Morgunblaðið - 31.03.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. marz 1955 DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR J. B. PRIESTLEY n. Pramhaldssagan 3 íiurðina, kastaði burtu sígarett- unni og horfði á rigninguna "streyma úr loftinu og því næst flýtti hann sér að loka hurðinni aftur. „Aðeins rigning og þrum- ur“, sagði hann og horfði á Mar- • garet. „Það er bezt fyrir okkur ;að halda áfram og reyna að kom- ast í húsaskjól, eins og þú segir“. Philip setti bifreiðina í gang aftur. Margaret slökkti á ljósinu og með því slokknaði þessi þæg- ‘indatilfinning. Nóttin hafði enn einu sinni skollið á þau; þau voru blaut og köld, villt og töp- uð í kolsvörtu vatninu í haust- nóttinni, þau sátu þarna bak við tvö ljós, en í þeim gat ekkert að líta nema glampandi rigninguna og gilið fyrir neðan. Þau óku hægt af stað og héldu sig hægra megin á veginum, hann heyrði Penderel hækka röddina. Hann var að syngja eða að minnsta kosti hrópa einhvern söng eins og maður, sem er í baði. Nóttin mundi öll verða eitt bað og þess vegna var Penderel að syngja. Einkennilegur unglingur! Philip leit á hann, en þá mundi hann skyndilega, að Penderel var að- eins tveim árum yngri en hann sjálfur. En það var drykkjuskap- urinn og söngurinn, sem jók mjög á aldursmuninn milli þeirra. Það var eins og Penderel hefði aldrei komizt úr stríðinu, og hann hagaði sér þannig á liverju kvöldi eins og hann væri að fara á vígstöðvarnar daginn eftir. Hvers vegna geðjaðist Mar- garet ekki að honum? Hann langaði til að hugsa um Marga- ret núna, en það var ekki tími til þess. Hann sá, að beygja mundi ívera í fjörutíu metra fjarlægð og hann ákvað að fara mjög var- lega þar. En hvaða óskapa undir- gangur var þetta! Var þetta þruma? Hann hrópaði til himna. Margaret hallaði fram á við og rýndi út. „Athugaðu í kringum þig, Waverton“, fannst honum hann heyra Penderel hrópa. — Hérna var önnur blindbeygja og hann beygði og kom þá beint inn í grenjandi hringiðu. — Vatn- straumur þaut eftir veginum og eitthvað kom við bifreiðina, annað hvort moldarköggull eða stör steinn. Á næstu mínútu mundu þau annað hvort vera komin undir allt eða hefðu kast- ast til á veginum. Þótt hann væri Salveg ruglaður, sá hann, að þau vmundu geta komizt undan og • hann steig á benzínið, en með a{hinum fætinum steig hann á hemlana af ótta við, að vegurinn fyrir framan mundi vera lokað- ‘,ur eða jafnvel þurrkaður burtu. fFramundan virtist vera sæmi- ,legt, þótt hlíðin bak við þau 'virtist vera á flugleið niður. —■ Aftur var bugða á veginum. Mar- garet hrópaði í eyra hans: „Ljós! Líttu á, Phil. Ljós! Farðu þang- að“. Hann sá þau eigi langt í burtu, rétt fyrir handan bugðu á veginum. Hann hægði á ferð- inni án þess að hugsa nokkuð. Einhverskonar hlið virtist vera þarna, ef til vill lá vegurinn nið- ur að húsinu. En hávaðinn og skellirnir bak við þau, vöktu hann til meðvitundar um hætt- una, sem þau voru stödd í. Nú var það augljóst, að það var hús, sem var fyrir framan þau og hann gat greint hliðið á veginum, sem lá að húsinu. En var þetta nokkur staður til að vera, þar sem skriðurnar féllu allt í kringum þau og vatnið virtist streyma úr loftinu? „Það er bezt fyrir okkur að halda á- fram, meðan við getum,, hrópaði hann til Margaretar. „Það er ekki öruggt hérna“. En á sama tíma steig hann á hemlana og hægði nú mjög á ferð bifreiðar- innar. Nú voru þau í aðeins nokk- urra metra fjarlægð frá hliðinu og voru í skjóli af steinveggnum, sem var í kringum garðinn. Hann fann óljósa öryggistilfinningu við þessa sjón. Hann tók eftir því, að Marga- ret hrópaði: „Nei, stanzaðu!