Morgunblaðið - 08.02.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUTSBLAÐIÐ ÞriSjudagur 8. febrúar 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskxiftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. <jl ái „Hann vnr óþreytnndi í triinni á sigur hins gáða“ íslendingar segja ólit sitt ó siðiausum rógburði Breta Á BRETLANDSEYJUM býr sú Íl þjóð, sem hefur öðrum þjóð- um fremur kennt sig við lýðfrelsi, mannvernd, þingræði og réttlæti dómsvaldsins. Hún hefur flaggað með móður parlamenntanna, og haldið fram til sigurs kenningunni um það að dómstólar skuli vera óháðir til þess að finna réttláta lausn í hverju máli. Svo gerist sá atburður að lít- il nágrannaþjóð ákvað að neyta fullkomins og algers réttar síns og hindra eyðingu fiskimið- anna sem hún byggir allt sitt líf á. En þessari sjálfsbjargar- viðleitni íslendinga svarar sóma þjóðin brezka með því að gera tilraun til að svelta okkur til hlýðni. Þá tala þeir ekki leng- ur um réttlæti heldur sýna kald an hnefa ofbeldis. Þá var reynt að banna Islendingum allar bjargir. I einu vetvangi var stærsta fiskmarkaði okkar lok- að. Það skal sagt fullkomlega sem er að við Islendingar teljum okkur ekki eiga skilið slík bolabrögð og kúgun af hendi brezku -ofbeldis- þjóðarinnar. Við höfum á engan hátt gert svo á hluta hennar að þeir geti á nokkum hátt réttlætt ofsóknirnar gegn Islandi. I fyrsta lagi stendur það fast að friðunarráðstafanir íslendinga voru lífsnauðsyn fyrir okkur og þær voru fyllilega réttmætar. Við Islendingar gengum ekki lengra í þeim, heldur en dómur Haag-dóm- stólsins hafði sýnt okkur að væri alþjóðalög í deilu Norðmanna og Breta. Þeir hafa ekkert gert til að véfengja þessa staðreynd fyr- ir alþjóðadómstóli. 1 öðru lagi gilda friðunaraðgerð irnar og veiðibann togara jafnt fyrir okkar eigin togara sem brezka togara, svo að ekki er um að ræða neina mismunun. 1 þriðja lagi þá hafa Bretar svo áratugum saman sótt auð fjár á íslenzk fiskimið. Réttindi til þess fengu þeir með samningi við Dani en hafa ekkert látið okkur í té í staðinn. í fjórða lagi er fjandskapur þeirra allur gegn fslendingum fullkomlega óverðskuldaSur. — Um langt árabil höfum viS haft vinsamleg samskipti viS Breta. Siglingar okkar á hættusvæði urSu Bretum mikill styrkur á styrjaldarárunum og viS höfum skipað okkur meS þeim í bar- áttu þeirra gegn ógn nazismans til verndar lýSræSi og réttlæti í heiminum. En svo kynnumst við því síðar hvernig það rétt- læti var sem Bretar börðust fyr ir. Það virðist hafa verið rétt- læti fyrir hinn sterka, þar sem sjálf sú þjóð, sem þóttist vera öndvegis þjóð frelsishugsjón- anna er barizt var fyrir, beitir okkur Iiinni svívirðilegustu kúgun. Að vísu er það nú komið í ljós að svelti Breta hefur ekki haft tilætluð áhrif. Það hefur sem sé komið í ljós að við getum komist af alveg án brezks markaðar. Að vísu voru viðskiptin við Breta okk ur hagstæð og okkur líkaði við vör ur sem þeir buðu okkur. En fyrst viðmót þeirra er slíkt, þá getum við alveg komizt af án þeirra og þurfum og ættum engin viðskipti frekar að hafa við þessa ofbeldis- menn. En hitt tekur þó yfir allan laga- bálk, þegar nú er hafin í Bret- landi, rógsherferð gegn Islending um. Hreinum lygum og blekkingum er beitt til að saka íslendinga um dauða 40 brezkra sjómanna. Málið er komið á alvarlegt stig þegar stórblað með milljónum lesenda, flytja þá fregn sem staðreýnd að Islendingar hafi fast að því myrt brezka sjómenn. Við vitum það, að þekkingarskortur brezkrar alþýðu á Islandi er dæmalaus og því er auðvelt fyrir stórblöðin að