Morgunblaðið - 18.02.1955, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 18. febrúar 1955
ffl/lilljóna aukakostnab leiðir
| ( • - ■ í
af ferðum um Krísuvíkurleið
Fræðslufulltrúa falin
yfirstfórn bókasafnanna
Náuari tengsi miiii safnanna cg skólanna
Þrengslaieið væri 35 km styttri
og hagstæðari á allan hátt
Fraiiisöpræða Sig, Ól. Ólafssonar í gær.
SIGURÐUR ÓLI ÓLAFSSON þingmaður Árnesinga lýsti því fyrir
þmgheimi í gær, í skilmerkilegri og skörulegri ræðu, hve geysi-
legur auka og óþarfa kostnaður hefur orðið af því fyrir íbúa Suð-
•urlands að Krísuvíkurvegur var lagður og notaður sem vetrarveg-
ur í stað þess að gera góðan upphleyptan veg gegnum Þrengslin.
Það var að vísu mikil samgöngubót að lagningu Krísuvíkur-
•vegarins á sínum tíma, sagði Sigurður. En sá höfuðgalli var þar
á, hve leiðin er löng.
Hver dagur, sem Hellisheiði er lokuð og fara verður um Krísu-
víkurveg kostar þúsundir króna í auknum flutningskostnaði,
sem að mestu leyti er sóun á erlendum gjaldeyri, þar sem ein-
göngu er um bifreiðanotkun að ræða.
En Krísavíkurvegurinn er 43 km lengri en Hellisheiðarvegur
og 35 km lengri en Þrengslavegur, ef hann hefði verið lagður.
LOKIÐ Á TVEIMUR ÁRUM
Sigurður gat þessa í ýtarlegri
framsöguræðu, er hann flutti í
Sámeinuðu þingi fyrir þingsálykt
unartillögu um byrjun fram-
kvæmda á Austurvegi og sé mið-
að við það að vegur verði tilbúinn
um Þrengslin eftir tvö ár.
Framsögumaður rakti það m.a.
að vegurinn um Hellisheiði var
lagður fyrir síðustu aldamót. Var
staðsetning hans og gerð eðlilega
miðuð við þau samgöngutæki,
sem þá voru til, þ. e. hestinn.
Hautir og lægðir voru þræddar
eftir því sem mögulegt var til að
fórðast allar meiriháttar brekkur.
Afleiðing þess varð sú að vegur-
inn lagðist undir snjó strax á
haustin og losnaði ekki úr þeim
viðjum fyrr en á vordögum.Þetta
kom ekki að sök í fyrstu. En þeg-
ar, bifreiðarnar komu til sögu og
umferð jókst á þessari leið, þar
á meðal vetrarferðir með mjólk-
urframleiðslu, varð fyrst ljóst
hver þröskuldur snjórinn á
Hellisheiði gat orðið.
HELLISHEIÐI í 370 M. HÆÐ
Veldur þar hvorttveggja, lega
vegarins og hæð Hellisheiðar, en
hún er 370 m. yfir sjávarmál.
Lig'gux snjór því löngum á henni,
þótt shjólaust sé á láglendi. Get-
ur meira að segja verið svo vik-
um saman, að bílfært sé frá
Eeykjavík upp í Hveradali, þótt
heiðin sjálf sé ófær. Kemur þar
m. a. til hinn stöðugi skafrenn-
ingur, sem fyllir allar brautir,
svo þgr verður oft mestur snjór-
inn séin mest er mokað.
LÖGÍN FRÁ 1932 SEM EKKI
VORÍJ FRAMKVÆMD
Árið 1932 samþykkti Alþingi
lög um nýjan veg frá Lækjar-
botnum austur í Ölfus gegnum
Þrengsli. Var þar lögð áherzla á
að gerð vegarins yrði svo að hann
verðist sem bezt snjó.
Ekkert varð þó úr framkvæmd-
um með þessa vegargerð, en
nokkrum árum eftir þetta var
Krísuvíkurleiðin tekin í bjóð-
vegatölu og þegar byrjað á lagn-
ingu hennar. Hún tók fjölmörg
ár. En hefur síðan verið notuð
sem vétrarleið.
ÖNNUR LÖG SEM BÍÐA
FRAMKVÆMDAR
Árið 1944 var skipuð milliþinga
nefnd til að rannsaka samgöngu-
mál Suðurlandsundirlendisins. Á
áliti þeirrar nefndar voru byggð
lög sem Alþingi samþykkti 1946.
