Morgunblaðið - 09.02.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.1955, Blaðsíða 6
«í MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. febrúar 1955 OL D U M saman hefur hin skozka þjóð neyðst til að vera stolt yfir því, sem gert hef- Ur henni lífið brogað — og af slíku uóg. Það er t. d. loftslagið, hin gífurlega útkoma, sem oft gerir Skotum lífið brogað, en gefur þó undurfögru landi þeirra oft sér- Stæðan og fagran blæ. Það eru Englendingarnir, sem stöðugt reyna að láta Skota finna að þeir séu „herrar“ yfir landi þeirra í Stað þess að viðurkenna Skota sem sjálfstæða og solta þjóð. Það eru heiðarnar og fjalllendið, þar sem fjárhjarðirnar eru á beit — fjárhjarðirnar, sem gefa af sér skozku ullina góðu, sem notuð er í heimsins bezta ullarefni. Það er efnahagur Skotlands, sem grundvallaður var á siglingum, kolaiðnaði og þungum vélaiðnaði en hrundi svo saman eins og spila borg af afleiðingum verðbólgu. '■* BLÓMAÖLD En síðustu vikurnar hafa Skot- ar mátt vera stoltir. Því af hag- skýrslum kemur í ljós, að hagur skozku þjóðarinnar er svo góður, að þeir gætnu trúa varla stað- reyndunum. Hinir, sem tala meira, gorta af því að skozka þjóðin sem sé mannfærri (5.000. 000) en Lundúnaborg ein, hafi beinlínis á undanförnum árum bjargað öllu Englandi hvað doll- ara snertir. Og þeir bæta því við, að ef Skotland væri ekki í efna- hagslegum tengslum við Eng- land, þá hefðu Skotar ávallt átt gnægtir dollara öll hin erfiðu ár eftirstríðsáranna. if ATVINNULEYSI ÓÞEKKT Iðnaðarframleiðsla landsins er meiri nú en nokkurn tíma áður í sögu landsins. Hefur hún á síð- ustu tveimur árum aukizt um 10%. í öllum iðngreinum Skot- lands má heita að atvinnuleysi sé með öllu óþekkt. í Glasgow, þar sem standa stærstu skipa- smíðastöðvar heims, ríkir nú blómaöld. En ennþá þýðingar- meira er það, að iðnfyrirtæki Skotlands hafa fullkomiega fylgzt með og tekið upp nýustu tækniaðferðir og um 500 nýjar iðnverksmiðjur hafa verið reist- ar. Áður fyrr voru skipasmíðar og þungaiðnaður grundvöllur að efnahag Skotlands. Nú smíða Skotar 90% af öllum saumavél- um, sem framleiddar eru á Bret- landseyjum, tvo þriðju hluta allra úra og klukkna, ritvéla, skrifstofuvéla og teppum „Nú orðið er allt gert í Skotlandi" var vígorð skozku iðnsýningarinnar, sem haldin var á síðast liðnu hausti. Á s.l. þremur árum hefur seðlaveltan fjórfaldast. ★ MUNA FYRRI TÍMA Skotarnir fóru varlega nú með auðæfi sín. Það var eins og þeir vildu varla trúa þeirri staðreynd að þjóðin væri orðin vel stæð. Þeir fóru varlega eins og þeir væru á þunnum ís. Skozka bjóð- in hafði áður eignast auð. Á síð- ustu árum 19. aldarinnar urðu Skotar ríkir á kolum og járni og Glasgow varð á þeim velsældar- árum önnur stærsta borg Bret- landseyja (Nú hefur Birming- ham skotist fram fyrir hvað stærð snertir). Skotarnir flykkt- ust jtil borgarinnar frá bænda- býlunum, unz svo var komið að þrið.iungur þjóðarinnar bjó á svæði, sem er innan við 20 mílur frá Glasgow-borg. Þegar hrunið kom um 1930 lagðist þungaiðnað- urinn þar í rúst og þriðji hvér Skoti varð atvinnulaus. Skozkir at'únnurekendur tóku það til ráðs að mynda framleiðslu ráð „Scottish Development Couhsil“ Þetta „ráð“ greiddi fyrir byggingu nýrra iðnfyrir- tækja og byggingu húsa fyrir verkafólk iðnaðarins. Þetta varð til þess að nýjar iðngreinar náðu öruggri fótfestu, þannig að nú ícsnd sem Eitt af hinum nýju skozku iðnaðarhverium nær iðnaðarframleiðsla Skot- lands frá hinum smæstu plast- hlutum til alls konar vélfram- leiðslu stórra og smárra. Þegar á reyndi stóð þessi „nýi“ iðnaður öruggum fótum. Þegar undirstöður brezks iðnaðar rið- uðu