greinum, sem dr. Benja- mín Eiríksson ritaði hér í blaðið fyrir skömmu, að þegar svo væri komið að miklum hluta útflutn- ingsframleiðslunnar væri haldið uppi með ríkisstyrkjum væri úti- lokað að launþegar gætu bætt kjör sín með allsherjarkauphækk unum. Einnig þessar ábendingar hafa gefið kommúnistum tækifæri til hrópyrða að hinum merka hag- íræðingi. Það er yfirleitt orðið þann- ig, að þegar þjóðmál eru rædd af þekkingu og viti þá rjúka málgögn kommúnista, krata og Þjóðvarnarmanna upp með fíflskap cg ókvæðisorðum. Hverskonar varnaðarorð eru talin „á.'ás á alþýðuna“ o. s. frv. Það er sannarlega ekki von, að traust þjóðarinnar á hinum sósíalísku flokkum fari vaxandi. Hefur það líka komið í ljós við hverjar kosningar, sem fram hafa farið undanfarin ár að kommún- istar og kratar hafa átt stöðugt minna fylgí að fagna. Fyrir Al- þýðuflokkinn hefur hin ábyrgð- arlausa framkoma hans m. a. haft þær afleiðingar að hann er nú margklofinn. Sá hluti hans, sem mest mark hefur tekið á hróp- yrðunum og ábyrgðarleysishjal- inu hefur hlaupið yfir á snæri kommúnista og hjálpað þeim til þess að ná völdum í heildarsam- tökum verkalýðsins. Það er mikil ógæfa fyrir ís- lenzku þjóðina, að þeir flokk- ar, sem forystu hafa innan verkalýðssamtaka hennar skuli haga baráttu sinni af jafnmiklu ábyrgðarleysi og raun ber vitni. Verkalýðssam- tökin hafa mikið vald, sem hægt er að nota bæði til góðs og ills. í höndum kommúnista og samstarfsmanna þeirra verða þessi víðtæku samtök fyrst og fremst notuð í þágu pólitískra hagsmuna stjórn- málaflokks, sem lýtur yfir- stjórn erlendrar einræðis- klíku. Afleiðingar þess geta orðið örlagaríkar fyrir afkomu og atvinnuöryggi íslenzks al- mennings: hafa góða atvinnu af því að spá í stjörnurnar fyrir „stjörn- urnar“ o. fl. Eitt bandarískt kvik- myndatímarit kom nýlega að máli við einn kunnasta stjörnu- spámanninn þar og bað hann leita frétta i stjörnunum um hvernig hið nýbyrjaða ár myndi reynast ýmsum kunnum kvik- myndaleikurum. Hér á eftir birt- ast stuttir útdrættir úr spádóm- um þessa vísa manns: JJrá sam- vinnuYerzlunm. FORMAÐUR Framsóknarflokks- ins lætur að því liggja í áramóta- grein sinni, að „milliliðaokrið" í verzluninni sé eitt þeirra fyrir- brigða, sem „vinstri samvinna" þurfi að*beinast gegn. Athugum nú þetta nokkru nán- ar. Að sjálfsögðu hljóta allir að vera sammála um það, að æski- legast sé frá sjónarmiði neytenda, að hvers konar vörur séu sem ódýrastar, sem minnstur kostnað- ur hlaðist á þær við dreifinguna. En hér á landi eru það fyrst og fremst tveii aðilar, sem dreif- inguna annast, þ. e. kaupmenn og kaupfélög. — Innflutninginn til landsins annast hins vegar svo- kallaðir heildsalar. — Stærstur þeirra eru heildarsamtök kaup- félaganna, Samband íslenzkra samvinnufélaga. Milli einkaverzl- unarinnar og félagsverzlunarinn- ar stendur svo samkeppnin um viðskipti fólksins. Ef sú kenning Tímans og sumra Framsóknarmanna væri rétt, að einstaklingsverzlunin hrúgaði ó- hóflegum kostnaði vegna ótal milliliða á vörur þær, sem hún selur almenningi, hlyti það fyrir löngu að hafa haft þær afleið- ingar að meginhluti allrar verzl- unar í landinu væri kominn yfir til kaupfélaganna. En því fer víðs fjarri að svo sé. Almenningur veit, að vöruverðið er hið sama í verzlunum samvinnufélaganna og hjá einkaverzlununum. Hafa þá kaupfélögin einnig gerzt sek um „milliliðaokur", eða hvað? — Það er óþarfi að fjölyrða um þessar