Morgunblaðið - 31.03.1955, Blaðsíða 10
10
MORGVNBLAÐIB
Fimmtudagur 31. marz 1955
:i i
)■
■ /'i
m
:
Fyrirliggjandi
10” Atlas-hjólsagir, sambyggð Tauco
hjólsög og afréttari.
8.Þ0BS1HHS8QH 8 JHNSIH t
Grjótagötu 7 — Sími 3573 og 5296.
Húseign
m
■
á Seltjarnarnesi, til sölu. 4 herb. íbúðarhæð og 4 her- •
bergja íbúð í risi. — Bílskúr. — Góð lán áhvílandi. — ;
«
Samtals kr. 300 þúsund. — Laus 14 maí. |
AÐALFASTEIGNASALAN
Aðalstræti 8 — Símar 1043 og 80950 í
Household Giaze
(húsgagnagljái)
Öiafur Gíslason & Co. H/F.
Sími 81370.
SILICOTE
4 BEZT AÐ AVGLÝSA
▼ t MORGIWRLAÐIW
■
ÞV'OTTADUFT /
Elinborg Bjarnadóttir — minning
í DAG er til moldar borin frá
Aðventkirkjunni, vinkona mín
og samstarfskona um fjölmörg ár,
Eh'nborg Riarnadóttir, Brekku-
stíg 6B hér í bænum, rúmlega
64 ára að aldri.
Ehnborg var fædd að Voga-
koti í Álftaneshreppi, Mýrar-
sýslu, hinn 26 febrúar 1891, en
þar bjuggu foreldrar hennar,
Gíslína Þorsteinsdóttir og Bjarni
Bjarnason, sæmdarhjón hin
mestu. Móður hennar, Gíslínu,
þekkti ég persónulega allmörg
síðustu æviár hennar, en hún dó
í hárri elli hér í bænum fyrir
alimörgum árum. Var hún ein af
þeim allra hugljúfustu gamal-
mennum, sem ég hefi kynnst.
Mér er einnig tjáð, að maður
hennar hafi verið fyrirmyndar
maður í aila staði. Mér kemur
því ekki undarlega fyrir sjónir,
að vinkona mín, Elínborg, var
slík sæmdarkona, sem mér
reyndist hún.
Ung fór hún úr foreldrahúsum
að Áiftárbakka í sömu sveit, og
þar og í Straumfirði í sömu sveit
eyddi hún æskuárunum. Hingað
til Reykjavíkur kom hún innan
við tvítugsaldurinn og dvaldi hér
jafnan síðan.
Systkini átti hún fjögur, og af
þeim lifa nú tvö, frú Bjarndís á
Skólavörðustíg 16 og . Þorsteinn,
sjúkhngur á Elliheimilinu Grund.;
Systir hennar frú Soffía, dó svip-
lega fyrir tæpum sex árum, en
bróðir hennar, Bjarni, dó á bezta
aldri. Hann lét eftir sig unnustu,
Rósu Guðiaugsdóttur og tókust
shk vináttubönd milli hennar og
systur hins látna unnusta, Elín-
borgar, sem aldrei til hinztu
stundar rofnuðu. Höfðu þær búið
saman um 35 ára skeið, er Elín-
borg lézt.
Elínborg gekk að öllum algeng-
um störfum hér í bænum, og
mun mörgum vera k inn sú trú-j
mennska og staðíesta, sem ein-j
kenndi öll hennar störf. Hún var
stefnuföst viljaföst og ákveðin,'
og vissi jafnan, hvað hún vildi. j
Góðum gáfum var hún gædd og j
þar á meðal vel hagmælt. Er all- j
mikið til eftir hana í bundnu
máli, bæði sálmar og annað, sem j
nægja muodi í bók, ef komið
væri saman á einn stað. Hún var
trúuð kona og tilheyrði söfnuði
Aðventista hér í bænum í 33 ár
og í því pfni var hún heil og'
sönn eins og henni var eiginlegt. j
Þegar féiagsskapur Aðventista j
stofnaði liknarfélag kvenna inn- f
an sinna vébanda hér í bænum,!
undir naíninu „Systrafélagið
A]fa“; var Elínborg einróma
kosin forstöðukona bess félags.
Er hún hafði fengizt til að taka
að sér starfið, lagði hún sig allaj
í það af hfi og sál og dró ekki
af, og þessari forustu hélt hún!
alla tíð til endadægurs síns. All-j
ir treystu henni og vissu, að úr
því hún tók að sér eitthvert starf, I
þá var hún þar öll og óskipt. j
Það var fyrir þetta starf henn-
ar sem ég þekkti hana bezt, og
minningin um hana mun jafnan
verða fyrst og fremst tengd þessu
starfi hennar í huga mínum, og
svo mun um fleiri. Sporin henn-
ar í þarfir hinna bágstöddu munu
seint verða talin, og heimili
ekkna og munaðarleysingja og
annarra bágstaddra, sem notið
hafa árvekni hennar og erfiðis,
eru orðin býsna mörg. Þeir eru
líka margir, sem studdu hana
í þessu, starfi og félagssystur
hennar. bæði með fjárgjöfum,
fatagjöfum og vinnu, og veit ég,
að hún var öllum slíkum hjart-
anlega þakklát, og taldi þá meðal
sinna beztu vina. í mörg ár var
Elínborg búin að vinna cins og
kraftar framast leyfðu, og fram
yfir það stundum, fyrir líknar-
starf þetta. Oft var hún þreytt á
líkamanum, en innri gleði yfil*
unnu verki einhverjum bágstödd-
um til hjwlpár voru launin —
einu launin, sem hún sóttist eftir.
Oft er mest að gera í slíku starfi
rétt fyrir jólin ár hvert, því að
það er eins. og þá sé tilefnið
hvað mest og löngun manna til
að gleðja bágstadda. Mér er ekki
grunlaust, að Élínborg hafi unn-
ið heldur um of fyrir síðústu jól,
eitthvað meira en heilsan leyfði,
eins og hún var orðin, en um
það tjáir ekki að tala.
Elínborg andaðist í sjúkrahúsi
Hvítabandsins hinn 21. marz s. 1.,
og fékk hægt andlát.
Nú hefur þú fengið hvíldina,
kæra vinkona, eftir strangan
vinnudag, og friður Guðs og
blessun fjdgi minningunni um
þig í hjörtum okkar vina þinna
og velunnara. ,,Og ég heyrði rödd
af himni, sem sagði: Rita þú:
Sælir eru dánir, þeir sem 1
Drottni deyja upp frá þessu. Já,
segir andinn. þeir skulu fá hvíld
frá erfiði sínu, því að verk þeirra
fylgja þeim“. Op. 14,13.
Og svo að síðustu er það hin
dýrðlega von, sem okkur er gef-
in um alla þá, sem í Drottni eru
dánir, von endurfundanna.
Við sjáumst aftur, kæra vin-
kona.
M. J. S.
Aðalfundur
Meitilsins h.f.
verður haldinn í Þorlákshöfn, fimmtu-
daginn 14. apríl n. k. cg hefst k! 3 e. h.
Stjórnin.
Stjórnarráðið
verður lokað föstudaginn
h april n.k. vegna aldar-
afm^Us frjálsrar verzlunar
á Islandi
Forsætisráðuneytið. 30. marz 1955