Morgunblaðið - 05.02.1955, Síða 8

Morgunblaðið - 05.02.1955, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. febrúar 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Barnaskólinn ah Varmalandi Rýtingarnir í ermunum ÞEGAR gengið var til bæjar- stjórnarkosninga í fyrravet- ur, buðust minnihlutaflokkarnir Kommúnistar, Framsóknarflokk- urinn, Alþýðuflokkurinn og hin ungborna Þjóðvörn til að stjórna Reykjavíkurbæ með þvi, sem þeir nefndu „vinstri samvinnu“. Þessi samvinna hafði þó hvergi sýnt sig í verki, en eftir bæjarstjórnar- kosningarnar átti undrið að ske. Þessir fjórir flokkar reyndu allt til að telja bæjarbúum trú um að þeir gætu, eftir kosningarnar, staðið saman eins og einn maður í fyrsta sinni og síðan stjómað höfuðborginni, henni til gagns og sóma, í fjögur ár. Reykvíkingar lásu blöð „vinstri samvinnunnar" og hlustuðu á ræður forystumannanna. — Þar vottaði hvergi fyrir nokkurri ein drægni um nokkurn skapaðan hlut, hvorki stefnu né menn. Bæj- arbúar sáu svo skýrt sem verða mátti, að afhending borgarinnar í slíkar hendur mundi valda henni miklum skaða, ef til vill óbætanlegu tjóni. Reykvíkingar vissu, að þeir gátu áfram átt kost á ábyrgri stjórn eins flokks, Sjálfstæðismanna, undir forystu vakandi og vinsæls borgarstjóra. Úrslit kosninganna báru það lika með sér, að Reykvíkingar treystu Sjálfstæðismönnum en van- treystu hinu hástemmda orða- fálmi um „vinstri samvinnu", sem aldrei hafði verið til og mundi ekki heldur geta orðiö að veru- leika. Eftir bæjarstjórnarkosningarn- ar hefur það líka sýnt sig, að minnihlutaflokkarnir í bæjar- stjórn hafa ekki getað komið sér saman um neina sameiginlega stefnu. Þar situr allt við það sama og áður. Tillögur hrúgast upp á bæjarstjórnarfundum frá þessum flokkum, en þær vísa \ allar áttir, þar er ekkert heilt eða samstætt. Þetta er auðvitað ekkert annað en það, sem vitað var að koma mundi eftir kosningarnar. Það var fyrirfram vitað, að þessir f jórir flokkar mundu eiga samleið um fátt, nema þá helzt neikvæða en þráláta mótstöðu gegn Sjálf- stæðisflokknum. Um jákvætt sam starf „til vinstri" gat aldrei orðið að ræða. Óheilindin í vinstri samvinn- unni komu, til dæmis, skýrt í ljós við kosningar á bæjarstjórnar- fundi í fyrrakvöld, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Minni- hlutaflokkarnir stóðu tvístraðir, eins og áður. Fulltrúi Framsókn- armanna greiddi aldrei atkvæði og klauf sig þar með, eins greini- lega og verða mátti, út úr allri samvinnu. Alþýðuflokkurinn kldfnaði og missti fulltrúa sína í bæjarráði cg byggingarnefnd, sem eru þýðingarmiklar stofnan- ir í bæjarfélaginu. Þar sveik Alfreð Gíslason sinn eigin flokk og felldi beinlínis með atkvæði sínu þann mann, sem flokksbróð- ir hans hafði stungið upp á til kosningar í byggingarnefnd. — Alfred Gísiason mun hafa átt þess koSt að tryggja sæti Alþýðu- flokksins í bæjarráði með sam- komulagi við fulltrúa Framsókn- ar. Þessu hafnaði Alfred, en í stað þess gerðu kommúnistar hann að varamanni í bæjarráði. Þarna fórnaði þessi Alþýðuflokks maður öruggu sæti handa flokki sinum í býðingarmestu stofnun bæjaríélagr.ins, utan bæjarstjórn arinnar sjálfrar, en varð sjálfur varamaður af náð kommúnista. Alþýðublaðið getur þess í gær, að Alfreð hafi brotið þær samþykkt- ir, sem flokkur hans gerði áður en á fundinn kom, enda liggur í augum uppi að slík framkoma er flokki hans til hins mesta nið- urdreps. Sjálfstæðisflokkurinn má auðvitað láta sig einu