í þeim er mælt svo fyrir að leggja
skuli njjan veg, steinsteyptan um
Þrengslin. Var stjórninni heimil-
að að faka lán til framkvæmd-
anna. E|i úr framkvæmdum hefur
ekki’ owiið, þó öllum megi vera
Ijóst, hversu mikið hagsmunamál
hér er um að ræða fyrir alla
aðila.
STÓRKOSTLEGUR
KOSTNADARAUKI
AF KRÍSUVÍKURLEIÐ
Samkvæmt skýrslu vegamála-
stjóra fvrir nokkrum árum, munu
um 100 bifreiðar að meðaltali
hafa farið milli Réykjavíkur og
austursveita daglega að vetrar-
lagi. Þar af eru um 60 vörubif-
reiðar. Sé nú miðað við meðal-
hlass vörubifreiða 3 tonn, sem er
sízt of hátt, þá nema vöruflutn-
ingar á dag um 180 tonnum.
Þrengslaleiðin væri um 35 km.
st.yttri en Krísuvíkurleiðin. Hver
ekinn tonnkílómeter kostar kr.
1,25 en auglýstur taxti er um
20% hærri. Þessi útreikningur
sýnir svo ekki verður um villzt að
beinn sparnaður með því að aka
Þrengslaleið í stað Krísuvíkur-
leiðar myndi nema um 8 þús. kr.
á dag. Þar við bætast fólksflutn-
ingar og enn ber þess að geta að
síðan þessi talning var gerð hafa
ferðir enn aukizt.
Er ljóst af þessu að ef Hellis-
heiði lokast í 100 daga, sem kem-
ur fyrir á sumum vetrum, þá
myndi beinn sparnaður við það
að aka Þrengslaleið í stað Krísu-
víkurleiðar nema IV2 milljón kr.
á ári. Þar að auki ber þess að
gæta, að Krísuvíkurleiðin er erf-
iður vetrarvegur og fóru t. d.
100 þús. kr. í að halda henni
opinni einn vetur.
ÁGAIXAR
KRÍSUVÍKURLEIÐAR
Krísuvíkurleiðin var mikil sam
göngubót á sínum tímá. En sá
höfuðgalli var þar á, hve leiðin
er löng. Vegurinn er ekki heldur
heppilega lagður miðað við snjó-
þyngsli. Má benda á það að leið-
in frá Vatnsskarði meðfram
Kleifarvatni, allt til Krísuvíkur
er oft illfær í snjó. Og sama gild-
ir um veginn- meðfram Hlíðar-
vatni og um Selvogsheiði. Vetur-
inn 1951 þurfti t. d. að moka þessa
kafla daglega langan tíma Krísu
víkurvegurinn er einnig svo mjór
að bílar geta ekki mæzt á honum
nema á sérstökum útskotum.
Vegna þessa er hann stórhættu-
legur fyrir hina miklu umferð
sem á honum mæðir þegar til
hans þaíf að taka. Þegar snjór er
yfir öllu, myrkur og e. t. v. bvlur,
er erfitt fyrir bifreiðarstjóra að
halda veginum. Má engu muna
ef ekki á illa að fara. Má benda
á það, að í vetur missti þaulvan-
ur bílstjóri bíl sinn, sem var tank
bíll fullur af mjólk út af veginum
með þeim afleiðingum, að honum
hvolfdi.
Er af þessu ljóst, að hreint
Ijieyðarúrræði er að þurfa að
Sig. Óli Ólafsson
beina hinni miklu umferð á
Krísuvíkurveginn.
ÞRENGSLIN FÆR í ALLAN
VETUR
Sigurður Ól. Ólafsson minntist
á það, að á yfirstandandi vetri,
sem hefði verið snjóléttur sunn-
anlands, hefði Hellisheiði verið
ófær tuttugu daga. En á sama
tíma hefur ekki fest snjó á veg-
inum frá Reykjavík upp í Hvera
dali, enda er hann sem og
Þrengslin um 120 metrum lægra
yfir sjávarmál en Hellisheiði.
Má fullyrða að vel upphlaðinn
vegur um Þrengslin heí'ði verið
snjólaus í allan vetur, eftir þeim
upplýsíngum, sem ég hef aflað
mér á vegamálaskrifstofunni,
sagði Sigurður að lokum.
