Morgunblaðið - 08.02.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUN BLAÐIÐ Þriðjudagur 8. febrúar 1955 Umræður um iðnvæðingu lundsins á Vurðurfundi Frarah. af bls. 1 "bernskuskeiði hér á landi og má gera ráð fyrir að hún eigi eftir að vaxa til muna næstu áratug- ina. JARN — FINI MALMURINN SEM UNNINN HEFIR VERIÐ A ÍSLANDI Eini máimurinn sem unninn hefir verið á íslandi er járn, og var það unnið úr mýrarrauða með rauðablæstri. Talið er að járnvinnsla hafi lagzt niður hér á landi á 15. öld, en Þangað til allt frá landnámsöld telja fróðir menn að forfeður okkar hafi sjálfir fran.leitt allt það járn sem notað var í landinu. Tilraunir sem voru á þessari öld gerðar til að brenna járn úr brúnjárn- steini, báru ekki tilætlaðan árang ur. Þá hefir brennisteinn verið unninn her um margra alda skeið. Vinnsla brennisteins á yfirborði brennisteinsnámanna er seinleg og virðist ekki eiga fram- tið fyrir höndum. En hér standa iiú yfir tilraunir til að vinna brennistein beint úr gufunni í námunum og má búast við ár- angri þeirra tilrauna innan skamms. SILFURBERG — VIÐKVÆMT FYRIR HNJASKI Silfux-berg hafa menn unnið á íslandi um hálfrar annarrar aldar skeið. en því iriiður er það svo viðkvæmt fyrir hnjaski, að það verður ekki unnið nema með liandverkfærum. Vinnsla silfur- bergs er þessvegna svo dýr, að það er mjög vafasamt, hvort hún á nokkra framtíð fyrir höndum. Skúli Magnússon fógeti átti frumkvæði að tilraun að því að sjóða salt úr sjó við jarðhita, og skömmu seinna var svo hafin saltsuða að Reykjanesi við ísa- fjarðardjúp. Saltsuða þessi lagð- ist niður e+tir 19 ár vegna fram- leiðslugalla, er gerði saltið tor- seljanlegt Engu að síður var þetta mjög athyglisverð tilraun til þess að hagnýta jarðhita. Ef Jón E. Vestdal: til vill mætti nota eitthvað af þeim jarðhita, sem nú fer til spillis, til saltsuðu. PERLUSTEINSIÐNAÐUR Fyrir nokkrum árum síðan komust menn á snoðir um það, að hægt er að mynda glerfroðu úr sumum tegundum eldfjalla- glers, ef þær eru hitaðar. Kall- ast grjót þetta perlusteinn (perlite). Einkum í. Bandaríkj- unum er kominn nokkur skriður á notkun þess, og íer hún þar hraðvaxandi ár frá ári. En í Evrópu er perlusteinsiðnaður mjög lítill og stafar það mest af skorti á góðum hráefnum. Til þessa hafa tvær perlusteins- námur fundizt hér á landi. Önn- ur í Loðmundarfirði og hin í Prestahnúp vestan undir Lang- jökli. Perlusteinsnámurnar ís- lenzku eru nógu stórar til þess að fullnægja hráefnaþörf stór- fellds perlusteinsiðnaðar beggja vegna við norðanvert Atlants- haf um margra áratuga skeið. Vinnsla hans og flutningur á markað eru að vísu miklum örðug leikum háð. Þó ber að vinna að frekari rannsóknum á honum og að því að kynna hann bæði heima og erlendis. LEIT AÐ PERLUSTEINI UMHVERFIS HELZTU HAFNIR Næst liggur fyrir að leita enn gaumgæfilegar . en áður hefur verið gert að perlusteini í jörð umhverfis helztu hafnir á land inu. En auk þess virðist nú tíma bært orðið að gera nákvæmar áætlanir um kostnað