Morgunblaðið - 05.02.1955, Side 14

Morgunblaðið - 05.02.1955, Side 14
14 MORGVNBLAÐIB Laugardagur 5. febrúar 1955 U EFTIRLEIT EFTIR EGON HOSTOVSKY Frarnhaldssagan 13 liringsins, sem var, hafði hún aldrei neitt á móti. En hingað til hafði aldrei komið þangað útlend ingur og það var þess vegna, sem hún sýndi svo mikinn áhuga á athugasemdum Oldrichs um þennan útlenda gest, sem hún inundi geta talað við á sínu eigin máli. Ef einhver hefði séð þau stund- arkorni síðar inni í baðherberg- inu, þar sem þau réttu hvort •oðru sápuna, tannkremið, þvotta- pokann eða kölnarvatnið, og töluðu um börnin, ömmurnar og konu dyravarðarins og töluðu ástúðlega hvort við annað, mundi inaður hafa getað svarið, að þetta væri fullkomið hjónaband. Fullkomnunin var ekki að nokkru leyti skert við það, að Oskar kom inn og heimtaði hátt og óþolinmóðlega langt snæri. eða þegar önnur amman kom með ííögurra ára Jan og þriggja ára Evu eða þegar amman kom og tilkynnti, að þessi litla, óþekka stúlka, gerði ekkert annað en að ieika sér og gleymdi öllu öðru, þar til stór pollur kom upp um að eitthvað hefði komið fyrir þessa ungu dömu. Sameiginlega og hávaðalaust leystu konan og maðurinn heim- ilisvandamálin: Oldricr gaf Osk- ðri utanundir í stað snærisins og Olga flýtti sér að koma honum fram fyrir dyrnar, áður en hann xæki upp öskur. Amman, móðir Irene, var blíðkuð með tveim sígarettum, Eva fékk spýtubrjóst- sykur og Jan fékk tómt kaffibox og allir í sameiningu fengu þær upplýsingar frá Oldrich að þau gætu haft alla íbúðina til þess að ieika sér í og öskra og ólátast nema aðeins vinnuherbergið hans, en þangað mundi bráðum koma dollarakongur. Það var að- eins eitt, sem þau mættu ekki gleyma, enginn mætti koma þangað inn, því að viðtal þeirra var mjög áríðandi og gæti haft áhrif á alla framtíð, ekki einungis Boreks-fjölskyldunnar, heldur og marga ættingja. „Guð hjálpi okkur!“ sagði amman óttaslegin. „Þið ætlið þó ekki að fara að flytja búferlum til Ameríku? Það, sem er hrein- asta Babylon!" „En hvað um amerisku sígar- etturnar, amma, hefurðu gleymt hvernig þær eru á bragðið? Og hvað um súkkulaðið, kakóið, íeið og banana?“ spurði Oldrich gáskafullur og leyndardómsfull- ur eins og hann væri ekki fjarri þeirri hugmynd að flytja yfir hafið. Börnin urðu orðlaus, þegar þau heyrðu súkkulaði nefnt og amman sleikti út um, en samt var hún eins tortrvggin og áður. „Já, sumt af því, sem þeir sendu -eftir stríðið var gott, það er satt, en ekki ætla ég að gleypa þennan rauða niðursoðna safa þeirra, þótt mér væri borgað fyrir. Þeir geta heldur ekki haft mikinn smekk, fyrst karlmennirnir ganga með þessi skræpóttu háls- bindi. Jæja, ekki veit ég það, aidrei hef ég verið þar. Þú ert þokkaleg, Eva, skammastu þín ekki? Hver á að þvo upp eftir svona stóra stúlku eins og þú ert? Þú lyktar eins og mörður. Svona, flýttu þér, út með ykkur. Mér heyriðst ég hevra í bjöllunni". Það var bjallan og það var Johnson frá Nebraska. Hann kom með stóra skjalatösku og breiða, vingjarnlega brosið. Buxurnar J'ans, sem ekki voru huldar und- >r skinnfóðraða frakkanum, gáfu enn meiri auðæfi til kynna, en fötin, sem hann hafði komið í, í utanríkisráðuneytið daginn áð- ur, nefið var jafnvel enn rauðara og brúni hatturinn, sem hann hafði ekki tekið strax af sér, var töluvert minni. Hjónin dönsuðu í kringum litla Ameríkanann eins og börn kringum nýja brúðu, kynntu sig og sögðu, hve þeim þætti gaman að kynnast honum, en smávegis misskilningur kom þegar upp. Oldrich, sem þýddi enska höfunda frá Kipling og Conrad til James Hilton og Rex Warner, vildi auðvitað sýna, hvað hann gæti, og þegar allt kom til alls, var þetta fyrsta tæki færið, sem honum gafst til að tala við enskumælandi mann. En hann hafði ekki fyrr byrj- að, en Johnson leit undrandi á hann, það var augljóst, að hann hafði ekki skilið þetta einkenni- lega tungumál. Hann sagði kurt- eislega: „Úr því að ég er kom- inn til gamla landsins, vil ég heldur tala tékknesku, ef ykkur er sama. Og þar sem Kral sagði mér, að ég mundi strax kunna við mig hjá ykkur, ætla ég að taka þetta smáræði upp úr tösk- unni, svo að heimsókn mín verði ykkur ekki nein byrði“. Þeim