Morgunblaðið - 18.03.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.03.1955, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. marz 1955 MORGUNBLAÐIÐ 11 LEIKFÉLAG SAUÐÁRKRÓKS: ORÐIÐ" effir Kaj Munk ílanii bj bömtmiiffl LEIKFÉLAG Sauðárkróks hefur að undanförnu sýnt leikrit Kaj Munks „Orðið“ og er nú að und- irbúa sýningu á Nýársnóttinni eftir Indriða Einarsson. — Á að sýna hana í sæluvikunni og verð- ur frumsýning á sunnudaginn kemur. Nöfn þessara tveggja leikrita nægja til að sýna, að Leikfélag Sauðárkróks ræðst ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur í leikritavali. — Með leiki þessa báða er mjög vandfarið. En þessi stórhugur hefur jafn- an einkennt Leikfélag Sauðár- króks. Þannig hefur það sýnt á undanförnum árum þessi leikrit: Pilt og stúlku, Mann og konu, Jeppa á Fjalli, Fjalla-Eyvind, LénharS fógeta, Gullna hliðið, Skugga-Svein, Þrjá skálka, auk niargra annara, því að leikið er á hverjum vetri. En eitt er að velja vandasama sjónleiki og annað að sýna þá svo, að þeir njóti sín og hrífi áhorfendur. Hvernig hefur þá Leikféiagi Sauðárkróks tekist að leysa vandann? Því mundi ég hiklaust svara, að því hefur oft tekist afbragðs vel, stundum ágætlega, eða öðrum orðum, þetta hefur tekist rétt eins og í hverju öðru leikhúsi. Hér er ekki tækifæri til að telja upp alla þá góðu leikara, sem að sýningunum standa, bæði karla og konur, en ég vil þó nefna Ey- þór Stefánsson sem oftast er leik- stjórinn og ósjaldan fer einnig með aðalhlutverkin. Enda þótt hann sé að mestu sjálfmenntaður í list sinni, hefur hann fyrir með- fædda smekkvísi og listhneigð og mikla þjálfun og ástundun náð miklum árangri á leiksviðinu. Leikstjórn hans einkennist fyrst og fremst af því, hve strangar kröfur hann gerir til leiksviðsút- búnaðar, búninga leikara og stöðu þeirra á leiksviði. En þetta er einmitt undirstaða þess, að leik- sýning fái traustan heildarsvip við það, að leikararnir inni svo hlutverk sín með skilningi, ör- uggir og mótaðir. Gagnrýnandinn, hvort sem hann er í Þjóðleikhúsinu eða hér í félagsheimilinu, getur fundið að einu og öðru, en þegar ég nú rifja upp sýningar Leikfélags Sauðár- króks á undanförnum árum, finn ég í huganum ógleymanlegar persónur og mjög minnisstæðar sýningar í heild. Þannig tókst flutningur ,.Orðs- ins“ ágæta vel. Engum dylst, að vandi er að fara með þetta drama, svo að það verði ekki skoplegt. Það sem heilagt er og skoplegt, getur stundum jaðrað saman á ó- trúlegan hátt fyrir augum mann- skepnunnar. En alvara leiksins og helgiblær duldust engum, en hreif margan áhorfanda. Leik- sviðin, eins og jafnan, ágæt, sömuleiðis búningar, persónur vel mótaðar og að ég hygg af réttum skilningi. Borgen gamli (Kristján Skarphéðinsson) aðsópsmikill bændahöfðingi og þó viðkvæmur í sorginni, Inga (Helga Hannes- dóttir) sterk og mild í senn, Jó- hannes (Eyþór Stefánsson) ó- ýktur og raunalega sannur í geð- veiki sinni, Pétur skraddari (Guð jón Sigurðsson) fyrirgefandi helgislepjan, Mikkel (Árni Þor- björnsson) trúleysinginn og þó tvískinnungur, eins og slíkir menn eru oftast, litla stúlkan (Hildur Vilhjálmsdóttir) indæl. Aðrar persónur koma minna við sögu, en hafa þó sína þýðingu. Ég vil með línum þessum þakka Leikfélagi Sauðárkróks fyrir Orðið og þá um leið fyrir margt annað, sem það hefur gert til gleði og menningarauka. Það þarf kjark til, í þessari allt gleyp- andi útvarpsmenningu, að troða upp á litlu leiksviði við erfið skilyrði. En vel sé hverjum