Morgunblaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 4
MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. febrúar 1955 í dag er 32. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 11,44- Síðdegisflæði kl. ?" Læknir er í læknavarðstofunni, eími 5030 frá kl. 6 síðdegis til kl. 8 árdegis. Næturvörður er í lyfjabuðinni Iðunni, sími 7911. Enn fremur eru Holts-apótek og Apótek Austurbæj ar opin daglega til kl. 8 nema á laugardögum til kl. 4. Holts-apó- tek er opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. — □ EDDA 5955217 — 1. RMR — Kyndilm. Föstud. 4.2.20. - Htb. Dagbók • Afmæli • Sjötugur verður næst komandi tmiðvikudag, 2. febrúar, Björn Jósefsson læknir, Húsavík. • Skipafréttir • Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss fór frá New Castle í gærdag til Boulogne og Hamborg- ar. Dettifoss fór frá Hamborg 29. jan. til Rvíkur. Fjallfoss fór frá Hull 29. jan. til Rvíkur. Goðafoss kom til New York 28. jan. frá Portland. Gullfoss átti að fara frá Leith í dag til Rvíkur. Lagarfoss fór frá New York 28. jan. til Rvik ttr. Reykjafoss kom til Rvíkur 20. jan. frá Hull. Selfoss fór frá Leith 28. jan. til Djúpavogs. Tröllafoss ikom til Rvíkur 21. jan. frá New York. Tungufoss kom til Rvíkur 24. jan. frá New York. Katla fór frá Kristiansand 29. jan. til Siglu- fjarðar. Skipadeíld S. í. S.: Hvassafell er í Gdynia. Arnarfell fór frá Recife 29. jan. áleiðis til Rio de Janeiro. Jökulfell fer frá Rostock í dag áleiðis til íslands. Dísarfell fer frá Rotterdam í dag óleiðis til Bremen og Hamborgar. Litlafell er í olíuflutningum Norð- anlands. Helgafell er væntanlegt til Rvíkur í dag. SólheimacJrengurinn Afh. Mbl.: Gömul kona kr. 20,00. Kvenfél. Laugarnessóknar Fundur í kvöld í Laugarnes- kirkju kl. 8,30. Vinningar í getraununum 1. vinningur 796 kr. fyrir 10 rétta (1). — 2. vinningur 159 kr. fyrir 9 rétta (10). — 1. vinningur: 13789. — 2. vinningur: 150 630 738 3361 3423 3666 3987 4248 4254 4263. — (Birt án ábyrgðar). Ekki sovétískur dauði Kommúnistablaðið á föstu- daginn seEidi mér ofurlitla föð- urlega ábendingu um að ég fari málgagnavillt. Ég virði það við hann, að hann telur sig ekki bæran að fjalla um málefni bænda, lieldur hcndir á Alþýðu- blaðið, „blað svipmesta stjórn- arandstöðuflokksins“, segir hann. Aftur á móti tel ég álíka væn- legt til árangurs fyrir bændur að fara með málefni sín í Al- þýðublaðið, eins og að fara und ir kú í gcldstöðu til mjalta. Og til að fyrirbyggja allan misskilning viðvíkjandi ósk minni um fall Framsóknar, vil ég geta þess, að ég ætlast ekki til að hun deyi „sovétískum dauða“, þ. e. að meðlimirnir verði gerðir höfðinu styttri, heldur aðeins, að þeir detti hljóðlega uppfyrir eins og Rannveig o. fl. Bóndi á Hólsfjöllum. Leiðrétting f greininni um vinnudeilu Sambands matreiðslu- og fram- reiðslumanna og skipafélaganna í blaðinu s. 1. laugardag misrit- aðist 48 þús. í sfað 84 þús. — Kaup umræddra matreiðslu- manna myndi hækka upp í 76 þús. og 84 þús. kr. Kvenfélag' Háleigssóknar Aðalfundur félagsins verður í Hugulsemi fónskáldsins JÓN LEIFS tónskáld, auglýsti nýlega í Tímanum eftir litlu húsi eða kofa eða herbergi, sem auðvelt væri að hljóðeinangra. Þykir mörgum þetta bera vott um heilbrigða sjálfsgagnrýni tón- skáldsins og jafnframt mikla hugulsemi við almenning. Jón Leifs er einn maður mikilsvirtur og meistari snjall hins sterka tóns, sjálfsbyrgingshætti og fordild firrtur (menn fara ekki létt í sporin Jóns). Og svo mikið lítillæti hans er að liggur við að hann gleymi sér. Og enn kemur fram hans auðmjúkt sinni sem allir glögglega mega sjá. Hann hyggst nú að fá sér húsakynni hljóðeinangruð sem frekast má, svo út þaðan berist ekkert hljóð til angurs og mæðu vorri þjóð. BJARTUR kvöld kl. 8,30, í Sjómannaskólan-' geymsluhús S. 1. S. við höfnina. um ___ Sími 4941 eða 3923. 