Morgunblaðið - 10.03.1955, Page 16

Morgunblaðið - 10.03.1955, Page 16
VeSurúllif í dag: SA hvassviðri og: rigning. SV stinningskaldi og él síðdegis. fftgttstMðMb 57. tbl. — Fimmtudagur 10. marz 1955 RóSrarferS á Vestfjarðarmið. Sjá bls. 6. Alþýðusambandið biður unr myndun vinstri sfjérnar Hefur ekki fengið svar ennþá SVOHLJÓÐANDI lilkynning barst Mbl. í gær frá stjórn Alþýðusam- leands íslands: — Á fundi miðstjórnar Alþýðusam I»ands íslands þann 5. þ.m. var 4'inróma samþykkt að snúa sér til verkalýðsflokkanna, Alþýðuflokks kis og Sameiningarflokks alþýðu •— Sósíalistaflokksins svo og Þjóð varnarflokksins og Framsóknar- ftokksins með tilmælum um, að þessir flokkar tækju upp viðræð- ur við Miðstjórn Alþýðusambands- ins um möguleika á vinstra sam- starfi. Vegna þess að Miðstjórnar- fundur Framsóknarflokksins sat þá að störfum, var gengið frá bréfi til Framsóknarflokksins þegar á fundinum. Sams konar bréf hafa nú verið send hinum flokkunum. í erindi Alþýðusambandsins til flokkanna voru rifjaðar upp sam- þykktir seinasta Alþýðusambands- þings í atvinnumálum, verðlags- tnálum og kaupgjaldsmálum og sýnt fram á, að alþýðusamtökin eigi mikilla hagsmuna að gæta í samhandi við stefnu ríkisstjórnar á hverjum tíma í þeim málum. — Aðstaða Alþýðusambands íslands til að framfylgja markaðri stefnu Alþýðusambandsþings væri mjög mikið undir því komin, hvort við andstæða eða velviljaða ríkisstjórn væri að ciga. I>á var í erindinu lýst yfir því, að verkalýðshreyfingin mundi vilja gera allt, sem í hennar valdi stæði, til að stuðla að myndun ríkisstjórnar, sem í aðalatriðum markaði stefnu sína á þann veg, að vinnandi stéttir landsins gætu borið til hcnnar fullt traust og veitt henni stuðning. Óskað var eftir því, að flokkarnic kysu nefnd ir til viðræðna við Miðstjórn ASl um þessi mál. Svör hafa engin borizt ennþá við erindi sambandsstjórnar. / Kópavogi: Finnbogi Mútnr kominn ú undnnhnld í Kmipstaðonnálinu Sögulegur fundur hjepps* nefndar Kópavogs í gær IGÆRDAG var haldinn hreppsnefndarfundur í barnaskólahúsinu í Kópavogshreppi. Var fundurinn fjölmennur, þar eð hann var opinn hreppsbúum. Áður en fundi var slitið, hafði ýmislegt sögulegt gerzt þar, og gafst hreppsbúum þar gott tækifæri til að kynnast ofbeldi oddvitans á hreppsstjórnarfundum, er hann beitti fulltrúa minnihlutans slíku ofríki að þeir sáu sig tilneydda að ganga af fundi í mótmælaskyni. — Slíkt hið sama gerðu áheyr- endur allir. Sátu kommúnistarnir þrír einir eftir í hinum stóra sal. Þyrilvængja aðstoðar við björgun King Sol Leiðan&uriiin fer í dag austur i i ij VÉLSMIÐJAN Hamar h.f. hér í bænum, hefur samið við vátryggj- endur togarans King Sol, um að gera tilraun til að bjarga togaranum út af strandinu á Meðallandsfjörum. Fara héðan í dag ásamt Bjarna Jónssyni verkstjóra í Hamri, átta starfsmenn úr vélsmiðjunni svo og tveir fulltrúar félagsins. Héðan úr bænum fer björgunar- leiðangurinn með margs konar út- búnað til þess að bjarga skipinu, dælur og þess háttar. BÁTUR OG ÞYRILVÆNGUR