koma þeirri hugsun inn hiá lesendum sínum að á íslandi búi villimenn eða eskimóar eða morðingjar. Fyr ir það verður málið þeim mun ai- varlegra að það er auðvelt með slíkum lygum að vekia hatur Breta á okkur. En hiá því gæti varla farið ef það tækist að gagn- kvæmt hatur Islendinga myndi rísa þar á móti. Við erum fáir. fálækir, smá- ir. Fn smæð okkar hefur seint getað orkað því að við þornm ekki nð láta álit okkar í liós hreint «" umbnSalaust. ViS eet- um pS vísu ekki breytt bví pS pf t>rrtrke stót-bióSin vill beita ofkotdi viS okkur. bá getnr hún v:Shf>ld!S sínu löndiinarbanni. O" ef hún ætlar aS koma af staS hatursherferð gegn okkur í brezkum blöSum- þá getum viS litlu haggaS meS þaS. j En hvar sem viS erum stadd- ir, á hvaSa vettvangi sem er, skubim viS bafa dirfsku til meS hreinu móSurmáli okkar, aS Ivsa vfir vanþóknun okkar yf- , ir siSlausri «" særandi fram- komu stórhióSnrinnar. — Um ÞaS eru allir íslendingar sam- mála. RÆÐA forsaetis- og utanríkis- ráðherra Danmerkur, H. C. Hansens yfir líkbörum Hans Hedtofts í Ráðhússal Kaup- mannahafnar við útförina 6. febr. 1955: ÞAÐ varð hlutverk mitt, að taka til máls yfir líkbörum Hans Hedtofts og þó eru ekki nema tæpir tveir mánuðir síðan við kvöddum konu hans, frú Ellu. Þá bað Hans mig um að tala, því hann var vanbúinn til þess sjálfur í sinni djúpu sorg. Við vonuðumst eftir, að hann — smátt og smátt — fengi þrótt og styrk eftir það áfall. En hann reyndist að vera niðurbrotinn maður. Og í dag fylgir öll þjóðin honum til grafar. Hann, sem var lífsfögnuðurinn sjálfur, maður- inn sem tók lifandi þátt í öllu sem gerðist í kringum hann, var sí- vakandi samvizka alls vinaskar- ans, er nú horfinn sjónum vorum. Þjóð vor upplifir, að baráttuvopn eru lögð til hliðar og sverðin slíðruð og ekkert styggðaryrði sagt þá stundina, meðan þessu mikilmenni er fylgt til grafar. Fyrir mörgum var hann mikils metinn flokksbróðir, hinum var hann eindreginn andstæðingur, allir hylla hann nú. Þegar hann kvaddi jarðlífið var hann einn síns liðs, sofnaði einmana í hótel- herbergi sínu, án þess að nokk- ur vinarhönd styddi hann síðustu augnablikin. En heill heimur fylkti sér um hann af samúð og viðurkenningu þakklátum huga fyrir lífsstarf og mikið afrek. UPPALINN í BÆ PÉTURS SABROES Hans Hedtoft ólst upp utan höfuðstaðarins í bæ Péturs Sabroe — Árósum. Það er engin tilviljun að ég nefni nafn Péturs Sabroe, því þessi alveg sérstæði stjórnmálamaður hafði hreint og beint töfrandi áhrif á heimili verkamanna í þeim bæ. Sabroe túlkaði vonir fátæku verkamanna heimilanna í mannúðarátt, hjálp- aði vanhirtum börnum. Hans Hedtoft óx upp á heimili þar sem andi Sabroes lifði. Móð- irin var hinn sterki persónuleiki er ól upp tvenna barnahópa og það markaði djúp spor í endur- minningu Hans Hedtofts. Þegar Pétur Sabroe féll frá söfnuðu verkamannakonurnar úr smá- garðahverfum sínum blómum til ULl andi ibriýar: Séslalisminn fallinn NORÐFIRÐINGAR hafa skipað nefnd til þess að athuga mögu-' leika á kaupum á nýjum togara í stað Egils rauða, sem fórst und- ir Grænuhlíð. Hafa ailir flokk- arnir í bæjarstjórn samstarf um þetta nauðsynjamál bæjarins. En í þessu sambandi vekur það einna mesta athygli að ákveðið hefur verið að stofna nýtt útgerð- arfélag, væntanlega hlutafélag, um kaup og rekstur hins nýja togara. Þar með virðist eiga að leggja niður bæjarútgerðina í Neskaupsíað. I þessum kaupstað hefur sá flokkur verið ráðandi, sem þótzt hefur boða þjóðinni nýjar og fullkomnar kenningar um hvernig haga skuli atvinnu- rekstri. Boðorð hans hefur ver- ið að koma hvarvetna á opin- berum ríkisrekstri eða héraðs- rekstri. Þessi atvinnu og hag- fræðikennir.g er mál sem deila má um. Að minnsta kosti er húnl eina uppistaðan og grundvöllur-* inn sem kommúnistar byggja á. Hvað kemur nú til að þeir virðast vera orðnir uppgefnir á að framkvæma þessa stefnu í verki. Skyldi hún ekki hafa reynzt vel. Er þá allur botninn dottinn úr hinum sósíalísku kenningum kommúnista þarna á staðnum. Er þá ekkert eftir af hugsjón- um kommúnista annað en gat- slitið merki rússaþjónkunar og tilgangslaus vilji til skemmdar- verka og niðurrifs þjóðfélags- ins? Gremja og reiði meðal íslendinga. REIÐUR íslendingar skrifar: „Mikla furðu og gremju í senn hafa vakið meðal íslenzks almennings fréttir Reykjavíkur- blaðanna síðustu daga um skrök- skrif þau og óhróður í garð ís- lands og íslendinga, sem birzt hafa að undanförnu í brezku stór- blaði og dreift er út þar í landi, í sambandi við hið hörmulega sjóslys við Vestfirði nú fyrir skemmstu, er tveir brezkir tog- arar fórust með manni og mús og auk þess 5 sjómenn af ís- lenzka togaranum Agli rauða, sem týndust og drukknuðu á skipbrotsstað. Bretar skeila skuldinni á íslendinga — það er þeim að kenna, að 40 brezkir sjómenn létu lífið! — Þegar hefir verið á það bent, hve fjarstæðu- kenndar og fúlmannlegar í senn þessar ásakanir eru af hendi þeirra brezku manna, sem sekir eru um þetta ódrengskaparbragð — og skal ég ekki endurtaka hér hin ótvíræðu rök okkar máls- staðar. Krefjumst leiðréttingar. EN EITT heimtum við — ég hlýt að mega gera orð mín að orðum allra íslendinga — að níðskrifum, sem slíkum verði hnekkt, að ábyrgir islenzkir að- ilar krefjist þess, að umrætt stór- blað í Bretlandi lýsi ógild og að engu hafandi falsmæli þau og ósannindi, sem það hefir haft í frammi og biðji íslendinga af- sökunar á freklegri móðgun og misgerð í þeirra garð. Hér er ekkert hégómamál á ferðum. Við íslendingar viljum ekki una við það, að níð og róg- ur nokkurra óhlutvandra manna verði til að kasta skugga á mann- orð okkar og þjóðarheiður. Þess vegna verðum við að fylgja því fast eftir að leiðrétting fáist og að þeir verði látnir sæta ábyrgð, sem til óhróðursins hafa stofnað. — Reiður íslendingur". Um varphólma í Tjörninni. ÞF. E., SEM stundum hefir skrifað mér áður hefir sent mér eftirfarandi línur — enn um Tjörnina og endurnar: „Ekki bólar á varphólmagerð ennþá í syðri Tjörninni. Margt er rætt og ritað um fuglalífið á Tjörninni og jafnvel tekið í mál að reyna að fjölga andategund- um. En fátt er talað um aðal- skilyrði þess að fuglar haldist hér 1 við til langframa, en það eru varpstöðvar. Eða hvers vegna skyldu svo margar tegundir anda hafa hænzt að Mývatni: Ætli það sé ekki fyrst og fremst vegna góðra varpskilyrða? Þau munu vera hið mesta áhugamál þeirra næst matnum. Þar sem dýrin geta ekki aukið kyn sitt, haldast þau ekki við til lengdar Komast ekki með ungana. ANDAHJÓN skipta hundruðum á vorin hér á Tjörninni en sára Andahjón skipta hundruðum á vorin hér á Tjörninni, en sára- fáar komast með unga sína þang- að og sjaldnast nema með 2—4 þeirra, en stokköndin á 10—12! egg. Leiðin til Tjarnarinnar er orðin þeim ófær, því að alls kon- ar hættur eru til staðar. Vilji Reykvíkingar hafa fugla á Tjörninni framvegis verður að gera vel útbúinn hólma handa þeim í syðri Tjörninni. Þökk sé þeim, sem höfðu framtakssemi til að byggja gamla hólmann, fyrir hans tilveru höfum við krí- una hér, öllum til ánægju og gleði. — Hún er ekki stór, tjörn- in á Akureyri, en Akureyringar höfðu þó vit á að byggja á hana hólma. Fegrun bæjarins sjálfsögð. ■**ÉR ER VEL ljóst, að okkar lfl ágæta bæjarstjórn hefir mörgu að sinna og að allt, sem gert er kostar fé. En bæði mér og öðrum hefir dottið í hug, hvort ekki hefði mátt laga sóma- samlega blettinn hjá Iðnó, þó að kostað hefði verið ofurlítið minna til hans. Þó sé það fjarri mér að lasta fegrun bæjarins, hún er sjálfsögð. Þ. F. E.