Morgunblaðið - 09.02.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.02.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 9. febrúar 1955 MORGVNBLAÐÍÐ S Éggert Jónsson framkvæmdarstjóri Landssambands iðnaðarmanna f; I \ 1 * "Hk 1 | k “I \ -"w\ k 1 I II j f-'i r - JT , A í\ !» -4 -1 _ 1 í\ I I V.® ; í\ Nii AR4S A IÐNAÐARMANNA Frumvarp Hermanns Jónassonar um iðnskóla i sveit stefnir að )pvi að rifa niður verkbekkinguna og brjóta gervimennskunni braut TVEGGJA ÁRA IÐNSKÖJLI ERMANN Jónasson hefir nú enn á ný flutt á Alþingi sitt gamla frumvarp til laga um iðn- skóla í sveit, eftir að hafa látið það liggja í dái um sex ára skeið. Er frv. þetta kom fram í haust, birti Tíminn leiðara um ágæti þess ásamt köflum úr greinar- gerð. Sami leiðarinn birtist aftur í Tímanum á laugardaginn var, og virðist því svo, sem þeim Tíma- mönnum hafi þótt vissara að end- urtaka röksemdirnar, þar sem hætt kynni að vera við, að menn hefðu ekki látið sannfærast nægi- lega um ágæti frv. þessa við einn yfiriestur. Er og mála sannast, að ágæti frumvarpsins er ekki ýkja mikið, og skal gerð nokkru nánari grein fyrir því. Meginefni frv. er að stofna skuli skóla í húsasmíði, einhvers staðar í sveitum landsins, er skuli rekinn sem sjálfstæð stofnun á ábyrgð ríkissjóðs. Skal hann geta tekið við 30 nemendum árlega, og skulu þeir, að loknu tveggja ára námi, verklegu og bóklegu, Ijúka burtfararprófi. er jafngildi sveinsprófi í húsasmíði. Verklega námið skal miðað við það, að nemendur verði að því loknu færir um að veita húsasmiði for- stöðu, en einnig skal veita þeim rækilega leiðbeiningu um með- ferð helztu mótorvéla, rafmagns- véla og hvers konar vinnuvéla, er nota má við iðn þeirra. Skólinn skal hafa rétt til að taka að sér byggingar í sveitum og kauptúnum með færri en 300 íbúa, svo og annars staðar með samþykki viðkomandi iðnráðs. Til inngöngu í skólann þurfa menn að hafa lokið miðskólaprófi verknámsdeildar með 1. einkunn, eða ganga undir inntökupróf, er jafngildi því. VERKÞEKKINGIN RIFIN TIL GRUNNA Samkvæmt núgildandi lögum og reglugerð um iðnfræðslu, skal námstími í húsasmíði vera 4 ár, talið um 8800 stundir verknáms og 1350 stundir bóknáms, en eftir því sem næst verður komist, verð ur námstíminn í skóla þeim, er frv. gerir ráð fyrir, um 3312 stundir verknáms og 720 stundir bóknáms, miðað við að bóklegur skóli starfi sex mánuði að vetrin- um. Þótt þannig nemendur ættu eingöngu að læra húsasmíði í skólanum. verður námstími þeirra fyllilega helmingi styttri, en nú er, en inntökuskilyrði eru hliðstæð við þau, er sett eru í hinu nýja frv. til laga um iðn- skóla, sem iðnaðarmálaráðherra hefir lagt fyrir Alþingi. en fróð- ustu menn um iðnfræðslu telja ekki verulegan mun gerandi á miðskólaprófi verknáms og bók- náms, sem undirbúningsmenntun undir iðnaðarnám. Frv. þetta miðar þannig að því að skerða mjög þekkingu og starfshæfni húsasmiða, jafnvel meira en í réttu hlutfalli við styttingu námstímans, þar sem mönnum hlýtur að verða erfiðast um námið, meðan þeir eru að kynnast starfinu og undirstöðu- atriðum þess, er læra