AÖSTOÐA Það mun verða eitt fyrsta verk björgunarleiðangursins að kynda aflvélar skipsins upp. — Þá verð ur bátur sendur upp að strönd- inni með stór og þung akkeri, sennilega fjögur. — Þegar björg- unarundirbúningi er hér komið, kemur þyrilvængja frá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli til sög- unnar. — Hún á að fljúga með taugar úr akkerunum, þar sem þau eru um borð í bátnum og yf- ir í togarann. DRAGI SIG SJÁLFUR Á FLOT Á þeim verða svo styrktarvírar dregnir út í bátinn úr togaranum og akkerin síðan látin falla í sjó- inn. — Þegar færi gefst, verður aðalvélin, en skrúfan er óskemmd, látin vinna, ásamt vindu skipsins og þannig verður reynt að láta togarann draga sig sjálfan á flot. VERÐA í SKIPINU Björgunarmenn munu hafast við í togaranum meðan á þessum björgunartilraunum stendur. — Létta verður togarann, en í hon- um eru um 300 lestir af kolum og um 60 lestir af ís. Togarinn er kjölréttur í hinum fíngerða sandi á Meðallandsfjörum. Hótað verkfalli 18. marz Kröfur um 57% hækkun ★ Forseti Alþýðusambandsins Hannibal Valdimarsson, — lýsti því yfir á þingi i gær, að verkfall yrði lýst yfir einhvern næstu daga, með sjö daga fyr- irvara og mætti þannig gera ráð fyrir aS verkfallið hæfist kringum 18. eða 19. marz, ef ekki tækist að ná samkomu- lagi fyrir þann tíma. ■jc Það npplýstist við umræð- ur á þingi, að kröfur verk- lýðsfélaganna næmu 30 prós. í heina kauphækkun og svo auk þess miklu í ýmsum hlunnind- uin svo að kröfur verkalýðsfé- laganna næmu alls um 57 prós. hækkun. Á Fyrstu kröfur verkalýðsfé- laganna komu fram 17. febrúar og voru kröfurnar að berast enn nokkra daga til við- bótar, svo að umræður um end anlegar kröfur liafa ckki getað staðið yfir nema í rúma viku. ýý Samninganefnd verkalýðs- félaganna licfur hafnað eftir svo skamman frest að láta rannsaka grundvöll kaup- hækkana, enda þótt sumir for- ustumcnn þeirra hafi talað um að hér sé um það að ræða, að endurskoða kaup, allt frá ár- inu 1947. A- Þykja þetta undarleg vinnu brögð, þegar um jafn ör- Iagaríka og alvarlega ákvörðun er að ræða, sem allsherjarverk- fall, en Hannibal Valdimars- son lýsti því yfir ■ gær að verk- faliið myndi verða lungt og hart. -* Þessi sögulegi fundur var boð- aður hreppsnefndarmönnum með aðeins nokkurra stunda fyrir- vara og í útvarpstilkynningu um ) hádegið fengu þeir fyrst að vita i hvert væri fundarefni og að hann skyldi haldinn fyrir opn- um dyrum í barnaskólanum, en ekki heima í stofu oddvitans, Finnbogs Rúts Valdimarssonar. Fundarefnið var: Kaupstaðarétt- indi til handa Kópavogshreppi. Þegar fundurinn hófst klukk- an 4,30, las oddvitinn upp íund- arsamþykkt sýslunefndarinnar. Þar segir m.a. af ef fram komi eindregin yfirlýsing meirihluta hreppsnefndar eða umdeilanlegs meirihluta hans, um að hreppur- inn fái kaupstaðarréttindi, þá tel- ur sýslunefndin það eðlilegt. Það er svo vitað, að Finnbogi þorði ekki að láta meirihluta hreppsnefndarinnar taka afstöðu í málinu! Ennfremur las hann upp til- lögu meirihluta