Morgunblaðið - 31.03.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.1955, Blaðsíða 4
'4 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. marz 1955 I dag er 91. dagur ársins. 31. marz. Árdegisflæði kl. 11,22. Síðdegisflæði kl. 23,59. Næturlæknir er í læknavarðstof- onni, sími 5030 frá kl. 6 síðdegis til kl. 8 árdegis. NæturvörSur er í Lyfjabúðinní Iðunni, sími 7911. Ennfremur er Holts-apótek og Apótek Austur- bæjar opin daglega til kl. 8 nema é. laugrfrdögum til kl. 4. Holts-apó- tek er opið á sunnudögum milli kl. 1—4. HafnarfjarSar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga milli kl. 13,00 og 16,00. ? MÍMIR 59553317 — 1. I.O.O.F. 5 = 1363318^ == 9 I. II. RMR — Föstud. 1. 3. 20. — VS — Fr. — Hvb. Dagbók Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun sína, ungfrú Unnur Magnúsdóttir iðnnemi frá Drangsnesi í Stein- grimsfirði og Sigvaldi S. Þorgils- son iðnnemi, Laugavegi 11, Rvík. • Skipafréítir • Skipaútgcrð ríkisins: Hekla fer frá Reykjavík kl. 21 1 kvöld austur um land til Vopna- ¦fjarðar. Esja er á Akureyri. •— Herðubreið er á Austfjörðum. — Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill var á Akureyri í gærkveldi. ! Skipadeild S. 1. S.: Hvassafell fór frá Akranei í gær áleiðis til Hamborgar. Arnar- fell er í Reykjavik. Jökulfell er í Rostock. Dísarfell er á Akureyri. Helgafell er í New York. Smer- alda er í Hvalfirði. Elfrida er á Isafirði. Jutland fór frá Torre- víeja 23. þ.m. áleiðis til Aust- fjarðahafna. „Thea Danielsen" fór frá Torrevieja 26. þ.m. áleiðis til íslands. í dag er síðasti dagur málverkasýningar Sigurbjörns Kristinsson- ar í Listamannaskálanum. Á sjöunda hundrað manns hafa séð sýninguna og 16 myndir eru seldar. Alþ • íngi • Efri deild: — 1. Dýralæknar, frv. Ein umr. — 2. Barnavernd ¦og ungmenna, f rv. 2. umr. — 3. I Leigubifreiðar í kaupstöðum, frv. 2. umr. — t Neðri deild: —- 1. Ríkisborgara réttur, f rv. Frh. 2. umr. — 2. Fisk veiðasjóður Islands, frv. 2. umr. | 3. Húsnæðismál, frv. 1. umr. — 4. Fasteignamat, frv. 3. umr. — 5. Varnarsamningur milli Islands og Bandaríkjanna, frv. 1. umr. — 6. Bæjarstjóm í Kópavogskaup- ' stað, frv. Frh. 1. umr. — 7. Fram- leiðsluráð landbúnaðarins o. fl., frv. 1. umr. Sameinaða "Vegna verkfallsins hér sneri m/s Dronning Alexandrine við í Færeyjum í gær og hélt aftur til Kaupmannahafnar, þar af leið- andi fellur ferð skipsins héðan 2/4. niður. Næsta ferð skipsins SKIPAUTGCRÐ RIKISINS „Hekla" Sökum þess hvað fáir farþegai hafa gefið sig fram til ferðar með m/s -Heklu austur og norður ok skipið fær heldur ekki að taka póst, breytist ferðaáætlunin sen. hér greinir: Skipið mun fara héð an kl. 21,00 í kvöld og koma á venjulegar áætlunarhafnir norður til Vopnafjarðar, en sigla rakleitt þaðan til Reykjavíkur án viðkomu nema í Vestmannaeyjum, ef nauð synlegt verður að koma þangað, frá Kaupmannahöfn verður 13. apríl. — Kvenfélag óháða safnaðarins Skemmtifundur í Edduhúsinu kl. 8,30 á föstudagskvöldið. Sólheimadrengurinn Afh. Mbl.: Ómerkt: 25,00. B. E. 200,00. G. 50,00. Til fjölskyldunnar, sem brann hjá í Þóroddsstaða- camp Afh. Mbl.: N. N. kr. 200,00; Ingibjörg 50,00; N. N. 200,00; N. N. 50,00; S. T. 30,00; Jónas 20,00. Frá Verzlunarskólanum Próf í verzlunardeiíd hefjast laugardaginn 2. apríl. Utanskóla- menn, sem ætla að þreyta próf upp í annan eða þriðja bekk, komi í fyrsta prófið þriðjudaginn 12. apríl kl. 8 fyrir hádegi. Sjá nánar próftöflu í skólanum. Djúpmannafélagið Spilakvöld er í kvöld í Tjarnar- kaffi kl. 8,30. Takið með ykkur spil. Leiðrétting frá Almari ! 