1—10 síðdegis, nema. laugardags kl. 10—12 árdegis og kl. 1—7 síð- degis. Sunnudaga frá kl. 2—7. — ÍJtlánadeildin er opin alla virka daga frá kl. 2—10, nema laugar daga kl. 2—7, og sunnudaga id 5—7. ÍJtvarp Skipstjóra- og Stýrimanna- félagið Aldan spilar félagsvist í kvöld kl. 9 í Oddfellow (ekki á miðvikudags- kvöldið). — Félagar, mætið allir og með gesti. •Stúlkur þær, er tóku bláan kött (angora) við tollskýlið við höfnina, s. 1. laug ardag, skili honum strax í vöru- 10 króna veltan: Helgi Bergs, Snekkjuvogi 11 skorar á Skarphéðinn Jóhannsson, Eskihlíð 11 og Gústaf E. Pálsson, Nesvegi 11. Vilhelm Norðfjörð skorar á Karl Guðmundsson, úrsm. og Ól. Einarsson, Austurstr. 14. Lára Kristinsd., Tjarnarg. 10 skorar á Guðb.jörgu Sigurðard., Mjóuhlíð 8 og Reyni Ludvigsson, Grettisgötu 92. Loftur Ámundsson, Hlíðarvegi 15 skorar á Finnboga R. Valdimarsson, Marbakka, Kv. og Þórð Þorsteinsson, Sæbóli, K.v. Gísli Teitsson, Garðarstr. 21 skor- ar á Gunnar Halldórss., Hávallag. 49 og Inga Magnúss., Bárug. 15. Bjarnþór Karlsson, Eskihlíð 5 skorar á Karl Lárusson, Grenimel 31 og Júlíus Björnsson, Laugarás- vegi 69. Gunnar Hannesson skor- ar á Eberhardt Marteinsson og Jón Þórarinsson. Björgvin Bene- diktsson skorar á Ingimar G. Jóns- son, Nesvegi 5 og Ólaf H. Ólafss., Miklubraut 58. Guðjón Einarsson skorar á Jón G. Jónsson, Víðimel 40 og Jónas Halklórsson, Kvist- haga 29. Jóhannes Gíslason. Há- teigsvegi 23 skorar á Guðmundiu Pálsdóttur, Miklubraut 68 og Sig. Bjarnason, múrara, Baróns- stíg 39. Guðríður Guðmundsdóttir, Mímisvegi 8 skorar á H.jalta Geir Kristjánsson, Lvg. 13 og Ottó ÓI- afsson, Vesturgötu 35B. Ólafur Vilhjálmsson, Grettisg. 28 skorar á Vilh.jálm Ólafsson, sama stað og Jón Símonarson, Stangarholti 32. Lárus Lúðvigsson skorar á Asgeir Jónsson, Hátröð 5 og Sigurbjörn Þórarinsson, Eskihlíð 16. Gunnl. Eggertsson, Bergstaðarstræti 28A skorar Unni Eyjólfsd., Skólavörðu stíg 4 og Oddnýu Ólafsd., Berg- staðarstræti 28A. Jón Símonarson, bakari skorar á Gísla Ólafsson. Bergstaðarstræti 48 og Sigurð Ó. Jónsson, Bráðr. 16. Jón Trausti Sigurjónsson skorar á Svan Kristjánsson, Úthlíð 14 og Karl Magnússon, Klapparstíg 12. Sigur björg Helgadóttir, Nesvegi 13 skorar á Krist.ján Jóliannsson, lögr.þj., Tómasarhaga 40 og Ragn- ar Jónsson, Bókhlöðustígr 10. Tekið á móti áskorunum í verzl. Hans Petersen, sportvöi-udeild. Málfundafélagið Óðinn Skrifstofa félagsins í Sjálfstæð- ishúsinu er opin á fösludagskvöld- nrn frá kl. 8—10, sími 7104. — Gjaldkeri félagsins tekur þar við ársgjöldum félagsmanna. Styrktarsjóður munaðar- lausra barna, — Sími 7967. Málfundafélagið Óðinn Stjórn félagsins er til viðtals við félagsmenn í skrifstofu félags- ins á föstudagskvöldum frá kl. 8—10. Sími 7104. Minningarspjöld S.L.F. — Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra — fást í Bókum og rit- föngum, Austurstr. 