Morgunblaðið - 18.02.1955, Síða 7

Morgunblaðið - 18.02.1955, Síða 7
Föstudagur 18. febrúar 1955 MORGUNBLAÐIÐ 1 ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN -k i: < . -í : ' • . Menntaskólaleikurinn ÞAÐ verður að halda leiksýn- ingunni áfram. Eitthvað á þessa leið hljóðar enskur máls- háttur. Óhætt er að fullyrða, að Menntlingar hafi fylgt honum dyggilega, eftir að Lárus Sigur- björnsson og félagar hans komu Menntaskólaleiknum í núverandi horf fyrir 33 árum. Að vísu hafa skólaleikirnir verið við lýði hátt á aðra öld með lengra eða skemmra bili, en frá 1922 hafa þeir verið sýndir árlega að tveim- ur árum undanteknum, 1926 og aftur 1941, en þá var skólinn á hrakhólum vegna setu brezks herliðs í skólahúsinu og félagslíf allt í molum. Óþarft er að taka fram, að alltaf hafa verið sýndir gamanleikir, enda vafamál, hvort unnt sé að beizla í alvöruþrungn- um leik slíka fjörkálfa sem Menntlingar eru. Leikrit Hol- bergs hafa oftast orðið fyrir val- inu, alls níu sinnum. Meðal ann- arra höfunda hafa verið Moli- ére, Arnold og Bach, Shaw og Brandon Thomas, en Frænku Charley’s, sem sá síðastnefndi hefur samið, sýndu Menntlingar 1940. Ýmsir færustu leikarar lands- ins hafa einmitt komið fyrst fram á þessum vettvangi og heillazt svo, að þeir sneru aldrei aftur af þeirri braut. Enn er það þannig, að nokkrir fara til leiklistarnáms að loknu stúdentsprófi, en allur þorrinn hverfur á braut frá leik- listinni og eru aldrei kenndir við hana síðar. Nú eru Menntlingar komnir af stað á ný og sýna gamanleikinn Einkaritarann eftir Sir Charles Hawtrey undir leikstjórn Einars Pálssonar. Til þess að fregna sem bezt af undirbúningi og tilhögun leiksins og varpa nokkru Ijósi á hann, lagði undirritaður leið sína niður í Iðnó kvöld eitt í vikunni skömmu fyrir sýningu. Niðri í kjallara undir sviðinu eru bún- ingsherbergin og þar eru leik- endur í óðaönn að sminka sig og klæðast gervum. Okkur tekst að ná tali af formanni leiknefndar, Ingibjörgu Síephensen, og fáum að vita hjá henni, að leikurinn hefur verið sýndur áður af Menntaskólanemum. Það var ár- ið 1939 og þá var Valur Gíslason bæði þýðandi og ieikstjóri. Aliur tími leiknefndar á haustin fer í að lesa leikrit, raeða þau og velja svo það nýtilegasta úr. Leikrita- Asbjörn Eyjólfsson Glatt á hjalla í kaffihléinu. Menntlingar sitja yfir kaffiborði í í DAG er kvaddur hinztu kveðju Ástbjörn Eyjólfsson trésmiður, en hann lézt að heimili sonar síns, Efstasundi 85, 13. þ. m. Síðustu árin átti hann við nokkra vanheilsu að búa, en tók veikindum sínum með þeirri ró og hugprýði, sem jafnan ein- kenndi þeúnan öðlingsmann: Ástbjörn var Árnesingur að ætt, fæddur að Læk í Flóa, 13. febrúar 1874, og lézt hann því á j áttugasta og fyrsta afmæiisdegi! sínum. Foreldrar Ásbjörns voru Eyj-1 óliur bóndi að Læk Þorvaidsson- j ar í Auðsholti og Sigríðar Bgils- | dóttur konu hans frá Stekkholti í Biskupstungum, Gunnarssonar í Fellshóli. 