hreppsnefndar- innar um að hreppsnefndin beitti sér fyrir almennum fundi um málið og að fram skyldi fara al- menn atkvæðagreiðsla um það. Um leið og Finnbogi Rútur hafði gert grein fyrir þessum til- lögum, lét oddvitinn þess getið að fundartími væri mjög tak- markaður og gæti ekki staðið lengur en fram til kl. 6,30. Á þessu fékkst hann ekki til að gefa neina skýringu. RÆDDI TÆPAST DAGSKRÁRMÁLIÐ Finnbogi hélt mjög langa ræðu og vakti þhð undrun áheyrenda, J að hann kom afar lítið inn á dagskrármái fundarins, hvað þá • heldur að gera grein fyrir því . hvað mælti á móti því að Kópa- 1 vogur fengi kaupstaðaréttindi. Var málilutningur oddvitans frammí fyrir hreppsbúum allur hinn aumusti. HÖRÐ HRÍÐ GERÐ AÐ FINNBOGA Fulltrúar minnihlutans í hreppsnefndinni, Sveinn Einars- son, verkfræðingur, og Hannes Jónsson, félagsfræðingur, gerðu mjög harða hríð að Finnboga og afstöðu hans til þessa mikla hags- munamáls Kópavogsbúa. Gerðu þeir giögga grein fyrir þeim á- vinningi, sem af því hlytist fyrir hið fjölmenna og ört vaxandi hreppsfélag, að það fengi kaup- staðarréttindi og skoruðu á meiri hluta hreppsnefndar að færa ein- hver rök fram fyrir baráttu sinni gegn málinu, sem ætti vísan stuðning meirihluta hreppsbúa. ★ Það þótti áheyrendum á hrepps nefndarfundinum undarlegt að heyra, er fundarmenn vitnuðu í ýmsar þingræður, frá undanförn- um árum, er rætt hefur verið á Alþingi um kaupstaðaréttindi til ýmissa núverandi kaupstaða, að Finnbogi Rútur hafði í þingræðu mjög eindregið mælt með því að Húsavík fengi kaupstaðarrétt- indi. Þá voru íbúarnir þar um 1200, og Finnbogi Rútur taldi sjálfsagt að Húsvíkingar öðluð- ust þessi eftirsóttu réttindi, íbúa- talan væri há og sveitastjórnin þar af leiðandi orðin mjög um- fagsmikil. Nú berst Finnbogi Rútur gegn því að hans eigið sveitarfélag öðlist þessi réttindi, þrátt fyrir að íbúatalan í Kópa- vogi sé 3400 og fari ört vaxandi. BER ANNARRA HAGS- MUNI FYRIR BRJÓSTI Sveinn EinarSson deildi hart á Finnboga Rút út af allri fram- komu hans í máli þessu og benti sérstaklega á, að hann bæri hag annarra hreppa sýslunnar meir fyrir brjósti en síns eigins hrepps. Hafði Finnbogi Rútur haldið því fram, að ef Kópavogur fengi kaupstaðarréttindi, væri tæpast grundvöllur fyrir því sem eftir væri af sýslufélaginu til áfram- haldandi starfsemi. Benti Sveinn á, að betur væri varið takmörk- uðum fjármunum hreppsins til aðkallandi verkefna innan hrepps ins, heldur en að verja þeim til framkvæmda í öðrum hreppum. SÉSTAKUR SÝSLUMAÐUR Bar nú meirihlutinn fram til- lögu þess efnis að skipaður vrði sérstakur sýslumaður fyrir Kjós- arsýslu. Til vara ef leið teldist ekki fær, að skjóta því til borg- arafundar og almennrar atkvæða greiðslu í hreppnum, hvaða leið- ir skyldi fara með löggæzlu og kaupstaðarréttindi Hér er um hreint undanhalfl að ræða hjá Finnboga, frá afstöðu hans á hreppsnefndarfundi fyrir Reykjaheiði hefur verið ófær frá 25. (ept. s. I, HÚSAVÍK, 9. marz. — Undan- farna daga hefur verið hláka hér og snjó tekið af og er nú