við vinnslu og útflutnihg á perlusteini frá þeim námum sem þegar er kunn- ugt um. Að lokum sýndi Tómas nokkur sýnishorn af íslenzkum berg- tegundum, sem hann taldi að vinna mætti og nota á ýmsan hátt í byggingariðnaðinum. Gat hann þess, hvar þessi sýnishorn væru tekin og skýrði frá því í stuttu máli, hvernig hann teldi heppilegast að nota þau hvert fyrir sig. ljós.t, að hér var völ á hinu ákjósanlegasta hráefni, legunnar vegna, og örskammt til ágætrar hafnar. Ýmsir annmarkar voi-u samt á vinnslu sandsins, svo sem sjávardýpi (30—40 m), og sand- lagið reyndist við rannsókn í þynnsta lagi. j Sandi hafði aldrei verið dælt ! við slík skilyrði. Óráðiegt þótti því að hefja byggingu sements- Skeljasandurinn ákjósanlegur i sement * HILLIR UNDIR STÓRIÐNAÐ HÉR Á LANDI Jón Vestdal drap í fyrstu í eriridi sínu stuttlega á mikilvægi þess fyrir þjóðarbúskapinn, að framleiðsla á sem flestum svið- ura væri sem mest, enda væri mikil og verðmæt framleiðsla undirstaða velmegunar hverrar þjóðar. Benti Jón í þessu sam- bandi á, hvað orka mannsins ein uær skammt, og hve nauðsynlegt manninum væri að taka í sína þjónustu tæki vélamenningarinn- ar til að auka afköst og fram- leiðslu. Gat Jón þess, að ekki eru ýkja margir áratugir síðan, að öflun fisks úr sjó og verkun hans var framkvæmd án notkunar annarr- ar jorku en mannsorkunnar, en að bætt afkoma þjóðarinnar á síðustu hálfri öld væri einmitt í því-fólgin, að á þessu varð gagn- ger breyting. Tilvalið er einmitt að koma hagnýtingu aðfenginnar orku við í ýmiss konar iðnaði, en ýmsar greínir iðnaðar hafa vaxið mjög ört i á síðustu áratugum hér á landi. Kvað Jón það vera einkar heillavænlega þróun, og mætti þar einkum til nefna fiskiðnað, járnsmíðar og mjólkuriðnað. Sjá má nú hilla undir stóriðnað í landinu: Áburðarverksmiðja er þe^ar tekin til starfa og unnið er * að byggingu sementsverk- smiðju. Skýrði Jón siðan frá tildrög- um að byggingu sementsverk- smiðjunnar, hversu langt bygging hennar væri komin og hvernig hátlað. væri. framleiðslu séments. * SKELJASANDUR OG LÍPARÍT — AÐALEFNI- VÖRUR í SEMENT Til framleiðslu sements þarf kalk, kísilsýru, járn- og alúmin- íumoxyd. Aðalefnið er kalk, og verða 87% hráefnanna, sem not- uð verða til framleiðslu sements- ins á Akranesi, kalksandur eða skeljasandur. Sandurinn inni- heldur jafnframt járn- og alú- miníumoxyd, en kísilsýra er fengin úr móbergssandi, er bland aður er skeljasandinum. Næg kísilsýra fæst þó ekki úr mó- bergssandinum, svo að blanda verður hráefnin kísilsýruríkri steintegund. Notað verður til þess líparít, sem fæst í nágrenni Akra- ness, bæði Borgarfjarðar- og Hvalfjarðarmegin og mikíð magn er til af því undir Þyrli í Hval- firði. Sementið á Akranesi verð- ur því brennt úr þessum tveim hráefnum. Hlutföll hráefnanna til sementsframleiðslunnar á Akranesi verða slík, að notaðar verða 116 þús. lestir af skelja- sandi og 17 þús. lestir af líparít til framleiðslu 75 þús. lesta af sementi. Fyrir framleiðslu sements skiptir