gilda þó minnihlutaflokkarnir klofni, drepi sjálfa sig niður eða sitji með hendur í skauti og hafist ekkert að. Hér eigast þeir einir við, sem Sjálfstæðisfl. hirð- ir ekki um þó vegi hver annan. En á þetta er bent hér til þess að sýna hve óheilindin innan „vinstri“ flokkanna eru djúptæk. Þar er ekki um samvinnu að ræða heldur aðeins ýmist svikráð innbyrðis eða afskiptaleysi, sem kemur fram í hjásetu við allar kosningar. Kommúnistar skjóta nú Þjóð- varnarmönnum nokkur framfyrir sig og það gera þeir af því þeir telja sig geta treyst Þjóðvarnar- mönnum fullkomlega. Þjóðvarn- armenn eru sú Ijósglæta, sem kommúnistar eygja og vonast til leiði þá út úr því myrkri ein- angrunarinnar, sem annars hefði beðið þeirra. Kommúnistar telja sig hafa fundið þarna mjög hent- ug verkfæri, sem engin hætta sé á að þeir týni. Spurningin er gvo hvort kommúnistar hafa reiknað það dæmi rétt, en það sýnist svo að þeir telji sig örugga um fylg- isspekt Þjóðvarnar. Þó er það svo, að daglega hamast Þjóðvilj- inn gegn Þjóðvarnarmönnum og bregður þeim um hinar verstu sakir. Það er því glöggt, að sú „vinstri samvinna“, sem kemur fram í san.stöðu þessara tveggja flokka við kosningarnar í fyrra-' kvöld, er á engum heilindum byggð. Kommúnistar gera sér vonir um að geta gleypt Þjóðvarn armenn, en Þióðvörn hinsvegar vonast til að geta klofið atkvæði handa sér út úr röðum óánægðra kommúnistakjósenda. Einnig' þarna er því ekkert að finna annað en vélráð og rýtinga skammt upp i ermunum. Mendés-France ÞRJÚ siðastliðin ár hefur verið unnið að byggingu barnaskóla að Varmalandi í Borgarfirði fyrir alla hreppa Mýrarsýslu utan Borgarness. Formaður skólanefndar, séra Bergur Björnsson í Stafholti, segir svo um mál þetta: „Mánudaginn 6. des. s.l tók til starfa hinn nýi heimavistar- barnaskóli Mýrarsýslu að Varma- landi. Vígsla skólans mun síðar fram fara. í skólanum er rúm fyrir 40 börn, en möguleikar á að koma þar fyrir 52 börnum. Skólinn mun starfa i tveim deild- um og er það eldri deild, sem nú er komin til náms. Kennslustofur eru þrjár, rúmgóðar og glæsileg- ar. Tvær fullkomnar íbúðir. Skólastjóri er Ólafur Ingvars- son frá Strönd, Rangárvöllum, kennari Bjarni Andrésson frá Stykkishólmi, ráðskona Jóhanna Olsen. Það mun vera rúm 20 ár síðan að fyrst var vakið máls á því að byggja heimavistarbarna- skóla fyrir Mýrasýslu á heitum stað og gerði það Daníel Kristj- ánsson frá Hreðavatni. Einnig / Borgarfirði ritaði sr. Björn Magnússon síðar um málið. Ritgerðin birtist í tíma riti Ungmannasambands Borgar- fjarðar, Svanir 1. hefti bls. 82. Liður svo nokkur tími þannig að ekkert var gert, unz þáv. náms- stjóri, Bjarni M. Jónsson (vetur- inn 1941—’42), átti viðtöl við skólanefndir um sameiningu skólahverfa og byggingu heima- vistarskóla fyrir sveitahreppa Mýrasýslu. Boðaði hann til full- trúafundar í þessu skyni, þar sem rætt var um að byggja skólann fyrir fimm eftirtalda hreppa: Hvítársíðu-, Þverárhlíðar-, Norð- urárdals-, Stafholtstungna- og Borgarhrepp. Álftaneshreppur og Hraun- hreppur, á Mýrum vestur, vildu helzt standa saman um skóla- byggingu. Enn liðu mörg ár — eða allt til vorsins 1951 — að verulegur skriður komst á málið. Stefán Vehak andi óLripar: Betur varið til slysavarna. KÆRI Velvakandi! í sambandi við sjóslys og björgun manna úr sjávarháska, sem mikið hefur verið um rætt að undanförnu langar mig til að leggja orð í belg. Fyrir nokkrum dögum átti ég erindi til sölunefndar setuliðs- eigna. Rak ég