Morgunblaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 1. febrúar 1955 ■4 þvottíBvélörnar koEnaiar Hekia h.f. Aiisíurstræti 14 — Sími 1687 Næst síðasti dagur úisosmmíar er í dag. Me yjaskemman Laugavegi 12. Öílum vcndláfum fs-neytendum hendism viB á cð fæst í næstu búð O. Johnson & Kaaber h.f. FTIRLEIT EFTIR ECON HOSTOVSKY Framh'aldssagan 9 hver og einn, karl eða kona, er svo ólíkt hvort öðru, bæði að eðlisfari og stjórnmálalega. — Þekkiö þér Oldrich Borec, einn af ritstjórunum við Frjálsa rödd? Aðeins lítillega? Jæja, hann er einn helzti aðdáandi Kral, faðir Josef Dusan prestur við St. Sebastian kirkjuna er annar. — Það eru miklir kærleikar með þeim. Svo er hann aftur á móti xnikill vinur Ivan Pazderka sót- ara nokkurs í Zelezna Ruda og hátt setts kommúnista, hann og Kral voru saman í framhalds- skóla. Ég spyr yður, hver mundi ekki verða aiveg-ruglaður? Borg aralegur blaðamaður, katólskur prestur og harðsvíraður kom- múnisti. „Það, sem ég vil, er, að láta yð- ur gefa mér allar þær upplýsing ar, sern hægt er að fá um Kral, en þá verðið þér að komast í kynni við ungfrú Pollinger og fá út úr henni eins mikið og mögu- legt er. Ég hef heldur ekkert á rnóti því, að þér kynnist þessum Borek, hann er á hverju kvöidi á Sharpshooters Arms. Þér eruð sjálfur fyrrverandi blaðamaður, svo að það er betra fyrir yður heldur en mína menn. — Bezt er að finna sendiráðsritara á næturklúbbunum og blaðamenn- ina á kránum, það verður tilbreyt mg fyrir yður frá þessum fund- um. Hugsið ekkert um útgjöldin, ég greiddi nokkur þúsund inn á reíkning yðar í dag og ég þarf ekki að fá neitt reikningsskil. — Þetta er alit og sumt í dag, held eg.“ Matejka reis á fætur, en Eric var ekki reiðubúinn til að fara, en sagði nú hægt og yfirvegaði hvert orð: „Auðvitað geri ég alit, sem þér viljið, en ég mundi vera yður mjög þakklátur og það mundi hafa mikil áhrif á allt mál ið, ef þér segðuð mér, hvers vegn^ þér völduð mig til þess að gefa yður upplýsingar um Kral, þar sem þér virðist vita allt okk- ar samband." Matejka rak upp skelli hlátur og það var auðheyrt, að hann var enginn uppgerð. „Þér eruð skapbrigðismaður, Brunner. — Aðra stundina þrábiðjið þér mig um að segja yður ekki, hvers vegna ég haíi valið yður. Eg valdi yður ekki aðeins vegna þess, að þér þekktuð Kral eða vegna þess að þér eruð í utanrikisráðuneyt- inu og gátuð þess vegna haft betri aðgang að ungfrú Pollinger, held ur vegna þess, að þetta mál get- ur orðið ástriða fyrir yður, og flokkurinn þarfnast ástríðufullra manna. Og þar sem við höfum ekki núna nógu marga kommún- ista, sem eru ástríðufullir að eðl- isfari, þá verðum við að notast við hálf-kommúnista, sem eru ástríðufullir.“ Svo að þér lítið á mig sem hálf- kommúnista?“ „Ég svara yður með spurning- tmni: „Hvað álítið þér um yður sjálfan?“ . „Góðviljaðan mann, sem stund- um verður fyrir barðinu á tor- tryggnum félögum" „Skýring yðar er léleg og ó- marxitísk“, sagði Matejka og brosti, ef til vill ekki að Eric, lieldur að þessari útslitnu setn- ingu um ómarxitíska skýringu. Eric stóð upp. Skyndilega vildi hann vera einn og eins langt burtu frá þessum stað og mögu- legt var. En á þessu augnabliki sýndi Matejka ekki aðeins klærnar lieldur og tennurnar. „Ein önnur ástæða, Brunner, hvérs *ve'gna ég valdi yður. Síðan Kral kom aftur til Prag hefur konan yðar haft stefnumót nokkrum sinnum við hann. Og það er enginn efi, að við höfum báðir jafnmikinn á- huga á að komast að, hvort hin gamla ást þeirra hefur blossað upp að nýju, eða hvort þau hitt- ast af annarri ástæðu. Þr£3ji kaflL íbúðin, sem Brunner-hjónin höfðu í úthverfi borgarinnar, var aðeins tvö herbergi og það var aðeins annað, sem var íbúðar- hæft. Hitt notaði eigandi hússins sem geymslu þax til húsnæðis- skrifstoían úthlutaði honum ann- Jóhann ZSNSK SAGA 96 Þetta var meira en ég fengi afborið. „Fáið mér herfána,“ sagði ég. „Þá skal ég fara upp á virkismúrana og reyna með Guðs hjálp að draga hann upp þar.“ Allir sögðu, að slíkt væri óðs manns æði. Ég yrði skotinn til bana samstundis. „Mér er alveg sama“ svaraði ég. „Ég ætla ekki að bíða þess að verða drepinn hér eins og rotta í gildru, ef nokkurt minnsta útlit er fyrir að geta sloppið.“ Ég var með fánann í hendinni þegar einhver, sem var að horfa út um gluggann, kallaði: „Bíddu við, Jóhann! Ég sé mann vera að synda út að galeiðunni. Ja, nú er ég meira en hissa! Þetta hlýtur að vera einhver kristinn maður. sem einhvern veginn hefir sloppið undan morðingjunum og ætlar nú að segja konung- inum frá neyð okkar.“ Seinna komumst við að því, að þessi hrausti bjargvættur okkar var prestur. Við biðum milli vonar og ótta og vorum að hrinda hver öðrum í ákafanum eftir að geta horft út um gluggann. Eftir stutta bið sáum við sannarlega glampa á árar í sól- skininu og við vissum að Ríkarður konungur var kominn til að bjarga okkur. Ég var alveg að springa af ákafa eftir að sjá hinn göfuga herra minn aftur. „Við skulum brjótast út og fara til móts við hann“, hróp- aði ég. Nokkrir hinna gætnari vildu bíða þangað til við værum alveg viss um að hann hefði sigrazt á Serkjum. Beztu leigjendurnir sækjast eftir húsnæði með Homeywell sjálfvirkum hitastillitækjum Einarsson & Pálsson h.f. Laufásvegi 2 — sími 4493. Afgreiðslustarf Framreiðslustúlka óskast sem fyrst. Upplýsingar milli kl. 1—3. Veifingastofan AIILOiV Aðalstræti 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.