það meginmáli, hve kostn- aðarsamt er að afla kalksins. — Fyrri áætlanir um sementsverk- smiðju strönduðu einkum á þessu atriði. * SKELJASANDUR í FAXAFLÓA ÁKJÓSAN- LEGUR LEGUNNAR VEGNA En þegar fundinn var skelja- sandurinn i Faxaflóa, var aug- verksmiðjunnar fyrr en gengið hafði verið úr skugga um, hvort einhverjir tæknilegir annmarkar | væru á dælingu sandsins, og hver : yrði kostnaður við dælinguna. I Sumarið 1953 var því hafizt handa um dælingu til öflunar skeljasandsins, leigt sanddælu- skip búið sérstökum tækjum mið- uðum við aðstæður. Tækin reynd ust hin beztu og dælingin gekk að óskum. Dælt var 9 mílur suð- vestur af Akranesi í tæpa tvo mánuði. í hverri ferð flutti skipið með sér 744 rúmmetra af sandi, 1200 lestir. ★ ÓVENJULEGA ÓDÝRT HRÁEFNI Alls voru fluttar í land 215 þús. lestir af sandi, og varð kostn- aðurinn alls við dælinguna 20 kr. fyrir hverja lest, og er þar með- talinn undirbúningskostnaður. — Gera má því ráð fyrir, að sand- urinn verði nokkru ódýrari í framtíðinni eða um 15 kr. á hverja lest, og má fullyrða, að hér sé um óvenjulega ódýrt hrá- efni að ræða. Á þeim bletti, sem dælt var (400 m á hvern veg) virtist sand- magnið vera jafnmikið, þegar frá var horfið og í upphafi, og tel.ia má víst, að sandur hafi borizt jafnharðan í skörðin. Virtist vera minna um möl í sandinum síðari hluta dælingartímabilsins. Öflun líparítsins verður ekki eins vandasöm en kostnaðarsam- ari. Sprengt verður úr berginil austan Bláskeggsár í Hvalfirði. Er sjór og möl hafa verið hreinsuð úr skeljasandinum, er sandurinn og líparítið malað saman með vatni í mjög fíngerða leðju, og síðan eru hráefni þessi hituð í ofni upp í 1450° C. Falla þau úr ofninum sem steinmylsna, sem síðan er blönduð 4% af gipsi. Gips er ekki til hér á landi og verð.ur að flytja það inn, svo og eldsneyti til brennslu sementsins. ★ BYGGINGARKOSTNAÐUR UM 80 MILLJ. KR. f sementsverksmiðjunni á Akranesi verða framleiddar 75 þús. lestir af sementi árlega, nokkru meira en notað hefur ver- ið innanlands að undanförnu. En þó má stækka verksmiðjuna, svo að ársframleiðslan verði 150—200 þús. lestir. Byggingarkostnaður er áætlaður um 80 millj. kr. — Framleiðslukostnaður á hverja lest er áætlaður 320 kr., ef fram- leiðslugeta verksmiðjunnar verð- ur nýtt til fulls. Verður fram- leiðslan því samkeppnisfær við innflutt sement, því að verð á innfluttu sementi er nú nokkuð á sjötta hundrað krónur hver lest. Mestu máli skiptir þó, hve mikill erlendur gjaldeyrir spar- ast, er sementsverksmiðjan tekur til starfa. Vinna hófst við byggingu sem- entsverksmiðjunnar á s.l. hausti, og hefur verið unnið að bygg- ingu á undirstöðum og jöfnun lóðarinnar í vetur. í vor verður hafizt handa um víðtækari fram- kvæmdir og haldið áfram, unz farið verður að mala sementið með orku íslenzkra fallvatna, en það getur tæpast orðið fyrr en síðla árs 1957. rennsli þeirra er mjög breytilegt. Þær éru yfirleitt óhagstæðar til virkjunar og mjög vafasamt að veruleg vatnsorka verði nýtt