spurningar. Þjóðin veit, að hin frjálsa samkeppni í verzlun- inni er bezta tryggingin gegn hvers konar okri og óheilbrigði. Þess vegna hefur stefna Sjálf- stæðismanna jafnan verið sú, að standa vörð um verzlunarfrelsið. Einstakir Tímamenn hafa hins vegar lagt mikið kapp á að út- rýma samkeppninni. Frægasta dæmið um það er framkoma kaupfélagsstjórans í Vík í Mýrdal. Hann barðist eins og ljón gcgn því að önnur verzlun, enda þótt hún starf- aði á samvinnugrundvelli, fengi starfað í héraðinu. Ein, aðeins ein verzlun í hverju héraði, er að áiiti þröngsýn- ustu Tímaliðanna, bezta trygg- ingin fyrir heilbrigðum verzl- unarháttum. Marilyn Monroe. Marilyn Monroe (f. 1. júní): Hún mun verða enn frægari á þessu ári og ritstjórar blaða og tímarita munu rita meira um —JJodl^LVOOcí hana i blöðum sínum en þeir hafa gert til þessa. Hún mun fá nýtt hlutverk í kvikmynd og gera því aðdáanlega góð skil. Hun mun fara í langt ferðalag. ★ Frank Sinatra (f. 12. des.): Vandræðum þeim, sem steðja að Frank mun ekki Ijúka árið 1955, en á miðju árinu mun hann þó detta í lukkupottinn og jafnframt því verða ástfanginn. í júní mun hefjast tveggja ára erfiðleika- tímabil fyrir honum. Rita Hayworth (f. 17. okt.): Andstaðan gegn henni mun ekki réna fyrr en á miðju árinu. Hún ætti að sjá sig um hönd og taka þeim tilboðum sem henni hafa boðist. Hún ætti að hætta að berj ast og reyna að eignast fleiri vini og vera samvinnuþýðari. Dean Martin (f. 7. júní): Út- litið er gott fyrir Dean ef hann reynir að gleyma mótlæti fortíð- arinnar. Ýmislegt nýtt bíður hans, en hann skyldi vara sig á að gera nokkrar breytingar á sambandi sínu við aðra. Hann ætti að reyna að þroska skapgerð sína betur og vera líkari sjálfum sér en hann hefur verið hingað til! Vetud andi óbrifar: k Húsnæðisvandræði barnafólks. ÆRI Velvakandi! Engir nema þeir, sem þekkja það af reynslunni gera sér fulla grein fyrir hvílíkar brösur og erfiðleika húsnæðisleit og húsnæðisvandræði hafa í för með sér. Allra verst er þetta þó ;fyrir barnafólk. Það fær ósjald- ’ an þvert nei í andlitið þegar að samningsborðinu kemur. Allir hljóta þó að skilja, að engum frekar er þörf á þaki yfir höfuðið , en einmitt þeim fjölskyldum, sem ' hafa velferð barnahóps um að 1 annast. Húseigendur hafa iðulega |orðið fyrir aðkasti fyrir fram- komu sína undir þessum kring- um stæðum og það vafalaust stundum maklega. En víst er þeim vorkunn líka. Það er því miður alltof algengt að leigjend- ur sýni vítavert skeytingarleysi um það, hvernig gengið er um húsnæði það, sem þeir hafa tekið á leigu. Vitanlega kemur þetta helzt til greina, þar sem börn eru annars vegar. Börn eru alltaf börn, hvort sem er í leiguhús- næði eða ekki og hafa tilhneyg- ingu til ýmissa skemmdarverka, sem foreldrunum er í lófa lagið að afstýra sé vilji og áhugi fyrir hendi. Þarf ekki að vera svona. ÞAÐ er engin furða þótt húseig- endum sárni, þegar þeir sjá, J að leigjendur lofa börnunum að göslast áfram átölulaust og valda ! skemmdum og eyðileggingu á húsnæðinu. — En þetta þarf ekki , að vera svona: Víða erlendis er | þannig frá húsaleigusamningum gengið, að ekki aðeins húseig- andanum, heldur einnig leigjend- unum er það beint í hag, að þeir síðarnefndu gæti ábyrgðar og hirðusemi í umgengni húsnæðis- ins. Sparar mikil óþægindi. LEIGJENDUM er fengið hús- næði í hendur í óaðfinnan- legu ásigkomulagi og með þeim skilyrðum, að þeir beri ábyrgð á vissum hlutum, sem því fylgja og