Morgunblaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. jan. 1955 MORGVNBLABIÐ Aðeins einn íslenzkur myndhöggvari hefir áður fengið gullmedalíu Mynd þessi af hertoganum af Windsor og konu hans frú Simpson var tekin í siðustu för þeirra til Parísar. Þau dveljast landflótta úr Bretlandi. Tími til kominn að hœtta ofsóknum gegn hertoganum af Windsor Hefur dvaiizt 17 ár í útleyit „Það er kominn tími til að hætta að ofsækja Játvarð, hertogann af Windsor, fyrrum Játvarð áttunda EngIandskonung“. Þannig fórust brezka blaðinu „The People“ orð nýlega. Blað þetta er eitt af málgögnum brezka verkamannaflokksins. Það krefst þess að hertoginn verði skipaður í eitthvert ríkis-embætti, þar sem hann geti unnið ríki sínu gagn. Enda er hann hæfileikamaður. Kaupmannahöfn í janúar 1955. EINS OG nefnt hefur verið í stuttu fréttaskeyti hefur Ólöf Pálsdóttir, dóttir Páls Ólafsson- ar ræðismanns, fengið gullpening Hins konunglega listaháskóla í Kaupmannahöfn. Tveir myndhöggvarar, nefni- lega Ólöf og ungur danskur mað- ur, og svo fjórir málarar, fengu gullpeninga. Fylgir hverjum þeirra námsstyrkur, sem í ár hef- ur verið hækkaður úr 1500 upp í 3000 kr. Ólöf var eini kven- maðurinn, sem fékk verðlaun. Voru þau veitt henni fyrir fagra myndastyttu af ungum manni. Er myndastyttan í líkamsstærð. 200 ÁRA GÖMUI, VERÐLAUN Líklega hefur ekki nema ein- um íslenzkum myndhöggvara áður hlotnazt sá eftirsótti heið- ur að fá gullpening Listaháskól- ans, þótt rúmlega 200 ár séu lið- in, frá því að hann var stofnað- ur, og margur íslendingur hafi sótt til náms í þennan gamla háskóla. Sennilegt er, að Ólöf verði síðasti íslendingurinn, sem fær þennan heiður, þar sem hann er eingöngu veittur dönskum ríkisborgurum og svo þeim ís- lendingum, sem njóta jafnréttis við Dani samkvæmt lögum, sem Ríkisþingið samþykkti árið 1950, þegar Danir felldu dönsk- íslenzku sambandslögin úr gildi. HAFÐI AÐEINS 6 VIKNA VINNUTÍMA Sem vænta mátti voru margir ungir listamenn ásamt blaða- mönnum samankomnir í Char- lottenborg, aðsetursstað Listahá- skólans, þegar Listaháskólaráðið hélt þar 7. þ. m. úrslitafund sinn um verðlaunin. En Ólöf var þar ekki viðstödd. Hún segir, að hún Listaháskóians danska Um verðlaunamynd Olafar Pálsdóftur og listaferil hennar ELSKADI FRÚ SIMPSON Hertoginn af Windsor afsalaði sér krúnunni 1936, vegna þess, að hann elskaði konu af borgara- ættum, frú Wallis Simpson, sem var tvisvar fráskilin. Æ síðan hafa þau lifað hamingjusöm i hjónabandi. SVARTI SAUÐURINN En hitt 'ærður ekkí dulið, að litið hefur verið á Játvarð, sem svarta sauðinn í brezku konungs fjölskyldunni. Sérstaklega kom þetta glöggt í ljós, þegar Elísabet drottning var krýnd. Þá komu þau Windsor-hjónin heim til Ev- rópu frá Bermuda-ey, en í stað þess að þeim væri boðið að vera viðstödd athöfnina, urðu þau að hýrast í París og horfa á krýn- inguna í sjónvarpi. HÆFILEIKAMAÐUR Blaðið „The People“ segir, að nú sé kominn tíma til að kalla Játvarð heim úr útlegð. Hann var á sinum tíma, er hann ferðaðist um heiminn sem ungur konungssonur nefndur bezti sendiherra Bret- lands. Hann er maður góðum gáfum og hæfileikum gædd- ur. — Og þó það sé e. t. v. gegn stjórnarskránni að hinn fyrrverandi konungur megi búa á sjálfu Bretiandi, gæti ríkið notið starfskrafta hans og um leið veitt honum fulla uppreisn með því að skipa hann landstjóra í einhverju samveldislandanna. Það er skortur á mönnum til að gegna slíkum embættum, en enginn betur hæfur til þess en einmitt Játvarður hertogi af Windsor. 672 kr. fyrir 5 réffa EINS og komið hefur fram af fréttum af veðurfari á Bretlandi um helgina, reyndist ekki unnt að heyja nema fáa knattspyrnu- kappleiki af þeim sem ráðgerðir voru á laugardag. Hinir fórust fyrir vegna snjókomu, og var það 41 leikúr sem frestað var, og af þeim voru 6 leikir á 2. getrauna- seðlinum. Úrslit leikjanna urðu: Blackpool 0 — Wolves 2 2 Bolton — Huddersfield frestað — Cardiff — Chelsea frestað — Charlton — Manch Utd frestað — Everton 1 — Burnley 1 x Manch. Citi 2 — Leicester 2 x Newcastle — Preston frestað — Portsmouth 1 —- Aston Villa 2 2 Sheff. W. 1 — Sunderland 2 2 Tottenham 0 — Arsenal 1 2 WBA — Sheff. Utd frestað — Port Vale — Stoke iCty frestað — Koma aðeins 6 úrslit til greina, og var bezti árangur 5 réttir, sem komu fyrir í 27 röðum. Er vinn- ingur aðeins greiddur fyrir 5 rétta vegna fjölda raða með 4 og 3 rétta. Hæsti vinningur var 672 kr. fyrir seðil með 5 réttum í 8 röðum. 