1 Nú fækkar þeim óðum, sem stóðu í blóma lífs síns um níðustu aldamót. En þá bjó þjóð vor við sára fátækt bæði vegna er'iendr- | ar yfidrott'iunar og harðæris í ^ landinu. — Þá þurfti að vinna „Ef þú finnst, þá ertu glataður“, segir Mr. Cattermole (Jóhann Már) við einkaritarann (Val). Fundinn og glataður. Einkaritar- inn (Valur) í klóm réttvísinnar (Jóns Ragnarssonar). Umsjónar- maður veiðihundafélagsins (Ólaf- auðvitað sjöttu bekkingar úti, ur) horfir orðlaus á. búningsherberginu í Iðnó. valið er vandasamt og ekki alltaf allir á einu máli, en fullvíst má telja, að vel hafi tekizt í þetta sinn. í einu búningsherberginu eru þeir Valur Gústafsson, sem leik- ur einkaritarann, Jóhann Már Maríusson í líki harðjaxls og „sjarmörarnir“ Gísli Alfreðsson og Sigurður Þórðarson. Þeir segja okkur frá því þrotlausa starfi, sem liggur að baki ieiknum. Æf- ingar hófust ekki að marki fyrr en eftir jól, en þá var gengið hraustlega til verka, æft stanz- laust út janúarmánuð uppi á lofti í Bókhlöðunni eða íþöku eins og hún er oftast kölluð. Þegar hða tók að frumsýningu, var æft á sviðinu í Iðnó og lögðu nú allir enn harðar að sér. Dag eftir dag stóðu æfingar frá hádegi og fram á kvöld með örlitlu kaffihléi. — Frumsýning var 6. febr. og fjór- ar sýningar hafa verið til þessa. Frammi á gangi standa þeir Bernharður Guðmundsson, ísak Hallgrímsson, Jón Ragnai’sson og Ólafur B. Thors í gervum sínum. Þeir segja, að ráðgert sé að sýna leikinn í nágrenni Reykjavikur að venju. Fyrir valinu hafa orðið Hafnarfjörður, Keflavík, Hvera- gerði,, Selfcss og Akranes. Þá leitum við uppi Eddu Björnsdóttur, sem fer með hlut- verk gamallar konu cg yngis^ meyjarnar Ingu Birnu Jónsdótt- ur og Auði Ingu Óskarsdóttur. Þær bera ekki á móti örlitlum taugaóstyrk. En kannske tekst manni þá bezt, bæta þær, við. Uppi á leiksviðinu getur að finna hinn ósýnilega einvald þess, leiksviðsstjórann. Þegar sýningar eru hafnar, er starfi leikstjórans í rauninni lokið og ábyrgðin lögð leiksviðsstjóra á herðar. Leik- tjöldum er komið fyrir og ekki má gleyma smáhlutum eins og vasaklút eða blýantsstubb, sem allt kann að velta á. Loks hefur hann gát á því, að leikarar séu ekki niðri í kjallara, þegar þeim ber að vera á sviðinu! Fæstir gera sér ljósa grein fyrir þvi, hversu skólaleikirnir eru tímafrekir fyrir nemendur, \sem sitja á skólabekk fram yfir há- degi hvern virkan dag. Strax á eftir hefjast æfingar hjá leikend- um og standa allt íil kvöids á annan mánuð. Síðan kemur tima- bil leiksýninganna, sem lýkur með ferð um nágrenni Reykja- víkur. Leiknefnd er heldur ekki iðjulaus. Hún er franikvæmda- stjórnin og ér send út af örkinni til að hafa með einhverju móti upp á alls konar hlutum, allt frá einglyrni til húsgagna. — Starf beggja hópanna er fórnfúst og ósérplægið, eina þóknunin er hlátrasköll og lófaldapp áhorf- enda. Það lætur að líkum, að námið sitji á hakanum þennan tima, svo að sú spurning hlýtur að vakna, hvort kleift sé á nokkurn hátt að samræma þessar andstæður, nám og leikstarf. Harðast verða (Ljósm. Ol. K. M.) ' sem þreyta stúdentspróf í sumar, en öll eru þau ásátt um að stunda j námið af því meira kappi, þegar leiksýningar eru að enda komnar og þau geta iitið með velþóknun j yfir unnið starf. Skólaleiknum verður að halda , áfram, þótt aðrar erfðavenjur j