Morgunblaðið - 01.04.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.1955, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. apríl 1955 Aldarafmœli verzlunarfrelsis á íslandi HINN 15. apríl 1854 voru gefin út lög „um siglingar og verzl- un á íslandi“, en með þeim var ákveðið, að þegnum allra þjóða skyldi heimilt að reka verzlun á íslandi, í stað þess að sú heimild hafði áður aðeins verið bundin við þegna Danakonungs. Lög þessi skyldu taka gildi hinn 1. apríl árið 1855. Þó að því fari að vísu fjarri, eins og nánar mun verða rakið síðar í þessari grein, að hægt sé að segja að verzlunin hér á Is- landi hafi verið frjáls þau hundr- að ár, sem liðin eru síðan lögin um verzlun og siglingar tóku gildi, náðist þó með þeim mjög mikilvægur áfangi í baráttunni fyrir frjálsari verzlunarháttum. Með þessum lögum vannzt loka- sigur í baráttu þeirri, sem um langt skeið hafði verið háð við dönsk stjórnarvöld fyrir verzlun- arfrelsi á Islandi. Eftir það að lögin um verzlun og siglingar tóku gildi h. 1. apríl 1855, voru það ekki lengur bönn erl. stjórnarvalda, sem hindruðu frjálsa verzlun á íslandi. En þar með var ekki öllum hindrunum rutt úr vegi frjálsari verzlunar- hátta. Fyrstu áratugina eftir það að verzlunarfrelsið endurheimt- ist úr höndum Dana, var fátækt og framtaksleysi landsmanna sjálfra því til hindrunar, að hægt væri að nýta verulega þau bættu skilyrði fyrir aukinni velmegun, sem verzlunarfrelsið skapaði. — Hinar svonefndu „selstöðuverzl- anir“, er flestar voru eign danskra kaupmanna, búsettra er- lendis, héldu víðast hvar um all- langt skeið þeirri raunverulegu einokunaraðstöðu, sem þær höfðu haft áður en verzlunin var gefin frjáls. Á tveimur síðustu áratug- um aldarinnar fer þetta þó mjög að breytast, þannig að verzlunin færist þá á innlendar hendur, bæði á þann hátt, að innlend verzlunarfyrirtæki komust á fót, og fyrirtæki, sem voru í eigu kaupmanna, búsettra í Dan- mörku, komust í innlendar hend- ur. MEF> STOFNUN ÍSLANDS- BANKA RÆTTIST MJÖG ÚT FJÁRMAGNSSKORTINUM Mikill fjörkippur kom í at- vinnulíf landsmanna með stofn- un íslandsbanka árið 1904, en með því tiltölulega mikla erlenda fjármagni, sem kom inn í landið með stofnun hans, rættist mjög úr þeim tilfinnanlega fjármagns- skorti, sem til þess tíma hafði verið öllum framförum mikill fjötur um fót. Um þetta leyti myndaðist fyrsti vísir til inn- lendrar heildsöluverzlunar, en fram til þess tíma höfðu dönsk fyrirtæki aðallega annast þá verzlunarstarfsemi. Þótt fyrri heimsstyrjöldin vlli eðlilega margvíslegum erfiðleik- um á sviði viðskiptanna, varð hún þó hinni ungu innlendu verzlun eldraun, sem hún kom styrkari út úr en hún hafði áður verið. Það varð og til eflingar sjálfstæði innlendu verzlunarinn- ar, að landsmenn tóku í byrjun styrjaldarinnar að eignast eigin skipastól til þess að annast vöru- flutninga milli landa. í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri var verzlunin að mestu kom in í innlendar hendur, þannig að aðeins 5% fastra verzlana hér á landi voru þá í eigu manna bú- settra erlendis. ÍÁrið 1855 var til- svarandi tala 55% og hélzt það hlutfall óbrevtt fram undir 1870, en eftir það tekur innlendum verzlunum að fjölga). Frjáls verzlun í venjulegri merkingu þess orðs, var þó ekki tryggð með því, að verzlunin var komin í hendur innlendra aðilja. Um það hefur reynsla síðasta aldarfjórðungs fært okkur heim sanninn, en á þeim tíma hefur verzlunin oft verið háð slíkum höftum og hömlum af hálfu inn- £ kföllar þess kemu tram- iawÍE cg velsæM ★ eftir Olaf Björnsson prófessor Ólafur Björnsson prófessor. lendra stjórnarvalda, að ýkju- laust mun verzlunin aldrei hafa búið við slíkt ófrelsi síðan gömlu einokuninni lauk 1787. | Sigurinn í baráttunni fyrir frjálsri verzlun var því engan veginn endanlega unninn með lögUnum um verzlun og sigling- ar frá 1855. Sú barátta stendur enn, þótt nú sé við innlend