Morgunblaðið - 09.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORG 11 NBLAÐiÐ Miðvikudagur 9. febrúar 1955 n3= EFTIRLEIT EFTIR EGON HOSTOVSKY Frarnhaldssagan. 16 í herbergið. „Heyrðu, pabbi, ef þú lætur mig hafa peninga fyrir sterku reipi, getur herra Kapoun komizt heim gegnum gluggann, svo að enginn sjái hann í kvöld. Hann er núna í bílskúrnum og ég átti að segja þér að láta hann hafa lykilinn að háaloftinu, vegna }>ess að hann er að krókna úr kulda og getur ekki beðið til kvöldsins." „Farðu burtu og leiktu þér, Oskar!“ hrópaði Irene í mesta æsingi. „Farðu út, strákskömminn“, hrópaði Oldrieh, sem annars var svo mildur og þolinmóður. Herra Johnson tók af sér gler- sugun, og snýtti sér hátt og Irene +il nokkurrar undrunar var vasa- klúturinn ekki úr líni heldur úr þunnum pappír, og sagði síðan rólega og blátt áfram: „Þið skulið ekkert vera óróleg. Eg stend fvrir hóteli og ef það er nauðsynlegt, sé ég ekkert og heyri ekkert. Mér er alveg sama hvort þið hafið einhvern herra Kapoun í felum hérna, ég hef engan áhuga á stjórnmálum. skiljið þið, — ég er aðeins að leita að ferðatöskunni Fimmti kafli. Margaret Pollinger fvlgdi komu-manni til dvra, muldraði fáein orð, og hélt lengi í hönd- ina eins og til að bæta upp, hve hún hafði verið þögul og kveðjan fálát. Hún gekk aftur að skrif- borðinu og þrýsti hnefunum að gagnaugunum. Hún hafði dálít- inn höfuðverk. Það var asperín 1 kápuvasa hennar og kælt vatn var rétt fyrir utan herbergis- dyrnar hennar, en nú var henni hað meiri ofraun en þó hún ætti að ganga um þvera Prag. Marga- ret \’arð alltaf máttlaus ef hún komst í einhverja erfiðleika eða þegar hún skammaðist sín, og vissulega voru það núna erfið- leikar sem orsökuðu þetta mátt- leysi og höfuðverk. Fyrir neðan í húsagarði ameríska sendiráðs- ins voru tveir menn í vinnuföt- ura og einkennisklæddur hermað- ur að gera við vörubil og þeir bölvuðu og hlógu og voru óþægi- lega báværir eins og aðeins ungir menn geta verið. Á sillunni fyrir utan gluggann tísti einmana spör fugl, scm hafði ekki fengið neinn brauðmola vegna ágengni félaga sinna. Þetta kvak og óþolinmóða liopp um silluna, var svo átakan- legt, að það kom vottur af brosi fram í varir Margaretar. Án þess að standa upp. tók hún brauð úr skúffunni, muldi það milli fingra sér, hallaði sér fram, opnaði gluggann og henti brauðmolun- um út til litla vesalingsins. Þegar í stað birtust fjöldi spörfugla, svo að litli fuglinn gat ekki náð í svo mikið sem einn mola. „Þetta er raunverulega svívirðilegt", sagði hún upphátt við sjálfa sig, en það var augljóst, að hún var ekki að Iiugsa um litla fuglinn. Hún tók upp heyrnartólið. „Er Gerard Morgan á skrifstofunni? Get ég fengið að tala við hann? Halló, góðan daginn, Gerard, þetta er Margaret. Hefurður tíma aflögu, mig langar til að tala við þig .... Spurðu mig ekki, hvort það sé nauðsynlegt. Hugmyndir þínar um, hvað sé nauðsynlegt eða áríðandi eru gjörólíkar mín- um hugmyndum. Það er um blaða manninn Kral. Hann er