þarf Eng- inn þarf og að halda, að nokkur unglingur fengist til þess að stunda fjögurra ára nám í húsa- smíði, ef hann gæti annars stað- ar fengið sömu réttindi eftir tveggja ára nám. Verkþekking húsasmiða myndi þannig minnka stórkostlega, og eftir því sem hinir eldri kunnáttumenn týndu tölunni, myndi gæðum nýbygg- inga hraka að sama skapi. Væri bannig með þessu stigið geigvæn- legt óheillaspor í byggingamálum þjóðarinnar. Ekki myndi heldur staðar num- ið við húsasmíðina eina. Þegar fordæmið væri gefið, myndi þeg- ar verða sótt á um að aðrar iðn- greinar fengju að njóta sömu að- stöðu sem húsasmiðin, svo sem verið hefir hingað til. Myndi þá og erfitt að standa gegn því, að þær fengju að sitja áfram við sama borð. Þar með væri verk- þekkingin í landinu rifin til grunna, en gervimennskan ieidd til hásætis. Eru þannig í frv. þéssu bornar fram tillögur, er ganga í þveröfuga átt við þær kröfur, sem annars eru á öllum svíðum gerðar um aukna fræðslu, meiri menntun, meiri verkþekk- ingu og tæknikunnáttu. Er alveg furðulegt, að nokkur maður skuli vilja sjá nafn sitt bendlað við sb'ka niðurrifsstarfsemi, hvað þá að telja sér sóma að því, að eiga frumkvæði að henni. RÍKTSSJÓm RUNDINN ÞUNGUR BAGGI Hin nýja iðnfræðslulöggjöf myndi algerlega brotin niður með samþykkt frv. þessa, og afleiðing- um hennar,. þeim er að framan greinir. Meistarakennslan mundi úr sögunni um leið og námstím- inn yrði styttur niður í tvö ár. Yrði þá ríkið að taka á sínar herðar alla iðnfræðslu í landinu, jafnt verklega sem bóklega. Mvndi stofnkostnaðurinn einn við það nema mörgum milljóna- tugum í húsnæði, kennslutækjum og vinnuvélum, og reksturskostn- aðurinn yrði einnig gífurlegur. Virðist þó ríkissjóður illa við því búinn að bæta þeim kostnaði á sínar herðar, a. m. k. ef dæma má af því, að á undanförnum árum hefir eigi fengizt full hálf mibjón króna árlega sem rekstrarstvrkur til allra iðnskólanna á landinu, og erfiðlega hefir gengið að þoka áfram bvggingu iðnskólans í Reykjavík. TILGANGINUM VERÐUR EKKI NÁÐ Hermann telur tilgang sinn með frv. vera þann, að tryggja sveitunum hæfa húsasmiði. Varla trúir hann því þó sjálfur, að þeir menn er útskrifast úr skólanum með sveinsréttindi í húsasmíði, tolli nokkru betur í sveitunum, en húsasmiðir hafa hingað til gert, enda munu þeir að sjálf- sögðu leita atvinnu þar sem hún býðst bezt, svo sem aðrir rétt- indamenn í húsasmíði. Frv. felur þannig alls ekki í sér þá trygg- ingu á húsasmiðum sveitunum til handa, sem flm. vill vera láta. Færir hann og fram gleggstu rök- in gegn því sjálfur í greinargerð sinni, þar sem hann skýrir frá því, að jafnvel gervismiðirnir hafi ekki tollað í sveitunum, og hafa þeir þó engin réttindi til þess að vinna að byggingum í kaupstöðum og stærri kauptún- um. Hermann telur og tilgang sinn með frv. þessu að fjölga húsa- smiðum í landinu. Árangurinn myndi þó verða þveröfugur. Nú útskrifast 'jafnan fleiri en 30 húsasmiðir hér árlega, en svo sem áður er sagt myndi húsasmíða- nám -þegar hverfa úr sögunni annars staðar en í skóla þessum, ef hann kæmist á fót, og honum