Morgunblaðið - 24.02.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.1955, Blaðsíða 6
6 MOFGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. febr. 1955 DAÐI HJÖBVAR —« mlnnin^arorð 5. nóv. 1928. — 28. nóv. 1954. DAÐI HJÖRVAR var fyrsti fé- lagi okkar, stúdentanna frá 1948, sem féll í valinn. Engan hefði grunað það um veturnætur, að skapadægur hans væri á næsta leiti. Hugur hans vár jafnan full- ur mikilla áforma og bjartra, glæstra framtíðardrauma. Það var svo margt og mikið, sem hann sá hér ógert, og svo margt, sem hann ætlaði í sinn hlut. Við andlátsfregn hans setti okkur hljóða, félaga hans og vini. Harmi lostnir sáum við þessar vonir brostnar, draumana órætta, verkin óunnin, sem við vissum að hann mundi hafa unnið, ef dagur hefði enzt. Oft höfðum við Daði rifjað upp fyrstu kynni okkar tveggja, þegar við fyrir nálega tuttugu ár- um, tveir sveinstaular á sjöunda ári, vorum að byrja á sundnám- skeiði í sundlaugunum í Austur- bæjarskólanum. Við vorum í gömlu kotunum, sem hneppt voru á bakinu. Við hjálpuðumst að, og dvaldist okkur því lengur við að klæðast en öðrum, sem burðugri voru. Þannig hófust okkar kynni. Síðan vorum við báðir í Mið- bæjarskólanum og héldust kynn- in á þeim árum, þótt ekki væru þau mikil. Næsta skýra myndin, sem ég sé af Daða, er frá inn- tökuprófi i Menntaskólann, sem þá var haldið í háskólabygging- unni. Man ég vel, er ég horfði á eftir Daða ofan úr glugganum á efsta gangi háskólans, þegar hann hljóp sem fætur toguðu norður eftir Suðurgötunni, sigri hrósandi, með einkunnaseðilinn í hendinni, heim til sín í Aðal- stræti, þar sem hann þá átti heima. Þá tóku menntaskólaárin við, súr og sæt. Kynntist ég Daða þá mjög vel, jafnt í glaumi og gleði sem í vangaveltum ungra manna um gömul og ný vandamál mann- legs lífs. Undir léttu yfirbragði hans bjó alvara ungs manns, sem átti framtíðina fyrir sér og fann blóðið ólga í æðum sér, fullt af þrá eftir hinni nýju veröld, sem við á þeim árum vorum svo bjart- sýnir að trúa að renna mundi upp að loknum hildarleik heimsveld- anna. Daði var snemma mannblend- inn og eignaðist ungur marga vini, bæði meðal jafnaldra sinna og einnig meðal fullorðinna. — Hann átti samhygðargáfu í rík- um mæli og var tryggur og holl- ur hverjum sem hann batt vin- áttu við. Eitt af því, er mjög einkenndi Daða, var' það, hve opin augu hann jafnan hafði fyr- ir umhverfi sínu. Var hann því skemmtilegur og eftirsóttur ferðafélagi. Hann var snarráður og áræðinn, þegar eitthvað bját- aði á, sem ekki var fátítt. því að oft var fyrirhyggjan af skornum skammti okkar á meðal á þeim árum. Þegar á unga aldri bar Daði af okkur jafnöldrum sínum í því hve auðvelt hann átti með að tjá hugs anir sínar, jafnt í töluðu sem rit- uðu máli. Námsgáfur hans voru einnig ágætar. Stundum, og raunar oft, fannst okkur þó sem honum nýttist ekki sem skyldi að þessum góðu gáfum í mennta- skóla, enda voru hugðarefni hans svo mörg óg sum víðsfjarri náms- bókunum. Ekki hæfði heldur einkunn hans á stúdentsprófi gáfum hans og hæfileikum, og olli því margt. Eftir stúdentsprófið skildi leið- ir qkkar um nokkur ár. Daði skráðist í lagadeild, en fór þá þegar um haustið í útvarpsskóla BBC^ í London, og þaðan til Þýzkalands og hélt áfram út- varpsnámi og æfingum, á vegum brezka hernámsliðsins þar. En um vorið 1949 réðst hann vestur um haf, til Sameinuðu þjóðanna, en þar var hann fréttamaður ís- lenzka útvarpsins í full fjögur ár. ándrés Eyberg H Var það mikið í fang færst af tvítugum manni, og var