Morgunblaðið - 27.01.1955, Síða 2

Morgunblaðið - 27.01.1955, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. jan. 1955 5 utanlandsferða í sumar Farið verður ti! tsSendingabyggða í Vesfurheimi ERÐASKRIFSTOFA ríkisins mun á komandi vori og sumri skipuleggja fimm hópferðir íslendinga til útlanda: tvær ferðir til Norðurlanda, tvær til meginlands Evrópu og eina til meginlands N-Ameríku. Munu ferðir þessar taka yfir tímabilið 3. maí til 7. júlí. F VINSÆLAR FERÐIR Eins og kunnugt er hefir Ferða- skrifstofa ríkisins skipulagt fjöl- margar skemmtiferðir íslendinga til útlanda á undanförnum árum, sem notið hafa mikilla vinsælda. Fólkið hefir komið ánægt og end- urnýjað til baka, hrifið af öllu því nýstárlega og furðulega, sem það hafði séð og kynnzt á ferð- um sínum um ókunn lönd meðal framandi þjóða. Og ferðir þessar liafa ekki einungis verið skemmti og kynnisferðir hins íslenzka ierðafólks, þær hafa um leið ver- ið íslandskynning. Koma íslend- inga frá norðurslóðum hefir vak- ið athygli þar sem leið þeirra hefir legið og áhuga erlendra þjóða á að auka á þekkingu sína á íslandi og íslendingum. MEÐ SVIPUÐU SNIÐI Samkvæmt samtali við for- stjóra Ferðaskrifstofunnar Þor- leif Þórðarson, í gærdag, verða Evrópuferðirnar með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þó verða Meginlandsferðirnar um viku lengri, þar eð reynslan hefir sýnt að farið hefír verið helzt til fljótt yfir til að ferðafólkið fengi notið ferðarinnar, sem skyldi. Mun ferðafólkið hafa 24 daga til um- xáða á Mcginlandinu í staðinn fyrir 18 daga áður. Ferðast verður mestmegnis á íslenzkum farartækjum undir leiðsögn íslenzkra fararstjóra sem fyrr. Fyrri ferðamannaflokkurinn til meginlandsins mun leggja af stað héðan 3. maí með Gullfossi til Kaupmannahafnar. Þaðan verður ferðast suður eftir Dan- iríörku, Þýzkalandi, Sviss, Ítalíu •og aftur norður eftir til Parísar og flogið þaðan heim til íslands 1. júní. MÆTAST í PARÍS Þann sama dag kemur síðari liópurinn flugleiðis til Parísar og ferðast síðan suður eftir Frakk- landi, Ítalíu og heim á leið um Sviss, Þýzkaland, Danmörku og jþaðan heim til íslands með Gull- fossi, sem leggur af stað frá ' Kaupmannahöfn hinn 25. júní •— eða flugleiðis, ef þess er frekar óskað. Með því að skipuleggja fqrðirnar þannig eru farartækin motuð fram og til baka, svo að J>au nýtast til hins ýtrasta en það er mjög mikilsvarðandi ; -atriði til þess að ferðirnar geti orðið sem ódýrastar og hag- | kvæmastar. I ' si-9 DAGA VIÐ ADRIA- EÐA MIDJARDARHAF Eins og áður er sagt verður nú : fqrið hægar yfir á meginlandinu 1 en í ferðum undanfarinna ára, svo að hægt verður að dveljast lengur á fögrum og merkum stöðum. Feneyjar verða teknar aneð inn í áætlunina og gefinn kostur á þriggja daga dvöl í þeirri sérkennilega fögru og frægu borg. Við Adríahafið og i Miðjarðarhafið fær ferðafólkið í ar> synda og sóla sig í 8—9 daga. i NORÐURLANDAFERÐIRNAR I . Fyrri ferðamannaflokkurinn til Norðurlanda fer með flugvél 1. júní til Kaupmannahafnar. Ferð- azt verður um Danmörku, Sví- Jflóð og Noreg og komið og dval- 1 ið á hinum merkustu og fegurstu stöðum. Siglt verður heimleiðis frá Kristiansand um Færeyjar og komið heiro til Reykjavíkur 22. , júní., Seinnj ( Norðurlapdahópur- i»n leggur • af stað héðan - með m.s. Heklu 11. júní til Noregs (Bergen) og mætir fyrri flokkn- um í Osló 16. júní. Hann ferðast fyrst um Noreg og þaðan liggur leiðin um Svíþjóð til Danmerk- ur. Frá Kaupmannahöfn verður farið með rkipi eða flugvél til íslands. Tekur ferðin 21 eða 26 daga eftir því hvort ferðazt er heimleiðis með skipi eða flug- vél. FERÐ TIL ISLENDINGA- BYGGÐA VESTAN HAFS Ferðaskrifstofa ríkisins hefur lengi haft hug á að efna til skipu- lagðrar ferðar til íslendinga- byggða í Ameríku og koma á nán- ari tengslum við frændur og vini þar. Nú hefir verið ákveðið að láta til skarar skríða og efna til slíkrar ferðar á vori komanda. í bráðabirgðaáætlun er gert ráð fyrir, að hér verði um skipti- ferð að ræða, þ. e. a. s., að 40—50 íslendingar fari héðan, og á móti komi jafnmargir Vestur-íslend- ingar eða aðrir, sem kunna að hafa áhuga fyrir ferðinni. í aðal- atriðum er ferðaáætlunin þessi: Flogið frá Reykjavík til New York, en þar yrðu Vestur-íslend- ingar fyrir og tækju flugvélina heim til íslands. Gert er ráð fyrir að Vestur-lslendingar komi til New York í sérstökum leigu- bifreiðum, sem íslendingarnir fara með til Winnipeg og íslend- ingabyggðanna. Um ferðaáætlun þessa er ákveðið að hafa sam- vinnu við Ferðaskrifstofu Mani- toba-rikis cg íslenzk-kanadisku félögin vestan hafs. Lagt verður af stað héðan 7. júní til New York og farið þaðan eftir 3—4 daga dvöl til Washing- ton og þaðan norður eftir til Winnipeg. Skipulagðar verða ferðir um Winnipegvatn og ná- grenni og 17. júní verið á íslend- ingahátíðinni að Gimli. Dagarnir frá 19—28 júní verða ferðafólk- inu til ráðstöfunar að eigin ósk, því að margir munu eiga vini og ættmenni á ýmsum síöðum þar í íslendingabyggðunum. Komið verður heim flugleiðis frá New York 29. júní. ÞEGAR MIKIL EFTIRSPURN Fólk er nú þegar farið að hugsa sér til hreyfings með fyrirspurnir og pantanir til Ferðaskrifstofunn- ar og almenningi bennt á, að nauðsynlegt er að þátttakendur gefi sig frqm hið fyrsta, sem unnt er. Áætlað er að kostnaður við Norðurlandaferðirnar hvora fyrir sig verði kr. 5000,00 fyrir mann- inn og í meginlandsferðunum kr. 7,300,00. - SLYSIN Framh. af bls. 1 væru komnir að þeim aftur og talið björgun frá sjó útilokaða. Björgunarsveitin frá ísa- firði, sem er með Heiðrúnu, I mun freista þess að komast á land innan við Siéttutanga og ganga síðan út með hlíðinni að strandstaðnum. — Takist það ekki er ekki um annað að gera en fara inn í Hrappsfjörð, en þaðan er vegalengdin á landi margfalt Iengri. FLESTIR TOGARANNA í VAR Undanfarna daga hefir verið hið versta veður á djúpmiðum út af Vestfjörðum, og hafa tog- ararnir legið í vari, mjög margir undir Grænhlíð, frá því á laug- ardaginn. Kunnugt er þó um, að nokkrir brezkir togarar héldu sjó, sem' kallað er, úti á djúpmiðum. Á miðunum hefir geisað norð-aust- an fárviðri þessa daga með haf- róti. En er slík veður gerir úti fyrir Horni, er ekki annarra kosta völ en halda sjó, þ. e. að halda kyrru fyrir og andæfa móti veðri. jonsson iiéiassif Skúli FYRSTA NEYÐARSKEYTIÐ Það mun hafa verið um klukk- an hálf tvö í gærdag, sem fyrsta neyðarskeytið heyrðist í ísafjarð- arradíói. Var það frá togaranum „Lorella“, frá Hull (byggður 1947). Skeytið var mjög stutt- ort, sem bcndir til þess, að slys- ið hafi borið að með mjög skjót- um hætti: Liggjum á hliðinni, þörfnumst skjótrar hjálpar. — Síðan rofnaði sambandið, og hef- ir ekki spurzt frekar til togar- ans, en á honum munu hafa ver- ið um 25 menn. Vitað var, að togarinn var milli 40 og 50 sjómílur norð-austur af Horni, er þetta gerðist. En á svip- uðum slóðum voru þrír aðrir brezkir togarar. Á meðal þeirra var stór nýlega byggður (1950) Hull-togari, „Roderigo". Þessi togari mun þrátt fyrir hið ægi- lega veður og dimmviðri, hafa lagt af stað í leit að hinum nauð- stadda togara. LEITAÐ ÚU LOFTI Jafnframt fór af stað frá Keflavíkurflugvelli björgunar- flugvél frá bandaríska flughern- um. Er hún búin ratsjá til