í árslok 1952, minnkaði iðn- framleiðsla Skota aðeins um 1%. * ÞAÐ SEM VERÐMÆTIN GEFUR Skozka whiskíið hefur löngum verið sú varan, sem Bretland ' hefur ött öruggasta sem dollara- j lind (þó að enskir bílar komi nú á síðustu árum þar mjög nærri). ) Köflóttu vaðmálsefnin og ullar- ; efnin eru Skotum örugg tekju- j lind. Og í lítilli borg — Hawick ! — þar sem lítið annað er framleitt en peysur, vinna 3500 manns að framleiðslu. Á s.l. ári var flutt út frá þessari borg einni peysur að verðmæti 10 milljónir dollara þ. e. um 3000 dollarar á hvern þátttakanda í framleiðsl- unni. í því skyni að halda gjaldevris- tekjunum jöfnum og öruggum heldur framleiðsluráðið „Scottish Counsil“, sem áður er nefnt, stöðugt uppi leit að nýjum mörk- uðum. Það geíur út tímarit mán- aðarlega, þar sem rætt er um möguleika útflutningsverzlunar- innar frá ýmsum hliðum. Fram- leiðsluráðið hefur laðað 22 amerisk fyrirtæki og tvö kanad- ísk til þess að hefja starfrækslu í landinu. Og 3 af hverjum 4 dollurum sem lagðir hafa verið i iðnfyrirtæki á Bretlandseyjum, haf verið settir í iðnfyrirtæki í Skotlandi. * MENN VANTAR En þessum auknu velmegunar- timum í sögu Skotlands fylgir eitt stórt vandamál, sem þar í landi er alveg nýtt og óþekkt — það er skortur á mannafli. Á ár- um áður var aðalútflutningur frá Skotlandi skozkt fólk er vildi leyta gæfunnar annars staðar. — Utan Skotlands eru 4 Skotar á móti hverjum einum, sem heima er. Yfirstéttin og auðséttin flúðu óræktaðar hæðir Skotlands og sótugar borgir þar, og þegar eld- arnir kulnuðu undir hinum miklu málmgrýtispottum er j kreppan kom, fengu beztu iðn- aðarmennirnir tilboð um miklu betri lífskjör í öðrum löndum. í r dag hefur þessi mikla blóðtaka á meðal beztu verkamanna Skot- lands stöðvast með öllu. I * ÓNOTAÐIR 3IÖGULEIKAR Fólksflóttinn kom harðast nið- ur á hálöndunum — þessum hrjóstugu, uppblásnu, en yndis- legu landssvæðum, þöktum hæð- um, dölum og hólum. Slík lönd ná yfir helming af öllu Skot- landi. Á öllu því landsvæði eru "'iiimiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiimiimiiiiiiMiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiHiiimiiiiiM iimimmmmimmimmmim (Leyndardómur bla&ffrænumnar ] immmmmmimmimmimmiiiii iiitmim:imii>mimHmmimmmi nú aðeins 300.000 hræður eftir og er það að langmestu leyti roskið fólk. Það skortir framtakssama menn til að hefja iðnrekstur og á þessum landsvæðum er ekki nú þegar nógu mikill iðnrekstur til þess að laða þangað dugmikla menn. En þó hafa verið bvggð orkuver og önnur eru í undirbún- ingi (rafmagnsorka í Skotlandi hefur fimmfaldast frá því íyrir stríð) — skógar hafa verið höggn ir og skóggræðsla hafin þar aftur í því skyni að gera skógarhögg að mikilli atvinnugrein, og mörg eyðibýli hafa byggst á ný. John Hobbs, Kanadamaður, sem auðg- aðist mjög á whisky hefur sett sér það markmið að sýna hálanda búunum að þeir geta aukið tekjur sínar með því að taka upp naut- griparækt. Hefur hann reist bú á 16000 ekru lands, þar sem höfuð- áherzlan er lögð á nautgripa- rækt. * ÁGREININGUR í aðstoðinni við hálöndin og í þróuninni á láglöndunum hefur fjármagn frá brezku stjórninni komið í góðar þarfir. En í hugum Skotanna er stjórnin í London alltaf „enska stjórnin" og á Eng- lendinginn er litið sem útlending. Fjármál þeirra og örlög eru tengd órjúfanlegum böndum við England, en Skotarnir, hvar sem þeir eru og ekki þá sízt á bjór- stofunum, vilja með engu móti viðurkenna það. Þeir láta í Ijósi efa um það, að samband þð, sem þeir gengust í við England árið 1707 hafi verið þeim til góðs. Þeir fyrtast við smámuni. Þeir gleyma því aldrei, að sumir af ensku