geðjaðist vel að honum. Oldrich vegna þess, að hann not- aði hversdagslegar skýringar og Irene vegna þess, að hann var alveg eins og sú hugmynd, sem hún hafði gert sér í hugarlund, að sérvitur auðkýfingur væri. — Oldrich tók af honum frakkann og hattinn og Irene tók við skjalatöskunni, sem var mjög út- troðin og þau fóru með þennan virðulega gest inn í anddyrið og inn í vinnuherbergið. Þar var stundarkorns djúp og hátíðleg þögn, og hjónin tókust ósjálfrátt í hendur, meðan þau horfðu á kraftaverkið gerast. — Herra Johnson hafði tekið tösk- una úr höndum Irene og fór nú að raða innihaldi hennar hátíð- lega á skrifborðið. Þetta var sann kölluð töfrataska, eins og notað- ar eru í sirkusum og hringleika- húsum, hún virtist vera botnlaus, þvi að liprir fingur Johnsons tóku alltaf fleiri og fleiri gersem- ar upp úr henni. Það byrjaði með' wiskyflösku, síðan kom koníak, þá sígarettur, kaffi, te, súkkulaði og niðursoðið kjöt, sápa, ilmvötn og þrjú pör af nylonsokkum. Það komu tár í augu Irene. eins og alltaf er hún varð mjög hrærð, og jafnvel Oldrich viknaði við þessa sjón. „Herra Johnson, þér hafið enga hugmynd um .... það er heldur 1 bágborið ástand hérna .... það voru hræðilegir þurrkar hérna 1 siðastliðið sumar .... eyðilögð uppskera .... og svo gjafirnar j yðar .... ja, ég veit ekki, hvernig ’ á að þakka yður. . . .“. „Nefnið þetta ekki, herra Bo- | rek, mér er ánægja að þessu. Eg segi alltaf, það er sælla að gefa J en þiggja". I Irene Ijómaði öll. Hún gat ( varla beðið eftir því, að segja ! kunningjunum frá heimsókninni: Vitið hvað, hann er ekki einungis auðkýfingur og sérvitur, hann er líka heimspekingur. En Borek velti því fyrir sér, hvort það væri kurteisi að opna aðra flösk- una og ef svo hvort ,ætti þá held- J ur að byrja með whisky eða koníaki. En gesturinn leysti vandann. Herra Johnson dró upp vasapela og tilkynnti spekingslega: „Það er engin ástæða til að láta kverk- arnar vera þurrar. Það sem ég kom með er aðeins fyrir ykkur, ég hef alltaf birgðir með mér. skiljið þér. Við skulum fá okkur dropa úr þessum litla pela og þá verður auðveldara fyrir okkur að ræða vandamál mín. Sjáið til, mál mitt er mjög flókið, flókin | saga. Þetta er skozkt whisky, það ( er hægt að drekka það eintómt , eða með sódavatni og ís eða með vatni og ís“. ( „Ég er hræddur um, að við höfum hvorki ís né sódavatn, en j Jóhann handfasti ENSK SAGA 99 Konungur var of máttfarinn til að tala og sagði því ekki neitt, en bros hans sýndi að honum þótti vænt um þessi orð. í októbermánuði 1192 sigldi konungur svo áleiðis, til Eng- lands. Þegar dagur rann morguninn eftir var strandlengja Landsins helga enn sýnileg. Konungur stóð lengi niðursokk- 1 inn í djúpar hugsanir og horfði löngunarfullum augum til þess lands, þar sem hann hafði unnið hin ótrúlegustu afreks- ' verk af frábærri hreysti. Loks sagði hann í tilbeiðslurómi: „Ég fel þig Guði, ó heilaga land. Einhvern tíma vona ég,1 að ég geti komið þér til hjálpar, ef mér endist aldur til fyrir himneska náð.“ „Amen,“ sagði ég þá. Því næst snerum við okkur báðir við og horfðum út á hið opna haf. sem framundan okkur lá. Því að það sæmir ekki ráðsettum manni að eyða tímanum í að harma hið liðna.! Það er framtíðin ein, sem verðskuldar umhugsun hans. XIV. KAPÍTULI Um það, þegar Ríkarður konungur rakst á tvö skip mönnuð sjóræningjum á hafinu mikla, og hvernig skip hans hrakti í strand og brotnaði í spón Þegar við sigldum frá Landinu helga, var konungur enn lémagna og eftir sig eftir hitasóttina, en eftir nokkurra daga ! veru á sjónum, fékk hann aftur máttinn í hina löngu, velj löguðu limi sína, roðann í andlitið og glampann í hin skíru, Heimsfrægar snyrfivörur Flestar tegundir fyrirliggjandi. HEKLA H.F. Austurstræti 14 — sími 1687. fániimd Hrœrívélar fyrirliggjandi. — Kynnið yður margvíslega kosti þessara hrærivéla. Hekla h.f. Austurstræti 14 — Sími 1687 Seljum í dag og næstu daga nllskonar ódýnu vöiur svo sem: kjólatau tjull blússuefni undirfatasilki undirkjóla náttkjóla barnaföt o. fl. \Jerzlun JJncjiljar^ar Jok nóon Lækjargötu 4 — sími 3540. *■■■■■■■*■>■■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.