þeim, sem vill leggja fram krafta sí'na, þó að launin séu lítil önnur en þakkir fáeinna samborgara. Og satt að segja finnst mér þeim peningum vel varið, sem ríkið leggur fram til að styðja slíka starfsemi, sem óhjákvæmiiega hlýtur einatt að vera kostnaðar- söm, enda þótt leikararnir sjálf- ir fái lítil ómakslaun fyrir starf sitt, sem þó er æði tímafrekt. Sauðárkróki, 15. marz 1955. Helgi Konráðsson. Hitaveitn í Hveragerði HVERAGERÐI, 16. marz: — Nýt- ingu jarðhitans í Hveragerði hef- ur verið mjög ábótavant. Venju- lega hafa nokkrir menn samein- azt um leiðslur og borholur, en þær framkvæmdir hafa flestar verið af vanefnum gerðar, og því ekki til frambúðar. Sameiginleg hitaveita hefur verið á dagskrá í Hveragerði í mörg ár, en framkvæmdir hófust fyrst haustið 1953. Síðar tafðist framkvæmd vcrksins um skeið vegna fjárskorts. Framkvæmdir voru síðan hafnar að nýju haust- ið 1954, og tók hitaveitan til starfa 15 marz s.l. Var þá búið að tengja við hitakerfið eina gróðurhúsa- samstæðu, eign Fagrahvamms h.f. Ætlunin er, að gróðurhús og íbúðarhús verði tengd við hita- kerfið smám saman, eftir því sem ástæður leyfa. — Hitaveita þessi er fyrir austurhluta þorpsins. Áætlanir allar og teikningar gerði Sveinn Torfi Sveinsson, verkfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, og hefur hann ver- ið ráðunautur Hvergerðinga varð andi hitaveituna. Röralagnir annaðist Aðalsteinn Michelsen, bifvélavirki, en um- sjón með framkvæmd verksins alls höfðu þeir á hendi Eggert Engilbertsson, verkstjóri hrepps- ins og Oddgeir Ottesen, sveitar- stjóri. Vatnið í hitakerfinu er hitað með gufu. Aðallögnin er í steypt- um stokki. í stokknum er tvöföld pípulögn, hringrásarkerfi, og er Hitaveita Hveragerðis fyrsta hita veitan hérlendis með tvöföldu kerfi. — G. M. Ver5ur vetnissprengjan til að koma á friði • LONDON, 9. marz. — Birgða málaráðherra Breta, Selwyn Lloyd, lét svo ummælt í dag, að eftir aldaraða viðleitni mann- : kynsins til friðsamlegrar sam- búðar, að vetnissprengjan yrði ef til vill það afl, er komið gæti á ; varanlegum friði í heiminum. — I Gereyðingarafl vetnissprengjunn ar gerði aðstöðu stórra og lítilla landa í styrjöld jafnari. Gríðar- stór landflæmi Bandaríkjanna og Ráðstjórnarríkjanna væru nú jafn óverjandi og Bretlandseyj- ar. Hefðu Bretar nú ákveðið að framleiða vetnissprengjur, en hyggðust engu siður færa venju- legan vopnabúnað sinn í nýtízku form. Jafnframt yrði að halda samningaleið við Ráðstjórnarrik- in opinni. • „Hinn raunverulegi óvinur okkar, er styrjöld, en ekkert sér- stakt vopn. Ef Ráðstjórnarríkin hyggja ekki á árásarstyrjöld, er ekkert að óttast. Ef þau óska eft- ir alþjóða afvopnun, stendur þeim það til boða. En eins og málin standa nú, verðum við að vera við öllu búnir“, sagði ráð- herrann. í‘| 'i Í \ i ;i .. : : ' ;i ÞETTA er Sigursteinn Sævar Sigurðsson, Skúlagötu 70, sem fyrir nokkrum dögum bjargaði tveim börnum frá drukknun í Reykjavíkurtjörn. — Sigursteinn Sævar var á leið meðfram Tjörn- inni með innheimtutösku sína, er hann sá tvö lítil börn úti á Tjarn- arísnum og voru þau með skóflu. Litli drengurinn missti skófluna ofan í vök, skammt frá þar sem frárennsli Tjarnarinnar er. Hann ætlaði að ná henni upp úr vök- inni, en þá sá ég hvar hann datt ofan í vökina, sagði Sigursteinn. __ Og aðeins fæturnir stóðu upp úr. Leiksystir hans ætlaði að hjálpa honum, en þá féll hún á eftir honum. — Ég snaraðist strax út á ísinn að vökinni. Þannig lýsti Sigursteinn Sævar