öfl að etja í því efni en ekki erlend. Með sérstöku tilliti til þessa er það valið sem meginefni þess- arrar minningargreinar um ald- arafmæli verzlunarfrelsis á ís- landi, að gera grein fyrir þróun þeirrar afstöðu, sem innlend og erlend stjórnarvöld hafa haft til verzlunarfrelsisins á þeirri öld, sem liðin er s’ðan verzlunar- frelsið heimtist úr höndum Dana. j Þróun sjálfra utanríkisviðskipt- ’ anna verður hins vegar ekki rak- \ in n'ema að því leyti, sem nauð- synlegt er til skýringar megin- j efninu, enda er auðvitað erfitt um það að segja, að hve miklu leyti, má rekja hina raunveru- legu þróun utanríkisviðskiptanna til lagasetningarinnar frá 1855. j Til betri glöggvunar á efni því er þannig verður tekið hér til meðferðar er rétt að rekja í | stærstu dráttum aðdraganda þess, að verzlunin við ísland var gefin öllum frjáls árið 1855. AFNÁM EINCKUNAR 1787 Einokunarverzlun Dana á ís- landi var afnumin með tilskipun frá 13. júní 1787, er ganga skvldi í gildi frá 1. jan. 1788, en það fyrirkomulag verzlunarmálanna hafði þá staðið um nær tveggja alda skeið. Með afnámi einokun- arinnar öðluðust allir þegnar Danakonungs rétt til þess að sigla skipum sínum til íslands og verzla þar. Kaupmenn búsettir í Danmörku, Noregi og hertoga- dæmunum, máttu stefna skipum sínum til íslands frá hvaða höfn sem var, innlendri eða erlendri, hins vegar máttu kaupmenn bú- settir á íslandi ekki hafa nein viðskipti við önnur lönd, en þau er lutu Danakonungi. Þótt verzl- Unin væri þannig ekki gefin alveg frjáls með tilskipuninni frá 1787, var þó tekið mjög stórt skref í þá átt miðað við það fyrirkomu- lag sem áður var, ekki sizt með tilliti til þess, að í kringum á- kvæðið um bann við beinum við- skiptum kaupmanna, búsettra á íslandi, við lönd utan danska rík- isins hefði mátt fara með því að slíkir kaupmenn hefðu verið í einhvers konar félagi við kaup- sýslufyrirtæki í Danmörku, Nor- egi eða hertogadæmunum. Einokunarverzlunin var af- numin samkvæmt tillögum landsnefndarinnar síðari er svo var nefnd, en hún starfaði árin 1785—86. Ástæðurnar fyrir því að danska ríkisstjórnin taldi rétt að fara eftir tillögum landsnefndarinnar, um afnám einokunarinnar, voru ýmsar. Hinni svokölluðu merkan tilisku stefnu í viðskiptamálum, sem ríkjandi hafði þá verið í flestum löndum Evrópu um nær þriggja alda skeið, var þá tekið að hnigna og stefna hinna frjálsu viðskipta tekin að ryðja sér til rúms. En það hafði einmitt verið íyrir áhrif hinnar merkantilisku kenningar, sem einokunarverzl- unin hafði verið tekin upp á sín- um tíma og henni haldið við. Með stjórnarskiptum, sem urðu í Ðanmörku árið 1784, komu til valda menn, sem orðið höfðu fyrir áhrifum frá hinni frjáls- lyndu verzlunarstefnu, sem þá var tekin að ryðja sér til rúms í álfunni. í öðru lagi hafði þá undanfarin ár verið halli á rekstri einokunar verzlunarinnar, sem þá var rek- in af konungi. Siðast en ekki sizt má nefna óánægju landsmanna sjálfra með einokunarverzlur.ina og baráttu þeirra fyrir afnámi hennar undir forystu hins ágæta leiðtoga í þeirri baráttu, Skúla Magnússon- ar, landfógeta. í landsnefndinni síðari áttu sæti 10 háttsettir danskir embætt ismenn, þar á meðal 2 ráðherrar, og var annar þeirra Reventlow greifi, sem þá var einn hinn mesti áhrifamaður um stjórnmál Dana. í nefndinni átti einnig sæti Jón Eiríksson, konferenzráð, og Þorkell Fjeldsteð, lögmaður, er átt hafði sæti í fyrri lands- nefndinni, er gerði margar merkilegar tillögur um umbætur í íslenzkum atvinnumálum, starf- aði einnig með nefndinni. Ritari nefndarinnar var danskur mað- ur, Eggers að nafni, og kom hann fram með þá djörfu tillögu, að verzlunin skyldi þá þegar gefin algerlega frjáls þegnum allra þjóða. Þessi tillaga gekk þó lengra en svo, að íslendingarnir í nefnd- inni, þeir Fjeldsteð lögmaður og Jón Eiríksson, trevstúst til þess að styðja hana að svo stöddu, enda hefði það tæplega