Morgunblaðið - 31.03.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1955, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 31. marz 1955 &BBðH*r..........I Forefdrafundur í Aus irnaskólanum um slysfa ÞAÐ þykir jafnan góð skemmtun og eftirsókiiarverð, þegar Karla- kór Reykjavíkur lætur til sín heyra. Kórinn er nú senn þrítug- ur, stofnaður 1926 og stendur því á gömlum merg, enda þótt aðeins þrír af stofnendum hans séu þar ennþá virkir félagar. Allann þenn an langa tíma hefur kórinn haft sama söngstjórann, Sigurð Þórð- arson, sem hefur þjálfað kórinn frábærlega vel, af sinni alkunnu smekkvísi og nákvæmni, enda hefur kórinn frá upphafi verið í allra fremstu röð íslenzkra karla kóra og hlotið lof og verðskuld- aða viðurkenningu bæð hér heima og erlendis, en kórinn hefur sem kunnugt er farið f jórar söngferðir til framandi landa, eina til Ameríku og þrjár víðs- vegar um Evrópu og alla leið til Alsír. Karlakór Reykjavíkur hélt nýlega fjóra samsöngva í Aust- urbæjarbíói undir stjórn síns gamla söngstjóra og með aðstoð Fritz Weisshappels, píanóleikara og Guðmundar Jónssonar óperu- söngvara og Guðmundar Guðjóns sonar, er báðir sungu einsöng með kórnum. Efnisskráin var tvískipt, fyrri hlutinn eingöngu helgaður ís- lenzkum tónskáldum, en síðari hlutinn erlendum. Sumt af því, sem sungið var voru gamlir kunn ingjar, svo sem Grænlandsvísur, lag Sigfúsar Einarssonar, Veiði- mannakór, eftir Weber, rússneska þjóðlagið Söngur ferjudráttar- manna á Volgu og Kampavíns- kviða Lumbye's. — Af íslenzku lögunum bótti mér athyglisverð- ust Syngdu gleðinnar óð, eftir Karl O. Runólfsson, hressilegt lag og vel sungið, Vögguvísa eft- ir Jón Leifs lítil perla í hreinum og fögrum stíl og hið rismikla lag söngstjórans, Sigurðar Þórð- arsonar, ísland, með þróttmikl- um og öruggum einsöng Guð- mundar Jónssonar. Af erlendu lögunum fannst mér mesta koma til hins undur- fagra lags, Hin horfna, eftir Jarnefelt, Á leið til Mandaley, eftir Oley Speaks, er Guðmund- ur Jónsson söng einsöng í með miklum glæsibrag, enda varð að endurtaka það lag, sem reyndar fleiri, þar á meðal lagið ísland eftir Sigurð Þórðarson og Álfa- skeið, eftir Sigurð Ágústs- son, en í bví lagi söng einsöng Guðmundur Guðjónsson, tenór. Hefur hann laglega rödd og bezta, þegar hann beitir henni til fulls/ Auðheyrt var að kórinn var afbragðs vel æfður, svo að hvergi skeikaði. Raddirnar eru bjartar og þróttmiklar. en geta jafnframt verið sérstklega mjúkar eins og bezt kom í ljós í'laginu Hin hofna, sem er afar fíngert lag og gerir miklar kröfur til kórsins. Samsöngvar þessir voru Karla- kór Reykjavíkur og söngstjóra hans til mikls sóma, enda tóku áheyrendur kórnum forkunnar vel. Minnis'; ég ekki að hafa heyrt kórinn samstilltari en að þessu sinni. Vikar. FORELDRAFUNDUR um slys- farir barna var haldinn á vegum Barnaverndarfélags Reykjavíkur DAS bersl all- stórt bókasafn að gjöf FYRIR skömmu barst Dvalar- heimili aldraðra sjómanna veg- leg bókagjöf. Eru þetta 396 bæk- ur og því í rauninni heilt bóka- safn. Gefandinn er frú Vigdís Ólafsdóttir er til heimilis að Brekku í Gufudalssveit, og er gjöfin til minningar um unnusta hennar Aðalstein Arason bónda að Barmi í Gufudalssveit og son þeirra Erik. í bókasafni þessu eru margar góðar og verðmætar bæk- ur, svo eftir nútíma verðlagi á bókum, er það engin smáræðis gjöf, sem þessi góða kona gefur til minningar um ástvini sína. Og víst er að þær eiga eftir að veita mörgum öldruðum sjómanni marga ánægjustund, enda mun það vera tilgangur gefandans. Það er ekki vitað að þeir menn, sem þessi minningargjöf er gef- in um, hafi neitt verið tengdir sjó eða sjómennsku, en það sýnir glögglega hlýhug þann sem úr öllum áttum, er sýndur hinu til- vonandi heimili aldraðra sjó- manna, það berast að allsstaðar gjafir, sem eru beint til uppbygg ingu sjálfu heimilinu, eða til ánægju og fróðleiks