Morgunblaðið - 10.03.1955, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 10. marz 1955
14
r
EFTIRLEIT
EFTIR EGON HOSTOVSKY
Framhaldssagan 41
firéttir að færa Eric? Það er ekki
af forvitni, en það bitnar alltaf
a mér, ef eitthvað kemur fyrir.“
'' „Og þér fyrirgefið honum alltaf
það ekki?“
£ Hún roðnaði og strauk hárið
frá andlitinu. Borek teygði sig
ýfir borðið og þrýsti hendur henn
;jr. Hún horfði undrandi á hann
an þess að draga að sér hendurn-
4r. Hana langaði til að segja eitt-
fevað hversdagslegt til dæmis,
ljvort hann vildi ekki tebolla, en
íéstað þess — guð má vita hvers
vegna, — hvíslaði hún ósjálfrátt
dg gegn sínum eigin vilja: „Hvað
^erir Paul núna?“
Hann sleppti höndum hennar,
<|n strauk þær nokkrum sinnum,
áður en hann gerði það. Olga
suökti.
Borek hvíslaði einnig. „Ég hef
ekkert heyrt frá honum þessa síð-
ustu daga. Hann er horfinn. Þér
eruð enn —“
Hún herti sig upp. „Nei, það á
dkkert skylt við ást! En nú hugsa
oftar um hann en áður. Ég get
jafnvel ekki sagt yður, hvort þær
Ijugsanir eru vingjarnlegar. Hann
líefur torveldað allt fyrir mér, en
ég veit, að það er ekki honum að
kenna.“
„Hann hefur líka torveldað
rnitt líf, frú Brunner. Ég er viss
um, að mínar hugsanir til hans
<fru vingjarnlegar, en nú fyrir
nokkrum dögum fór ég að velta
því fyrir mér, hvort það væri
ekki sannleikur, sem maðurinn
ySar segir, að Kral sé eigingjarn.
En ég fyrirverð mig fyrir þessar
hugsanir mínar.“
Hún sagði ákveðin. „Paul er
ekki eigingjarn. Ég get vel skilið,
&ð vinir hans bölvi honum stund-
um, og mér hættir oft til þess.
Én það er okkur að kenna, ekki
Paul. Við erum ekki fær um að
bera okkar eigin kross, hvað þá
heldur annarra, en Paul er ólík-
ÍHr okkur, hann mundi aldrei
kvarta undan því, hve Joan hefur
komið öllu á ringulreið fyrir hon-
ium. En herra Borek er það nauð-
avnlegt að tala við Eric í dag um
Kral?“
!| „Hafið engar áhyggjur út af
]»ví. Ég kom hingað til að tala við
aann um mál, sem manninn yð-
gr varðar einan.“
f „Þér segið þetta svo hörkulega.
Kefur Eric gert yður eitthvað?“
!í „Verð ég að svara þessu frú
!$runner?“
j| „Já, ég vildi að þér gerðuð
|að.“
jí „Fyrir nokkru síðan sagði ég
jonum dálítið í trúnaði og bað
ann að segja það engum. En
|íann sveik mig. Mér þykir leið-
hilegt að segja það, en hann kærði
mig.“
I Hún þaut upp í æsing. „Það
•ér ómögulegt! Þetta er ekki satt.
Eric er ekki svikari."
Borek ætlaði að þrýsta hönd
Olgu hughreystandi, en hún ýtti
honum reiðilega frá sér. Nokkra
stund voru þau bæði þögul. Brátt
settist hún hægt niður og studdi
höndunum á ennið á sér.
„Mér þykir mjög leitt, að hafa
komið yður í þessar geðshræring
ar, ég ætlaði ekki að tala um
þetta við yður, en nú er það gert.
Ef Eric hefur ekki kært mig, |
hlýtur hann að hafa verið óvar-
kár og blaðrað eitthvað, sem
kann að hafa ófyrirsjáanlegar af-
ileiðingar bæði fyrir mig og lík-
lega fyrir Kral líka.“
Hún tók ekki hendurnar frá
lenninu, en hún horfði fram fyrir
«.ig og því næst sagði hún ásak-
andi, ekki við sjálfa sig og heldur
ekki við Borek, en það var eins
og hún talaði út í tómt herbergið:
„Hann er hræðilega óvarkár.
