Morgunblaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1955, Blaðsíða 16
| Yeðurútii) í dag; • Allhvass A og S-A. Snjókoma. Léttir til með hvassri N-átt. 14. tbl. — Miðvikudagur 19. janúar 1955 OfbeSdi SáS-flugfélagsins' Sjá bls. 2. IVienn dæmdir fyrir skjalafals þjófnaði og kynferðisafbrot Dæmdir í Sakadómi Reykjavíkur ÝLEGA hafa tveir menn verið dæmdir til fangelsisvistar í Sakadómi Reykjavíkur. Annar þeirra var dæmdur fyrir Hinn maðurinn var dæmdur fyrir kyn- \ skjalafals og þjófnað. ierðisbrot. SKOTARNIR Skýrt var frá því hér í blað- inu í gær, að skozkir skipverjar af veðurathugunarskipi hefðu hér gerzt sekir um innbrotsþjófnaði í skartgripaverzlun að Skóla- vörðustíg 21 og í verzl. Liverpool. Þeir voru dæmdir í 6 mánaða fangelsi skilorðsbundið í 3 4r. Eigendum verzlananna var þeim gert að greiða alls 3760 kr. í skaðabætur og fyrir rúðubrotin. JÞeim var og gert að greiða máls- kostnað. SKJALAFALS OG ÞJÓFNAÐIR í>á hefur maður að nafni Gunn- ar Sævar Gunnarsson, Eyjahól- um, Dyrhólahreppi, verið dæmd- ur í 6 mánaða fangelsi óskil- orðsbundið og gert að greiða kr. 3760 í skaðabætur til þeirra manna, er hann hafði bakað tjón með afbrotum sínum. Var Gunn- ari Sævari gert að greiða sakar- kostnað og var sviptur kosninga- rétti og kjörgengi. Hann er 21 árs. <S>----------------------------- Ráml. 2090 lestir SAMKVÆMT upplýsingum frá Togaraafgreiðslunni, sem hefur með höndum alla losun togar- anna sem landa hér í Reykjavík, hafa 10 togarar komið af veiðum dagana 10.—18. janúar. Einn þeirra var með saltfiskfarm, en hinir allir með ísvarinn fisk til vinnslu í frystihúsunum. Var alls landað rúmlega 2000 lestum af ísfiski, Togararnír eru þessir: Þor- steinn Ingólfsson með 155 lestir og Hvalfell með 151 lest, en báð- ir voru með saltfisk. Með ísvar- inn fisk komu: Úranus 324 lestir, Ingólfur Arnarson 225, Jón Þor- láksson 190, Karlsefni 221, Jón Forseti 330. í fvrradag kom Skúli Magnússon með 255 lestir og Hall veig Fróðadóttir 221. í gær var verið að losa Neptúnus sem mun hafa verið með um 230 lestir. Norðurlandabúar í Chicago Kominn til mcðvitnndar ■4 Skömmu fyrir síðustu jól héldu Norðurlandabúar í Chicago fagn- að, eins og venja hefur verið á undanförnum árum. Á myndinni eru, talið frá vinstri (standandi): Ræðismenn landanna og stúlkur í þjóðbúningingi þeirra, Ernest Knuti frá Finnlandi; Orre, Noregi; Gosta Oldenburg, Svíþjóð; Árni Helgason, íslandi; og Poul Scheel, Danmörk. Sitjandi: Karin Möller frá Danmörk; Karen Moen, Nor- í nóvembermánuði 1953 stal hann ávísanahefti frá bónda, sem hann var í vinnumennsku hjá. Falsaði Gunnar Sævar þrjár á- vísanir, samtals að upphæð kr 1031.00. — Á síðastl. sumri stal hann orlofsbók. í hana falsaði hann undirskrift vinnuveitenda, svo og eiganda til að fá greiddar úr bókinni 780 kr. Einnig stal hann á síðastl. sumri frá ýmsum mönnum hér í bænum fjármunum, svo sem ritvél, úrum, alfatnaði o. fl., svo og hlífðaráklæði á fólksbíl. DÆMDUR FYRIR KÝNFERÐISBROT Fyrir nokkrum dögum var svo í Sakadómi kveðinn upp dómur í kynferðismáli, sem höfðað var gegn Svavari Hafsteini Björns- syni í Knoxbúðum. Maður þessi náði inn til sín á salerni fjögurra ára stúlkubarni og hafði við