Morgunblaðið - 01.04.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.04.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB Föstudagur 1. apríl 1955 U DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR J. B. PRIESTLEY Framhaldssagan 4 liingað", hrópaði Penderel og flýtti sér í áttina til stígsins að "““^húsinu. Philip hikaði aðeins, en íann þá, hvernig vatnið hækkaði óðum og hann flýtti sér aftur inn 1 bifreiðina. Pv,egnið streymdi nið- ur andlitið á honum og hann gat varla séð nokkuð; hendur hans voru svo dofnar, að það var eim, og þær væru viðarbútar; en vélin var í gangi og honum tókst að koma gírnum á sinn stað. Nokk- ur augnablik rumdi bifreiðin, en síðan fór hún að hreyfast með miklum skvettum og hann ók gegnum hliðið og eftir veginum. Hann gat greint Penderel flýta sér á undan, samanhnipraðan og óljósan í rigningunni, rétt eins og maður í kvikmyndum. Nú gnæfði húsið fyrir framan þau, einkenni- lega stórt af svona afskekktu húsi að vera. Hvað átti að gera við bifreiðina? Philip gat ekki ákveð ið sig og beygði því aðeins fyrir hornið, sem var aðeins fáa faðma Þúrscafé DANSLEIKUR að Þðrscafé í kvöld klukkan B. K. K. sextettinn leikur. Aðgöiigumiðar seldir frá kl. 5—7. SkRIFSTOFIiR máEflutningsmanna verða lokaðar í dag, vegna aldarafmælis frjálsrar verzlunar á íslandi. Stjórn Lögmannafélags íslands '■■•■■■■•■■■■■•■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■•■•■■■■■■■■■••I FAGRIR GRIPIR: Úr og klukkur Við flytjum inn hinar fegurstu klukkur sem nú eru á íslenzkum markaði. FERMINGARÚRIN — Fallegt og fjölbreytt úrval 9ðn Sípmuntlsson Skortjripoverzlun ■■■■■■■•■■•■■■■■■■■■■■■ ■■■■■•■■■ Nr. 1/1955 TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt hámarks- verð á smjörlíki, sem hér segir: Niðurgreitt Óniðurgreitt Heildsöluverð kr. 4.79 kr. 9.62 pr. kg. Smásöluverð kr. 5.60 kr. 10.60 pr. kg. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 31. marz 1955. VERÐGÆZLUSTJÓRINN : i Skrifstofur ■ Sjúkrasamlags Reykjavíkur | ■ eru lökaðar í dag, vegna aldarafmælis frjálsrar : r ■ verzlunar á Islandi. : i ■ Sjúkrasamlag Reykjavíkur. • j frá aðaldyrunum og stöðvaði hana þar. Framljósin skinu á húsið og sterklegu hurðirnar. — Það voru stórar hurðir, og sterk- legar, eins og fyrir virki, og þrjú breið þrep lágu að þeim. Ein- hvern veginn leit þetta út eins og þeim hefði verið lokað fyrir fullt og allt. Philip var þess var. að Pender- el var að horfa á hann, „Hjúpað dimmunni! Það er einmitt orðin yfir þetta“, sagði Penderel, „ég hef verið að reyna að muna það alla leið frá hliðinu. Ég skal fara og biðja um skjól. Hvílík nótt! Hvílíkur staður! Og samt geðjast mér að honum, en ykkur?“ Philip horfði á hann, þar sem hann gekk fram að dyrunum. — Nóttin var enn ógnþrungin og í fjarska mátti heyra skruðninga og endalaust féll regnið, en það virtist falla hljóðlátar núna. Það var húsið, sem var svo hljóðlátt. Þegar maður ekur upp að svona húsi, býst maður við að sjá skugga á gluggatjöldunum og þeim síðan lyft, dyrnar galopn- aðar. En ekkert af þessu skeði í húsinu, þrátt fyrir ljósið, sem þar var. Það var varla hægt að ímynda sér, að dyrnar hefðu nokkurn tíma verið opnaðar. Nú var Penderel kominn að