orðið sæmilega greiðfært um héraðið fyrir bifreiðar. Vaðlaheiðin er þó enn ófær og ekki farin nema á snjóbíl, en hann hefur farið marg ar ferðir yfir hana undanfarið því heiðin er búin að vera ófær venjulegum bifreiðum um lengri tíma. Reykjaheiði er einnig ófær og hefur verið það síðan 25. sept. s.l., en snjóbíllinn hefur af og til farið yfir hana. — Vegarstæðið í kringum Tjörnes hefur verið svo til snjólaust í allan vetur. Á kom- anda sumri er ráðgert að vinna töluvert að vegi þessum enda hef- ur Alþingi veitt til þess 300 þús. krónur. Snjó hefur tekið það mikið af, að jörð er nokkuð komin upp og byrjað að beita búpeningi. hálfum mánuði, er hann vísaði frá tillögu minnihlutaflokkanna um kaupstaðarréttindi. — Enda mun oddvitinn hafa orðið þess mjög var undanfarið að hugmynd in um kaupstaðarréttindi á sívax- andi fylgi hreppsbúa að fagna. BF E YTING ARTILL AGA — BÓKUN NEITAÐ Fulltrúar minnihlutaflokkanna báru fram breytingatillögu í mál- inu, en Finnbogi neitaði fyrst að taka við henni, þar sem umræð- um um málið væri lokið!! án þess að tilkynna nokkuð um það. —■ Þegar fulltrúar minnihlutans ósk- uðu eftir bókun vegna þessa ger- ræðis, neitaði oddvitinn að bóka þau eins og um var beðið. Að lokinni atkvæðagreiðslu utn tillögu meirihlutans, bað oddvit- inn um að fá breytingatillögu minnihlutans. Tók hann við henni, stakk henni formálalaust í vasann og neitaði alveg að lesa hana upp, bera hana upp, eða að skila henni aftur til fulltrúa minnihlutans. ÁHEYRANDI MÓTMÆLIR Þegar hér var komið reis upjí einn fundarmanna í hópi áheyr- enda og kvað það furðu sæta afj fundarmenn fái ekki að heyrai breytingatillöguna. Kom nokkurS fát á Finnboga. Hafði hann viðl orð að bera tillöguna upp, eni gugnaði á því þegar til kom. —■ Sveinn Einarsson verkfr. benti áí að það væri brot á fundarvenj- um, að bera breytingatillögug upp eftir að aðaltillagan hefuq verið borin upp. Ennfremur mót- mælti hann því að oddvitinrt neitaði að bóka orðrétt athuga- semdir minnihlutans, sem hanrf ætti lagalega kröfu á. AF FUNDI í MÓTMÆLASKYNI Kallaði Sveinn fundarmenn till vitnis um þessi lögbrot oddvit- ans. Taldi hann tilgangslaust a<1 eiga frekari orðastað við oddvit- ann og lýsti því yfir að hanrt gengi af fundi í mótmælaskyni, Hannes Jónsson tók undir or<3 Sveins og kvaðst mundu einnigj ganga af fundi. Er þeir gengu út, komu á eftir þeim fundar- menn allir, milli 80—100 manns, ★ Að fundi þessum loknum voru Kópavogsbúar um margt fróðari varðandi starfsaðferðip hreppsnefndar, svo ekki sé fast- ara að orði kveðið. ---------------------- LIVERPOOL. — Lögreglan f Liverpool vinnur nú að því að handsama hópa ungra stúlkna, er gert hafa aðsúg að karlmönnum, bæði ungum og gömlum, í ýms- um hverfum borgarinnar. Hafai þær notað reiðhjólakeðjur að vopni og vefja þeim um úlnliði fórnardýranna. ABCDEFGH j AUSTURBÆR « ] 1 m J éé> J 1 Isltf ABCDEFGH j YESTURBÆR 17. leikur Austurbæjar: a4xb4 ep. 1 (Drepur í framhjáhlaupi) /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.