þessu. — Og í leðjubotni Tjarnarinnar var drengurinn fastur, er höfuðið stakkst á kaf í leðjuna. Ég varð að taka dálítið á til að ná strákn- um upp, sagði Sigursteinn Sævar, og er ég hafði lagt hann á grúfu á isinn, náði ég í telpuna sem þá var komin á kaf. Allt gerðist þetta í skjótri svipan. — Hvernig heldurðu að börn- unum líði? — Nú veit ég ekki, ég hefi ekk- ert frá þeim heyrt síðan. — Og við nánari eftirgrenslan tíðinda- manns blaðsins, kom í ljós, að for eldrar barnanna eru ekki einu sinni farin að þakka Sigursteini Sævari fyrir að hann bjargaði börnum þeirra. Hverjir verða Reykjavíkuf meisíarar í körfuknattleik Fimm féiög iska þáfi í móiinu. MEISTARAMÓT í körfuknattleik hefst í kvöld kl. 8 að Háloga- landi. Er mót þetta hið 4. í röðinni. Á mót þetta senda eftirfarandi félög lið: Iþróttafélag Reykja- víkur, Körfuknattleiksfélagið Gosi, íþróttafélag stúdenta, Iþrótta-., félag starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og Ármann. Akureyrinjjp^ ar ætluðu að senda lið á mótið, en töldu ekki varlegt að fara, sök,- j um samgönguerfiðleika þessa dagana, og var það leitt. Enda þótt körfuknattleikur sé Körfuknattleikur hefur lítiði) enn ung íþrótt hér á landi, á hann verið kynntur ennþá, fá mót, að-(5 orðið mikilli og óðum vaxandi eins eitt á ári. En vonandi cr,F vinsæld að fagna. að mót þetta stuðli að því, að Leikurinn var fyrst tekinn upp þau íþróttafélög, sem enn ekki hér á landi við íþróttakennara- hafa tekið leikinn upp, sjái sér * skólann að Laugarvatni. Voru fært að hefja kennslu í honum það þau frú Sigríður Valgeirs- að hausti komanda, því leikurinjn. dóttir og Bragi Magnússon, sem hefur hlotið lof allra, sem v|t fluttu með sér leikinn frá Banda- hafa á líkamsmennt og hafa sép ríkjunum, en þar er körfubolti hann. Körfuboiti stuðlar mjög í§S önnur fjölmennasta íþróttagrein- mýkt líkamans, sem er meira i«i in. Ári seinna hóf Iþróttafélag sagt verður um ýmsa þá knatt-jS Reykjavíkur kennslu í leiknum leiki, sem hér eru mest iðkaðijf. j og síðan hafa 3 önnur félög tek- Auk þess er hann jafn aðgengl- ’) ið leikinn upp. Körfubolti hefur legur fyrir konur sem karia, 4 átt erfitt uppdráttar úti á landi, unga sem fullorðna. , »;) vegna þess, hve stóran sal þarf Annað kvöld keppa í II. fl.: I ^ til að iðka hann. Þó hafa nokk- Ármann — ÍR. — Meistarfl.: ífi ) ur félög út um landið tekið leik- — ÍS. inn upp og má þar nefna Akur- I Fólk getur komizt inn að H eyringa, Vestmannaeyinga og logalandi með Vogavagni, séj Ólafsfirðinga, sem allir eiga orð- fer kl. 7,35 og 7,45 frá Lækjai ið allgóða körfuboltamenn. 1 torgi. | j) — Lestrarkennsla , Framh. af bls. 6 | á að skilja bað, sem það les, hef- thing for the car. We can get ir ávallt slæma lestrartækni. . . ) it here“. Við þurfurrj að æfa barnið við Oh, Father,“ said Sally, „what ^ að bera fram þau hljóð, sem bók-j stafirnir tákna“ (tilvitnun stytt. do you want? What do you want for the car?“ Father sa'd, „You will see. You will see“. Up, up went the car. „Oh, oh“, said Jane „See the car go up. The car can go for a ride. It can ride up“. Sally sa'd, „Oh! See Tim: He went up, too. He and Spot and Puff went up“. Sally said. „Look, Father! Spot hér. M. J ). III. Úr því að kennarar hafa bein- línis verið hvattir til að taka upp orðaaðferð í stað hljóðaað- ferðar og Kennaraskóla íslands talið skyP að breyta æfinga- kennslu sii.ni skv. því, álít ég rétt að fram komi rödd frá því landi, sem einna mesta reynslu and Puff want