nýfarinn frá mér. Ágætt, ég get verið kom- in eftir fimm mínútur." Gerard Morgan, aðstoðar her- , íiiálafulltrúi var almennt álitinn vera ágætur ungur maður, hann var glæsilegur, gáfaður, hafði 1 kímnigáfu, var vel lesinn og lék vel á slaghörpu og var aðdáan- lega vel þjálfaður í sitt starf, en ungfrú Pollinger hafði ekki geðj- ast að honum, frá því er hún sá hann fyrst. Hún fór að rifja upp þessa upprunalegu óbeit hennar á honum, eins og einhver hafði verið að ásaka hana um, að henni geðjaðist ekki að honum einungis vegna þessa heimskulega máls ! Paul Kral, en Morgan hafði haft með málið að gera þessa síðustu daga. Nei, Margaret hafði aldrei ' geðjast að Morgan, vegna þess, að það sem aðrir álitu fyndni hafði henni alltaf fundist vera ósvífni. Hún hafði heldur aldrei getað séð neitt glæsilegt við hann, þótt hann væri alltaf í fötum frá beztu klæðskerum, og"þar að auki hafði Gerard hræðilegan ávana, sem hann hefði átt að geta bælt niður eða að minnsta kosti haft hemil á ef hann var vel gefinn, en það var, hann hló og hló að hlutum sem voru ekki á nokkurn hátt hlægilegir. Hvernig í ósköp- unum gat maður heillað nokk- urn, ef hann var alltaf hlægjandi og glottandi, eins og verið væri að kitla hann. i „Góðan daginn, Margaret, þú lítur vel út, þú hefur ábyggilega sofið vel, jæja, en sá er munur- inn, að ég sé varla út úr augun- um. Hamingjan góða, hvilík veizla hjá hershöfðingjanum, hóp ur frá Suður Ameríku, en þú veizt hvernig þessi frú Howe er, hún leyfir manni aldrei að fara á skaplegum síma og nú liður mér hræðilega. Setztu niður og fáðu þér sigarettu, Margaret." Hann hló við orðin hópur frá Suður-Ameríku og svo aftur, er hann bauð henni sigarettu. „Ég ætla að fá sígarettu. Hlust- aðu nú á, Gerard, auðvitað vil ég ekki vera að skipta mér af þín- um málum, en þetta Kral mál er hreinasta hneyksli. Hvers í ósköp unum ætlist þið til af honum? Ef þú hefur raunverulega ástæðu til að biðja þá í Washington að láta hann ekki fá vegabréfaáletrun, hvers vegna segirðu honum þá ekki, að þér finnist það leiðin- legt, en í þess stað ertu með alls konar útúrsnúninga. Maðurinn hefur ekkert gert af sér svo að hann verðskuldi að vera kvalinn svona. í sannleika sagt þekki ég fáa, sem eru jafngóðir og hann, og þú ættir líka að geta viknað við það, að þessi sjúka stúlka deyr, ef hann kemur ekki til hjálpar." „En ég er nógu viðkvæmur, og ég vil gera allt, sem ég get fyrir Kral. Vegna þess, að mér geðjast vel að manninum, og það eru ekki margir dagar síðan, að ég eyddi heilli klukkustund til að tala við hann um Mozart og ég varð þá að vinna eftirvinnu. Gleymdu ekki, að það er fjöldi fólks sem er eins og Kral, og ég hef áhyggj- ur út af. Ef ég veiti honum meiri athygli en öðrum, þá er það sum- part vegna þess, að mér er vel við manninn, sumpart vegna þess, að hann er óvenjulegur maður, sem vakti hjá mér forvitni, en mest megnis vegna þín Margaret. Þú hefur enga hugmynd um, hvað ég vil gera fyrir þig og vini þína.