er mest ætlað að útskrifa 30 húsa- smiði árlega. Ekki myndi hlutur sveitanna batna við það Skóiinn mundi að vísu veita nærliggjandi sveitum þjónustu í byggingamálum, en aðrar sveitir myndu engu betur settar með sín byggingamál en áður, og brátt myndi að því draga, að skólann þryti nærtæk verkefni. Yrði þá að flytja hann um set á nokkurra ára bili, ef hann ætti að geta gegnt kennsluskyldu sinni. Við byggingavinnu þyrfti skól- inn eigi færri verkamenn en nemendur, auk þess sem hann þyríti að bæta verulega við sig kunnáttumönnum í húsasmíði á sumrin, til þess að annast verk- legu kennsluna. Yrði hann þannig að hafa starfandi við byggingar á sumrin eigi færri en 120—-130 menn, og raunar helzt fleiri, til þess að tryggja nemendunum jafnan næg verkefni, er þeir geti lært iðn sina af. Allir þessir menn ættu á sex mánuðum að geta byggt eigi færri en 16—20 íbúð- arhús í sveitum, er kosta myndu með núverandi verðlagi nær 6. millj. króna. Auk þess yrði mikil smíðavinna leyst af hendi á verk- stæði að vetrinum. Er af þessu Ijóst, að skólinn muni þurfa mikil verkefni, til þess að geta rækt kennsluskyldu sína, og að brátt muni þurfa að sækja þau um lang an veg. HVAÐ ER IIÚSASMÍBI? Ekki kemur alls kostar skýrt fram, hvað Hermann á við með orðinu „húsasmíði“ í frv sínu. ,,Húsasmiði“ er staðfest og við- urkennt heiti á einni hinna lög- giltu iðngi-eina skv. reglugerð um iðnfræðslu, og tekur iðngreinin yfir alla trésmíði við byggingar og innréttingar húsa. Hins vegar virðist svo af efni frv., sem flm. ætli orðinu húsasmíði að taka vfir öll iðnaðarstörf við byggingar húsa, þar sem ætiast er til þess að skólinn takist á hendur b>gg- ingar. Til þess að geta það, þarf skólinn að hafa í þjónustu sinni kunnáttumenn í öllum sex giein- um byggingaiðnaðarins, þ. e. húsasmíði, múrsmíði, rafvirkjun, pípulögn, málun og veggfóðrun og dúkalögn. Til þess að nemend- ur skólans verði færir um að ann- ast byggingar á eigin spítur, svo sem ætlast mun til, þá þyrfti skólinn og að kenna þeim allar þessar greinar. Er þannig annað hvort, að Hermann veit ekki hvað húsasmíði er, eða þá að hann notar orðið þarna vísvitandi í rangri merkingu, til þess að reyna að smeygja þarna inn sex iðngreinum undir nafni einnar, ef honum kynni frekar að takast að fá þá frv. sitt samþykkt. En ætti skólinn eingöngu að kenna húsasmíði, þá getur hann ekki tekið að sér byggingar, og þá ekki heldur séð nemendum sín- um fyrir verklegu námsefni. Sé orðalag frv. tekið bókstaflega, ná endar þess ekki saman, það er þá ekki framkvæmanlegt, heldur efnisleg rökleysa. ÓTAKMAFKAD NÁMSEFNI Til viðbótar húsasmiðanáminu ætlast flm. til að nemendur fái yfirgripsmikla kennslu í meðferð mótorvéla, rafmagnsvéla og hvers konar vinnuvéla, er nota má við iðn þeirra. Hefir það hing- að til eitt sér þótt æði yfirgrips- mikið nám, þótt eigi væri tekinn til þess hluti af þeim tveimur ár- um, sem nú eiga allt í einu að vera nægilega langur tími til þess að læra að byggja hús. Ljóst er að Hermann hefir ekki hugmynd um, hve mikið námsefni það er, sem hann ætlast til að skólinn