to jump. Please hefir af orðaaðferðinni. Mörgum Schweitzer haínar boði æsknlýðs- fylkingarimiar LAMBARENE • Dr. Albert Schweitzer, Nó- belsverðlaunahandhafinn og yf- irlæknir og eigandi sjúkrahúss- ins í Lambarene í frönsku Mið- Afríku, hefir hafnað boði um að leggja eitthvað að mörkum til hátíðar æskulýðsfylkingarinnar í Varsjá í ágúst á þessu ári. • Undirbúningsnefnd hátíðar- innar, sem hefir aðalsetur sitt í Stuttgart í Vestur-Þýzkalandi, bauð Schweitzer að verða heið- ursmeðlimur nefndarinnar. — Schweitzer skýrði svo frá í blaða- viðtali, að hann hefði þekkzt boðið, þar sem það gaf honum ekkert tilefni til að álíta að fé- lagsskapur þessi væri pólitískur. • Er hann gerði sér ljóst þau pólitísku öfl, er stæðu að baki hátíðinni, ritaði hann nefndinni bréf og hafnaði frekari afskipt- um af undirbúningi hennar. make the car come down. Can you make it come down?“ „Yes, Sally,“ said Father. „We can make the care come down We will get Spot and Puff and Tim“. ,Look, Sally,“ said Dick. „See come down. See Spot and Puff come down.“ Sally said, „Down comes the car. Down comes Spot. Down comes Puft. And dcwn comes Tim.“ „Oh, Spot.“ laughed Dick. „You ride up. You ride down. You ride up and down. This is a funny ride for you. A funny atriðum úr gagnrýni dr. Flesch hefi ég sleppt með öllu, enda nægur tími að athuga þau, þeg- ar þau birtast betur rökstudd í væntanlegri bók hans. Ég er því ekki mótfallinn, að orðaaðferðin verði reynd hér á landi, en sú the car "ome down. See Tim tilraun yrði að hefjast í mjög smáum stíl, t. d. í 2—3 bekkjum. Að hæfilegum tíma liðnum mætti draga ályktun unv nothæfni orðaaðferðarinnar til lestrarkennslu í íslenzku máli Fyrirfram sjáum við þó, að orða- aðferðin myndi eiga við miklu meiri erfiðleika að etja í íslenzku máli en enoku. Því veldur breyti- leiki orðmyndanna, sem er ride for Puff. And á funny ride miklu mei'á í okkar tungu. Eiiv for Tim.“ fallt orð „spakur“ tekur á sig Father went to the car. He 14 mismunandi myndir, marg- said, „The car can go. The family brotið endingakerfi, hljóðskipti, can go. The family can go hljóðvörp og klofning, svo að away.“ minnt sé á örfá atriði, myndu „Away we go,“ said Sally. „We gera notkun orðaaðferðar miklu will not ride up and down. We torveldari á íslenzku en á ensku. will ride away.“ Away went the car. Away went the family. Away, away, away. Dr. Leonard Bloomfield var prófessor við Yaleháskólann, víð- frægur málvísindamaður. Eitt frægasta verk hans „Language“ kom út 193A Þar segir hann: „Að því er lesturinn snertir eru skól- arnir okkar almyrkvaðir. Fátt er ömurlegra en að lesa leið- beiningar „lestrarsérfræðinga“ um það, hvernig eigi að kenna börnum lestur Hér er ekki rúm j ♦ til að gera grein fyrir hinu marg- víslega öngþveiti, sem þessi mál ■ ♦ eru komin í hjá okkur“. Á öðr-! ♦ um stað segir Bloomfield: „Versti ♦ Því tel ég varhugavert að taka hana til almennrar notkunar að órannsökuðu máli. Okkur skort- ir skipulegar rannsóknir á flest- um sviðum skólafræðslunnar, eu af fálmi höfum við nóg. Tilraun- ir, gerðar með framsýni og ábyrgðarvitund, myndu leiða til aukins árangurs í kerinslu og um leið* til raunverulegs sparnaðar í skólahaloi Matthías Jónasson. •♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• ♦ B dragbíturinn á lestrarkennsluna í enskri tungu er orðaaðferðin. ♦ ♦ M EZT AÐ AUGLÝSA í ♦ ♦ ORGUNBLAÐINU ♦ ♦ 1. . . Barn, sem ekki hefir tök♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.