TIL umræðu kom í bæjarstjórn
sú samþykkt bæjarráðs frá
9. þ. m. að fræðslufulltrúa verði
„falið að vinna að bættri aðstöðu
barna og unglinga til afnota af
bókasöfnum bæjarins. Ennfrem-
ur leggur bæjarráð áherzlu á,
að reynt verði að glæða áhuga
barna og unglinga á lestri góðra
bóka og þeim leiðbeint um bóka-
val. Bæjarráð felur fræðslufull-
i trúa framkvæmdir í þessu efni
' og jafnframt yfirstjórn bóka-
. safna bæjarins.“
Borgarstjóri gerði grein fyrir
þessari samþykkt bæjarráðs og
fórust m. a. orð á þessa leið:
NAUÐSYNLEGT AÐ
TENGJA SÖFNIN OG
SKÓLANA SAMAN
Bæjarstjórn Reykjavíkur á-
kvað stofnun Bæjarbókasafns
Reykjavíkur á fundi sínum 18.
nóvember 1920. Var þá ákveðið,
að stjórn safnsins skyldi falin 5
mönnum, 3 bæjarfulltrúum og 2
bókfróðum mönnum utan bæjar-
stjórnar. Þetta fyrirkomulag um
stjórn safnsins hélzt, þar til bæj-
arráðið var stofnað árið 1932. Tók
það þá við störfum stjórnar safns-
ins eins og fleiri nefndarstörfum
á vegum bæjarins.
Fyrir rúmu ári tók safnið til
starfa í hinum glæsilegu húsa-
kynnum við Þingholtsstræti.
Jafnframt aðalsafninu þar eru
rekin útibú í Austurbæjarskól-
anum og Vesturbænum og í
Kleppsholti. Auk þess lætur safn-
ið í té bækur í lesstofur barna-
skólanna. Enn fremur lánar safn-
ið bækur til allmargra skipa.
Aðsókn að safninu hefur 4
s. 1. ári aukizt verulega. Voru
lánuð út 162.850 bindi. í les-
stofu aðaisafnsins hafa skráð
sig í gestabók 21.786 manns.
Alls munu vera í eigu safns-
ins um 50.000 bindi.
ADSÓKNIN EYKST
Eins og vænta mátti hefur bætt
ur aðbúnaður safnsins aukið
verulega aðsókn að því. Virðist
þó mjög æskilegt, að bættur sé
enn aðbúnaður barna til þess að
hagnýta sér aðalsafnið og stuðlað
sé að því, að börn í öðrum bæj-
arhlutum eigi þess kost að not-
færa sér bókakost safnsins. Þetta
er að vísu gert með lesstofums
þeim, sem í skólunum eru, er»
vegna þrengsla er þar ekki sú
aðstaða til lestrar, sem æskileg
verður að teljast.
Enn fremur verður það að
teljast höfuðnauðsyn, að á
unga aldri sé fólki leiðbeint
um bókaval og vakinn með
þeim áhugi á góðum bók-
menntum. Á Norðurlöndum er
Framh. á bls. 4
-• Sjö skip fóru í gær
STRAX og vinna hófst við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun, er
samningar höfðu tekizt í matsveinadeilunni á kaupskipaflot-
anum, var farið að búa þau skip til siglinga, er stöðvast höfðu í
hinu langa verkfalli. í gærdag létu flest skipanna úr höfn.
EIMSKIP
RÍKISSKIP
Bar selfur upp
á tióff?! Borg
í EINUM sal Hótel Borgar
(Dyngjunni) hefir nú verið kom-
ið fyrir bar, þar sem vínveiting-
ar munu fara fram á þeim tíma,
sem slíkt er leyfilegt.
Barinn sjálfur var fenginn til-
búinn erlendis frá og er hinn
smekklegasti. í erlendum gisti-
húsum þykir það sjálfsagt, að bar
sé í salarkynnunum Hefir mjög
borið á því, að erlendir ferða-
menn hafi saknað hans að Hótel
Borg._________________
SAS-flugvélar
koma hér \ið
í „Pólílugi44
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 17.
febr.: — Fulltrúi frá Skandin-1
avisku flugsamsteypunni SAS,
var hér á ferð fyrir nokkrum dög 1
um til viðræðna við fulltrúa flug-
málastjórnarinnar hér í sam-
bandi við „Pólflugið", frá Evrópu
vestur til Los Angeles í Banda-
ríkjunum. Var rætt um aukna
veðurþjónustu fyrir flugvélarn-
ar og aðra upplýsingaþjónustu
fyrir flug þetta er flugmálastjórn
in gæti látið í té. !