okkur öllum ljóst, að fáir eða engir af jafnöldrum hans hér hefðu leyst þá raun jafnvel, þaðan af síður betur en hann gerði. Á síðastliðnu vori gekk Daði undir próf í forspjallsfræðum og hafði stuttan undirbúning. Hann kom frá fjarskyldum störfum og las raunar fáa daga, um leið og hann var að ná sér eftir upp- skurð. En prófið stóðst hann með 1. ágætiseinkunn, enda var það þroskaður og lífsreyndur maðUr, sem þá gekk að prófborðinu, og gáfurnar tamdari en áður. Síðan innritaðist hann á ný í lagadeild og ætlaði að ljúka námi, jafn- framt þularstarfi í útvarpinu. En fáum vikum fyrir andlát sitt tók Daði aftur við starfi hjá útvarp- inu. Ævi- og starfsferill Daða varð ekki langur og skal eigi rakinn frekar. Hann varð ekki gamall að árum, en margoft tvitugur meira hefur lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði. Við, æsku- og námsfélagar Daða, blessum minningu góðs drengs og vinar. Eftirlifandi konu hans og sonum þeirra, foreldrum hans og öðrum ástvinum, flytj- um við hjartanlegustu samúðar- kveðjur. Ásgeir Ingibergsson. HVERSDAGSLEGA lítum við á tilveruna frá sjónarhóli mannlegs lífs með dauðann sem leiðarenda. En þegar dauðinn skyndilega raskar þessu vana- bundna kerfi, verða áttaskipti 1 viðhorfi okkar. Þá lítum við á tilveruna af sjónarhóli dauðans. Þá fær lífið nýja mynd og nýjan blæ. Það verður ekki lengur óslit- in röð ára frá vöggu til grafar, heldur svipmyndir úr heimi minninganna. Þær svipmyndir eru svo nátengdar tilfinningum, að erfitt og næstum ókleift er að skilja á milli. Þegar við horfum aftur, munum við ekki atburðinn glöggt, ef til vill alls ekki, en til- finningarnar, sem atburðurinn orsakaði, voru svo sterkar, að við getum fundið til þeirra enn í dag. Þannig virðist okkur tilfinninga- lífið sterkasti þátturinn í manns- ævinni. Þó sjáum við þetta ekki fyrr en ef til vill um seinan. Við erum ekki öll svo lánsöm að skilja í tæka tíð, hve mikla rækt þarf að sýna tilfinningalífi okkar og einkum annarra, einmitt í erli og önnum hversdagsins. Við dauða vinar vaknar því sú spurning, hvort hef ég virt sálar- líf hans, eins og Kristur kenndi, hvort hef ég gætt bróður míns? Hef ég munað eina þá spakleg- ustu setningu íslenzkra bók- mennta: „Aðgát skal höfð í nær- i veru sálar“, eða fer svo, að ég vakna til skilnings svo seint, að tími yfirbótar sé liðinn hjá? Dauðinn er spegill lífsins. í þeim skilningi getur dauðinn haft tilgang fyrir okkur, sem eft- ir lifum. f spegli dauðans sjáum ! við lífið og ósamræmið milli þess, i sem breytni okkar er, og þess, • sem hún ætti að vera. Þá skilst okkur betur hvað felst í orðum Páls postula, er hann segir: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kær- leikurinn rnestur." Hin æðsta menning kristins manns, menn- ing hjartans, er fólgin í iðkun kærleikans. Kærleikurinn leiðir af sér trú á lífið og von um heillaríka afkomu þess. Þegnr okkur hefur tekizt að skapa slíkt Guðsríki á jörðu, veldur dauðinn ekki söknuði og sorg, heldur gleði yfir samræmi tilverunnar. Daði Hjörvar, sá vinur, sem við kvöddum, er andlátsfregn hans barst okkur til eyrna, lifði ekki slíkt Guðsríki á jörðu, engu fremur en við hin. En geti hann orðið okkur ljós á leið til æðri þroska, hefur hann hvorki lifað né dáið til einskis. Rödd Daða hefur hljómað í ná- lega hverju heimili landsins. En fréttaflutningur hlýtur að vera ópersónulegur og gefur ekki hug- mynd um þann, sem flytur. Per- sónuleiki Daða var mikill og sér- stæður. Hann var frumlegur og féll ekki í fjöldann. Bar