leitar úr lofti. Var hún komin á vett- vang um það bil klukkustund áður en dimmdi. Leitaði hún á eins stóru svæði og hægt var að koma við, og mun hafa haft sam- band við aðra brezka togara um hvar bæri helzt að leita. Flugvél- in var á flugi fram í myrkur, en árangurslaust. ANNAR BREZKUR TOGARI Um kiukkan hálf sex sendi svo „Roderigo“, sem hafði ætl- að hinum til aðstoðar, frá sér neyðarskeyti og var það jafn stutt og skeyti „Lorella“ um hjálparheiðni fjórum klukku- stundum áður. Neyðarskeytið hljóðaði svo: Er að hvolfa.! Síðan var allt hljótt. Óttast er, að „Roderigo“ hafi einnig farizt með allri áhöfn, um 25 Takmarkað gildi nema Ráðstjórnin fallist á frjálsar kosningar í V.-Þýzkalandi Bonn, 26. jan. — Reuter-NTB. VESTUR-ÞÝZKA stjórnin í Bonn svaraði að afloknum ráðuneytis- fundi í dag tilkynningu Ráðstjórnarríkjanna frá í gær, að bundinn væri endi á styrjaldarástand milli landanna tveggja. ★ TAKMARKAÐ GILDI Segir í svarinu, að þessi til- kynning Ráðstjórnarríkjanna hafi takmarkað gildi. Tilkynningin gætv%rðið til þess, að samband þess&ra landa færðist í rnun eðli- légfafe horf, ef Ráðstjórnarríkin féllust á, að frjálsar kosningar yrðu -haldnan um *llt-Þýzkaland og væru fús til að gera friðar- samning við Þýzkaland samein- að. Kveðst stjórnin vona, að ár- angur þessarar tilkýnningár verði að Rússar leysi úr haldi. þá þýzka ) stríðsfanga, sem enn ey haldið fangabúðum í Rússlandi. 1 SKÚLI V. GUÐJÓNSSON pró-S’ fessor við Árósaháskóla varð bráðkvaddur að heimili sínu i Árósum, í fyrrakvöld. Hann hafði eftir því, sem skýrt er frá í skeyti frá Kaupmannahöfn, kennt van- heilsu síðastliðið ár. Var talið að hann hefði veikt hjarta. En nú var hann á batavegi, farinn að klæðast, þegar hann hné niður örendur við kvöldborðið heima hjá sér. S k ú 1 i v a r fæddur 16. nóv. 1895 að Vatns- koti í Hegra- nesi. Hann varð s t ú d e n t frá Reykjavíkur- skóla árið 1917 og tók lækna- próf hér við Háskólann 1923. En síðan tók hann próf í læknisfræði aftur við Hafnarháskóla 1931, — hafði þá unnið sem læknakandi- dat á Blegdamspítala og á Ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn og verið aðstoðarlæknir Ríkisspítal- ans í Söderborg. Snemma lagði hann stund á næringarefnafræði og rannsókn- ir á mataræði, og vann við rann- sóknir á ýmsum atvinnusjúkdóm- um. Námsferðir fór hann víða um lönd, svo sem til Þýzkalands, Ítalíu, Hollands, Noregs og Ame- ríku og fleiri landa. En á árinu 1931 gerðist hann umsjónarmað- ur við fjörefnarannsóknastofu ríkisins og heilbrigðisrannsókna- stofu þess í Kaupmannahöfn. Var hann yfirlæknir við atvinnueft- irlitið í Danmörku frá árinu 1933 og ráðunautur við stjórn atvinnu og slysatryggingar í Danmörku frá sama ári. Privatdósent var hann í vinnu- heilsufræði við Kaupmannahafn- ar háskóla. Prófdómari í heilsu- fræði við læknaembættispróf við Háskólann þar. En 1939 gerðist hann prófessor í heilsufræði og manneldisvísindum við háskól- ann í Árósum. Hann átti sæti í fjöldamörgum nefndum vísindamanna og mann- eldisráði ríkisins í Kaupmanna- höfn. Auk þess hefur hann verið í ýmsum nefndum um heilbrigð- ismál í Danmörku. — Fulltrúi dönsku stjórnarinnar var hann við alþjóðamál og ráðstefnur í Genf og víðar. Árið 1936—37 var hann for- stjóri vísindaleiðangurs til Fær- eyja til að rannsaka mataræði Færeyinga. Árið 1939 hafði hann birt 44 vísindagreinar í ýmsum erlendum tímaritum og skrifað kafla um heilsufræðileg efni í alfræðiorðabækur, landafræði- bækur og kennslubækur. Flutti hann fjölmarga fyrirlestra fyrir lækna og stúdenta og alþýðu manna um heilsufræðileg efni. Skúli heitinn var óvenjulega