SAS flugvélar í „Pólarflugi"
fljúga sem kunnugt er hér yfir
landið og hafa þær haft viðkomu
hér á Keflavíkurflugvelli. Ekki
mun SAS þó hafa í huga að opna
skrifstofur hér á flugvellinum í
sambandi við Pólarflugið. Hafa
SAS-flugvélar fengið sömu af- .
greiðslu og aðra fyrirgreiðslu, svo
sem flugvélar frá öðrum flugfé-1
lögum, sem
fulltrúa hér. — B.
Tröllafoss, stærsta skip flotans,
var fyrst stærri skipanna til að
láta úr höfn, um nónbil, en hann
sigldi áleiðis til Nevv York. Þá fór
Gullfoss klukkan 4 áleiðis til
Kaupmannahafnar og Dettifoss
fór um klukkan 10 áleiðis til Vest
mannaeyja til að taka frosinn
fisk.
EINS og kunnugt er af blaða-
skrifum að undanförnu, hefur
ríkisstjórn Ítalíu og borgarstjórn
Rómar boðið Norræna listbanda-
laginu að efna til sýningar á
myndlist Norðurlandaþjóða í
Rómaborg 2. apríl til 20. maí n.k.
Norræna listbandalagið beindi
1 boði þessu til Félags íslenzkra
j myndlistarmanna að því er ís-
land varðaði, en það íélag hefur
verið aðili að bandalaginu frá
stofnun þess árið 1945.
Félag íslenzkra myndlistar-
manna hófst síðan handa um und
irbúning þátttöku í sýningunni
m. a. með því að sækja um fjár-
veitingu til Alþingis. í fjárlög-
um fyrir árið 1955 eru veittar 100
þús. kr. í þessu skyni með þeim
skilyrðum, að undirbúning og til-
högum á þátttöku myndlistar-
manna í sýningunni skyldi
ákveða með samþykki mennta-
málaráðuneytisins, •— enda ann-
ist 2 fulltrúar Félags íslenzkra
myndlistarmanna, 2 fulltrúar
Nýja myndlistarfélagsins og 1
fulltrúi félagsins Óháðir lista-
menn myndaval og aðrar fram-
kvæmdir.
★
Þegar Norræna listbandalagið
Öll skip Skipaútgerðar ríkisins
létu úr höfn. Fór Skjaldbreið til
hafna á Vesturlandi, en Herðu-
breið austur um land til Vepna-
fjarðar. Klukkan 8 í gærkvöldi
fór Hekla í hringferð vestur um
land og tveim tímum síði r fór
Esja í hringferð austur um land.
í dag fara Lagarfoss, Rcykja-
foss, Tungufoss og Fjallfor:;.
og var það innan vébanda
Bandalags íslenzkra listamanna.
Var því eðlilegt að þetta íélag
yrði aðili íyrir íslenzka mynd-
listarmenn í Norðurlandasamtök-
unum, þó að hitt sé misskilning-
ur, að það hafi íengið Jöggildingu
ríkisstjórnarinnar til slíks. Því
líkrar löggildingar hefur aldrei
verið leitað og hún ekki verið
veitt. Síðan hafa myndast tvö
önnur félög myndlistarmanna, er
hafa krafizt þess að eiga aðild
að Rómarsýningunni og telja
forsendur brotnar fyrir því, að
Félag íslenzkra myndlistarmanna
eitt fari með umboð fyrir alla
myndlistarmenn gagnvart Nor-
ræna listbandalaginu. Enda virð-
ist ljóst, að ætlast hafi verið til
að boðinu um þátttöku í Róm-
arsýningunni væri beint til ís-
lands þ. e. allra íslenzkra :nynd-
listarmanna, en ekki einstaks
félags þeirra.
★
Formaður Félags íslenzkra
myndilstacmanna hefur aðspurð-
ur lýst yfir því, að félagið ætlist
til að fá fé það, sem Alþingi
veitti til sýningarinnar, en sam-
tímis tekið skýrt fram, að félagið
muni alls ekki ganga að skilyrð-
um Alþingis fyrir fjárveiting-
Framh. á bls. 12
ekki hafa sérstaka var stofnað, var hér einungis eitt
félag myndlistarmanna starfandi I
Frá mennfamálaráHyiie¥3ffi