dyrunum og greip um dyraham- arinn. Philip sneri sér að Mar- garet, sem hallaði sér aftur á bak, ef til vill örmagna. Þegar þau voru komin inn, þurr og heit, mundu þau ef til vill geta horfzt í augu og talað saman. Nú var tækifærið, áður en þau kæmu heim aftur og gætu brynjað sig vananum. Hann rétti fram hug- hreystandi höndina og þótt hún tæki hana ekki, virtist honum hann sjá votta fyrir brosi. Hvísl- aði hún eitthvað? Hann var ekki viss. Hann heyrði ekkert nema að Penderel barði að dyrum. ANNAR KAFLI. Penderel fannst hann ætti að berja aftur enn hærra. „Er nokk- ur þarna? sagði ferðamaðurinn". Það er þess vegna, sem skáld- skapurinn er svona góður. sagði hann við sjálfan sig með hönd- ina á hurðarhamrinum; á öllum tímum skýtur honum upp hjá mönnum. Rat-tatta-tat-tat. Ætti hann að berja aftur? Nei, þetta virtist vera svo ákveðið og nógu hátt, eins og fólk sagði og brosti — til að vekja upp frá dauðum. Setjum nú svo að fólkið þarna inni væri dáið, allt stirnað og Ijósið brynni fyrir ofan það. Ef til vill var einhver rétt að deyja eða dáinn og hinir væru að gráta og biðjast fyrir við rúmið og hann og Warverton kæmu þá inn; „Getið þér liáð okkur húsaskjól í nótt?“ En líklegast var samt, að eigandi hússins væri lítill, velsk- ur bóndi og húsið væri fullt af hundum og víni. Hann gæti þegið vínglas núna. Allt var rennandi blautt nema kverkarnar, sem voru þurrar eins og Sahara-eyði- mörkin. | Að lokum var einhver hinum megin við hurðina. Hann hafði það á tilfinningunni, að einhver væri þarna, þótt hann gæti ekki heyrt neitt. Það var augljóst, að þessar dyr mundu opnast eitt- hvað, það var ekki hægt að í- mynda sér, að þær yrðu opnaðar upp á gátt; einhvern veginn virt- ist það líta svo út eins og fvrst yrði að skrúfa frá. Já, eitthvað skeði núna. Það brakaði. Hún hreyfðist. Nú var tíminn — lítil snotur ræða. Hurðin opnaðist einn eða tvo þumlunga og Penderel sá auga. Hugheilar þakkir til vina og vandamanna, sem minnt- ust mín á sjötugsafmælinu 15. marz. Guð blessi ykkur öll. Ólafur Sturlaugsson, Stykkishólmi. Hjartanlega þakka ég öllum þeim er sýndu mér vin- áttu á 60 ára afmæli mínu 20. marz, með heimsóknum, skeytum og góðum gjöfum. — Guð gefi ykkur gleðilega páska. Sölvi Þorbergsson. Kirkjuveg 35. Stuðlið að lækkun iðgjalda með því að sýna fyllstu varúð við akstur. Spegilgljdandi Fægið gólf yðar um, að það hefir hnson's . , j WAX x 81® PBcjinscrfs i* \6**v'tdci HU WAX : "helmingi fyrr! og húsgögn með Johnson, og þér komizt að raua aldrei verið jafn spegilfagurt. Skínandi árangur helmingi fyrr en venjulega. Og það sem meira er Johnson gljái endist miklu lengur. Það er þesa vegna sem það er svo mikið keypt. Gólf og húsgögn, sem eru gljáfægð með Johnson’a Wax polish, eru fegurri og gljáinn varir lengur. Ennfremur fá þau varanlegri og betri vaxvemd. Öhreinindi komast ekki í vaxgljáann, og því mun auðveldara að haida öllu skínandi fögru. Johnson’s Lavender Wax gefur hina sömu ágætu raun sem Johnson’s Wax polish, en þar að auki, hinn hreini, daufi „parfume of Lavender“-ilmur, gerir heimilið aðlaðandi og spegilfagurt. EINKAUMBOÐ: VERZLUNIN MÁLARINN H/F Bankastræti 7 ■ Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.