augun í fjallháan bunka af snjóþrúgum, sýnilega í hættu í NÓTT mátti búast við því að örlagarík atkvæðagreiðsla færi fram í franska þinginu. Því að hún átti að fjalla um framtíð hins merkilega manns í frönskum stjórnmálum, sem hefur hleypt ferskum blæ inn í þau og losað opinbert athafnalíf úr doða þeim og drunga, sem flokkapólitíkin hefur fært það í. Margar athafnir Mendés- France hafa fengið almenna við- urkenningu. Umræðurnar og atkvæða- greiðslan í nótt, sem úrslit voru ekki kunn í, þegar þetta er rit- | að, fjalla formlega um aðgerðir j Mendés-France í málefnum Norð . ur-Afríku. Um þessar aðgerðir hafa verið skiptar skoðanir, en þó mun sú styrka mótspyrna sem þær hafa mætt, ekki aðeins vera málefnalegar, heldur miklu frek ar, að óvinir Mendés-France, I kommúnistar og íhaldssamir þingmenn, sem ekki þoldu fram-1 farabreytingarnar, hafa komið sér saman um að fella stjórn hans. ónotuðum eða mjög lítið notuð- um. Einnig voru þar skinnbuxur, loðnar að innan, ætlaðar flug- mönnum. Voru þær líka sem nýjar. Gæti ég varla hugsað mér betri flík fyrir illa leikinn mann af kulda og vosbúð. Snjóþrúgurn- ar gætu komið að ómetanlegu gagni þar sem færð er þung og illt yfirferðar. Væri ekki eðlilegra, að við- komandi yfirvöld afhentu slysa- varnadeildum tæki þessi og flíkur en að reyna að pranga þessu út, oft fyrir okurverð, eða þá að láta það liggja þarna eng- um til gagns? — O.S.“ Átti þar ekki heima. VELVAKANDI góður! Ég get varla orða bundizt eftir að hafa hlustað á barna- tímann 30. janúar. Sagan, sem Ingibjörg Stephensen las upp á ekki heima í barnatímanum, hún er ljót og ömurleg og er langt frá því að vera fyrir börn. Við foreldrarnir viljum fá fallegar sögur fyrir börnin okkar, en ekki sögur, sem gera þau hrædd og myrkfælin. Eftir vali sagna og tónlistar í barnatímum Þorsteins Ö. Steph- ensen held ég, að hann sé langt frá þvi að vera hinn rétti maður í það starf. — Faðir“. Um lyf gegn holdsveiki. BLAÐINU hafa borizt fyrir- spurnir frá Kópavogshæli um ný amerísk lyf við holds- veiki, sem dr. Albert Schweitzer hafði minnzt á í blaðaviðtali fyrr í vetur. Hafi hann sagt að með þessum lyfum tækist að iækna holdsveikissjúklinga á tveimur til þremur árum. Eftir upplýsingum, sem ég hef aflað mér frá þeim mönnum hér á landi, sem gerst þekkja inn á þetta svið læknavísindanna og fylgjast með öllum nýjungum þar að lútandi. Mun hér um mis- skilning að ræða — sennilega frá hendi blaðamannsins, sem viðtal- ið átti við dr. Schweitzer. En hvað um það, læknavísind- in hafa gert marga dásamlega hluti á síðustu áratugum og hví skyldum við ekki mega vona, að einn góðan veðurdag verði fund- ið upp öruggt lyf við holdsveiki — nú þegar hefur mikið áunnizt í þá átt. Dagatöl S.Í.B.S. IBRÉFI frá Hnífsdælingi, sem ég fékk fyrir nokkru leggur hann nokkur orð í belg um myndskreyttu dagatölin, sem gerð voru að umræðuefni hér í dálkunum nokkru eftir áramótin. „Það er satt“, segir hann, „að SÍBS hefur látið marga við- skiptavini sína fá smekkleg daga- töl í kaupbæti, en því miður virð- ist prentað svo lítið upplag, að allir viðskiptavinirnir geta ekki orðið þess aðnjótandi. Þannig var það hér i Hnífsdal, umboðs- maður hapdrættisins fékk ekki fleiri dagatöl en svo, að aðeins fáir viðskiptavinir gátu fengið eitt eintak. Okkur hinum þótti hálf súrt í broti. — Virðingar- fyllst. — Hnifsdælingur“. Jeppaljósin lögleg. ITILEFNI ummæla „Bílstjóra“ um ólögleg ljós á jeppabílum, hefur mér borizt þessi athuga- semd frá Agli Vilhjálmssyni h.f.: „Á öllum Willys-jeppum, sem vér flytjum inn, er jafnskjótt skipt á ljósasamstæðum, þannig, að sett eru á þá ljós, sem sérstak- lega eru gerð fyrir vinstri akstur og með ljósstyrk eins og lög gera ráð fyrir. Að öðrum kosti fengju bifreið- arnar ekki skoðunarvottorð. — Þess skal og getið að í verzlun vorri höfum vér aðeins ljósasam- stæður fyrir vinstri handar akst- ur. — Egill Vilhjálmsson h.f.