í þeim. ' Loks eru svo jökulárnar, sem eiga upptök sín í stórjöklunum þrem, en fá jafnframt verulegan hluta af rennsli sínu frá lindám og dragám á hálendinu. í þessum ám er mestur hluti af vatnsafli landsins, eða í þeim 10 helztu sem til greina koma sennilega allt að 80%. Rennsli jökulánna er því mið- ur mjög breytilegt og nýtist illa, ef ekki verður komið við stór- kostlegri vatnsmiðlun, sem krefst langra og hárra stíflna, sem ó- víst er að jarðvegur og aðrar að- stæður leyfi. ★ AÆTLAÐ HEILDAR- VATNSAFL 25.000 MILLJ. KWST. Jón Þorláksson áætlaði fyrst ur manna heildarvatnsafl í land- inu og taldi það vera 25.000 millj. kwst. á ári. Nú nýlega hefur svo Sig. Thoroddsen, verkfr. yngri, gert aðra áætlun og fékk niður- stöðuna 38.000 millj. kwst. á ári. Sigurður gerði þó ráð fyrir, að beitt yrði nýjustu tækni í virkj- unarframkvæmdum, þ. e. a. s. byggðar neðanjarðaraflstöðvar, víða með löngum og víðum að- rennslisgöngum, og ennfremur, að jarðvegurinn þyldi stórar raið- lunarstíflur. Þessi atriði eru þö svo óviss, að óvarlegt er að> treysta heim, og ég mundi því telja rétt að haida fast við tölu Jóns Þorlákssonar, 25000 millj. kwst. á ári. Jafnvel sú tal i er fe. t. v. of há, en þó svo væri, þá. er hér ekki um neina smáræðis orku að ræða, og má til saraan- Eiríkur Briem: \ Vatnsorkan 25 milljarð kw.stundir ■k HEILDARNOTKUN 1660 MILLJ. KWST. Eiríkur Briem, rafveitustjóri, ræddi um virkjanir og raforku- mál. Heildarraforkunotkun íslend- inga (þ.e. hagnýtt orka að frá- töldum töpum) er nú um 1660 millj. kwst. og skiptist þannig á orkugjafa: Vatnsorka 330 millj. kwst. 20% Jarðhiti 33Ö millj. kwst. 20% Eldsneyti 1000 millj. kwst. 60% 1660 millj kwst. Af þessu sést, að okkur hefur þegar orðið allvel ágengt í nýt- ingu innlendra orkugjafa, en að sjálfsögðu er takmarkið að út- rýma erlendu eldsneyti að svo miklu leyti sem hægt er. Sé elds- neytisnotkunin athuguð nánar sést, að hún skiptist þannig: Húshitun o.þ.h. 365 millj. kwst. Iðn. og landb. 200 millj. kwst. Fiskveiðar og samgöngur 435 millj. kwst. 1000 millj kwst. Til fiskveiða og samgangna verðum við að líkindum að nota innflutt eldsneyti, en húshitun og annarri staðbundinni orku- notkun ættum við með tímanum að geta fullnægt að öllu leyti með innlendum orkugjöfum, vatnsafli og jarðhita. Eins og kunnugt er, eru nú á döfinni ýmsar framkvæmdir í þessum efnum. Tvær þeirra, aukning Hitaveitu Reykjavíkur og virkjun Efra Sogs, hafa áður verið ræddar hér í félaginu, og mun ég því ekki fjalla um þær, en sný mér að þriðju fram- kvæmdinni 250 millj. kr. á næstu 10 árum til rafvæðingar víðs vegar um landið.