kyn- ferðileg mök við barnið. Geð- heilisbrigðisrannsókn fór fram á manninum og læknirinn, sem rannsakaði hann, taldi Svavar sakhæfann, en hann er 31 árs. Hann hefur verið fjórum sinn- um dæmdur fyrir þjófnaðarbrot. Við dómsuppkvaðningu nú, var Svavar Hafsteinn Björnsson dæmdur í 15 mánaða fangelsi, en 4 vikna varðhald meðan á rann- sókn málsins stóð kemur til frá- dráttar. Hann var sviptur kosn- ingarétti og kjörgengi og gert að greiða málskostnað. Flytur fyrirlestra í félagi fremstu skurðlækita ROYAL College of Surgeons í Lundúnum hefur boðið Níels Dungal að flytja Moyniham- íyrirlestur þar í félaginu. Royal College of Surgeons er fremsta ekurðlæknafélag á Bretlandi, en Moyniham Jávarður, sem talinn er einhver frægasti skurðlæknir Breta á þessari öld, gaf félaginu sjóð til þess að bjóða merkum læknum erlendum til fyrirlestra halds, og eru fyrirlestrarnir við hann kenndir. Próf. Dungal er farinn til Lundúna og flytur í dag (19. jan.) fyrirlestur um krabbamei.-. á íslandi. Ktxnið með Herðu- breið binsað í dag SEM kunnugt er laskaðist stýri strandferðaskipsins Herðubreið- ar í ís á Hornafirði í fyrradag, svo að draga verður skipið hingað suður. Er búizt við að komið verði með það til Reykjavíkur síðdegis í dag. UNGI maðurinn, Einar Þorsteins- son, Bræðraborgarstíg, sem á föstudagsmorgun ók undir pall- horn vörubíls á Hringbrautinni, komst á mánudagskvöldið til meðvitundar á ný. Ekki hefur verið hægt að ganga til fulln- ustu úr skugga um öll meiðsl þau er Einar hlaut, en hann stór- slasaðist á höfði, er hann höfuð- kúpubrotnaði og kjálkabrotnaði. í gærkvöldi var líðan hans orð- in sæmileg eftir atvikum. ÓÞ0LAN0I DRÁTTUB Á SKIPUN SÓKNARPRESTS SIGLUFJAR9AR Furðulegur söguburður í Reykjavík Siglufirði, 18. jan.: IGLFIRÐINGAR eru al- mennt mjög gramir út í þann drátt, sem orðinn er á skipun sóknarprests, en hér fóru prestskosningar fram hinn 12. desember siðastl. eða fyrir rúmum mánuði. Prest- laust hefur verið hér að heita má frá því séra Kristján Róbertsson, fyrrum sóknar- preslur hér, var skipaður prestur á Akureyri, þar sem hann hlaut flest atkv. í prest- kosningunum, 20 atkv. meiri- hluta. Það var um miðjan nóv. MESSAÐ UM JÓLIN © Séra Ingólfur Þorvaldsson, fjóknarprestur í Ólafsfirði messaði hér á annan dag jóla, og setti það sinn ánægjulega svip á jólahátíðina hér. Jafn- framt annaðist hann í des. önnur nauðsynleg prestverk. KOSNINGARNAR Sem fyrr segir, fóru prest- kosningarnar fram fyrir rúm- um mánuði, og fóru þær prúð- mannlega fram og voru Sigl- firðingum til hins mesta sóma. Urðu úrslitin þau, að séra Ragnar Fjalar Lárusson, hlaut hæsta atkvæðatölu eða tæp- lega 40 atkv. fram yfir þann umsækjanda er næstur var að atkvæðamagni. O Er hér á Siglufirði litið á þann drátt, sem orðinn er á skipun sóknarprcstsins, sem móðgun gagnvart Siglfirðing- um, sem svo lengi hafa verið prestiausir og þykjast hafa gert út um þetta mál með leynilegum kosningum. ÓRÖKSTUDDAR SÖGUSAGNIR Sögusagnir um brot á sam- komulagi um kosningafyrir- komulag hafa ekki við rök að styðjast, enda sýnir umsögn prófastsins í Eyjafjarðarpró- fastsdæmi, sem stýrði kosn- ingunni, svo og vottorð fjöl- margra Siglfirðinga úr öllum stjórnmálaflokkum