greiði kostnað af skemmdum, sem á þeim kunna að verða af þeirra völdum — allt eftir fyrir- fram samkomulagi og samning- um. Þetta er á allan hátt miklu betra og skynsamlegra fyrirkomu lag heldur en það, sem tíðkast hjá okkur og mundi spara báðum aðilum, húseigendum og leigjend um mikil óþægindi, nagg óg úlf- úð. Hvers vegna þá ekki að breyta til? — Leigjandi“. Margir óánægðír. NÚ hafa mér borizt margar ó- ánægjuraddir yfir því að „Harnlet" skyldi fluttur aftur í útvarpið með svo stuttu millibili, frá því er hann var fluttur um jólin. Þannig skrifar Tófi: „Marga mun furða á þeirri ráðabreytni Ríkisútvarpsins að endurtaka flutning á leikritinu „Hamlet" aðeins nokkrum dög- um eftir að það hafði verið flutt í tvennu lagi í útvarpinu. Hamlet er að sjálfsögðu ágætt og mikið listaverk. En það er mjög illa fallið til flutnings í út- varp. Það var líka mjög óheppi- legt, að flutningi leikritsins skyldi skipt í tvennt, er það var flutt um jólin. En mér er spurn: hvernig stendur á því, að útvarpið endur- tekur þetta mikla og þunga verk rúmri viku seinna? Átti það ekk- ert meira í fórum sínum eða hvað? Ef svo hefur verið, virðist frekar hart í ári hjá þeim, sem annast eiga leiklistarstarfsemi þessarar menningarstofnunar“. Fyrirspurn Tófa er hér með ýtt úr vör. Oft veldur falskur vinur falli. Dean Martin og Jerry Lewis. Jerry Lewis (f. 16. marz); Framtíðin fyrir Jerry er mjög björt. Honum mun misheppnast eitthvað til að byrja með og berj- ast innri baráttu. Hann mun verða starfssamur á árinu, en ætti að fara varlega svo hann verði ekki veikur aftur. ★ ★ ★ Donald O’Gonnor hefur nýlega gert samninga við sjónvarps- stöðvar og kvikmyndafélög, serri gilda allt til ársins 1965. Það mun því verða nóg að starfa hjá hon- um unz þeir samningar renna út. Aðspurður hvað væri frétta í ástamálum hans, svaraði hann: — Hvernig ætti ég að hafa tíma til slíks! ★ ★ ★ Burt Lancaster segist vilja hætta að leika í kvikmyndum sem allra fyrst. — Ég er orðinn 40 ára gamall, segir hann, og langar mest til að verða leik- stjóri. Mér þykir heldur ekki eins gaman að leika á tjaldinu eins og á leiksviði. Þessvegna hef ég ákveðið að reyna að gerast leik- stjóri, þangað hefur hugur minn alltaf stefnt Judy Garland. ★—★—★ LOKIÐ er töku kvikmyndarinn- ar „Sjarna fæðist", en þar leikur Judy Garland aðalhlut- verkið á móti James Mason. — Þetta gæti verið ævisaga mín, segir Judy. En hlutverk mitt sem söngkona, er verður fræg kvik- myndastjarna, er það erfiðasta, sem ég nokkru sinni hef fengið. Myndatakan stóð yfir í 10 mán- uði og það liðu 2 ár áður en mynd in var frumsýnd og hún kostaði Warner-bræður um 100 millj. ísl. króna. ★—★—★ Jonnie Ray, hinn mikli grát söngvari, er nú að leika í kvik mynd, ásamt Marilyn Monroe, Ethel Merman o. fl. Ýmis óhöpp hafa steðjað að kvikmyndatök- unni og tafið hana — eða alls 13 sinnum. Jonnie skildi við kon- una sína fyrir nokkru, en segir að vel geti verið að þau taki saman á ný. — Ég hef aldrei séð hana jafn oft og núna þessa dag- ana, jafnvel ekki þegar við vor- um gift, sagði hann. ★—★—★ Audrey Totter mætti til vinnu við töku kvikmyndarinnar Kvenfangelsið, einum mánuði eftir að hafa eignast dóttur. Ýms- ar aðrar leikkonur sem eignast hafa börn hafa tekið sér tveggja mánað frí á eftir. — Ráðið er bara að giftast læknir, segir hún, vegna þess að leik- og læknis- listin eiga svo ágætlega saman!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.