“ og hann hlýddi hrópinu þegar í stað. Hann gerði það á móti sinni eigin dómgreind, en samt var eins og honum létti við að vera laus í nokkrar mínútur við stýri- og hemla. Hún þrýsti handlegg hans og hann fann, að hún titraði dá- lítið. „Við skulum vera hérna“, sagði hún og greip andann á lofti. „Við skulum fara út og sjá, hvað er að ske hérna“, greip Penderel fram í. „Ég held, að fjandans hlíðin sé að fara. Eitt- hvað brast þarna uppi“. Hann var að opna dyrnar Philip, sem var allur í hnipri, kom til hans út í kolsvarta rigninguna. Það var að minnsta kosti gott að standa aftur á sínum eigin fótum og þótt nóttin væri hræðileg, sýndist ástandið ekki vera eins ískyggilegt eins og það virtist vera inni í bifreiðinni. „Eigum við að halda áfram“, hrópaði Penderel, „eða eigum við að vera hérna kyrr og biðja þetta fólk um skýli? Við getum ekki snúið við, því að vegurinn er svo að segja horfinn og það getur verið, að þannig sé ástatt um veginn fyrir framan oKkur líka. Ég er með því að vera hérna kyrr“. „En hlustaðu nú á“, reiðin kom ekki fram og það var eins og hann væri að leita eftir styrk. „Við erum nálægt húsaskjóli“, hélt Philip áfram, „og mér finnst ástandið vera hættulegt hérna. Það getur vel verið, að allt verði búið að vera á morgun. Og ég held, að við ættum að segja fólk- inu, hvað komið hefur fyrir“. Penderel gekk fram og rýndi gegnum hliðið og kom síðan aft- ur. „Þau virðast ekki skeyta mikið um það. Það er ljós, en ekki er i að sjá nokkurn óróleika“. „Ef til vill vita þau það ekki“. Það fór hrollur um Philip. „Það getur einnig verið, að enginn sé þarna. Það getur verið, að þau hafi öll farið“. | Margaret horfði nú út um bif- reiðina. „Hvers Vegna standið þið þarna?“ Nú hljómaði þetta svo aumkunnarvert. „Ég þoli þetta ekki lengur. Þetta er eins og mar- tröð“. j „Penderel álítur, að við eig- ' um að vera hérna kyrr“, sagði Philip henni. „En ég álít, að við eigum að halda áfram. Hér er ekki öruggt og það virðist sem vegurinn fyrir framan okkur sé enn opinn“. Hann horfði fram fyrir sig eins langt og hann gat og þótt vegurinn væri mest megnis undir vatni, var ekki að sjá neinar beinar hindranir á j honum. „En er hann opinn?“ spurði Penderel og Margaret virtist vera sammála honum. Þeim var svarað á næsta augna bliki. Það heyrðust skruðningar, og hávaði, sem á eftir kom, í þetta skipti fyrir framan þau og einhvers staðar eigi langt í burtu. Það virtist eins og öll fjallshlíðin væri að koma niður. Hávaðinn var ærandi, ógnþrunginn eins og högg á eyrum, og jörðin undir fótum þeirra virtist jafnvel titra. Vegurinn fyrir framan þau var horfinn og þessi litla bugða. sem þau voru á var nú óðum að fyll- ast af vatni. „Komdu bifreiðinni Jóhann handfasti INSK SAGA 130 Því næst settumst við að dýrðlegri veizlu. Ég hélt að ég hefði fallið í ónáð vegna framhleypni minnar, en það var öðru nær. Ég var hetja dagsins og allir voru áfjáðir í að tala við mig og heyra mig segja frá hinum frábæru afrek- um, sem konungur hafði unnið í Landinu helga. Rúðólfur litli var nú sveinn í föruneyti eins hinna tignu manna, sem þarna voru viðstaddir. Hann kom til mín með tárin í augun- um og bað mig að biðja konunginn að fyrirgefa