1. vinningur 84 kr. fyrir 5 rétta (27 raðir). Ólöf Pálsdóttir vinnur að verðlaunamynd sinni I Eftir Pál Jónsson hafi ekki þorað að gera sér vonir um, að myndastyttan hennar yrði verðlaunuð. Ólöf hafði ekki nema 6 vikur til að vinna að henni, og er það mjög stuttur tími. Hinn myndhöggvarinn, sem fékk líka verðlaun, segist í blaða- viðtali hafa verið V2 ár um sitt verk. Konungur Dana afhendir þessi gullverðlaun seinna í vetur. i Blöðin ljúka miklu lofsorði á • myndastyttu Ólafar. í grein í „Politiken" um verðlaun Lista- háskólans er t. d. getið um Ólöfu Pálsdóttir í sérstökum kafla, sem ber fyrirsögnina: „Gáfaður ís- lendingur". Blaðið minnist á þessar tvær myndastyttur, sem hlutu gullpeninga, og segir, að ! auðsjáanlega komi meira sjálf- I stæði fram í listaverki Ólafar en danska mannsins. Blaðið bætir 1 því við, að hún hafi við mörg tækifæri sýnt persónuleika í listaverkum sínum, þar sem hver einstakur liður sé vandaður og vel gerður. Það er tekið eftir verkum hennar á listasýningum, skrifar blaðið. i ÞÁTTTAKA f LISTSÝNINGUM I Undanfarin ár hefur Ólöf tek- ið þátt í ýmsum listsýningum: vorsýningunum í Charlottenborg, I „Den Frie“ og íslenzku listsýn- ingunni, sem haldin var siðast- liðið vor fyrst í Ráðhúsinu í j Kaupmannahöfn og seinna í Ár- ósum. Eins og lesendum blaðs- ins er kunnugt, hefur Ölöf hvað eftir annað fengið ágæta dóma í blöðunum. í Árósum geðjaðist I borgarstjórninni svo vel að einu ! af listaverkum hennar að hana j langar til að festa kaup á því. Ólöf Pálsdóttir hefur stundað nám við Listaháskólann í fimm ár. Hún er námsmær Utzon Franks prófessors. Hún hefur ferðast mikið, bæði á Spáni, Frakklandi, Ítalíu og víðar um lönd í Evrópu og Norður-Afríku. Siðastliðið sumar var hún lengi í Egyptalandi og skemmri tíma í Grikklandi. Þessi ferðalög hafa vitanlega orðið henni að miklu gagni. TÁKN ÍSLENZKRAR ÆSKU Ólöf vill sem minnst um sig og list sína segja, þegar ég hitti hana að máli. En um framtið- aráformin segir hún þó, að hún vonist eftir að geta helgað sig listinni. Hún gæti hugsað sér að vinna heima á íslandi eða á Suðurlöndum, og skemmtilegt væri, ef henni gæfist færi á að sýna listaverk sín á íslandi. „Sonur“ kallar Ólöf þessa guli- verðlaunuðu styttu sína, sem er hugsuð sem tákn íslenzkrar æsku. Verkið hefur Ólöf tileinkað móð- ur sinni. (f3efo ^Jforiáonte Frægasta spilavíti Norðurlanda reist AKVÖRÐUN hefur nú verið tekin um það að draga mikla fleka í marz-mánuði n. k. frá Kaupmannahöfn út í mitt Eyrarsund. Á flekum þessum verður byggt stórt alþjóðlegt spilavíti og veit- ingahús, sem er á frjálsu hafi, utan landhelgi. FAGUR SJONDEILDAR- HRINGUR Spilavítið verður kallað „Belo Horizonte", sem er spánska og þýðir „Fagur sjóndeildarhring- ur“. Verður nafn þess ritað með stórkostlegum risastöfum úr Neon-ljósum, svo hægi verður að lesa það bæði frá dönsku og sænsku ströndinni. FYRIR UTAN LÖG CG RÉTT Ætlunin er að staðsetja spila- vítið mitt á milli Kaupmanna-1 hafnar og Málmeyjar. Þar er það utan landhelgi. Er það tal ið mjög heppilegt, því þá geta j lögregluyfirvöld Danmerkur og Svíþjóðar ekki skipt sér af því, þótt fjárhættuspil fari þar fram og einnig verður áfengi og tóbak, sem og aðrar vörur, seldar þar skattfrjálst. Spilavítið mun hafa sína eigin vopnuðu lögreglu og slökkvi- lið og einnig rauðakross-lið, enda getur lögregla nágranna landanna ekki skipt sér af þeim atburðum scm gerast þarna, á stað fyrir utan lög og rétt. Flotholtin eða flekarnir eru 42 x 31 m og munu geta borið einnar hæðar hús, sem verður að gólí- fleti um 1400 fermetrar. Þar verð- ur komið íyrir veitingahúsi og stærsta spilavíti sem til er svo norðarlega i heiminum. Verða þar 9 spilaborð og leyfilegt að veðja allt að 300 ísl. krónum á númer. Alls verður rúm fyrjr 1000 gesti á þessari alþjóða-eyju. Lufthansa tekur til starfa í apríl. LONDON: — Starf þýzka flug- félagsins Lufthansa hefst enn á ný í apríl n.k. Notaðar verða tveggja hreyfla bandarískar Convair-flugvélar. Níu kapteinar brezkra flugfélaga fóru í s.l. viku til Hamborgar til að verða flug- stjórar hjá Lufthansa. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.