hverfi, segja Menntlingar. Þar eru yfirvöld skólans sammála og hafa aðstcðað þá eftir megni. — Bez’.i öómarinn á framtakssemi og dugnað þessa unga fólks eru þó áhorfendur á öllum aldurs- skeiðum, og þeir hafa kveðið upp jákvæðan dóm, því að hvað er j jákvæðara en samantvinnaðar hláturskviður allt til leiksloka. Þórir Einarsson. hans fyrir þrem áralugum. — Heimili þeirra var þekkt xyrir snyrtimennsku og höfðingsskap, enda var húsfreyjan sérstök mannkosta kona, sem reyndist manni sínum traustur lífsföru- nautur. Heimili þeirra stóð öllum opið og var þar oft gestkvæmt. Ástbjörn missti konu sína árið 1940, eftir 37 ára sambúð. Þau eignuðust tvo mannvænlega pyni, Lárus símafræðing, sem kvæntur er Mörtu Dahielsdóttur, Þor- steinssonar slippstjóra og Egil, verzlunarstjóra, kvæntan Ástu Stefánsdóttur, verkstjóra. Ástbjörn var meir en meðal- maður á hæð, grannur og spengi- lega vaxinn og léttnr í spori á vngri árum. Han var bjartur yf- irlitum, fríður og höfðinglegur i allri framgöngu. Oll framkoma hans einkenndist af mildi og vpl- vild til alls og allra. Nú að leiðarlokum þakka ég þessum kæra vini mínum órofa tryggð við mig og fjölskyldu mína, og bið guð að blessa minn- ingu hans. Hróbjartur Bjarnason. Mlnning sólin ekki eins og á 1911, en LaxaMKarmn veitt fvrir j oimda lax Á ÁRSHATIÐ Stangavéiðifélags Reykjavíkur fyrra laugardag var Viðari Péturssyni tannlækni, afhentur laxveiðimannabikarinn, sem er íarandbikar og veittur þeim, sem stærsta laxinn dreg- ur á flugu á vatnasvæðum félags ins. — Þetta mun vera í áttunda skipt ið sem bikarinn er veittur, en hann vinnst til eignar, hljóti sá hinn sami hann þrisvar. — Slíkt hefur aldrei skeð, að sami mað- urinn hafi unnið bikarinn meir en einu sinni á þessum átta ár- um. Það var 18 punda hængur sem Viðar tannlæknir veiddi, 6. sept. s. 1., í Gránesfljóti í Laxá í Leir- ársveit. Var tannlæknirinn með heimabúna flugu, við 10 feta flugustöng. Vottar að þessu voru tveir í stjórn Stangaveiðifélags- ins, þeir Viggo Jónsson ritari þess og Ólafur Þorsteinsson gjaldkeri, sem viðstaddir voru er Viðar dróg laxinn. Sérstök hikarnefnd starfar innan félagsins og formaður hennar, Bjarni R. Jónsson, af- henti Viðari Péturssyni bikar- inn. — Árshátíð félagsins, sem fram fór í Sjálfstæðishúsipu. var hin ánægjulegasta cg var húsfyllir. Skemmtiatriði voru flutt við góð- ar undirtektir og að lokum var dans stisinn. Nokkrum gestum haíði félgið boðið til hát'ðarinn- ar og var borgarstjórinn meðal þeirra. örengur öevr aí völtíum geislavirkunar HIROSHIMA — 16 ára gamall drengur í Hircshima í Japan lézt r.ýlega af völdum geislavirkana frá kjarnorkusprengjunni, er varpað var á Hiroshima árið 1 1945. . hörðum höndum til að sjá sér og sinum farborða. Astbjörn fór ekki vai’hluta af bví ástandi, sem þá ríkti í landinu. Hann fór frá íoreidrum sínum á 5. ára, en var þó í heimahögum til 24 ára aídurs. En þá ílytzt hann að Galtafeili í Hrunamanna hreppi, og dvelst þar í 1 ár. — Síðan fer Ástbjörn að Grafar- bakka í sömu sveit til Hróbjart- ar Hannessonar og konu hans Ástríðar Jónsdóttur. Til þess var tekið, hversu mik- ill afkastamaður