“ 'Hann hló aftur, næstum biðj- andi. „Skelltu ekki skuldinni á mig, kenndu heldur þeim í Wash- ington um það. Ekki ákveð ég um vegabréfaáletrun, það gerir sendi ráðið og stjórnarráðið. Ég safna aðeins gögnum, þegar mér er sagt að gera það. Mér þykir mjög fyr- ir því, að þeir í Washington geti ekki ákveðið, hvort þeir eigi að treysta honum, þegar tekið er til- lit til menntunar hans og allrar hegðunar. En hvað get ég gert að því? En okkar á milli sagt, Margaret, hvernig getur þú verið viss um heiðarleik nokkurs á þessum erfiðu tímum? Til dæmis er dálítið atriði í máli Krals. Mundir þú telja það heiðarlegt að segja ekki sannleikann? Horfðu ekki á mig eins og þú ætlaðir að drepa mig á stundinni. Ég sagði Jóhann handfasti £NSK SAGA 101 okkar og breytti um stefnu og við sigldum til eyjarinnar Korfu. — Við komum þangað um kvöld. Hafið var spegil- slétt og sló á það rósrauðum blæ um sólarlagið. Strandlengja eyjarinnar virtist renna saman við loftið í gulllitaðri móðu í fjarska. Dýrðlegri og friðsælli sjón var hvergi hægt að hugsa sér nema í Paradís. . ( Upp við ströndina lágu tvær galeiður, einkennilegar útlits. J( Þar sem þær lágu með svörtum seglum og háum, afturhall- andi framstöfnum, líktust þær frekar ránfuglum en skipum. 1 Skipstjóri okkar hraðaði sér til konungsins og hrópaði: „Herra! Siglum héðan sem íljótast. Skipin þarna eru sjó-1 ræningjaskip og eru að bíða tækifæris til rána“. Ef hann 1 hefði þekkt Ríkarð konung betur, hefði hann vitað, að það sem hann sóttist fyrst og fremst eftir, voru hættuleg ævin- ' týri. Nú fékk hann að kynnast þeim þætti í skapgerð kon- I ungs líka. S Þegar Ríkarður konungur heyrði orðið „sjóræningi" leiftr- ’ uðu augu hans, og okkur öllum til hrellingar, sem vorum á skipi hans, skipaði hann að setja bát á ílot. Hann sagðist nú ætla að fara út í galeiðurnar og heilsa upp á sjóræningj- ana. | j „Þetta er óðs manns æði,“ hrópaði skipstjóri okkar, og reif og tætti af sér hárið í skelfingar ofboði. „Þessir grimmu . og vondu menn drepa yður áreiðanlega, góði herra.“ Svo 'sneri hann sér að okkur og hrópaði: „Stöðvið hann, piltar, | í allra heilagra dýrlinga nafni.“ | „Því þá það? Hvað gengur að yður?“ spurði konungur, og skellti hendinni glaðíega á bakið á honum. „Þessir sjóræn- . Hrœrivélar fyrirliggjandi. — Kynnið yður margvíslega kosti þessara hrærivéla. Hekla h.f. Austurstræti 14 — Sími 1687 Bútasala — Bútasala Peysur — Blússur — Töskur — Náttkjólar Millipils — Kjólacfni — Bútar Gerið góð kaup. Tízkuskemman Laugavegi 34 Við bjcðum yður aðeins 1. flokks Permanentolíur Duart Duplex kr. 130,00 Helene Curtis Rhapsody kr. 140,00 Helene Curtis Fasionwave kr. 140.00 Helene Curtis Revivex kr. 150 00 Múrhúðunarnet Mótavír Bindivír Almenna byggingafélagið h.f. Borgartúni 7 — sími 7490. í'■ giT«'iiriiaiii■ ■■■■«••• i■ ¥111 i~kiinxraanvnrH« * ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■ ■■■■■■••■¥« ¥ ¥ ■•'■• ■■■■¥■ aiiiiiirri■■■■■•■ iiiiiTafirrriniiTf ■¥■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.