þar tvennt til, miklar gáfur og list.a- mannseðli. Hugsun Daða var mótuð af þessu tvennu, hún stóð traustum fótum á grundvelli skynseminnar með ívafi hins skapandi ímyndunarafls. Samein- ing þessara tveggja þátta í fari Daða leiddi oft til bráðskemmti- legra og frumlegra athugasemda, enda var hugsun hans óvenju- þroskuð, svo unun var við hann að tala og á hann að hlýða. Ekki þætti mér ólíklegt, að skáldskapargáfa Daða hefði feng- ið að njóta sín, hefði honum enzt aldur. Ritfær var hann með af- brigðum og skilningur hans á bókmenntum risti óvenju djúpt. Löngunin til ritstarfa vék aldrei frá honum, en óvenjulega mikil sjálfsgagnrýni á þessu sviði or- sakaði það, að hann fór dult með ritsmíðar sínar. En emmitt slík vandvirkni og slík gagnrýni sýndi hvílíka ást Daði bar til bók- menntanna. Listamaðurinn Daði svo og maðurinn sjálfur var dul- ur, en slíkir menn þrá frið. Án hans geta þeir ekki þroskað þá hæfileika, sem þeim eru í blóð bornir. Daði kunni vel að meta hið sérstæða við það umhverfi, sem hann starfaði í, þegar hann dvaldist erlendis. Þarna var mannkynssagan að mótast og þarna störfuðu margir mest virtu menn hverrar þjóðar. Daði gerði sér far um að læra af því, er M!nninoarorð Fæddur 21. september 1936. Dáinn 16. febrúar 1955. DAG frá degi tekur sólin að hækka á lofti. Allt, sem lífsanda dregur, lifnar og kætist af ljóma hennar og þrótti. Vorboðinn ligg- ur í lofti, þótt enn sé kaldur vetur. Hugðarefni æskufólks fer að verða: vorpróf, útistörf, úti- vist og suniurferðalög. Þetta var nýlega umræðuefni þriggja æsku félaga og vina. Brátt bar skugga á hugðarefnið, því einn er horf- inn úr hópnum. Andrés Eyberg Haraldsson varð skyndilega helsjúkur og andað- ist á Landakotsspítalanum að kvöldi 16. þ.m. og fer útför hans fram í dag. Andrés íæddist hér í borg 21. september 1936. For- eldrar hans eru hjónin Herbjörg Andrésdóttir og Haraldur Jóns- son, verkamaður. Þegar Andrés var þriggja ára fluttist hann með foreldrum sínum og systkinum í húsið Aðalstræti 16. Ólst hann þar upp í stórum systkinahópi og átti þar heima til hinztu stundar. Eftir að Andrés lauk barnaskólanámi, var hann einn vetur í gagnfræðaskóla. Hann réðst síðan sem sendisveinn til Landsímans Fór síðan nokkur sumur í símavinnu út á land, en starfaði nú sem sendibílstjóri hjá sama fyrirtæki. Við, sem þessar linur ritum, höfum alisx upp með Andrési, svo að segja á sama blettinum, í Aðalstræti 16 og næsta húsi við. Við þessa sorgarfregn birtast okkur mörg og fögur svið frá bernskuleikjum okkar í Aðal- stræti. Torgið við Aðalstræti 16 og strætið var okkar athafna- og leiksvið, og ljúflingurinn á leiksviðinu var Andrés. Dagur- inn gat hvorki byrjað né endað, nema hann væri viðstaddur. •— Þegar við þutum ærslafullir út á torgið á morgnana, og hinar fjaðraglöðu vinur okkar, dúfurn- ar, sem þar eiga heimaland, þustu að okkur ofan af burstum og sillum, var Andrés stundum síðbúnari. Hann átti stundum til að staldra við í dyrunum og setj- ast á þrepskjöldinn. Síðar \arð okkur Ijóst að hann ef til vill staldraði v.ið til að lesa mórgun- bænina sína, áður en hann kæmi með okkur í ærslin. hann sá og heyrði, enda hafði hann skarpan skilning og glögga yfirsýn yfir daglegan gang heims málanna. Daði Hjörvar var fæddur í Reykjavík 5. nóv. 1928. Hann lauk stúdentsprófi 1948, fór um haustið til útvarpsnáms í London og þaðan til Þýzkalands. Hann varð fréttamaður Ríkisútvarpsins í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í New York í apríl 1949. Þar kvæntist hann Sjöfn Har- aldsdóttur sama ár. Stofnuðu þau heimili sitt í New York og voru búsett þar til vors 1953. Tvo syni eignuðust þau hjónin. Um vetur- inn 1952 dvaldist Daði í París við störf sín, þegar allsherjarþing S.