sér að hann hefði brugðizt honum. Konungur hló og gaf honum týgil- hníf til merkis um að hann bæri engan kala til hans. Allt virtist skemmtilegt og vingjarnlegt, en sár urðu von- brigði okkar þegar samkomunni var slitið og gestirnir farnir, því að þá vorum við sendir, undir sterkri hergæzlu, til ein- hvers óvinnandi kastala í Treffels, hátt uppi í fjöllum, á landamærum Lothringen. Svona mikilsvirði var þá þessi hátíðlega yfirlýsing keisarans um vináttu og Júdasarkoss hans. Umtalið í veizlunni og umtalið um hinn óviðjafnanlega fræknleik Ríkarðar konungs á fundinum, og hernaðarafrek hans í Landinu helga, sem öllum voru í fersku minni, hefur auðsjáanlega vakið keisarann til umhugsunar um að gæta allrar varkárni gagnvart konunginum, því að nú var hann aldrei látinn vera einn eitt augnablik, heldur var hann um- kringdur varðmönnum dag og nótt. Varðmenn hans voru þýzkir hermenn, tröll að vexti, vopnaðir ógurlegum sverð- um, bæði löngum og breiðum. Þessir risar sátu í kringum hann eins og bjórtunnu. „Hugsaðu þér, Reiddi hnefi,“ sagði konungur, „hvaða holskeflur af bjór og fjöll af kjöti þessir karlar hljóta að hafa étið og drukkið til að ná sinni núver- andi hæð og myndarlega ummáli.“ í Húsmæður! Gerið gólfteppin og bólstruðu húsgögnin sem ný fyrir páskana með IJ.S.A - 53 Það gerhreinsar þau á nokkrum mínútum, eyðir hvaða blettum sem er, og lyftir bældu flosi. Er auk þess ágætur mölvari. — Eftirgreindar verzlanir í Reykjavík og Hafnarfirði hafa U. S. A. — 53 á boðstólum: Hjörtur Hjartarson, Bræðr. 1 Pétur Kristjánsson, Ásvg. 19 Verzl. Baldur. Framnesv. 29 Lögberg, Holtsgötu 1 Sveinsbúð, Fálkagötu 2 Kristján Guðmundsson, Vesturg. 35A Theodór Siemsen, Tryggvag. Regnboginn, Laugaveg 62 Ásbyrgi, Laugaveg 139 Verzl. Varmá, Hverfisg. 84 Krónan, Mávahlíð 25 Sunnubúðin, Mávahlíð 26 Sveinsbúð, Borgargerði 12 Verzl. Jóns Þóröarsonar, Bankastræti EINKAUMBOÐ: Málarinn, Bankastræti Verzl. Vísir, Laugaveg 1 Pensillinn, Laugavegi 2 Verzl. Þingholt, Grundarst. 2 Ávaxtabúðin, Óðinsgötu 5 Verzl. Víðir, Fjölnisveg 2 Baldvinsbúð, Bergststr. 54 Þorsteinn Pálsson, Skjólbraut Hólsbúð, Rvíkurv. Hafnarf. Stebbabúð, Linnetsst., Hafnarfirði Gíslabúð, Suðurg. 35, Hafnarfirði Alíar KRON-búðir í Reykja- vík og Kópavogi Erl. Blandon & Co., h.f. Bankastræti 10 Lagermaður óskast Þarf að vera vanur bílkeyrslu og helzt að geta annazt smærri viðgerðir. — Tilboð með upplýsingum • um aldur og fyrri störf, merkt: „Reglusamur — 856“, sendist á afgr. blaðsins fyrir 4. apríl. ■<u) IMl BRYTI Bryti óskast á millilandaskip. — Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 6. apríl, merktar: „Bryti — 819“. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■• Alhliba uppþvotta-, þvotta- og hreinsunarduft allt i sama pakka í því er engin sápa eða lút- • arsölt, þess vegna algjörlega • óskaðlegt fínustu efnum og ; • hörundinu. I m m m HÚSMÆÐUR! 3 m Látið „REI“ létta heimilis- » störfin! Notið „REI“ í upp- ; þvottinn,—uppþurrkun spar- j ast. Gerið hreint með því, — 3 þurrkun sparast. „REI“ ej ðir 3 fitu, óhreinindum, fisklykt 3 og annarri matarlykt, einnig 3 svitalykt. Þvoið allan við- 3 kvæman þvott úr „REI‘, t.d. J ullar-, silki-, bómullar, næ- j lon, perlon og önnur gerfi- 3 efni, auk alls ungbarnafatn- • aðar. „REI“ festir lykkj- 3 ur. Hindrar lómyndun. Skýr- • ir liti. 3 Votið því heldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.