kenni mönnum á tveimur árum, eða þá að hann heldur, að ef menn aðeins komist í iðnskóla í sveit, þá sé námsgetu þeirra ekki lengur takmörk sett. IÐNADARMENN HAFA VERID ANDVÍGIR í greinargerð frv. birtir flm. nokkrar sundurlausar athuga- semdir úr umsögn þeirri, er Landssamband lðnaðarmanna sendi Alþingi, er flm. bar þar fyrst fram frv. til laga um iðn- skóla í sveit. Telur Hermann sig nú með breytingum á frv. hafa komið til móts við álit Landssam- bandsins. Þetta er þó alrangt, og hlýtur flm. að vera það fullkunn- ugt. Fyrsta umsögn Landssam- bandsins var gerð á allt öðrum försendum, sem sé þeim, að frv. gerði upphaflega ekki ráð fyrir að nemendur skólans fengju iðn- réttindi að námi loknu, heldur væri eingöngu til þess ætlast, að þeir ynnu að byggingastörfum í sveitum og kauptúnum með færri en 300 íbúa, meðan þess væri eigi krafizt, að iðnlærðir menn ynnu þar einnig að byggingum. Eftir að frv. þetta kom síðar fram í breyttri mynd, hinni sömu og það er nú, þá tók Landssamband- ið eindregna afstöðu gegn frum- varpinu í bréfi til iðnaðarnefndar efri deildar Alþingis dags. 14. marz 1948, og sama afstaða hafði og verið túlkuð í bréfi Lands- sambandsins til sömu nefndar dags. 7. des. 1946. Þessi bréf hlýt- ur Hermanni að vera fullkunnugt um sem flm. frumvarpsins, og þarf hann því ekki að vera í neinum vafa um, að afstaða Landssambands Iðnaðarmanna er allt önnur, en hann vill vera láta í greinargerð sinni. EKKI ER ÆSKILEGT AD GETA FULLNÆGT HÁMARKS- EFTIRSPURN Greinargerðin ber það einnig skýrt með sér, að flm. hefir ekki verið að ómaka sig á að endur- semja hana eða gera nauðsvnleg- ar breytingar. Greinargerðin er hin sama og fyrir sex árum, og hefir þó margt breitzt síðan. Skýrslur þær, er í grg. eru um ástandið í byggingamálum sveit- anna voru úreltar fyrir sex árum, hvað þá heldur nú. Á þessum sex árum hefir lengst af ekki verið skortur iðnlærðra bygginga- manna, en þá hefir oft skort verk- efni, og þeir hafa fengizt til vinnu jafnt í sveitum sem kaupstöðum. Hermann hefir því ekki talið vænlegt fyrir sig að flytja frv. þetta meðan svo stóð á, en nú sýnist honum vænlegt að kasta því óbreyttu inn í þingið, þar sem í bili er mikill skortur á byggingamönnum. Er sá skortur ekki aðeins í sveitum, heldur og í kaupstöðum, en á hann verður að líta sem stundarfyrirbrigði, vegna þess að nú hefir verið létt af margra ára hömlum á bygg- ingaframkvæmdum, og auk þess eru miklar byggingaframkvæmd- ir fyrir varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli. Fáir munu verða til þess að telja það þjóðhagslega hagkvæmt í hvaða starfsgrein sem er, að þar séu jafnan nægilega margir menn til starfa, þótt eftirspurn eftir vinnu þeirra fari um stund- arsakir langt fram úr þvi, sem eðlilegt verður talið. Væri þá alla aðra tíma gífurlegt atvinnu- leysi, og munu fáir telja það æskilegt. Þó er það svo, eins og t. d. umrætt frv. sýnir, að ef þau tímabil koma fyrir, að skortur verður á iðnaðarmönnum, vegna óvenjumikillar eftirspurnar eftir vinnu þeirra, þá verður jafnan einhverjir ábyrgðariausir skrum- arar til