Þ. var þar haldið. Hann var nýlega ráðinn þulur við Ríkis- útvarpið, er hann lézt. Heimili þeirra hjóna í Banda- ríkjunum var aðsetur og athvarf margra íslendinga, hvort sem þeir voru á ferðalagi eða dvöld- ust við nám. Það er mikil huggun námsmanni í ókunnu landi að eiga góða að, og þau hjónin voru samhent í því að greiða götu landa sinna og opna heimili sitt fyrir okkur, sem þangað leituð- um. Þá brosti við þeim hamingj- an og þá lék allt í lyndi. En slíkir vinir reyndust þau hjónin mér og fleirum, að gleymist aldr- ei. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim báðum — og Daða hér í síðasta sinni — fyrir gest- risni, hjálp og vináttu í minn garð. Guð blessi minningu Daða. Svava Jakobsdóttir. í Aðalstræti var gaman að vera að leik. Hirx mikla umferð var fjölbreytt athugunarefni, og þar ráðgerðum við um íramtíðar- störf, er við yrðum fuittíða menn. Við ætluðum að stjórna fallegu og stóru sirætisvögnunum, sem brunuðu eftir Aðalstræti og stóru flugvélunurn, sem gerðu óp okk- ar að engu, er þær drundu yfir höfðum okkar. Já, það sögðum við of^ við hinar fjaðraglöðu vinur okkar er þær stungu okk- ur af upp í háaloft, að þá mynd- um við fliúga hátt yíir höfðum þeirra. t öllum leikjum var Andrés svo prúður, góður og gætinn og alltaf viðbúinn til að hjálpa er litlir fætur misstu jafn vægið. Strax eftir ferminguna hafði Andrés mestan áhuga fyrir að fara að vinna. Hætti hann því gagnfræðaskólanámi, þrátt fyrir mjög góða hæfileika. Ilann vildi fyrst og fremst verða stoð og stytta foretdra sinni og margra systkina. Hann var duglegur við vinnu sína, reglusamur og hafði brennandi áhuga á að vinna sig áfram og helzt stóð hugur hans til að verða línumaður hjá Lands símanum. Andrés var stundum á sumrum í símavinnu úti á landi. Hann hafði yndi af þeim starfa, því útivist og ferðalög áttu vel við skapgerð hans og þrá. Hann lagði hart að sér til að spara saman til íerðalaga. Á EÍðast- liðnu sumri fór hann á vegum ferðaskrifstofunnar um Mið- Evrópu og Ítalíu. Eigum við ógleymanlegar stundir, er hann sagði okkur frá þeirri för. Hann var svo þaullesinn, að hann þekkti flest 1 önd og leiðir og hugsaði því mikið um að auðga anda sinn og þekkirxgu með áfram haldandi ferðalögum utanlands og innan. Unaðsstundir Andrésar voru hvað mestar við bækurnar. Hann las íxlendingasögur og þjóð sögur spjaidanna á milli, æ ofan í æ, ferðalýsingar og aragrúa af skáldsögum. Hann hafði svo mikinn áhuga fyrir að auðga anda sinn af góðum bókum, að við vinir hans áttum oft erfitt með að fá nann til að loka bók- inni til léttara hjals. Þó var Andrés luodglaður, nokkuð dul- ur, hafði vágaða framkomu og bauð af sér góðan þokka. Þess vegna var okkur vinum hans jafnan hug.eikið að vera í návist hans. Andrés hélt sig frá öllum solli. Það var eins og heilræði Hallgríms Pétursosnar væru letr- uð í hjarta hans. „Ungum er það allra bezt ‘ o. s. frv. Óregla var ekki til í ■cari hans. Hann hafði aldrei, svo við vissum til, smakk- að vín eða tóbak. Ami hans var að vita unglínga svelgja ólífrænt loft í reykiðu og skvaldri. Nú ertu, góði vinur okkar, horfinn úr návist okkar, svo nú erum við ekki lengur þrír litlir drengir, sem röbbum :> man og njótum htnnar glöðu og tryggu Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.