“ Það, sem þú gefur cðrum, leggur þú inn fyrir sjálfan þig- Jónsson námsstjóri mætti á sýslufundi í Borgarnesi 11. maí 1951 og var þar rætt um skólamál sýslunnar og kosið fræðsluráð fyrir Mýrasýslu. Námsstjórinn taldi rétt að sameina alla hreppa sýslunnar um bvggingu heima- vistarskóla við Stafholtsveggja- laug og sýslunefndin skoraði á nýkjörið fræðsluráð að hef.iast þegar handa um skólabygg.ing- una. Að tilhlutan fræðsiumáia- stjói'a, samkv. bréfi menntamá'a- ráðuneytisins, boðaði Stefán Jónsson námsstjóri til fundar að Varmalandi 21. júní 1951: Fræðsluráð Mýrasýslu, Jón Stein grímsson sýslumann í Borgar- nesi og oddvita allra hreppa sýsl- unnar, auk formanna skóla- nefnda. Á fundi þessum var end- anlega samþykkt að hefja bygg- ingu skólans og bygginganefnd kjörin, en hana skipa: Jón Stein- grimsson sýslum., Andrés Eyjólfs son alþm. og sr. Bergur Björns- son. — Vinna hófst haustið 1951, en hlé varð á um veturinn, unz tekið var til af fullum krafti vorið 1952. Síðan hefur verið unnið óslitið að byggingu skól- ans undir stjórn yfirsmiðsins, Kristjáns Björnssonar hrepp- stjóra á Steinum. Teikningar að byggingunni gerði Sigvaldi Thordarson arkitekt. Er það samróma álit allra, að öllu inn- anhúss sé mjög smekklega og haganlega fyrir komið, vinna öll frábærlega vel af hendi leyst og skólahúsið glæsilegt. Skólastjór- inn, Ólafur Ingvarsson, hefur tjáð mér, að hann telji skólann taka fram því, sem hann hefur áður kynnst, og ómetanlegan ávinning að íbúðir og heimavist eru full- komlega aðskilin. Einnig tekur hann fram að starfsskilyrði séu hin ákjósanlegustu. Heildarkostnaður við byggingu skólans mun verða eitthvað yfir 3 milljónir. Gert er ráð fyrir að sund- kennsla fari fram á staðnum og voru búningsklefar við sund- laugina endurbættir s.l. haust. í skólanum mun verða mikið sung- ið undir stjórn Bjarna Andrés- sonar kennara, þar mun væntan- lega nám allt verða stundað af kappi og unnið ósleitilega. Miklar vonir eru tengdar við Barnaskóla Mýrasýslu að Varma- landi, sem á að leiða börnin okkar til þroska og frama um ókomin ár. Er það einlæg ósk okkar allra, að mikilvægt starf hans megi giftusamlega takast. Á s.l. hausti voru af sveitar- stjórnum Mýrasýslu kosnir í skólanefnd: Anna Brynjólfsdótt- ir, frú, Gilsbakka, Daníel Kristj- ánsson, skógarvörður, Hreða- vatni, Leifur Finnbogason, bóndi í Hítardal, Vigdís Jónsdóttir, for- stöðukona Varmalandi. Hinn 30. nóv. s.l. skipaði svo menntamála- ráðherra, Bjarni Benediktsson, sr. Berg Björnsson, Stafholti, for- mann nefndarinnar. Vafasamt NEW YORK 4. febrúar. — Banda- ríkjastjórn hefur látið í ljósi „efa“ um að gagnleg yrði ráðstefna um Austurlandamál með svipuðu sniði og Genfarráðstefnan í apríl s.l., en tillögu um slíka ráðstefnu hafa meginlandskínverjar flutt. Segir Bandaríkjastjórn, að sá efi verði enn sterkari rökum styrktur, þegar meginlands- kínverjar hafa hafnað boði Öryggisráðsins um að senda fulltrúa á fund þess. —Reuter—NTB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.