þess að hefja árásir á iðnaðarmannastéttina og gera kröfur um, að inn í hana verði hrúgað kunnáttusnauðum fúsk- urum. Kröfur þær, er löggjafirm hefir sett um nám og kunnáttu iðnaðarmanna, eru þó gerðar með hagsmuni almennings fyrir aug- um til þess að tryggja þeim góða vinnu og þjónustu. GREIÐUR AÐGANGUR AD IÐNSKÓLANÁMI Enginn skyldi skilja þessa grein mína svo, að í henni felist nokkur andmæli gegn því, að iðnskóli megi vera staðsettur í sveit, ef það yrði talið æskilegt, að því tilskildu, að námskröfur yrðu þar hinar sömu, og annars staðar eru gerðar til iðnnema. Er og í þvi sambandi vert að geta þess, að í frv. til laga um iðnskóla, sem iðnaðarmálaráðherra hefir lagt fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir því, að stofna megi iðnskóladeild- ir við gagnfræðaskólana, ef með því væri hægt að nýta betur hús- næði og kennslukrafta. Er til frekari athugunar, hvernig það gæti orðið í framkvæmd. Einnig má geta þess, að gert hefir verið ráð fyrir heimavistum fyrir nem- endur við Iðnskólann nýja í Reykjavík, og ætti þannig að öllu samanlögðu að vera tryggt, að nemendur hvaðanæva að af land- inu eigi greiðan aðganga að iðn- skólanámi. Væntanlega verða fáir þing- menn til þess að leggja umræddti frv. Hermanns lið, er til atkvæða kemur. Engir ábyrgir menn, er gæta vilja almenningsheilla, munu fást til aðstoðar við að rífa niður verkþekkinguna í landinu til óbætanlegs tjóns fyrir þjóðina í heild. íslenzkir iðnaðarmenn munu standa þétt saman gegn öllum árásum, er miða að því að skerða þekkingu eða starfshæfni manna í hvaða iðngrein sem er. Þeir munu skoða árás á eina iðn- grein sem árás á stéttina í heild og taka höndum saman um að hrinda hverri slíkri árás með samstilltu átaki. Haukar æ!!a að byggja félagsheimili HAFNARFIRÐI. — Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Hauka var haldinn í Góðtemplarahúsinu síðastliðinn mánudag. — Formað- ur félagsins, Guðsveinn Þor- björnsson, skýrði frá hinu helzta, sem gerzt hafði í félagsstarfinu á árinu. Þá gat hann þess, að félagið hyggðist efna til happ- drættis á næstunni, en ágóðinn á að renna til íþróttasvæðis fé- lagsins í Engidal. Það er mein- ingin að koma upp félagsheimili og íþróttasvæði fyrir starfsemi félagsins í svipaðri mynd og Reykjavíkurfélögin hafa komið sér upp á undanförnum árum. Á næsta ári eiga Haukar 25 ára afmæli, en félagið var stofnað í apríl 1931. Væri þá æskilegt að félagsheimilið væri risið af grunni. í vetur hefur verið iðkaður handknattleikur hjá yngri flokk- um, og hafa æfingar verið vel sóttar. Þá er meiningin að æfa knattspyrnu af kappi í sumar. Aðalfundurinn var fjölsóttur og mikill áhugi í félagsmönnum um að efla félagsstarfið sem mest. — Guðsveinn Þorbjörnsson var endurkosinn formaður, en hann hefur nú um áraraðir verið formaður Hauka og rækt það starf af hendi af miklum dugnaði og ósérhlífni. Aðrir í stjórn eru Gísli Magnússon ritari, Jón Eig- ilsson gjaldkeri, Bjarni Sveins- son varaformaður og Þorsteinn Kristjánsson fjármálaritarL _...... — G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.