ráð- herrunum kalla skozku þingfull- trúana „héraðsumsjónarmenn". Þeir gleyma því aldrei, að þeir fengu ekki að sýna ullarefni sín á Bretlandssýningunni. — Þeir gleyma því ekki að Bretar neita að viðurkenna að Elisabet II. drottning er Elízabet I. í Skot- landi. Ekki alls fyrir löngu var frá því skýrt í fréttum heimsblað- anna, að bandarískum vísinda- manni hafi tekizt í fyrsta skipti íð framleiða utan jurt- anna sykur úr kolsýru lofts- ins og vatni með hjálpar sól- arljóssins. UNDIRSTAÐA ALLS LÍFS ÞÓTTI þetta að sjálfsögðu :nerki- leg fregn vegna þess að undir- staða alls lífs á jörðinni eru þeir hæfileikar jurtanna — í fyrsta lagi að framleiða sykur og mjölva og í öðru lagi að greina súrefni frá kolefni, sem það er annars bundið í loftinu. Verði það nú á færi mannsins að íram- kvæma þessar efnabreytingar, myndi það tákna að hann gæti framleitt næstum ótakmarkað magn matvæla sjálfur. Og ber sérstaklega að geta þess, að svo virðist að með því móti mætti sérstaklega nýta alla þá miklu sólarorku, sem nú skín yfir eyði- merkur jai ðarinnar og setja þar á fót voldugar matvælaverk- smiðjur. NOTUÐU BLADGRÆNU Sá hængur var þó á tilraunum vísindamannanna, að til þess að fá fram þessa merkilegu efna- breytingu notuðu þeir þó blað- grænukorn, sem þeir höfðu tekið úr jurtum. En það eru einmitt blaðgrænukornin, sem vinna hið mikla uppbyggingarstarf alls lífs á jörðinni. Tilraunir dr. Arnons í Kaliforn- íu voru merkar fyrst og fremst vegna þess, að þetta er í íyrsta skipti, sem tekizt hefur að taka blaðgrænukorn út úr plöntulík-1 amanum og láta þau lifa og starfa í tilraunaglösum. starfi plantnanna í stærri stíl. Er hugsaniegt að þessar : ann- sóknir leiði til slíkrar "ullkomn- unar, að hægt verði að dæla lofti og vatni inn um annan enda verk smiðju og flytja sykur og mjölva fullbúinn út úr hinum endanum? Margir efast um að það verði auðvelt. Að vísu er það rétt, að tekizt hefur að framkvæma efna- breytingarnar í tilraunaglasi, án Framh. á bls. 7 MATVÆLAY ERKSMIÐJUR? Þetta er ljósmynd af blaðgrænukorni, stækkuð 156 þúsund sinn- En hvernig væri að líkja eftir um. Hún sýnir hve bygging kornsins er flókin. ★ HAFA ST.TÓRN SINNA MÁLA Skotland hefur annars viðtæk- ari sjálfstjórn heldur en flestir útlendingar halda. Aðkomumenn halda að landamæri Skotlands og Englands séu svipuð og landa- mæri Kanada og Bandaríkjanna (Mason-Dixon-línan) — en svo er ekki. Skotland hefur auk þess fulla sjálfstjórn skólamála, þar er sjálfstæð kirkja, og þeir hafa sitt eigið lagakerfi, sem öllu frekar er byggt á Rómarétti en á enskri löggjöf. Þeir hafa sett sína eigin löggjöf um umferðar- og áfengismál svo og um hjóna- bönd og skilnaði. Skozkir batikar annast seðlaútgáfu og eru þeir seðlar í jöfnu gengi og ensk pund. ★ EKKILENGUR FÁTÆK. ÞJÓÐ En skammir og aðfinnslur Skota í garð Englendinga eru oft fremur sprottnar af tilfinninga- semi en af stjórnmálalegum skoðunum. En um þessa tilfinn- ingasemi ræddi konjungleg nefnd, er skipuð var til að rannsaka „versnun“ sambandsins milli landanna. Gerði nefndin það að tillögu sinni, að í Skotlandi yrði sett á stofn stjórnardeild fyrir Skotland og skýrslunni lauk með þeim ummælum, að „fullkominn skilningur ætti að ríkja á milli landanna og viðurkenna ætti að Skotland er sjálfstætt ríki, setn af frjálsum vilja gekk í bandalag við England sem jafn- rétthár aðili en ekki sem hjá- lenda“. Með það yrðu Skotar ánægðir. Þeir vilja að á mál þeirra sé litið með sanngirni — og þegar öllu er á botninn hvolft eru Skctar ekki lengur fátæk þjóð, sem Englendingum er baggi að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.