Morgunblaðið - 16.02.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: Léttir til með allhvassri NV eða N-átt iwgnttfylðMfr 38. tbl. — Miðvikudagur 16. febrúar 1955 Forsæfisráðherra Dana Sjá grein á bis. 9. « Píanósnillingurinn Julius Kafchen vænfanlepr hingað Einn færasfi píanóleikari, sem nú er uppi HINGAÐ til lands er væntanlegur á næstunni á vegum Tónlistar- félagsins, bandaríski píanósnillingurinn Julius Katchen, en Lann er talinn einn bezti píanóleikari í veröldinni í dag, enda þótt t>ann sé aðeins 28 ára að aldri. I - JUlius Katchen er fæddur í J.ong Branch, New Jersey, 15. ágúst 1926 og er mikið um hljóm- Kstarfólk í ætt hans. Fimm ára gamall hóf hann nám í píanóleik ftjá ömmu sinni, sem kenndi hon- tim næstu tíu árin. 21. október 1937, þá aðeins 11 ára gamall lék bann einleik á píanó með Phila- .Jelphiu hljómsveitinni og tókst bonum svo vel upp, að Filharm- oniska hljómsveitin í New York bauð honum strax að leika ein- leik á hljómleikum sveitarinnar. HiSlunartiUagan var feíld ÞAU urðu úrslit atkvæðagreiðsl- unnar í Vestmannaeyjum um miðlunartillögu sáttasemjarans þar, að sjómenn og vélstjórar felldu hana með talsverðum at- kvæðamun. Útgerðarmenn aftur á móti samþykktu tillöguna, einn ig með þó nokkrum atkvæðamun. í>eir hljómleikar Miikill listasigur. urðu einnig WEIMSPEKI OG KÓKMENNTIR Árið eftir kom hann aftur fram sem einleikari og sögðu Jistagagnrýnendur í New York, að enginn vafi léki á því, að hér væri komin fram ný stjarna á himni tónlistarinnar. — En for- eidrar Katchens kröfðust þess ékveðið af honum, þrátt fyrir velgengni hans á tónlistarsvið- inu, að hann héldi áfram við nám í mennta- og háskóla. — Hann lauk því stúdentaprófi og ftóf nám í heimspeki og enskum bókmenntum. Gekk honum nám- ið svo vel, að árið 1946, en þá lauk hann prófi, varð hann einn af sex, er hlutu styrk frá frönsku stjórninni vegna óvenjulegra ! námsafreka. En í stað þess að nota styrkinn til að standast straum að námskostnaði í heim- speki notaði hann féð til náms- greiðslu í píanóleik. EINSTÆÐAR MÓTTÖKUR Síðan hefur Katchen farið við- stöðulausa sigurför um Banda- Tíkin og víðsvegar um Evrópu og haldið fjölda hljómleika. — Hafa gagnrýnendur hvarvetna lokið hinu mesta lofsorði á leik hans og tekið honum af miklum fögnuði. GÓHIR DÓMAR Hið geysiútbreidda bandaríska tímarit „Time“ segir m.a. í greín «r prentuð var í ritinu nýlega: „Hann er ekki aðeins einn fremsti píanóleikari Bandaríkj- anna heldur — öllu fremur — einn snjallasti núlifandi píanó- leikari veraldarinnar". í grein um hljómleika Katchens í Wig- more Hall segir „Daily Tele- graph“ m.a.: „.... Julius Katc- Júlíus Katchen hen sýndi það, að hann er einn hæfasti núlifandi Beethoven- túikandi í heiminum". Og „Daily Express" segir m.a.: „Eftir hljóm- leika Katchens í gær höfðu marg- ir eldri tónlistaunnendur orð að því, að slíkan leik hefðu þeir ekki heyrt síðan þeir heyrðu Rachmaninoff. ... “ ★—★ En svo sem fyrr segir er Katchen væntanlegur hingað til lands og gefst okkur þá kostur á að hlýSa á þennan einstæða tónlistarsnilling. Guðmundur Þor- lákur aflahæstur Akranessbáia AKRANESI, 15. febrúar. — Á laugardaginn var, öfluðu Akra- nesbátarnir bezt á einum degi, það sem af er vertíðinni. Var afli 20 báta samanlagður 194 lestir, en það er til jafnaðar nærri því 10 lestir á bát, og telst það mjög gott. í gær, mánudag, voru 19 bátar á sjó. Alls fengu þeir 140 lestir. Aflahæstui var Aðalbjörg, með 15 lestir, Guðmundur Þorlákur með 12 lestir, Keilir með 10 lestir og Bjarni Jóhannesson með 9 lestir. í Undanfarna daga hafa þeir Keilir og Guðmundur Þorlákur skipzt á með að vera aflahæstir. Að meðtöldum deginum í gær, hefur Guðmundur Þorlákur aflað 204 lestir og Keilir 202 lestir síðan á áramótum. í dag er afli rýr hjá bátunum sem komnir eru að, eða 2—3 lest- ir. Einn bátanna, Ásbjörn, varð 1 fyrir vélbilun, er hann var ný- búinn að leggja línuna og er hjálparskip á leið með hann til lands, en Svanurinn er að draga línu hans í kvöld. —Oddur. 