1, Bókaverzlun Braga Brynjólfssonar, Hafnar- stræti 22, Hafliðabúð, Njálsgötu 1, Verzl. Roða, Lauga#vegi 74. Bæjarhókasafuið Lesstofan er opin alla virti daga frá kl 10—12 árdegis og kl 18,00 Dönskukennsla; I. fl. 18,30 Enskukennsla; II. fl. 18,55 Fram- burðarkennsla í ensku. 19,15 Tón- leikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). 20,30 Dagskrá Sambands bindindisfélaga í skólum: a) Ásg. Sigurgeirss., varaform. samb. flyt- ur ávarp. b) Sigurður Guðmunds- son nemandi í Laugarvatnsskóla flytur ræðu, c) Nemend- ur úr Kennaraskólanum og Menntaskólanum í Reykjavík kveð- ast á. 21,35 Lestur fornrita: Sverris saga; X. (Lárus H. Blön- dal bókavörður). 22,10 Úr heimi Böðvarsson cand. mag.). 22,35 myndlistarinnar. —• Björn Th. Léttir tónar. — Jónas Jónassoni B.jörnsson listfræðingur sér um sér um þáttinn. 23,15 Dagskrár- þáttinn. 22,30 Daglegt mál (Árni lok. >>pyright CENTROPRESS, Copenhagen Z03*i. Eisenhower undirritar imild til að beita bandarískum berjum við vörn Formósu Eisenhower: skref í átfsna til varðveizlu friðarins Washington, 29. jan. EISENHOWER forseti undirritaði í dag í Hvíta húsinu lagaheimild er báðar deildir bandaríska þingsins hafa samþykkt, þess efnis, að Eisenhower hafi fullt umboð til að beita bandarískum herjum til varnar Formósu og Pescadores-eyjunum, ef hann telur nauðsyn krefja. * FÆR UMBOÐIÐ — Á FJÓRUM DÖGUM í heimild þessari er tekið svo til orða, að einnig sé átt við „ná- Ágæt aðsókn er að hinu íslenzka leikriti: „Þeir koma í haust.“ — T. d. var það sýnt fyrir fullu húsi áhorfenda á sunnudagskvöldið, við mikla hrifningu, — Næsta sýning verður á miðvikudagskvöldið. Síðan mun nokkurí hlé verða á sýningum, þar eð Herdís Þor- valdsdóttir, sem fer með annað aðalhlutverkið, fer utan í vikulok- in í boði danska leikarasambandsins. Mun því verða um 10 daga hlé á sýningum leikritsins. — Hér sést atriði úr lokaþættinum, Þóra (Herdís) og Steinþór (Har. Björnsson). Nýiízkti ibúðarhæð 4 herbergi, eldhús og bað í Norðurmýri til sölu. Laus 14. maí n. k. Nýja fasteignasalan Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546. læg svæði“. Þingið veitti Eisen- hower umboð þetta fjórum dög- um eftir, að hann hafði farið þess á leit. Kvaðst forsetinn hafa farið fram á þetta, svo að heimild hans til að beita bandarískum herjum sem æðsti maður hersins, væri ótvírætt viðurkennd á opinberum vettvangi. Fulltrúadeildin samþykkti að veita Eisenhower umboð þetta s.l. þriðjudag með 409 atkvæðum gegn þremur, en öldungadeildin samþykkti það í gærkvöldi með 85 gegn þremúr. ★ fúsir til samvinnu — EN VH.JA TRYGGJA ÖRYGGI HINS FRJÁLSA HEIMS Forsetinn þakkaði þinginu fyrir gagn, er þeir hefðu gert landi sínu með því að samþykkja umboð þetta. Sagði hann, að sam- þykkt þessi bæri þess greinilegan vott, að Bandaríkin væru ákveð- in í að koma bandalagsþjóð sinni til hjálpar og berjast gegn út- breiðslu kommúnismans. „Þetta er skref í áttina til varð- veizlu friðarins á Formósu-svæð- inu,“ sagði forsetinn. Kvað forsetinn Bandaríkin reiðubúin til að styðja viðleitni SÞ til að binda endi á bardagana við Kínastrendur, en „við erum líka ákveðnir í að snúast til varn- ar, ef öryggi Bandaríkjanna og annarra frjálsra þjóða er í veði.“ Auglýsingaskrifstofan er opin virka daga frá kl. 10—12 og 1—6 e.h., laugar daga frá. kl. 10—1 e.h. BEZT AÐ AUGLÝSA t MORGUNBLAÐIHU 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.