Óvarkárni er versti glæpur gagn-
vart öðru fólki. En nú á tímum
megum við hvorki vera góð né
slæm, heldur ekki segja satt og
ekki ljúga — við verðum að vera
varkár. Það er heiminum um að
kenna ef Eric hefur ekki verið
varkár. Hvað viljið þér honum?
Viljið þér hefna yðar? Ætlið þér
að ásaka hann? Haldið þér, að
þér særið einungis hann einan?
Eða hegnið honum einum?“
Borek reis hægt á fætur. Hún
stóð einnig upp. Þau horfðu bæði
niður fyrir sig.
„Verið þér sælar, frú Brunner.
Þakka yður fyrir.“
„Fyrir hvað?“
„Þér hafið hjálpað mér.“
„Ég skil ekki slíka hótfyndni."
„Ég er ekki hótfyndinn. Segið
Eric ekki, að ég hafi komið hing-
að. Ég trúi yður, og nú trúi ég
honum líka. Þér hafið rétt fyrir
yður, en ég er ekki alveg viss um
Kral. En ef til vill skiljið þér
hann betur en nokkur annara.
Það kemur einnig oft fyrir, að
konur sjá það, sem mennirnir sjá
ekki. Gleymið því, að ég hef
heimsótt yður í dag, gleymið öllu.
Ef ég kynni að slá gullhamra,
mundi ég segja, að þér væruð hug
hraustasta manneskja, sem ég hef
kynnst. Þér hafið kennt mér að
sjá sjálfan mig í réttu ljósi og
sjá hversu mikill aumingi ég er
í raun og veru. Ég þakka yður
fyrir það.“ •
FJORTANDI KAFLI
Dusan prestur bauð hinn ó-
kunna gest velkominn og fór að
tala eðlilega og blátt áfram um
hann sjálfan og herbergið eins
og gesturinn hlyti að vera kunn-
ugur öllum staðháttum. En Bor-
ek, sem enn hafði ekki fengið
tækifæri til að kynna sig, áleit,
að hann hlyti að taka hann í
misgripum fyrir einhvern annan.
Borek sagði vandræðalega:
„Herra prestur, ég held að við
höfum ekki hitzt áður?“
„Nei, það held ég ekki. En vilj-
ið þér ekki fara úr frakkanum?
Er hann eins heitur og hann er
þykkur?" Fáið yður sæti og hvað
hétuð þér vinur minn?“
„Oldrich Borek, faðir. Ég verð
að afsaka, að ég kem núna og
óboðinn, en ég er vinur Paul
Kral eins og þér sjálfur. Mér
þætti vænt um að hitta hann og
tala við hann. En hann er horf-
inn. Bréfið, sem ég skrifaði hon-
um til Zelezna Ruda kom aftur
í dag og hann er ekki í íbúðinni
sinni hér í Prag, svo að mér datt '
í hug að þér, herra prestur, kvnn-
uð ef til vill að vita eitthvað um
hann.“ j
„Já, Kral er heima hjá sér i
núna. Hann kom í gærkvöldi til
Prag. En þér skulið ekki fara og
hitta hann nema þér hafið mjög
áríðandi erindi við hann. Hann
er svo örvinglaður núna, að það
er bezt fyrir hann að fá að vera
í einrúmi."
Borek hóstaði, krosslagði fæt-
urna og leit ekki af brosandi
prestinum er hann svaraði: „Það
eru fáir á þessum tímum, sem
ekki eru daprir, en samt er flest-
um þeirra ekki leyft að vera í
einrúmi."
Presturinn hvessti brýrnar,
eins og hann skildi ekki, en eftir
stundarkorn deplaði hann aug-
unum, eins og hann áttaði sig á
því að sagði: „Þér eruð að hugsa
um atburðina, sem gerst hafa
hérna hjá okkur. En svo að við
snúum okkur að Kral. Hann er '
ekki sorgmæddur vegna þeirra 1
atburða. Þér segist vera vinur
hans, svo að þér hljótið að vita
um skjólstæðing hans Joan í
Ameríku. Kral hefur fengið þær
fréttir, að hún hafi fengið blóð- !
spýting."