100 ára frjálsrar verzlunar á Islandi minnst 1. apríl n.k. Vegleg háfíðahöld ii afmællsins HUNDRAÐ ára afmælis frjálsrar verzlunar á íslandi verður minnst með veglegum hátíðáhöldUm 1. apríl n. k. og gengst verzlunarstéttin fyrir þeim. Tilskipunin um Verzlunarfrelsi til handa íslendingum var einn veigamesti þátturinn í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, og það er von verzlunarstéttarinnar, að þjóð- in í heild vilji á einn eða annan hátt taka þátt í minningu þessa viðburðar og minnast þessa merkilega afmælis. sýslumaður í Dclum íslandsmófið i hefs! í kvöld tSLANDSMÓTIÐ í handknatt- Jeik (fyrri hluti) hefst í kvöld kl. 8 að Hálogalandi. Keppa í fyrri hlutanum meistaraflokkur «g 3. flokkur karla. Fyrri hlut- inn stendur til 13. marz n.k., en hinn 16. marz hefst síðari hluti mótsins — keppni í öllum öðrum flokkum. I meistarakeppni keppa Reykja víkurfélögin, Afturelding í Mos- fellssveit og FH í Hafnarfirði. í kvöld le’ka í 3. flokki Valur og í. R og í meistaraf lokki verða tveir leikir milli Vals og KR og milli Víkings og FH. HINN 12. þ.m. veitti forseti ís- lands Friðjóni Þórðarsyni full- trúa lögreglustjórans í Reykja- vík, sýslumannsembættið í Dala- sýslu frá 1. marz n.k. að telja. (Frá dómsmálaráðuneytinu). „Grænland44 á FerðaféWsfoiidi VJ FERÐAFÉLAG ÍSLANDS heldur fyrstu kvöldvöku sína á árinu, í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. Félagið hefur fengið próf. Guð- mund Thoroddsen lækni, til þess að segja frá A.-Grænlandi. Sem kunnugt er var prófessorinn lækn- ir hjá námafélaginu í Meistara- vík um sex mánaða skeið, í vetur. Notaði hann hverja frístund til náttúruskoðunar, en próf. Guð- mundur er, sem kunnugt er, mik- ill ferðamaður og náttúru-unnandi. Mun Guðmundur segja frá ýmsu því, sem fyrir augu bar í stórbrotinni náttúru Grænlands. Er ekki að efa að frásögn pró- fessorsins verði hin fróðiegasta, því honum er mjög lagið að segja skemmtilega frá. Mun hann máli sínu til skýringar og frekari glöggvunar, sýna litkvikmynd og skuggamyndir. Vafaiaust er, að kvöldvakan verði fjölsótt, svo sem venja er á þessum ánægjulegu skemmtunum Ferðafélagsins. Að fyrirlestri próf. Guðmundar loknum, verður að venju stiginn dans. Verzlunarráð íslands, Samband ísl. samvinnufélaga, Samband smásöluverzlana og Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur hafa öli tekið höndum saman um undir- búning hátíðarinnar, og hefur fjölmenn nefnd starfað að málinu um nokkurt skeið. Þessi nefnd hefur kosið s érstaka fram- kvæmdanefnd og skipa hana Eggert Kristjánsson, formaður Verzlunarráðs íslands, Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga og Kristján Jónsson, formaður Sambands smásöluverzlana. SAMKOMAí Þ JÓÐLEIKHÚ SINU Höfuðatriði hátíðahaldanna verður vegleg samkoma í Þjóðleikhúsinu, þar sem við- skiptamálaráðherra, fulltrúar verzlunarsamtaka og fleiri flytja ræður. Auk þess verður tónlist og söngur. Um kvöldið verður veizla að Hótel Borg, þar sem félagsmálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og fleiri flytja ræður og margt verður til skemmtunar. EINNIG HÁTÍHAHÖLD UTAN REYKJAVÍKUR Reykjavíkurbær verður