væntanleg- um vistmönnum þar. Og eins. og þessi gjöf sýnir er það alveg eins frá fólki til sveita, sem frá sjáv- arsíðunni sem slikar gjafir ber- ast, oftast fyrir hlýhug gefand- ans sjálfs til sjómannastéttarinn- ar, en alloft vill það til að það er fyrir ábendingu eða áhrif annarra, sem • aldrei láta neitt tækifæri ónotað til stuðnings þessu góða málefni sjómanna- stéttarinnar. Að þessu sinni mun það vera fyrir áhrif eins velunn- ara Dvalarheimilisins, Guðmund ar Andréssonar, gullsmiðs. að þessi veglega gjöf er gefin. Það má segja að frá því er hugmynd- in að Dvalarheimilinu varð til, hafi hann verið sígefandi og ekki nóg með það, heldur hefir fyrir áhrif háns verið gefnar stórgjaf- ir. Auk hinna miklu peningagjafa hans, hafa þau hjónin gefið Dval- arheimilinu allt sitt mikla og ágæta bókasafn. Allar þessar gjafir eru hvöt til framtaks og dáða. Um leið og Byggingarnefnd Dvalarheimilis- ins þakkar frú Vigdisi Ólafsdótt- ur hina veglegu gjöf til minningar um ástvini hennar, færum vér öllum velunnurum og stuðnings- mönnum þessa tilkomandi heim- ilis aldraðra - sjómanna kærar þakkir. F.h. byggingarnefndar, Þorv. Björnsson. í Austurbæjarbarnaskólanum í gærkveldi. Eins og áður hefur verið skýrt frá stofnaði félagið nýlega til almenns borgarafund- ar um þetta mikla vandamál bæj- arfélags okkar. Markmið þessara funda er að vekja athygli borgaranna á því hversu brýn þörf er á að eitt- hvað sé aðhafst til að koma í veg fyrir þau tíðu slys, er hafa undanfarið orðið á ftórnum. Félagið hyggst stofna til fleiri slíkra foreldrafunda í öðrum skólahverfum bæjarins eftir páska. * Frummælendur á fundinum í gær voru: Jón Oddgeir Jónsson fltr. SVFÍ, Ólafur Guðmunds- son lögregluþjónn og Alfreð Gíslason læknir. Jón Oddgeir ræddi einkum hvað foreldrarnir gætu gert til að kenna börnum sínum um- ferðarreglur á unga aldri. Um- ræðuefni Ólafs var einkum sú nauðsyn er væri á því, að lög- regla, allur almenningur og for- eldrar ynnu saman að lausn þessa vandamáls. Alfreð Gíslason ræddi hinsvegar læknisfræðilega hlið þessa máls. *¦ Umræður urðu fjörugar og stóðu langt fram eftir kvöldi. HAZEL BISHOP Snyrtivörur HAZEL BISHOP VARALITURINN er eini „ekta" liturinn, sem fram- leiddur er í Bandaríkjunum. Söluumboð: PÉTUR PÉTURSSON Hafnarstræti 7. Laugavegi 38. KALT BORÐ ásamt heitum rétti. —RÖÐULL— ¦5 Sími 6485 Uflagarnir í Asfralíu . ........ A JOHN FARROW ProduCion I PATRICIA MEDINA - SIR CEDRIC HARDWICKE' " Prixtuccd by JOSEPH SISTROM • Ðirccltd by JOHN IARRQW ¦ Stmndli by JONATHAN UfflUB ____ * taniMi oukii wnwnwHiwm MMl f,FAIUMOUNI KtlM ..____»______________— Afar spennandi, ný, amerísk litkvikmynd um flutn- inga á brezkum sakamönnum til nýstofnaðrar fanganý- lendu í Ástralíu. — Myndin er byggð á samnefndri sögu eftir höfunda „Uppreisnarinnar á Bounty". Bönnnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Barðstrendingafélagið Barðstrendingafélagið AFfeiÆLISFAGNAO heldur Barðstrendingafélagið í Skátaheimilinu laugar- daginn 2. apríl 1955, klukkan 20,00 e. h. SKEMMTIATKIÐI Aðgöngumiðar seldir í Skátaheimilinu fimmtudaginn 31. marz klukkan 5—7. STJÓKNIN Tiikynning í tilefni af aldarafmæli frjálsrar verzlunar á íslandi verða bankarnir í Reykjavík lokaðir föstudaginn 1. apríl 1955. Víxlar, sem féllu 30. þ. m. verða afsagðir 31. marz, séu þeir eigi greiddir fyrir klukkan 3, þann dag. Landsbanki Islands, Útvegsbanki íslands h.f., Búnaðarbanki íslands, Iðnaðarbanki Islands h.f. Þegar þér Biðjið uni kryddvörur eru ekta og | þess vegna líka þær bezt, j Við ábyrgj umst gætií gerið innkaup • LILLU-KRYDP Þessi FreydÍ3 er á hnot- Það i skóg eftir piltinum mínum er nú heldur lakara. 2) — Nú ætlar hún að koma hingað og ekki hætta fyrr en hann hefur bitið á öngulinn. En ég skal ekki gefast upp baráttulaust. Ég skal berj- ast við hana um Markús með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.