________...... * SAMEINING ALLS LANDSINS í EITT ORKUVEITUKERFI Ég mun ekki orðlengja um framhald þessara framkvæmda, en það verður að sjálfsögðu auknar og nýjar aflstöðvar og væntanlega samtenging alls lands ins í eitt orkuveitukerfi. Til dærnis er fyi'ii'sjáanlegt að Sogið verður fullnýtt áður en langt líð- ur, og þá ekki um annað að ræða en jökulárnar, Hvítá eða Þjórsá. En áætlanir um virkjanir í þess- um ám eru aðeins á byrjunar- stigi, og því ekki tök á því nú að lýsa væntanlegum orkuverum í þeim. Hins vegar skal ég víkja lauslega að því, hve mikil vatns- orka og jarðhiti er talinn vera til umráða hér á landi. Því miður verður að játa, að vitneskja okkar í þessum efnum er takmörkuð, því það er ekki fyi’r en á seinustu 10 árum, sem skipulagðar og reglubundnar rennslismælingar eru hafnar í öllum helztu fallvötnunum, og landmælingar úr lofti í því skyni að athuga tilhögun og staðsetn- ingu mannvirkja eru nýlega hafn ar. Af þessum sökum verður að verulegu leyti, að grípa til ágizk- ana Um vatnsorkuna. ★ ÞRÍR HÖFUÐFLOKKAR ÍSL. VATNSFALLA Guðm. Kjartansson, jarð- fræðingur, hefur aðgreint íslenzk fallvötn í 3 höfuðflokka: lindár, dragár og jökulár. Lindár eru t.d. Sog og Laxá, sem fá aðrennsli sitt að mestu neðanjarðar og hafa því jafnt rennsli og tært vatn. Þessar ár eru hagstæðar til virkj- unar en flestar afllitlar, þannig ( að Sog og Laxá eru í rauninni einu lindárnar, sem verulegu máli skipta. Þær geta gefið 500— 600 millj. kwst. á ári hvor um sig. Dragárnar fá vatn sitt að mestu jlfeyti _ sem yfirborðsyatn^. og. burðar nefna að þetta er af allri vatnsorku Svíþjóðar og % af allri vatnsorku Noregs. Um jarðhitann er það að segja, að ennþá erfiðara er að áætla hann en vatnsorkuna. Gunnar Böðvarsson, verkfr., hefur þó gert tilraun í þá átt og komst, að þeii’ri niðurstöðu, að væi'i hann notaður til upphitunar eingöngu, en þá nýtist hann vel, væri hann allt að eins mikill og vatnsorkan. Væri jarðhitinn hins vegar not- aður til raforkuvinnslu eingöngu, fengist aðeins 1/10 hluti af ork- unni sakir lélcgrar nýtni. Það fer því mjög eftir notkuninni, hversu mikill jarðhitinn getur talizt, en takist að nýta hann sæmilega, t.d. með raforkurtöðv- um, sem notuðu frárennslið til upphitunar eða iðnaðar, ætti hann að geta samsvarað veruleg- um hluta af vatnsorkunni. Ég gat þess í upphafi, að nettó orkunotkun okkar væri rúmar 1000 millj. kwst. á ári að frá- dreginni orkunotkun við fisk- veiðar og samgöngur. Væri bessi orka öll framleidd nú með vatns- aflsstöðvum svaraði það, að með- töldum orkutöpum, til urn 1500 millj. kwst. af þeim 25000 millj. kwst., sem við töldum okkur eiga í vatnsafli og e. t. v. 10000 millj . kwst. í jarðhita. .011 staðbundin orkunotkun nú er því ekki nema um 4% og virkjuð vatns- og hita- orka ekki nema um 2% af þeirri orku, sem við e. t. v. eigum. ★ ÓHÆTT AÐ LEYFA ORKUFREKAN STÓRIFjNAÐ Geri maður ráð fyrir, að er- lendu eldsneyti verði útrýmt að svo miklu leyti sem unnt er, og að hér rísi upp töluverður iðn- aður, annar en orkufrekur stór- iðnaður, má gizka á, að þessar tölur hækkuðu upp í t.d. 15— 20% á næstu 40—50 árum. Það mundi þýða, að okkur ætti að vera óhætt að leyfa hér orkufrek- an stóriðnað, að vissu marki, án þess, að það þyrfti að hafa skort á orku til annara þarfa í för með Framh. á bls. 9,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.