Ástbjörn var til allra starfa. Sama hvort heldur hann sat við veístólinn eða tók sér orf í hönd, en hann var orð- lagður sláttumaður. Snemma hneigðist hugur Ást- bjarnar til smíða, og á þeim ár- um, sem hann dvaidi á Grafar- bakka vann hann m. a., að smíði kirkjunnar í Hruna, sem enn stendur og er ein fegurstu cveita- kirkja landsins þó hálfrar aldar gömul sé. Hjónin á Grafarbakka tóku í fóstur Kristínu Þórðardóttur frá Efra-Seli í Stokkseyrarhreppi, og unnu henni sem sínum eigin börnum. — Þessi stúlka varð síðar eiginkona Ástbjarnar og taldi hann það sér mikla gæfu að hafa átt hans að iífsföruhaut. Ætla má að hugur Ástbjarnar hafi hneigst að bví að ílendast í Hreppum. því sveitin var hon- um kær, en á þeim tíma var ekki auðvelt að fá jarðnæði, þess vegna flytur hann til Reykja- vikur árið 1903, ásamt unnustu sinni og giftu þau sig sama ár. Þegar til Reykjavíkur kom, lá leiðin beint að þvi starfi, sem svo vel lá íyrir honum, írésmíð- inni. Hann var sérstaklega verk- laginn, enda eftirsóttur af húsa- meisturum bæjarins. Árið 1918 ræðst Ástbjörn til Daníels Þorsteinssonar siippstjóra og upp frá því vann hann við skipasmíðar : neðan heilsan ieyfði. Meðan Ástbjörn dvaldist í Ár- nessýslu, stundaði hann sjóróðra á vetrum að þeirra tíðar hætti, bæði í Þorlákshöfn og Grindavík. Ég sem þessar línur rita kynntist Ástbirni, og heimili Framh. af bls. 6 allra samferðamannanna, er samleið áttu með honum. Það þarf enginn „að skafa neitt út“ af því, sem hann skráði í lífsbók þeirra. Þess vegna er nú bjart yf- ir minningunum og fagurt við sólsetrið. Að sönnu skein ávallt í hádegisstað J ónsmessuhútíðinni bjarma frá eilífðarsól, leggur ætíð á brautir góðs manns, þótt ^ húmi að, því að þar sem „góðir ! menn fara, liggja guðsvegir“. | Vil ég að endingu taka mér í munn orð Einars H. Kvaran: í „Vér oft munum hugsa um allt, sem þú varst, hve andi þinn hreinn var og j fagur, j og einlægnin sönn, er í sálu þú barst , og svipurinn bjartur sein dagur“. Ólafur Ólafssop. ■íi FJÖLMENNUR fundur í kvenna- aeild S.V.F.Í. í Reykjavík háldinn 14. febr. 1955, lýsir óánægjú og l fyrirlitningu sinni á hinum röngu og meiðandi níðskrifum brezkra blaða um sjóslysin, er tveir bi*ezk ir togarar fórust fyrir Vestfjörð- um 26. jan. (eða í lok janúar): Skorar fundurinn á ríkisstjórn- ina að hún geri allt til að láta leiðrétta hin röngu ummæli, svo að hlutur og sómi íslenzku þjóð- arinnar sc að fullu réttur. Um leið vill kvennadeildin lýka yfir því að hún er fyllilega sám- þykk þeim mótmælum, er Stjórn Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands og fleiri hefuhlátið birta í blöðunum við uirímæli sendiherra Breta, er hann flutti í útvarpið og birt var í blöðunum. 6jöf fll eadurnýjunar björyynartekja KVENNADEID Siysavarnafé- lagsins í Neskaupstað hefui^ sent Slysavarnaíélagi íslands 5.(^00.00 kr. til endurnýjunar á björgunar- tækjum björgunarsveiíarinnar á Isafirði, jafnframt sendir kvenna deildin innilegt þakklæti si,tt til allra þeirra, er á einhvernj hátt aðstoðuðu við björgun skipfVigrja af Agli rauða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.