“ List er í því fólgin að dylja listina. að strá á leiðina þar sem Sabroe fór um. Enginn getur umflúið uppruna sinn. Hann er öllum hugstæður, lifir í endurminningunni sem erfðir og skyldur og ég vil í dag undirstrika orðið skyldur þegar ég minnist Hans Hedtofts. Svo komu námsárin sem prent- ari og æskulýðshreyfing jafnað- armanna. í flokksstjórninni sem náinn samstarfsmaður Staunings, í stöðunni sem formaður fyrir dönskum jafnaðarmönnum og forsætisráðherra hefur Hans Hedtoft borið uppruna sinn með sér og fundið ríkar skyldur í starfinu. V • MIKIL REYNSLUÁR Mesti viðburður núlifandi kyn- slóðar og ströngustu reynsluár áttu uppruna sinn á árunum eftir 1930 — tímabilinu þegar við lifð- um sigur þýzka nazismans, „pestina yfir Evrópu“. Hans Hed- toft tók virkan þátt í stjórnmála- baráttunni fyrir lýðræðinu og lýðfrelsinu. Hin lýðfrjálsa stefna hans var í sýnilegum tengslum við allt hans líf og starf. Hernáms árin voru mikil reynsluár fyrir Hedtoft, sem var á timabili mjög beygður og bugaður. En allt það ófrelsi átti illa við hann. Hann fagnaði þeim degi er við aftur vorum frjálsir og sjálfs okkar ráðandi. Á þeim árum lifði hann í innilegu sambandi við allt sem gerðist í frelsisátt. Að öllu leyti gat hann verið stoltur af fram- komu sinni á þeim árum. Árið 1945 kom hann fram, sem formaður flokks síns og þátttak- andi í ríkisstjórninni og seinna sem forsætisráðherra í þeim tveimur stjórnum er báru hans nafn. Og formaður stjórnarand- stöðunnar á árunum á milli. Honum féll aldrei verk úr hendi. Sífellt braut hann upp á nýjum stórvirkjum. Með alhug vann hann meðal annars að norræna varnarsambandinu. Stjórnmála- barátta hans bakaði honum engra vonbrigða nema þeirra er það mistóskt að koma þessu varnar- bandalagi á og hann fann að þeg- ar hin norræna hugsjón brast í höndum hans á þennan hátt þá varð hann að sjá um að leiða hana til sigurs, að svo miklu leyti sem það var hægt. NORRÆN SAMVINNA Hann kunni vel við sig í sam- vinnunni við norræna frændur og hamingja hans var mest þegar hann opnaði fyrsta mót Norður- landaráðsins og hann varð forseti þess. Sem beint framhald af þess- ari þátttöku hans í samvinnu Norðurlanda lagði hann áherzlu á þátttöku Danmerkur í hinu vest ræna samstarfi eftir að horfið var frá hinu norræna varnarbanda- lagi. Hann hafði eins og margir á árunum eftir 1930, vænzt sam- starfs lýðræðisþjóðanna gegn ein ræðinu og þetta var eðlileg af- leiðing af stefnu hans, að Dan- mörk tók þátt í hinu vestræna sambandi lýðræðisríkjanna. Fyrir blaðamennina var Hans Hedtoft meira en venjulegur ráð- herra. Að eðlisfari var hann góð- ur blaðamaður, hafði innilega þörf til að líta á alla hluti frá mannúðarinnar sjónarmiði, hafði þörf til að taka þátt í öllu sem lifði og hrærðist með þjóð sinni, einkum þar sem einhverjar ný- ungar voru á ferðinni. Hann hafði innilegan áhuga fyrir móðurmál- inu og -var meistari í þeirri list að beita því rétt. Annað var hjartans áhugamál hans, er hann sem ráðherra var viðriðinn og það var friðun nátt- úruverðmæta í landinu. Hann var óþreytandi í trúnni á sigur hins góða. Seint mun mér líða úr minni síðasta ræðan hans í Stokk- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.