haft verulega þvðingu fyrir þróun verzlunarmála á fslandi næstu áratugi, þótt slíkt skref hefði verið stigið þá þegar. VERZLUNIN 1797—1854 Fyrstu árin eftir afnám einok- unarinnar fór verðlag mjög hækkandi, en meira þó á inn- lendum afurðum en erlendum varningi, þannig að verzlunar- kjörin urðu hagstæðari. — Árin 1793—94 gerðist verðlag hins vegar langtum óhagstæðara, og hófst nú hreyfing í þá átt, að hafin skyldi barátta fyrir full- komnu verzlunarfrelsi. Náði sú hreyfing hámarki sínu með al- mennu bænarskránni er svo var nafnd og send var til konungs á Alþingi 1795. Var þar farið fram á það, að verzlunin yrði nú gefin Yfirlitsteikning af Reykjavík frá 1852 frjáls öllum þjóðum, og var kvartað undan verzlun fasta- kaupmanna á hinum ýmsu höfn- um landsins, en þeir höfðu þá þegar náð slíkri aðstöðu, að lítil raunveruleg breyting var orðin frá einokunartímanum. lausa- kaupmanna, sem hafizt hafði í nokkrum mæli fyrst eftir afnám einokunarinnar, hafði nú aftur dregizt saman sökum versnandi verzlunarárferðis. Almenna bæn- arskráin fékk þó að því sinni engar undirtektir hjá dönsku stjórninni, og settu embættis- mennirnir er undir hana höfðu skrifað, jafnvel vítum. Svo virðist sem áhugi lands- manna í baráttunni fyrir auknu verzlunarfrelsi, hafi nokkuð dvín að aftur, eftir að almenna bæn- arskránni var synjað, enda voru síðustu ár 18. aldarinnar góðæri og verzlunarárí-rði fór þá aftur batnandi. Á tímum Napolensstyrjald- anna losnuðu viðskiptatengslin við Danmörku, svo sem kunnugt er, vegna óviðráðanlegra orsaka, en ekki verður verzlunarsaga þess tímabils rakin hér, þótt hún sé fyrir ýmissa hluta sakir merki leg, eins og t.d. tilraunir þær, sem þá voru gerðar með nokkr- um árangri fyrir forgöngu Magn- úsar Stephensens til þess að taka upp viðskipti við Norður-Amer- íku. Að loknum Napoleonsstyrjöld- unum hafði Magnús Stephensen forgöngu um það, að þess var farið á leit á ný við dönsku stjórnina, að verzlunin við Is- land yrði gefin öllum frjáls. —■ Þótt tillögum Magnúsar um fyr- irkomulag verzlunarinnar á fs- landi væri í meginatriðum hafn- að, varð þó sá árangur af mála- leitun hans. að kaupmönnum, bú- settum á íslandi, var með til- skipun frá 11. sept. 1816 heimilað að senda skip eða fara beint til útlanda og flytja inn vörur með sama hætti. Með sömu tilskipun var erlendum kaupmönnum einnig heimilað að sigla hingað skipum sinum, en urðu þá að greiða svo há lestargjöld, að úti- lokað mátti telja, að slík heimild yrði notuð. AHTIGINN DOFNAÐI A AUKNU VERZI UNARFRELSI Eftir þær tilslakanir, sem gerð ar höfðu verið á verzlunarhöml- unum með tilskipuninni frá 1816 virtist áhuei landsmanna á auknu verzlunarfrelsi aftur dofna um skeið. Áttu þær skoðanir iafnvel nokkru fvlgi að fagna. einkum meðal eldri manna, að aukið verzlunarfrelsi gæti orðið land- inu til ógæfu, þar sem í tvísýnu væri þá stefnt um aðflutning til landsins, sér í lagi til hafna í af- skekktari landshlutum. Má nefna sem dæmi um þann hugsunar- hátt eftirfarandi kafla úr bréfi séra Þorvaldar Böðvarssonar, þess merka kennimanns, til Rasmunar Rasks 1816: „Mjög þykja oss ískyggilegar þær fréttir, er sumir höndlunar- menn okkar hafa látið út berast í sumar, þ. e. að jöfur ætti að leyfa öllum þióðum ótakmarkaða höndlun við fsland .... Þá vildi ég vera burtu héðan. Einasta bót- in er, að ég vona, að þetta sé heldur skakkt hermt og ekki nema á aðra hliðina. Mig langar ekki eftir meiri höndlunarfrí- heitum en við höfum notið bæði í sumar og í fvrra og hafi þá trú, , að ásigkomulag vort að svo stöddu levfi þau ekki stærri“. fsbr. Þorkell .Tóhannesson, Saga íslendinga, VII bindi, bls. 399). En þegar kemur fram á 4. tug nítjándu aldarinnar tekur á ný að vakna fyrir því almennur á- hugi, að verzlunin fáist gefin frjáls. Varð baráttan fyrir frjálsri verzlun þá einn liður í barátt- Framh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.