1 umsögn minni í gær um kvöld vöku bændavikunnar, þar sem get ið er kvæðalesturs Magnúsar Guð mundssonar, hefur orðið sá rugl- ingur á, að nafn höfundar kvæðis ins, Guðmundur á Sandi, hefur fallið niður en við það hefur upp- lesaranum verið eignað kvæðið. Er þetta því leiðara, sem hér er um að ræða eitt af ágætiskvæðum hins snjalla skálds. Listasafn Einars Jónssonar Til 1. júní onið á sunnudögum kl. 13,30—15.30. Um páskana þó I aðeins 2. páskadag. j Meðlimir í Nevtendasamtakanna sem ekki hafa fens-ið leiðbein- , ino-abæklinga sstmtakanna, eru i beðnir um að láta skrifstofuna vita. í síma 82722. All margir, sem bæklinsrarnir hafa verið sendir, hafa revnzt vera fluttir, en skrif stofunni hefur ekki tekist að fá hið nýja heimilisfang. Bazar Sjálfstæðiskvennafélagsins Vor- boðans í Hafnarfirði verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld, og hefst hann kl. 8,30. Hrækið ekki á gangstéttir. Brunatryggingarnar Meinleg prentvilla var í grein- inni um brunatryggingarnar, í blaðinu í gær, þar sem gerður var samanburður á iðgjöldum af skyldutryggðum fasteignum í kaupstöðum. Rétt er taflan þannig: Brunab.fél. Samvinnu- íslands tryggingar 1. fl. 0.65% 0,64% 2. fl. 1,00% 1,04% 3. fl. 1,80% 1,88% 4. fl. 2,50% 2,80% Sundmót skólanna fer fram í Sundhöllinni í kvöld Keppa þar auk framhaldsskól- anna hérna í Reykjavík: Mennta skólinn á Laugarvátni og gagn- fræðaskólar Keflavíkur og Hafn- arfjarðar. — Minningarspjöld S.L.F. — Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra — fást í Bðkum og rit- föngum, Austurstræti 1, Bóka- verzlun Braga Brynjólfssonar, Hafnarstræti 22, Hafliðabúð, Njálsgötu 1, og verzluninni Roða, Laugavegi 74. Málfundafélagið Óðinn Stjórn félagsins er til viðtals við félagsmenn í skrifstofu félags- ins á fösludagskvöldum frá kl. 8—10. — Sími 7104. Styrktarsjóður munaðar- lausra barna. — Sími 7967 Minningarspjöld Krabbameinsfél. íslands fást hjá öllum póstafgreiðslum landsins, lyfjabúðum í Reykjavík og Hafnarfirði (nema Laugavegs- og Reykjavíkur-apótekum), — Re- media, Elliheimilinu Grund og skrifstofu krabbameinsfélaganna, Blóðbankanum, Barónsstíg, sími 6947. — Minningakortin eru af- greidd gegnum síma 6947. Bæjarbókasafnið Lesstofan er opin alla virka daga frá kl. 10—12 árdegis og kl. 1—10 síðdegis, nema laugardaga kl. 10 — 12 árdegis og kl. I—7 síðdegis. Sunnudaga frá kl. 2—7 síðdegis. Útlánadeildin er opin alla virka daga frá kl. 2—10, nema laugar- daga kl. 2—7 og sunnudaga kí 5—7. Orðsending frá Sjálfstæðis- kvennafélaginu Hvöt Félagskonur, komið í skrifstofu félagsins í Sjálfstæðishúsinu í dag og næstu daga kl. 3—7 e.h., til viðtals og til að greiða árgjöld ykkar. — Aðrar Sjálfstæðiskonur, sem ekki eru komnar í félagið, verða innritaðar á sama tíma. Hrækið ekki á gangstéttir. U tvarp Fimmtudagur 31. marz: 8,00 Morgunútvarp. 