Borek fölnaði fyrst, en síðan
roðnaði hann. |
En presturinn sagði þýðlegri1
röddu: „Hvað á ég að gefa yður? j
Kaffi! Mér finnst kaffi alltaf
meira hressandi en te.“
Jóhann handfasti
INSK SAGA
123
ekki von um að sjá hann aftur fyrr en eftir marga mánuði.
Hann þrýsti hönd mína snöggvast, og við skildum.
Svo beið ég þangað til allir voru farnir úr varðstofunni.
Þá laumaðist ég inn í litla turnherbergið og þar stóðu körf-
urnar tilbúnar. Ég tók þvottinn úr einni þeirra og tróð hon-
um í hinar körfurnar og fór svo sjálfur upp í tómu körfuna.
Þó að ég sé fullkominn meðalmaður á hæð, hef ég alltaf
verið grannvaxinn, því gat ég komið mér fyrir í körfunni
með því að leggjast niður í hana, beygja höfuðið og halda
með höndunum um öklana. En ekki fór vel um mig. Ég sat
uppi þangað til ég heyrði þvottakonurnar tala sáman úti.
Þá hnipraði ég mig saman í flýti og breiddi óhrein lök ofan
á mig. Ég var búinn að taka eftir því, að tvær konur báru
hverja körfu á milli sín. Nú bað ég aðeins þess, að þær veittu
því ekki athygli hvað karfan mín var óvanalega þung. Ég
heyrði málróm þeirra þegar þær voru að masa saman og
fótatak þeirra þegar þær komu inn í herbergið. Karfan mín
var tekin upp öðrum megin og látin strax niður aftur.
„Æ,“ sagði ung stúlkurödd, „skrambi er þessi karfa þung.
Konungurinn af Englandi, konunglegi fanginn okkar, hefur
víst sent brynjuna sína til að láta þvo hana í þessari viku.“
Svo flissaði hún að gamanyrðum sínum. Ég var með hjartað
uppi í hálsi. „Vitleysa!" sagði eldri rödd, „þú gerir nú svo
mikið úr öllu. Jóhanna! Þið eruð svo latar, ungu stelpurnar.
Taktu nú upp þín megin, ég skal taka mín megin. Komið
þið nú, vinkonur mínar. Við verðum að hraða okkur. Það
er orðið svo framorðið.“
Alhliða uppjbvo/fa-, þvotta- og
■j
m
hreinsunarduft allt í sama pakka |
í því er engin sápa eða lút-
arsölt, þess vegna algjörlega
óskaðlegt finustu efnum og
liörundinu,
HÚSMÆÐUR!
Látið „REI“ létta heimilis-
störfin! Notið „REI“ í upp-
þvottinn,—uppþurkun spar-
ast. Gerið hreint með því, —
þurkun sparast. „REI“ eyðir
fitu, óhreinindum, fisklykt
og annarri matarlykt, einnig
svitalykt. Þvoið allan við-
kvæman þvott úr „REI“, t. d.
ullar-, silki-, bómullar,
nælon , perlon- og önnur
gerfiefni, auk alls ungbarna-
fatnaðar. „REI“ festir lykkj-
ur. Hindrar lómyndun. Skýr-
ir liti.
lotið því heldur
REI
Ný sending.
Frönsk síðdegiskjólaefni
MARKAÐURINN
Hafnarstræti II
<•«*««
■ ■»*)
* «,
Utgerijarmcnn — tækifæriskaup I
■
Lítil síldarpressa, nýlegur mjölþurrkari frá Lands- ;
smiðjunni, ásamt tilheyrandi gufuvél, til sölu nú j
þegar. — Tækifærisverð. I
■
■
■
Islenzkur fiskur h.f.
Siglufirði — Símar 65 og 233
íhúð til solu 1
■j
4ra herbergja, glæsileg íbúðarhæð í Hlíðunum til sölu. j:
íbúðinni fylgir stúlknahérbergi. Ennfremur réttindi til ■!
byggingar á bílskúr.
STEINN JÓNSSON hdl., Kirkjuhvoli.
Uppl. í síma 4951, milli kl. 11 og 12 og 4 og 6.
Saumastúlkur
Okkur vantar nú þegar tvær duglegar stúlkur til j;
þess að sauma herrajakka.
Style h.f.
Austurtræti 17 — Sími 82214