það glöggt en vottorð þetta hefur verið sent ásamt umsögn prófasts- ins til kirkjumálaráðherra. Þar k*>mnr það fram m. a., að umsækjendur höfðu ekki um- bcðsmenn né skrifara á kjör- stað, en slíkt er grundvöllur þess, að hægt sé að fvlgjast með kosningu, og starfrækja kosningaskrifstofu. — En þetta er að sögn ásökun aðila suður í Reykjavík. • Dráttur sá, sem orðinn er á skipun sóknarprests er óþol- andi. Og Siglfirðingar vænta þess, að æðstu menn kirkju- mála meti réttlæti og sann- girni fremur órökstuddu slúðri. j-t Stefán. egi; Trudy Bjorklund, Svíþjóð; Snjólaug Sveinsdóttir, fslandi, og Karen Thomsen, Danmörk. Sjö ára bæjamtgerð lögð niður - 14,1 millj, ha)1i ISÍÐASTA Vestmannaeyjablaði Fylkis, er gerð grein fyrir af- komu bæjarútgerðarinnar og sölu togaranna tveggja, sem Bæjarútgerð Vestmannaeyja keypti á sínum tíma. Frá því fyrir- tæki þetta var stofnað unz það nú hefur verið lagt niður, nemur hallarekstur fyrirtækisins 14 milljónum króna, segir blaðið. Lokið viðgerð SIGLUFIRÐI, 18. jan : — Togari Siglfirðinga, Hafliði, sem strand- aði hér í firðinum um mánaða- mót nóv.—des., er nú kominn á flot aftur ( ftir viðgerð. Fór hún fram í Hamborg cg varð henni lokið í dag Siglir togarinn heim á föstudaginn. Hann mun koma við í Vestmannaeyjum og taka þar nokkra Færeyinga, sem ráðn- ir hafa verið á skipið. Hafliði fer þegar á ísfiskveiðar þegar heim kemur, og mun hann leggja upp afla sinn hér í frystihúsið. —stefán. ’ Til þess að mæta þessum miklu útgjöldum hafa Vest- mannaeyingar lagt fram rúmlega 9,3 millj. kr. Sem dæmi um hve reksturinn var orðinn Bæjarút- gerðinni ofviða, nam taprekstur- inn hvern úthaldsdag árið 1953. kr. 17.500. Og bæjarsjóður varð að greiða í meðgjöf með þeim fisk, sem togararnir þá lönduðu, kr. 677 á hverja lest. Síðan birtir blaðið efnahags- reikninga útgerðarinnar allt frá byrjun, ao undanskildu árinu 1954. — En afkoma útgerðarinn- ar varð sem hér segir: 1948 tap rúml. 1,5 millj. kr., 1949 1,1 milij. kr., 1950 1,8 millj. kr., 1951 1,4 millj. kr., 1952 3,2 millj. kr. og árið 1953 3,3 millj. kr. —• Árið 1954 var hallareksturinn áætlaður 1,5 millj. kr. Óperurnar — „Gullna hliðið" — „Þeir koma í hausf" ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýndi óper- urnar tvær í tólfta skipti í gær- kvöld og verða þær sýndar aftur í kvöld, vegna þess, að n. k. föstudag, sem þeim var ætlaður, verður hátíða sýning á „Gullna hliðinu" eftir Davíð Stefánsson í tilefni af sextugsafmæli skálds- ins, svo sem áður hefur verið getið um í fréttum. Aðeins ötfáar sýningar eru nú eftir af óperunum. Næsta sýning á „Þeir koma í haust“, verður n.k. laugardag. i: ■ Vesfurbœ vegnar bezt Á SUNNUDAGINN hélt „Hverfa keppnin* í handknattleik áfram. Úrslit urðu þau að í kvennaflokki sigraði „Vesturbær“ lið „Úthverf anna“ með 12 gegn 4. t karla- flokki vann „Vesturbær" „Klepps holt“ með 29:26 og „Austurbær" sigraði lið „Hlíðanna“ með 21:18. Leikar standa nú þannig í kven flokki að Vesturbær hefur 2 stig, lið „Austurbæjar“ 2 og „Úthverf- in“ 0 stig. í karlaflokki hefur „Austurbæ- 4 stig, ,,Kleppsholt“ og „Austurbær“ 2 stig hvort, en „Hlíðar" ekkert stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.