9,10 Veður- fregnir. 12,00—13,15 Hádegisút- varp. 16,30 Veðurfregnir. 18,00 Dönskukennsla; I. fl. 18,25 Veður fregnir. 18,30 Enskukennsla; II. fl. 18,55 Framburðarkennsla í dönsku og esperanto. 19,15 Þing- fréttir. — Tónleikar. 19,30 Lesin dagskrá næstu viku. 19,40 Auglýs ingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson cand. mag.) 20,35 Kvöldvaka: a) Stefán Júlíus son kennari flytur frásögu af hafn firzkum sjómanni, sem víða hefur siglt. b) Kór Biskupstungna- manna í Reykjavík syngur; Magn ús Einarsson stjórnar. c) Jón Sveinsson fyrrum bæjarstjóri seg ir frá eyfirzkum athafnamanni, Ásgeiri Péturssyni. d) Ævar Kvaran leikari flytur efni úr ýms um áttum. 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22,10 Passíusálmur (42). 22,20 'Sinfónískir tónleikar (plöt« ur). 23,05 Dagskrárlok. Samsöniyr kirkju- i Borgarnesi BORGARNESI, 30. marz: — S.l. sunnudag héldu samsöng hér í Borgarnesi kirkjukórar Akraness og Borgarness, samtals um 60 manns, undir stjórn Geirlaugs Árnasonar, sem stjórnaði Akra- nesskórnum og Halldórs Sigurðs- sonar, er stjórnaði Borgarness- kórnum. Á söngskránni voru 18 lög og varð að endurtaka mörg þeirra og ennfremur syngja aukalög. Undirleik önnuðust Bjarni Bjarna son og frú Fríða Lárusdóttir frá Akranesi og frú Stefanía Þor- bjarnardóttir frá Borgarnesi. Sr. Leó Júlíusson, sóknarprestur á Borg, ávarpaði söngstjóra og söngfólk og þakkaði ágsetan söng. Að síðustu sungu kórarnir sam- eiginlega þjóðsönginn. Að söng- mótinu • loknu, bauð kirkjukór Borgarness Akurnesingunum og nokkrum gestum til kaffidrykkju að Hótel Borgarness. Var lengi petið undir borðum og mikið sungið og margar ræður fluttar. Söngmótið verður endurtekið í Bíóhöllinni á Akranesi n.k. sunnudag, þann 3. apríl. — Fr.Þ. AlþjóSaráS Að undanförnu hefir Austurbæjarbíó sýnt þýzku kvikmyndina „Dreymandi varir". Myndin er mjög áhrifamikil og var kvik- myndasagan birt sem framhaldssaga í Familie-Journal. Með aðal- hlutverkin fara mjög vinsælir og þekktir leikarar. Myndin hér að ofan er af þeim Maríu Schell, sem þegar er orðin þekkt hér á landi fyrir leik sinn í kvikmyndinni „HoII læknir" og Fritz van Dongen (Philip Dorn) en eftir honum muna flestir úr kvikmynd- inni „Ég hef ætíð elskað þig." ALÞJOÐARAÐ tónskálda heldur sinn fyrsta aðalfund í London dagana 3.-5. maí n.k. í boði brezka tónskáidafélagsins. Fund- ir alþjóðaráðsins verða haldnir í „Copyright House", salarkynnum brezka STEFs. Um leið verða haldnir sérstakir hátíðatónleikar og „ballettar" sýndir. .Stofnun þessa ráðs var undir- búin af „Tónskáldafélagi íslands" og formanni þess Jóni Leifs, og ráðið endanlega stofnað á Þing- völlum 17. júní með undirskrift fulltrúa tíu þjóða. Alþjóðaráðið er eina alþjóða- samband tónlistar, sem í eru ein- göngu tónskáld. Fjórtán lönd hafa tilkynnt þátttöku sína í aðalfund inum í London. Stofnskrifstofa ráðsins hjá Tónskáldafélagi ÍS- lands hefir nýlega gefið út í 300 eintökum, skýrslu og fundargerð stofnfundanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.