áhugasamur og hugkvæmur mað- ur er jafnan gerði sér far um að brjóta nýjar brautir í rann- sóknum sínum og fræðimennsku. En eftir að hann hafði lokið læknisprófi hér, gerðist hann svo heillaður af þeim viðfangsefnum í vísindagrein sinni er við hon- um blöstu erlendis, að hann gaf sér ekki tíma til að dvelja lang- dvölum hér á landi. Oft dvaldi hann hér á sumrin einkum við laxveiðar og undi sér þar vel, einkum er hann á síðari árum hneigðist til Ijóðagerðar. Eru margar hnyttnar vísur hans, er hann orti við ýmis tækifæri dag- lega lífsins, löngu orðnar land- fleygar. Sitthvað af ljóðum hans hefur verið prentað. Þó Skúli hafi ekki fengizt við störf hérlendis eftir að hann lauk læknaprófi, er mikil eftirsjá að honum í hópi íslendinga, vegna þess hve mikils hann var virtur meðal vísindamanna annarra þjóða. Slíkir fulltrúar íslendinga verða þjójSinni ávallt til sóma, Jh.varisem Jæir. fara.. I...... ! Svar vi5 orðsendinou Riíssa um slit vináttusamuinga • LONDON, 26. jan. — Bretait og Frakkar hafa nú svarað orð- sendingu þeirri frá Ráðstjórnar- ríjtjunum í s. 1. mánuði þar sem Rússar lýsa yfir því, að sam- þykkt Parísar-samninganna hefði í för með sér, að einskia væru nýtir þeir gagnkvæmu vin- áttusamningar, er þessar þjóðirt gerðu með sér á styrjaldarárun- um. Sendiherrar Breta og Frakka afhentu svór sín í dag í Moskvu, • Enn er ekki kunnugt um, hvernig svör við orðsendingunni voru orðuð, en búizt er við, að Bretland og Frakkland fallist ekki á þá staðhæfingu Rússa, að samþykkt Parísar-samninganna eigi enga samleið með vináttu- samningum þessum. Friður í Formósu- Framh. af bls. 2 koma í veg fyrir frekari út- breiðslu bardaganna. í varnarsamningnum er gert ráð fyrir, að Bandaríkjamenn komi til liðs við þjóðernissinna- stjórnina, ef ráðist er á Formósa eða Pescadores-eyjarnar. Sjálfur hefur Eisenhower nýlega lagt áherzlu á, að hér sé aðeins um varnarsamning að ræða. „Við hér í Bretlandseyjum virðum Eisenhower forseta og vitum, að hann væri tregur til að grípa til þess að beita vopnavaldi á vegum Bandaríkjanna, og þvi aðeins myndi hann gera þao, að ástandið væri orðið slíkt að hans áliti, að Formósu og Pescadores- eyjunum væri milcil hætta b :in“, sagði Eden. ★ EYJARNAR VIÐ STRENDUR MEGIN- LANDSINS Eden ræddi einnig það vanda mál, er skapaðist vegna þeirra eyja við strendur meginlandsins, er enn væru á valdi þjóðernis- sinna. Teldu kínverskir komm- únistar sig eiga ótvíræðan rétt til þessara eyja. Benti utanríkis- ráðherrann á, að lausn þessa máls yrði því aðeins komið til leiðar, að jdlir aðilar vildu ieggja sinn skerf fram til íriðsamiegrar úrlausnar. Forustumaður stjórnarandstöð- unnar, Clement Attlee, lýsti yfir því, að Bandaríkin hefðu gert sig sek um að sletta sér fram í borg- arastyrjöld. Benti hann á, að Bandaríkin hefðu verið ein um þær ráðstafanir, er gerðar hafa verið, en SÞ hefði á engan hátt átt þátt í þeim. Ef um væri að ræða stöðvun bardaganna og leita friðsamlegrar lausnar, ætti kín- verska alþýðulýðveldið að fá þá aðstöðu, er því sæmdi með SÞ. ★ FORMÓSA — ÓAÐSKILJ- ANLEGUR IILUTI AF KÍNA? Utanríkisráðherrann svaraði því til, að Formósa hefði aldrei á yfirstandandi öld tilheyrt Kína, þar sem Bretar álitu aftur á móti, að eyjarnar rétt við meginlandið væru hluti af meginlandi Kína. Kvað Attlee, að utanríkisráð- herranum sæist í þessu efni yfir stóra þætti í sögu Kína. Japanir hefðu á sínum tíma hertekið For- mósu og enginn hefði þá haldið því fastar fram en Chiang Kai- Shek, að Formósa væri óaðskilj- anlegur þl.utj. g£ Kípa....1 , A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.