skreyttur í tilefni dagsins, verzl- anir munu væntanlega minnast hans með gluggaskreytingum, en utan höfuðstaðarins gangast verzlunarmenn fyrir hátíðahöld- um eftir aðstæðum á hverjum stað. Loks verður dagsins minnzt í útvarpinu með útvarpi frá há- tíðafundinum í Þjóðleikhúsinu og samfelldri dagskrá um kvöldið. ÚTGÁFA MINNINGARRITS Þá er í undirbúningi útgáfa að minningarriti, sem Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri, skrifar, en það verður skreytt mörgum myndum og margvíslegu efni til fróðleiks um verzlunina og þýð- ingu hennar fyrir þjóðina fyrr og nú. Telp a undir híl og hlýtur af hana KEFLAVÍK, 15. íebrúar. SÁ HÖRMULEGI atburður átti sér stað, hér í Keflavík á laugardaginn var, skömmu eftir hádegið, að fimm ára gömul telpa, Margrét Þorgeirsdóttir, varð undir bíl og beið samstundis bana af. DATT INN UNDIR BÍLINN Varð banaslys þetta á Tjarnar- götunni, skammt frá heimili )itlu stúlkunnar. Hafði hún verið að leik ásamt fleiri börnum. Mun slysið hafa orðið með þeim hætti,1 að Margrét litla hrasaði á göt- unni í þanri mund, er stór flutn- ingabíll fór fram hjá henni. Féll telpan inn undir bílinn og fór hún undir afturhjól bílsins með fyrr greindum afleiðingum. Foreldrar Margrétar litlu eru þau Sóley Sigurjónsdóttir og Þorgeir Karlsson bílstjóri, Sól- eyjargötu 2 hér í bær —Ingvar, Togarinn og feélemir VariS '0m á feananahýði SÁ ÓSIÐUR viðgengst hér í bænum, að fólk, sem neytir ban- ana á götum úti hefur það fyrir sið, að fleygja hýðinu á gang- stéttirnar. Menn vara sig ekki á því, að fólk, sem gengur um göt- urnar,, getur orðið fyrir slæmum byltum, ef það stígur á banahýði. í gær var nafnkenndur borgari í bænum fyrir því óláni að stíga á banahýði, sem fleygt hafði ver- ið á gangstéttina og meiða sig alvarlega. SLOKKVILIÐIÐ var kallað svo að segja samtímis á tvo staði í gær. í leigugarðahverfinu í Kringlumýri hafði verið kveikt í sinu í skurðbakka, en eldurinn breiðst út og var kominn í kartöflugeymslu þegar slökkvi- liðið kom. Var eldurinn fljótlega kæfður og urðu litlar skemmdir. 1 Hitt brunakallið var vestur á Ægisgarð, þar sem kviknað hafði í vélskipinu Ernu. Var verið að rafsjóða í vélarrúmi skipsins og kviknaði þá í trébita bak við olíu geymi. Slökkviliðinu gekk einnig fljótlega að kæfa þennan eld. I f Kommúnislar héldu Félagi járnlðnaðar- manna UM s.l. helgi fór fram stjórnar- kjör í Félagi járniðnaðarmanna. Úrslit urðu þau að kommúnistar héldu stjórn félagsins. Fékk listi þeirra 191 atkv., en listi lýðræð- issinna 130 atkv. Nú hefir sannast að kommún- istarnir fölsuðu kjörskrána, þann ig að þeir komu fram með fölsuð vottorð, undirrituð af trúnaðar- mönnum sínum, og komu þannig skuldugum stuðningsmönnum sínum inn á kjörskrá. Fölsun sem þessi hefir ekki áður átt sér stað í Félagi járniðnaðarmanna, en hún gefur rétta mynd af störfum kommúnista og því ofbeldi, sem þeir beita í baráttu sinni innan verkalýðshreyfingarinnar til þess að geta haldið þar völdum. 0 SIGLUFIRDI, 15. nóv. — Elliði kom af veiðum í morgun með um 280 lestir af fiski, e:'tir vikutíma útivist. Aflinn, sein er mest- megnis þorskur, fer til vinnslu hér í frystihúsinu og einnig til herzlu. ★ Hingað kom í gær vélskipið Fanney með vörur til verzlan- anna hér og frystihússins. ★ Alla síðastliðna viku var róið og þeir fáu bátar, sem héðan stunda róðra voru með sæmileg- an afla, 2—4 tonn í róðri. Bát- arnir þuiífu að sækja mjög djúpt út. -—Guðjón. AU8TDKBÆR I ABCwSFGH ’ EW&W * k 1 iMk ABCDRFGH WHTRBÆR 9. leikur Austurbæjar: a7—a5 ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.